Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 30
30 Noregur: MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1985 Minni útflutning- ur á laxi en áætlað hafði verið ÍJTFLUTNINGUR á eldislaxi frá Noregi var 1000 lestum minni í aprfl- mánuði en áætlað hafði verið af Sölusamlagi norskra fiskeldisstöð- va. Að sögn Björgvinjarblaðsins Fiskaren voru fluttar út 1500 til 1600 lestir af norskum eldislaxi í aprfl í stað 2500 lesta samkvæmt áætlun- um. Er talið líklegt að á tímanum frá byrjun janúar til loka maí á þessu ári nemi útflutningurinn alls 11.000 lestum og því takist ekki að ná 18.000 lesta markinu í lok júlí eins og að var stefnt. Fiskaren hefur það eftir Odd Berg hjá Sölusamlagi fiskeldis- stöðva, að samdrátturinn á söl- unni í apríl kunni að leiða til offramboðs á söluhæfum fiski í júní og júlí. Þrátt fyrir þennan samdrátt hafa Norðmenn flutt út meira af eldisfiski í ár en á sama tíma í fyrra. Gjaldþrot í Bandaríkjunum í Fiskaren segir einnig frá því, að eitt stærsta bandaríska fyrir- tækið sem stundar innflutning á laxi, Seamark í Boston, sé að verða gjaldþrota og kunni norskir út- flytjendur og Kreditkassen-Fisk- ernes Bank að tapa allt að sex milljónum norskra króna (28,5 milljónum ísl. kr.). Seamark í Boston hefur verið brautryðjandi í innflutningi á laxi til Bandaríkjanna og hefur ráðið um 20 til 25% af markaðnum. Á síðasta ári keypti stórfyrirtæki á vesturströnd Bandaríkjanna Sea- mark. Fyrir tæpum mánuði lýstu eigendurnir því yfir, að þeir ætl- uðu að hætta öllum fjárstuðningi við Seamark, sem ekki hefur verið lýst formlega gjaldþrota. Það var fyrirtækið Hallvard Leröy A/S sem hóf viðskiptin við Seamark 1978 og seldi þá fersk fiskflök til Bandaríkjanna, laxinn kom síðar til sögunnar. Forstjóri Hallvard Leröy telur að það muni ekki hafa alvarleg eftirköst fyrir sölu á norskum laxi til Bandaríkj- anna, þótt Seamark hætti störf- um, hins vegar bitni hið fjárhags- lega tap illa á viðskiptavinum þess. Tvöfóld tennisstjarna TENNISSTJARNAN Martina Navratilova sést hér ásamt vaxmynd af sjálfri sér á tennisvelli Wimbledon tennisklúbbsins í London sl. fostudag. Vaxmyndina gerði Judith Craig, en hún er einn af listamönnum Madame Tussaud-vaxmyndasafnsins. Fékk ót-sýki í móðurkviði Linz, Austurríki, 18. júní. AP. TÆPLEGA ársgamall austur- rískur drengur er haldinn ót—sýki (ónæmistæringu eða AIDS), sem hann fékk í móð- urkviði, að því er embættismaður á vegum austurrísku heilbrigð- isgæslunnar sagði f gær, mánu- dag. Drengurinn hlýtur læknis- meðferð í sjúkrahúsi, en hefur ekki verið lagður inn. Hefur sú skipan haldist nokkra hríð. Batahorfur drengsins eru taldar litlar. Fimmtíu til sextíu þúsund kjarnorkuvopn í veröldinni — Segir í nýrri bók eftir William Arkin í NÝRRI bók eftir tvo vígbúnaðar- sérfræðinga er því haldið fram, að milli 50.000 og 60.000 kjarnorku- vopn séu til í veröldinni. Þar af eigi Sovétmenn 33.000 kjarnaodda og Bandaríkjamenn 24.898 í 28 fylkjum Bandaríkjanna, á Guam-eyju og í átta löndum: Belgíu. Bretlandi, Grikklandi, Hollandi, Italíu, Suður- Kóreu, Tyrklandi og Vestur-Þýska- landi. Höfundar bókarinnar eru Willi- am Arkin og Richard Fieldhouse. Arkin er kunnur hér á landi. 1980 hélt hann því fram að hér væru kjarnorkuvopn en dró það síðan til baka og í desember 1984 hélt hann því fram, að forseti Bandaríkj- Arsbók SIPRI 1985: Alþjóðamál hafa yerið hervædd — forstjóri SIPRI fagnar „kjarnorku-ofnæmi“ á íslandi Stokkhólmi. AP. ÚTGJÖLD til hermála, einkum til rannsókna og þróunar á nýjum vopna- kerfum, aukast óðfluga og nýjar tegundir kjarnorkuvopna gera tak- mörkun vígbúnaðar erfiðari en nokkru sinni fyrr að því er segir í árbók Friðarrannsóknarstofnunarinnar í Stokkhólmi (SIPRI) fyrir 1985, sem út kom á þriðjudag. Frank Blackaby, forstjóri SIPRI, dró upp dökka mynd af stöðu alþjóðamála, þegar hann kynnti 16. útgáfu árbókarinnar, sem er 666 blaðsíður að stærð. Forstjórinn taldi að alþjóðleg samskipti hefðu verið „her- vædd“, eins og hann orðaði það. „Hernaðarmál ráða úrslitum í samskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna," sagði forstjór- inn og vísaði til fyrrum banda- rísks hershöfðingja, sem hafði spurt: Hvað gera þeir svo sem annað en tala um hermál? Frank Blackaby taldi það hinsvegar til marks um jákvæða þróun, að í ýmsum smárikum yrði vart við „kjarnorku- ofnæmi" eins og hann orðaði það og nefndi þá ísland og Nýja Sjá- land til sögunnar. Þá fagnaði hann því, að í ýmsum öðrum löndum væru stjórnarandstöðu- flokkar þeirrar skoðunar að kjamorkuvopn ættu ekki heima í löndum þeirra. Árbók SIPRI er viðurkennt heimildarrit um vígbúnað í ver- öldinni, viðskipti með vopn og afvopnunarmál. í nýjustu útgáf- unni eru sérstakir kaflar um stríðið í Afganistan, þriðju kynslóð kjarnorkuvopna, her- væðingu Afríku og vöxt hergagnaframleiðslu í ríkjum þriðja heimsins. Stofnunin er fjármögnuð af sænska ríkinu en starfslið hennar er alþjóðlegt. Þegar Frank Blackaby kynnti árbókina sagði hann að ýmis at- riði gæfu visbendingu um það, hvort stöðugleiki ykist eða rask- aðist í alþjóðamálum. Meðal þeirra atriða sem hann nefndi voru þessi: Heildarútgjöld til hermála jukust á síðustu fjórum árum um 3,5% á ári, en útgjaldaaukn- ingin til rannsókna og þróunar var tvisvar sinnum meiri. Taldi hann þetta boða tilkomu nýrra vopna þegar fram liðu stundir. Kjarnorkuvopnakerfum í framvarnarstöðu hefur fjölgað, stýriflaugar búnar kjarnaoddum sem skotið er frá skipum hafa komið til sögunnar, hreyfanleg- um skotpöllum fyrir langdrægar kjarnorkueldflaugar hefur fjölg- að og meiri marksækni nýrra eldflauga eykur líkur á að þeim verði beitt í átökum. Á árinu 1984 var 800 milljörð- um bandaríkjadala varið til her- mála í heiminum. Þá voru gerðar 53 tilraunir með kjarnorku- sprengjur, þar af 27 í Sovétríkj- unum og 15 í Bandaríkjunum. anna hefði heimilað að flytja kjarnorkusprengjur hingað á striðstímum. Sú fullyrðing reynd- ist röng. Bókin sem hér um ræðir heitir Nucelar Battlefields á ensku eða Kjarnorkuvígvellir. Þegar frétt- amaður dagblaðsins Los Angeles Times sneri sér til Michaels I. Burch, talsmanns bandaríska varnarmálaráðuneytisins, og leit- aði álits hans á efni bókarinnar og þeim nákvæmu upplýsingum sem þar eru birtar sagðist Burch ekki hafa lesið bókina en bætti við: „Af þeim takmörkuðu upplýsingum sem ég hef um staðsetningu kjarn- orkuvopna held ég að tölurnar sem þeir birta séu ekki nákvæmar. Þó á ég erfitt með að leiðrétta þær, þar sem við játum hvorki né neitum tilvist kjarnorkuvopna." 1 yfirlýsingu frá rannsókna- stofnuninni Institute for Policy Studies, þar sem William Arkin starfar, segir að höfundar bókar- innar hafi fengið upplýsingar úr bandarískum stjórnarskjölum, sem þeir hafi kynnt sér á grund- velli laga um uplýsingafrelsi, úr yfirheyrslum í bandarískum þing- nefndum og skýrslum sem opin- berir aðilar hafi afhent þeim. Efnahagsráðstafanir í Argentínu: Verðstöðvun og nýr gjaldmiðill Rucnos Aires, Argentínu, 18. júní. AP. EFNAHAGSRÁÐSTÖFUNUM argentínsku stjórnarinnar, sem m.a. felast í launa- og verðstöövun og nýrri mynteiningu, hefur verið tekið mjög misjafn- lega í landinu. Talsmenn atvinnuveganna vilja binda nokkrar vonir við þær en forsvarsmenn verkalýðsfélaga og stjórnarandstöðu hafa brugðist ókvæða við. Flestum sérfræðingum ber sam- an um, að árangurinn af efna- hagsráðstöfununum muni velta á tvennu. í fyrsta lagi á því hve ákveðin stjórnin sjálf verður og hins vegar á því hvort almenning- ur í landinu muni fá trú á, að þær séu til bóta fyrir framtíðina. „Hornsteinar þessara ráðstafana eru tveir," sagði formaður í félagi stórbænda í Argentínu, „annars vegar niðurskurður ríkisútgjalda og hins vegar sú von, sem nýja mynteiningin vekur hjá almenn- ingi.“ Nýja myntin heitir „Austral", sem þýðir „suður“ á spænsku, og á hún smám saman að leysa verð- bólginn pesóinn af hólmi en verð- bólga í Árgentínu er nú eitthvað á annað þúsund prósent á ári. Al- fonsin forseti tilkynnti einnig, að vísitölubinding hefði verið afnum- in, sjálfvirk vixlhækkun launa og verðlags, en á móti kemur, að laun og verðlag verða fryst í því fari, sem þau voru í á miðvikudag fyrir viku. Leiðtogar verkalýðsfélaganna hafa gagnrnt ráðstafanirnar harð- lega og segja að atvinnuleysið muni stóraukast samfara minni ríkisútgjöldum. í síðustu viku náði Argentínustjórn samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, sem fel- ur það m.a. í sér, að hún fær nýtt lán upp á 1,4 miíljarða dollara til að geta staðið í skilum með af- borganir af erlendum skuldum, sem eru 48,4 milljarðar dollara. Stjórnin skuldbatt sig aftur á móti til að skera niður ríkisút- gjöldin og hækka verð á opinberri þjónustu um allt að 50%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.