Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JtJNÍ 1985 25 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Vitur maöur sagði: „Fullkomnun fclst ekki í því aö gera frábœra hluti, heldur hinu, að gera hversdagslega hluti frábærlega vel.“ Þaö hefur Ný- Sjálendingum einnig verið Ijóst er þeir markaðsettu lambakjöt sitt. Þeir hafa lagt sig mjög fram með leiöbeiningar á meðhöndlun kjötsins og matreiðslu þess. Hér fylgja nokkrar af ágætum upp- skriftum þeirra og dæmi svo hver fyrir sig. Grillsteiktar kótilettur Kótilettur 2 cm þykkar eru smurðar með sinnepi og hunangi og grillaðar í 7—8 mín. á hvorri hlið. Kótilettur og hryggsteikur (skornar þvert yfir hrygginn) eru ekki siðri grillaðar og penslaðar með sérstakri barbecue-sósu. Sósu þessa má einnig nota á grillsteikur af frampart. Barbecue-sósa 1 lítill laukur (saxaður) 1 hvítlauksrif (pressað) 1 matsk. sítrónusafi 14 bolli eplaedik (cider-edik) 1 dós tómatkraftur (150 gr) 1 bikar vatn (150 gr) 1 matsk. Worchesterhire sósa 2 matsk. smjör 1 matsk. brúnn sykur W tsk. mustard duft 14 tsk. salt ('Msk. pipar) Setjið allt í pott, hitið að suðu og látið sjóða við vægan hita í 20 mín. Sósan er fremur bragðmikil en ekki bragðsterk. Þegar kjötið er grillað er best að láta það þorna ör- lítið yfir glóðinni (lokast) áður en það er penslað með sósunni. Það verður safaríkara. Sem meðlæti eru góð grjón með tómat, papriku og lauk. 1 bolli grjón 2 bollar vatn 1 ten. kjötkraftur 1 laukur 1 tómatur W græn paprika 1. 2 matsk. matarolía er hituð i góð- um potti og saxaður laukurinn soð- inn í feitinni þar til hann er glær. Grjónunum er bætt út i og steikt með þar til þau eru orðin hvít að lit. Vatni ásamt kjötkrafti er bætt út í og grjónin soðin í 10 mín. Skerið tómat i litla teninga og skerið papr- iku smátt og sjóðið með grjónunum síðustu 5 mínúturnar. Takið af hell- unni og látið standa í 10 mín. áður en þau eru borin fram. Hér ér svo „Klassísk ný-sjálensk steik“ 1 lambalæri 214—3 kg 2 hvítlauksrif 2 mats. rósmarín salt og hvítur pipar Lambalærið er látið þiðna í 1—2 dag í kæliskáp. Ofninn er hitaður. Hvítlauksrifin eru skorin í þunnar sneiðar. í yfirborð kjötsins eru skornir litlir fleygar og er hvít- laukssneiðunum komið fyrir í fitu- laginu. Rósmarín, salti og pipar er síðan nuddað á kjötið og það sett inn í heitan ofn og bakað á venju- legan hátt. Áætlið minnst 30 mín. bökunartíma fyrir hver 500 gr. Rósmarín og hvítlaukur gera kjötið verulega sætt og bragðgott. Á minna lambalæri dugir vel helmingi minna magn krydds en uppgefið er f uppskriftinni. Verð á hráefni í júní: 1 kg af kótilettum er frá kr. 245.00 1 kg af frampart er frá kr. 159.00 1 kg í læri er frá kr. 255.00 Nú er rétt að benda á, að talsverð- ur munur er á verði kjöts eftir versl- unum og einnig er verðmunur á frosnu kjöti og kjöti sem látið er þiðið — og hanga. Kannið því verðið vel áður en farið er til innkaupa. „Þe ród tú Reykjavík“ — eftirJón Isberg Ég var að koma frá Akureyri um daginn. Þegar ég kom út á Moldhaugnahálsinn og næstum því kominn að vegamótum vegar- ins til Dalvíkur og ólafsfjarðar sá ég bíl, sem staðnæmst hafði á veg- arkantinum. Ég hefi það fyrir reglu hér í mínu umdæmi, að kanna alla kyrrstæða bíla á vegin- um og af gömlum vana nam ég staðar og spurði hvort nokkuð væri að. Þarna var þá útlendingur á ferð við vegarskilti Vegagerðar ríkisins, sem á að leiðbeina ferða- löngum, innlendum sem útlendum. Hann bara skildi þetta ekki. Stuttu áður hafði hann farið fram hjá vegarskilti, sem á stóð Reykja- vík og þangað ætlaði hann. Nú var hann aftur á móti kominn að vegamótum, að hann hélt á aðal- þjóðveginum, og ekkert benti til að vegurinn lægi til Reykjavíkur. Þarna stóð skilti og vísaði beint áfram „Borgarnes" og „Sauðár- krókur". Hann hafði komið flug- leiðis norður og ætlaði suður land- leiðina. Hann fann hvorki Sauð- árkrók né Borgarnes, en rétt er að geta þess að hann var með gamalt kort. Og þarna stóð þessi útlendingur og spurði um leiðina til Reykjavík- ur og var ekki furða. Ég gat ekki farið að segja honum, að það hafi verið einu sinni samgönguráð- herra á íslandi, sem verið hafði sveitarstjóri í Borgarnesi og þá hafi kauptúnið hlotið þann sess í hugum vegagerðarinnar, að síðan hafi allar leiðir a.m.k. norðan frá Akureyri og ég held bara suður að vegamótum Vesturlandsvegar norðan við Borgarnes legið til Jón ísberg „Auðvitað vita allir ís- lendingar að leiðin um Borgarnes liggur suöur til Reykjavíkur, en viö tökum á móti nokkrum tugum þúsunda útlend- inga á hverju ári og væri ekki úr vegi aö hafa það í huga, þegar vegir eru merktir.“ Borgarness. M.ö.o. eins og Reykja- vík, sem víst mun vera höfuðborg landsins og svo til allir sem koma flugleiðis fara um, sé bara ekki til. Auðvitað vita allir Islendingar að leiðin um Borgarnes liggur suð- ur til Reykjavíkur, en við tökum á móti nokkrum tugum þúsunda út- lendinga á hverju ári og væri ekki úr vegi að hafa það í huga, þegar vegir eru merktir. Ég held að við verðum að gera þá kröfu til vega- gerðarinnar að vegirnir séu merktir þannig, að allir, bæði heimamenn og útlendingar, geti áttað sig á þeim og farið eftir merkingunum. í hugum flestra innlendra sem erlendra, eru ísafjörður, Akureyri og Egilsstaðir endastöðvar í við- komandi fjórðungum. Er þá miðað við Reykjavík. Hún verður engu að síður að vera með. Hræddur er ég um að einhver íslendingur segði eitthvað, ef leiðin norður um yrði bara merkt Blönduós, þótt þjóð- leiðin liggi þar um. Hvað þá um útlendinga. Við verðum að viður- kenna þessar staðreyndir. Á út- lendum landabréfum er alveg und- ir hælinn lagt, hvaða kaupstaðir eru tilgreindir. T.d. í tímariti sem liggur frammi í flugvélum SAS og er sambærilegt við „Við sem fljúg- um“, rit Flugleiða, er landabréf af íslandi. Þar er auðvitað Reykjavík og Akureyri. Svo eru merktar inn „borgirnar" Blönduós, Skaga- strönd og Siglufjörður og ekki fleiri staðir á Norðurlandi vestra. Ég minntist- einu sinni á þessar vegarmerkingar á vegamálaskrif- stofunni, en ekki var á það hlust- að. Ég hefi ætlað að vekja á þessu athygli fyrr, en ekki orðið af, þótt ég hafi nokkrum sinnum rekist á útlendinga sem ekki botnuðu í þessum merkingum. Nú læt ég verða af þessu í von um árangur. Höíundur er sýslumaður Húnvetn- inga. Myndir í Stern sagöar vera af Josef Mengele Hamborg, 19. júní. AP. VIKURITIÐ Stern í Vestur-Þýzkalandi birti í dag Ijósmyndir, sem sagðar eru af stríðsglæpamanninum eftirlýsta Josef Mengele. fram, að maðurinn sé Mengele og að börnin séu börn Bossert- hjónanna, sem eiga að hafa skot- ið skjólshúsi yfir hann í Brasilíu á árunum eftir 1970. Önnur ljósmynd sýnir mann- inn þar sem hann er að smiða leikföng úr tré, en tvö börn horfa á. Segir Stern, að það séu sömu börnin og i róðrarbátnum og hafi þessi mynd verið tekin í grennd við Sao Paulo. Birtust þessar myndir degi síðar en vikublaðið Bunte birti fyrsta hluta frásagnar sinnar og mynda af Mengele. Þykir Ijóst, að hér er um sama manninn að ræða, en myndir þær, sem Stern birti af honum, eru 11 að tölu og allar svart-hvítar. Myndirnar í Stern sýna mann á sjötugs aldri um borð í róðr- arbát með tveimur börnum og er maðuriiin að veifa til ljós- myndarans. Heldur Stern því FRICO geislaofninn er tilvalinn vermir á svalir, útverustaði og garðhús þegar svalt er í veðri á góðviðrisdögum á íslandi. Endurseljendur: Rafvörur - Laugarnesvegi 52 - Reykjavík Glóey - Ármúla 28 - Reykjavík Skúli Þórsson - Álfaskeiði 31 - Hafnarfir&i Rafborg - Grindavik Árvirkinn - Selfossi Kaupfélag V-Skaftfellinga - Vík f Myrdal Verslunin Kjarni - Vestmannaeyjum Bifreiða- og trésmiðja Borgarness Sigurdór Jóhannsson raftækjavinnustofa - Akranesi Leifur Haraldsson - Seyðisfirði Rafvirkinn - Eskifirði Kristall - Höfn/Hornafirði Rafborg - Patreksfirði Ljósvakinn - Bolungarvík Raftækni - Akureyri Árni og Bjarni - Reyðarfirði „Tja.. Kaffi með „bólu“ dugar^ ekki. — Ég verð að fá mér íftltD „Með CflltD geislaofni útiveran þægileg“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.