Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JtJNÍ 1985 23 Knapp, af hverju þennan rógburð? — eftir Hall Hallsson TONY Knapp, þjálfari íslenzka landsliðsins í knattspyrnu, hefur undanfarna daga veist harkalega að Lárusi Guðmundssyni, sem leikur með Bayer Uerdingen ( V-Þýzkalandi. Árásir Knapps eru ómaklegar, rógburöur. Hann hag- ræðir staöreyndum á óskamm- feilinn hátt aó hætti manns, sem hefur vondan málstað að verja. Þaö vakti athygli íslenzkra blaöamanna fyrir landsleik islands og Skotlands aö Lárus Guö- mundsson var ekki í 16 manna hópnum. Blööin spuröu Tony Knapp hverju þetta sætti og svar- aöi hann því til, aö Lárus væri ekki nógu líkamlega sterkur til þess aö hrella vörn Skotanna — stíll hans hentaöi ekki. Helgina fyrir leikinn gegn Skotum varö Lárus Guö- mundsson v-þýzkur bikarmeistari þegar liö hans, Bayer Uerdingen vann glæstan sigur á Bayern Múnchen og þótti Lárus sýna snjallan leik. íslenzkir blaöamenn inntu Lárus álits á ummælum Knapps og lýsti hann undrun sinni. Eftir ummæli Lárusar snéri Knapp blaöinu viö og ásakaöi Lárus fyrir aö hlaupa meö óánægju sína í blööin, en ekki snúa sér beint til sín. Hann ásakaði Lárus um aö gefa sig ekki aö leikn- um meö íslenzka landsliöinu, held- ur líta stórt á sig og telja sig betri en Arnór Guðjohnsen, Ásgeir Sig- urvinsson og Pétur Pétursson. Knapp sagöi aö Lárus heföi verið óánægöur meö aö vera ekki í byrjunarliöi Islands gegn Skotiandi á Hampden Park j fyrra — verið meö neikvætt hugarfar. Sannleika hagrætt Þarna hagræöir Knapp sann- leikanum á óskammfeilinn hátt og hefur uppi rógburö á hendur ung- um manni. Þaö var Knapp sem í upphafi viðhaföi þau orö um Lárus aö hann væri ekki nógu sterkur og því ekki gjaldgengur í íslenzkt landsliö Tony Knapp. Lárus hljóp ekki meö eitt eöa neitt í blööin. Þaö er rangt aö Lárus hafi tekiö því illa aö vera ekki í byrjunarliöi íslands gegn Skotum. Hins vegar varö hann fyrir vonbrigöum þegar tveir aörir leikmenn voru látnir hita upp til aö skipta inná, þó aldrei hafi til þess komiö. Lárus lét í Ijósi vonbrigði meö aö vera ekki meöal varamanna, sem skipt yröi inná. Ég hef þekkt Lárus frá því hann hóf aö leika meö Víkingi. Hann hef- ur aldrei sýnt neikvætt hugarfar, langt því frá. Lárus Guömundsson hefur aldrei sýnt af sér stór- mennsku eöa lýst sig betri en leikmenn á borö viö þá Ásgeir, Arnór og Pétur. Þetta eru hugarór- ar Knapps, sem veit aö hann hefur vondan málstaö aö verja og grípur til óyndisúrræöa og rægir ungan knattspyrnumann á óskammfeilinn hátt. Ummæli Tonys Knapp lýsa van- þekkingu. Lárus hefur leikiö meö liöi Uerdingen í vetur og vakiö at- hygli þýzkra blaöamanna. Hann leikur i einni erfiöustu deildar- keppni i heimi, Bundesligunni, meö einu bezta liöi deildarinnar. Þegar hann lék meö Waterschei í Belgíu lagöi hann grunn aö sigri liösins í bikarkeppninni og skoraöi tvö mörk í úrslitaleik. Aö segja aö Lár- us sé ekki nógu líkamlega sterkur er auövitaö út í hött. Lárus Guömundsson tjáöi for- ustumönnum Knattspyrnusam- bands islands, aö hann væri reiöu- búinn aö leika meö landsliöi Is- lands gegn Skotlandi. Hann setti engin skilyrði um að vera í byrjun- arliði islands og hefur aldrei gert. Hann leggur metnaö sinn í aö leika meö íslenzka landsliöinu — fyrir þjóö sína. Lárus á aö baki glæstan feril sem knattspyrnumaöur, þó ungur sé aö árum. Hann varö islands- meistari með Víkingi 1981 og markhæstur í 1. deild, hann varö belgískur bikarmeistari og nú v-þýzkur bikarmeistari. Hann legg- ur hart aö sér viö iþrótt sína, sér og liði sínu til framdráttar. Aö segja aö hann sé neikvæöur eöa ekki nógu sterkur er auövitaö málflutningur manns, sem hefur slæman málstaö aö verja og í raun ætti Tony Knapp aö biöja opinber- lega afsökunar á framferöi sínu. Tony Knapp stjórnaöi íslenzka landsliöinu á árunum 1974—78 og undir hans stjórn vann þaö marga glæsta sigra. Hann hélt aö því loknu til Noregs og á aö baki glæstan feril — leitt lið sín til glæsilegra sigra. Á síöastliönu sumri fékk forusta KSÍ Tony Knapp til þess aö taka aö sér stjórn íslenzka landsliösins. Allir sem fylgjast meö knattspyrnu vita aö þetta var röng ákvöröun — ekki vegna þess aö Tony Knapp sé slæmur þjálfari, heldur einfaldlega vegna þess aö Tony Knapp á ekki kost á aö fylgjast meö islenzkum knattspyrnumönnum. Hann starfar í ööru landi, veit ekkert hvernig leikmenn standa sig hér á landi, né heldur hvernig atvinnumönnum okkar reiöir af. Þess vegna lendir Tony Knapp í þessum vandræöum með Lárus; hann hefur ekki átt kost á aö fylgj- ast meö Larúsi fremur en öörum íslenzkum leikmönnum. Ráöleysi og vanþekking kom berlega í Ijós í leiknum viö Spánverja. Ég ætla ekki aö gagnrýna einstaka leik- menn eöa val þeirra, enda ekki ástæöa til. En augljóst var aö ýms- ir leikmenn voru í stööum, sem þeir ekki þekktu til. Aö til aö mynda láta sér detta í hug aö gera Janus Guölaugsson aö bakveröi var fráleitt, setja Sigurö Grétarson í stööu tengiliöar vinstra megin var einnig rangt svo og Gunnar Gísla- son í stööu bakvaröar. Menn upp- skáru eins og þeir sáöu — leikur íslenzka liösins var ráöleysislegur. islenzku leikmennirnir léku eins og ellefu einstaklingar — en ekki eins og eitt lið. íslenzka Iiöið var slakt. Svo kemur Knapp í blööin eftir leikinn og segir þetta framför — ísland hafi nú tapaö 1—2, en síö- ast 0—4. Blöðin höföu þetta gagn- rýnislaust eftir þjálfaranum, en auövitaö tapaöi ísland ekki 0—4 fyrir Spáni síöast þegar þessar þjóöir léku. island beiö lægri hlut, 0—1, og tapaöi meö sama marka- mun á Spáni. Tony Knapp á sem þjálfari landsliösins aö leggja metnað sinn í aö fara meö rétt mál — hvort sem þaö eru úrslit leikja eöa ummæli um einstaka leik- menn. í ráöleysi sínu fyrir ári snéri stjórn KSl sór til Knapps og fór þess á leit aö hann stjórnaöi ís- lenzka landsliöinu. Ekki ætla ég aö álasa Knapp fyrir aö þekkjast boö KSÍ, þvert á móti. En köld staö- reynd blasir viö — þaö einfaldlega gengur ekki aö landsliösþjálfari starfi í ööru landi. Hann þekkir ein- ungis til leikmanna af afspurn. Litlu skiptir hvernig þeir standa sig meö liöum sínum í 1. deild. Menn velj- ast í íslenzka liöiö af fornri frægö en ekki getu hverju sinni. Slíkt gengur auövitað ekki. Höfundur er blaðamaður hjé Morgunblaðinu. Verslið tímanlega það borgar sig Gt 3 Hamborgari ca. 80 gr. \99 ^í&V>et Nauta grillborgari ca. 140 gr. Helmingi stærri þykkur, safaríkur og kryddaður. Tilbúinn á grillið Kryddlegiö Lambagrillteinn lambak|öt Paprika Allt á útigrillið Salatdressine pr.Stk. brauði tdressing í ÚRVALI Grillolía - Grillkrydd Grillkol -Grillbakkar Uppkveikjulögur pr.stk. með Paprika brauði Svínagrillteinn Svinakjot - Svinakjöt - Svínakjöt Svinakjöt -Svinakjöt Paprika Paprika - Ananas - Ananas Ananas - Ananas Kryddlagiö Laukur nautakjöt nautakjöt sss- Nautagrillteinn JS£l?®!!grill,ei™ Kryddlegiö Kryddlegiö Laukur svinakjöt nautakjöt Kryddlegiö Kryddlegiö nautakjöt lambakjöt Paprika Paprika Kryddlegtö Kryddlegiö nautakjöt nautakjöt Pylsugrillteinn Agúrka Agurka Paprika Folaldagrillteinn Paprika- Kjöt-Laukur. Bacon-Pylsa-BScon 'w' Bacon’®^ Li'iBacon Pylsugrillteinn Kjöt-Paprika-Kjöt Bacon-Pylsa-Bacon-Pylsa- Tómatur'Pylsa Bacon-Pylsa-Bacon Lambageiri ÚTIMARKAÐUR Tómatar «Q 00 Storlækkað verð pr k8 Appelsínur^® 48fi Agurkur 68í2 Opið til kl. 20 í Mjóddinni en til kl. 18 í Starmýri og Austurstræti. NH«j* blaber
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.