Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 64
SmÐHST lANSTRAUST OPINN 10.00-00.30 FIMMTUDAGUR 20. JUNI 1985 VERÐ I LAUSASOLU 30 KR. Steingrímsfjarðarheiði: Lægsta tilboð .38,7 % af kostn- aðaráætiuninni LÆGSTA tilboð í undirbyggingu vegarins á Steingrímsfjarðarheiði sem Vegagerðin bauð nýlega út var 4.540 þúsund kr., sem er 38,7% af kostnaðar- áætlun. Tilboð þetta var frá Gunnari og Kjartani sf. 9 tilboð bárust í verkið og voru þau öll innan við kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Ræktunarsamband Austurlands átti lægsta tilboðið í gerð Austur- landsvegar á milli Hofsár í Álfta- firði og Össurár í Lóni. Lengd veg- arins er 11 km og var kostnaðar- áætlun 12.126 þúsund kr., en tilboð Ræktunarsambandsins var 7.323 þús. kr., sem er 60,4% af áætlun- inni. Sex aðrir verktakar buðu í “verkið og var helmingur þeirra undir kostnaðaráætlun. Þá voru einnig opnuð tilboð í lagningu efra burðarlags og slit- lags á Arnarnesveg. Þrír aðilar buðu í verkið og var tilboð Loft- orku lægst 3.790 þúsund kr., sem er 95% af kostnaðaráætlun. Til- boðin voru öll svipuð, það næst lægsta örlítið hærra en tilboð Loftorku og það hæsta nánast samhljóða kostnaðaráætlun sem var 3.987 þúsund kr. Pollar í Eyjum Símamynd/Sigurgeir í gærkvöldi var sett við hátíðlega athöfn í Vestmannaeyjum svokallað Pollamót í knattspyrnu sem fþróttafélagið Týr og Tommahamborgarar gangast fyrir. Alls keppa á mótinu 40 lið víðs vegar að af landinu og munu keppendur vera hátt á sjötta hundrað. Myndin var tekin er þátttakend- ur gengu fylktu líði frá barnaskólanum inn í Herjólfsdal í gærkvöldi en þar var mótið sett. Keppni hefst fyrir hádegi í dag og lýkur á sunnudag. 'í 14 41 9l«» I Morgunblaðið/Þorkell Til veiða að loknu verkfalli gærkvöldi. Líf færðist yfir Reykjavíkurhöfn að loknu TIL veiða — togarinn Hjörleifur leggur úr höfn seint verkfalli sjómanna klukkan 22 í gærkvöldi. Sjá frásögn af sjómannasamningunum og ummæli samningsaðila á blaðsíðu 34. Bjórinn kemur ekki til þjóðaratkvæðis — málið úr sögunni, sagði forseti Sameinaðs þings FRIJMVARP um þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort leyfa eigi fram- leiðslu og innflutning á áfengu öli var fellt með 20 atkvæðum gegn 12 í neðri deild Alþingis um miðnæturbil í nótt. Fjórir þingmenn sátu hjá og jafnmargir voru fjarstaddir. Aður hafði frumvarpið verið samþykkt í efri deild. Það verður því ekki fjall- að um bjórinn meira á yfirstandandi þingi. Gangur bjórfrumvarpsins, svo- nefnda hefur veriö allsérstakur allt frá því að það var lagt fram í byrjun þings. Neðri deild sam- þykkti frumvarpið er gerði ráð fyrir að heimila sölu áfengs öls, en í efri deild tók það þeim breyting- um að ákvæði um ráðgefandi þjóð- aratkvæðagreiðslu kom inn. Neðri deild varð því að taka málið upp að nýju. Tillaga kom frá Halldóri Blöndal og Ellert B. Schram um að deildin samþykkti frumvarpið í sinni upprunalegu mynd, en hún var felld í gær með 17 atkvæðum gegn 14. Þá var einnig felld breyt- ingartillaga frá Jóni Baldvin Hannibalssyni við frumvarpið eins og það kom frá efri deild. Tíu þingmenn studdu tillöguna, en tuttugu voru á móti. Jón Baldvin lagði til að þjóðaratkvæðagreiðsl- an yrði ekki síðar en 15. september og væri bindandi. Frumvarpið var síðan fellt og er úr sögunni að sögn Þorvaldar Garðars Kristjánssonar forseta Sameinaðs Alþingis. Sjá ummæli þingmanna á bls. 4. Selur frystihúsa- kerfi til Hjaltlands ISLENSKT verkfræðifyrirtæki, Meka, er nú að vinna að hönnun 'Útlit fyrir að sauðfé þurfi enn að fækka um 300 þúsund IJTLIT er fyrir að fækka þurfi sauðfé í landinu um nálægt 300 þúsund á næstu fimm árum, úr 714 þúsund í 400—460, ef kindakjötsneyslan heldur áfram að dragast saman, afurðasemi fjárins eykst eins og útlit er fyrir, og kindakjöt verði ekki flutt út. Líklegt er að þessi samdráttur komi harðast niður á Suður- og Vesturlandi og þéttbýlustu héruðunum Norðanlands. Sérfræðingahópur á vegum helmingur þess sem hún var árið "iiefndar forsætisráðherra um „framtiðarkönnun" hefur tekið saman skýrslu um líklega þróun sauðfjárræktar næstu árin og er þetta meðal þess sem þar kemur fram. Sauðfé fækkar því um 35—45% á þessum árum ef þróun- in verður eins og þeir gera ráð fyrir, og verður sauðfjáreign landsmanna þá orðin um það bil 1978, þegar féð var sem flest. Benda höfundarnir á að ekki sé grundvöllur fyrir samdrætti í sauðfjárrækt á Vestfjörðum og strjálbýlustu. héruðum norðaust- anlands, og hljóti samdrátturinn því að koma fram í helstu mjólk- urframleiðsluhéruðunum. Höfundar skýrslunnar velta fyrir sér ýmsum hliðum sauðfjár- ræktarinnar. Til dæmis velta þeir fyrir sér hvernig best sé að bregð- ast við stöðugum samdrætti í neyslu kindakjöts, sem þeir rekja til óhagstæðrar verðþróunar á þvi miðaö við aðrar kjöttegundir. Telja þeir að gera verði stórátak til að lækka framleiðslukostnað og vinnslu- og dreifingarkostnað kindakjöts á næstu árum, eigi markaðshlutdeild þess ekki að minnka stórkostlega og sauðfjár- ræktin í landinu að hrynja. Þetta telja þeir að verði að gerast með aukinni afurðasemi og/eða lækk- un kostnaðar. Leggja þeir mesta áherslu á aukna afurðasemi og vitna til mikils munar á afurðasemi á milli héraða, til dæmis er 50% betri út- koma i Strandasýslu en á Suð- Vesturlandi, og vitna einnig til einstakra bænda sem skarað hafa framúr. Telja þeir að hægt sé að lækka verð á dilkakjöti um 20—30% með því að auka afurð- irnar upp í það sem þeir ná sem nú skara fram úr og þar með yrði dilkakjötsverðið samkeppnisfær- ara við aðrar kjöttegundir. Sjá: „Hrun blasir við nema gert verði... “ á bls. 37. og láta smíða í íslenskum blikksmiðjum framleiðslukerfi í frystihús á Hjaltlandi. Um er að ræða þvottakör, flökunarkerfi fyrir fisk og losunarkerfi fyrir úrgang, en útflutningsverðmæti þessa verkefnis er áætlað um 2,5 milljónir króna. Þetta er fyrsta verkefni Meka af þessu tagi sem verkfræði- skrifstofan vinnur fyrir erlenda aöila, en Meka hefur hannað mörg kerfi fyrir íslensk frysti- hús, og að sögn Elíasar Gunn- arssonar hjá Meka, naut hann við öflun þessa verkefnis ötuls stuðnings Útflutningsmiðstöðv- ar iðnaðarins og skrifstofu Útflutningsmiðstöðvarinnar í Færeyjum. Meka mun afhenda verkið fyrstu vikuna í ágúst að sögn Elíasar og munu þeir Meka- menn sjálfir hafa yfirumsjón með uppsetningu kerfisins í frystihúsinu. Sjá Viðskipti/atvinnulíf Bl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.