Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLADip, FIMMTUDAGUR 20. JÚiSI 1985 * Israelar í Lfbanon: „Leirug blöð“ — ljóðabók eftir nær níræðan höfund Innrásin kostaði 187 millj. króna Tel A*i*. 19. júní. AP. Chaim Barkai, sem er pró- fessor í hagfræði við háskól- ann í Tel Aviv, hefur reiknað út að innrásin í Líbanon og þriggja ára dvöl ísraelshers þar hafí kostað 4,5 milljarða dollara, að sögn blaðsins Da- var, eða jafnvirði 187 millj- arða íslenzkra króna. í útreikningum sínum taldi Barkai með beinan kostnað við innrásina og dvöl hersins í Líban- on, framleiðslutap vegna her- kvaðningar mikils fjölda manna af þessu tilefni, sjúkrakostnað særðra og endurhæfingu og end- urnýjun vopna og skotfæra. Jafnframt tekur Barkai með í útreikninginn 150 milljóna dollara tap vegna 15% fækkunar ferða- manna til ísraels vegna stríðs- rekstursins, einkum fyrst eftir innrásina í júní 1982. Hingað til hefur verið talið að umræddur stríðsrekstur hafi kost- að ísraela tvo til þrjá milljarða dollara. — eftir Halldór Sigurgeirsson Komin er út í Hafnarfirði ljóða- bók sem ber það frumlega heiti mitt í einfaldleikanum „Leirug blöó“. Sýnir þetta strax fundvísi höfundar á orð og orðasambönd sem hitta í mark. Tæpast verður þó nokkur sem ann ljóðum í h'efðbundnum stíl sammála höfundi um að hér sé um leirburð að ræða. Hitt er sönnu nær, að bókin, 245 bls., tiltölulega þétt prentaðar, sé frá upphafi til enda hinn ánægjulegasti lestur. Þegar þeir, sem teljst til hag- yrðinga eða alþýðuskáída, láta frá sér fara ljóðabók, er oft mikið í henni af kvæðum til nafngreindra vina og vandamanna. Þetta verður sumum hálfgerð fallgryfja, þannig að þeim sem hvorki kannast við höfundinn sé fólkið sem nefnt er í ljóðunum þykir heldur lítið til koma og sjónarhringurinn ekki sérlega víður. Einhvern veginn er það þó svo að höfundurinn, Jón Helgason frá Litlabæ á Vatns- leysuströnd, kemst svo vel frá þessu, að lesandinn metur bókina engu minna, þrátt fyrir þennan fjölda persónulegra kvæða. Tökum til dæmis lítið eitt úr ljóðabréfi sem Jón, sem þá var að vinna í Vogunum í fæðingarhreppi sínum, sendi vini sínum, Hannesi Jóns- syni, sem þá var vestur í Ólafsvík. Hann segir að þeir geti kallast á, hvor af sínu leiti, en ólíkt verður þó umhverfi Hannesar svipmeira: Bý ég ráðið bezt sem gefst, byggt á traustum sökkli: Fá þér stöðu alveg efst upp á Snæfellsjökli. Brýndu þaðan hljóðin há, um heiminn vítt svo þjóti. Ef ég get af Grímshól þá gala skal á móti. Þig skal vara’ ef þykknar loft og þyngir svala vindinn, því fjaðralausir fuglar oft fljúga’ um jökultindinn. Ólafsvíkur umhverfið allt við dulmögn stynur. Forsjónin þér forði við Fróðárundrum, vinur. Svipaðs ég mér sjálfum bið og syng þá bænalögin. Hamingjan mér hlífi við að hitta Stapadrauginn. Mikils þykir um vert að bundið mál sé snjallt, eða a.m.k. hnökra- laust og óþvingað í lok hverrar vísu eða erindis. Um sveitunga sinn sjötugan segir Jón m.a.: Ef ár þurfti’ að smíða’ eða oka í hrip, upp-hressa bæ eða gera við skip — og þó væru’ ei laun nema þakka — járnklæða þak eða jámskóa hest, þá jafnan var viðkvæðið: „Það er víst bezt að biðja hann Munda á Bakka." í undaufarandi sýnishornum hefur ekkert innrím eða þess hátt- ar skraut verið. En frá þessu kemst Jón einnig vel, án þess að þurfa að grípa til mjög torskilinna orða eða vafasamra nýyrðasmíða. Hér er ein: Orðaðu fátlaust fágað tal, forðaðu gráti’ og trega, skorðaðu bát í Bragasal, borðaðu mátulega. Líka eru í bókinni allmörg sléttubönd — nær tuttugu og tvær sextánmæltar samhendur. Jón og kona hans, Halla Magnúsdóttir, eru nú komin á Sólvang í Hafnar- firði, enda árin mörg að baki. 41 Jón Helgason frá Litlabæ Líður senn að niræðisafmæli Jóns og má segja að það sé í tilefni þess sem bókin kemur út. Liggur þó ljóst fyrir að allur sá sægur sem hann á af kunningjum getur ekki komið til hans á Sólvang þann dag. Vilji þeir hinir sömu hins vegar eignast bók með Ijóð- um, bæði miklum að vöxtum og vel ortum, fyrir 600 krónur, þá er að snúa sér til Magnúsar, sonar Jóns, að Skúlaskeiði 6, Hafnarfirði. Höíundur hefur veríð síarfsmaður ^ SH í fjölmörg ir. Dæmdur til að búa í „rottuholu“ í mánuð Los Angeles, 19. júní. AP. BANDARÍSKUR taugalækn- ir og leigusali, sem á villu í Beverly Hills í Kaliforníu, hefur verið dæmdur til að búa í íbúð, þar sem allt er í niðurníöslu, í þrjátíu daga. Líkist íbúðin því húsnæði, sem hann leigir sjö manna fjölskyldu, en þar er rottu- gangur tíður. Dómarinn, sem kvað upp dóminn, kvaðst vona að refsingin yrði til þess að leigusalinn „kæmist í snertingu við mannlegt velsæmi". Lækninum, Milt- on Avol var fyrir þremur árum gert að sjá til þess að verulegar endurbætur yrðu gerðar á þeim íbúðum, sem hann leigir út í Los Angel- es, en hann hefur ekki enn séð sóma sinn í að verða við þessum tilmælum. Á sama tíma þurfti 7 manna fjölskyldan að sætta sig daglega við rottur, kakkalakka, moskítóflugur og annan ófögnuð í einni af íbúðum Avols. „Ég kom fyrir gildrum til að reyna að sporna við rottunum, en án árangurs: rotturnar voru einfaldlega of marg- ar,“ sagði leigjandinn Ram- ona Mota fyrir rétti, en hún er móðir fimm barna. Leigusalinn var dæmdur til eins mánaðar fangelsis- vistar fyrir vítavert skeyt- ingarleysi um aðbúnað leigjenda sinna, en auk þess verður hann að búa þrjátíu daga í einni af leiguíbúðum sínum, eins og áður sagði. TJöfdar til XX fólks í öllum starfsgreinum! ER4/ ÓfyfJLEG Opið til kl. í kvöld og föstudagskvöld Opið laugar- dag kl. 10—2 Heitt kaffi á könnunni. VANTAR ÞIG EITTHVAÐ ÓDÝRT? Hvern vantar ekki ódýrt, ekki aö tala um þegar þaö er líka gott á Vöruloftinu Sigtúni 3, 2. hæð, hafa ordið miklar breytingar og þar er nú mjög góður stórútsölumarkaður. Á börnin í sveitina Peysur frá kr. 195 Gallabuxur frá kr. 99 Æfingaskór kr. 299 Gúmmístígvél kr. 299 Á dömur Jakkar frá kr. 250 Greiöslusloppar kr. 685 Kvenskór fá kr. 195 Æfingaskór kr. 695 Á herra Stakir jakkar frá kr. 995 Blússur frá kr. 995 Skyrtur frá kr. 190 Vinnubuxur frá kr. 399 Reiðstígvél frá kr. 389—685 Gúmmístígvél frá kr. 350. Snyrtivörur Hárnæring 30 glös kr. 94 Hárlagningarvökvi 30 glös kr. 94 o.fl. Stretchbuxur margir litir verö kr. 1195 allar stæröir Úrval af bolum frá kr. 190—250 Jogging-gallar S-M-L. Gott verð. Æfingaskór kr. 695 Áklæöi og gardínuefnií miklu úrvali. VÖRULOFTIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.