Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1985 43 Minning: Jón R. Þórðarson bifreiðastjóri Fæddur 21. rebrúar 1919 Dáinn 15. júní 1985 Sumarsólstöður, lengstur sólar- gangur, landið í sínum fegursta skrúða, allt angar af gróandi jörð. Lindin hvíslar, lækurinn hjalar og blærinn strýkur laut og hól. Ungarnir skríða úr eggjum, yf- irgefa hreiðrin og alls staðar er ungviði að leik. Fuglasöngur nýtur sín vel í kyrrð næturinnar og harpa vorsins hljómar aldrei feg- urra en nú. En þrátt fyrir fegurð og frið ber dauðinn að dyrum, því kallið getur komið hvenær sem er. Jón fékk hvíldina seint að kvöld- lagi en vomóttin björt og fögur flutti anda hans og sál til æðra lifs. Engum kom á óvart sem til þekktu þó Jón fengi hvíldina, hann var búinn að vera sjúklingur um nokkurt skeið og oft sárþjáður. Aðeins fyrstu mánuðina af síðasta ári gat hann unnið, en þá var það harkan og viljaþrekið sem héldu honum uppi, því sjálfum sér gat hann aldrei hlíft. í september sl. keypti hann nýj- an bíl sem Jón Hallgrímsson tengdasonur hans hefur ekið síð- an. Hugur fylgdi starfi þó þrekið færi dvínandi. Eljusemin, þraut- seigjan og seferuleysið verða seint yfirbuguð. Jón var fæddur og alinn upp á Eskifirði, sem þá var lítið kaup- tún, atvinna takmörkuð og lífskjör léleg. Allir þóttust góðir sem voru bjargálna og sjálfum sér nógir, þurftu ekki til annarra að leita. Hann ólst upp við öll algeng störf sem til féllu, vel séður, verklaginn og ötull. Ekki var um aðra skólagöngu að ræða en þá sem barnaskólanum tilheyrði, en þá urðu margir að lifa eftir þeim boðskap að bókvitið yrði ekki í askana látið. 31. desember 1940 giftist hann æskuvinkonu sinni Kathinku Klausen, en hún er af norskum ættum, fædd og alin upp á Eski- firði. Þau voru jafngömul, gengu saman í barnaskóla og ferming- arsystkin. Langri og farsælli sam- búð er lokið, og lifir Kathinka eig- inmann sinn. Eftir giftinguna fóru þau í atvinnuleit til Reykjavíkur en hugðust fara austur aftur. En atvikin höguðu því þannig að þau ílengdust hér í höfuðborginni og hafa átt þar heima síðan. Jón byrjaði fyrst á því að aka vörubíl, en árið 1942 hóf hann störf hjá Bifreiðastöð Steindórs og vann þar í rúm 20 ár, en eftir það flutti hann sig á BSR með bifreið sina R-718 og hefur verið þar síðan. Hjá „Steindóri" 6k hann ýmist leigubílum eða áætlunarbilum á sérleyfum Steindórs eða þá að hann vann við viðgerðir á verk- stæðinu. Hann var fjölhæfur starfsmaður, ósérhlífinn og sam- vinnuþýður. Mörgum samstarfs- mönnum hans frá þessum árum hefi ég kynnst allnáið og bera þeir honum sérstaklega vel söguna. í desember 1957 fluttu þau hjónin með fjölskyldu sína í nýtt raðhús að Tunguvegi 92 og hafa búið þar síðan. Geta má nærri að það hefur ver- ið þeim mikill gleðidagur, því áður höfðu þau ætíð verið leigjendur og það lengst af hjá Steindóri Ein- arssyni. Jón var ekki auðelskandi eða efnishyggjumaður en hann sá vel fyrir sér og sínum, hans orð og viðskipti stóðu eins og stafur á bók. Hans boðskapur var og eftir honum breytt: „Orð skulu standa". Þau hjónin eignuðust fimm börn sem öll eru á lífi, myndarleg- ur og velgefinn hópur. Hér eru þau talin eftir aldursröð: Arnfinnur, ógiftur, nýráðinn skólastjóri við Foldaskóla, áður skólastjóri við Fellaskóla. Herdís, gift Jóni Hallgrímssyni lögregluþjóni, þau eiga tvo syni. Jón Ragnar, vinnur i Straums- vík, giftur Birnu Þorvaldsdóttur og eiga þau þrjú börn. Ingólfur Þórður, bílstjóri hjá öl- gerðinni Agli Skallagrímssyni, giftur Dagnýju Guðmundsdóttur og eiga þau tvö börn. Friðrik, verkstjóri hjá Loftorku sf., giftur Grétu Guðmundsdóttur og eiga þau tvö börn. Kynni okkar Jóns hófust þegar hann flutti sig frá „Steindóri" á BSR. Það kom brátt í ljós að skoð- anir okkar oft á tíðum beindust eftir sama farvegi og því stóðum við nær hvor öðrum en annars vill verða. Ég fann fljótt að vinsemd hans í minn garð var bæði traust og trygg, hafi ég getað goldið hon- um á þann hátt að hann hafi nokkurs notið kveð ég hann sæll að leiðarlokum. Jón var dulur að eðlisfari og bar ekki mótlætið á torg, en kunni vel að meta björtu hliðarnar. Með hógværð og stillingu gat hann túlkað skoðanir sínar á þann veg að það fór ekki á milli mála hvað hann meinti. 1 góðvinahópi var hann gleðigjafi og vinmargur á vinnustað. Hann hafði ágæta umgengnishæfileika, gat verið grínsamur og fundvís á það skop- lega, en ætíð hagaði hann orðum sínum á þann veg að engan sakaði. Við starfsbræður hans á BSR söknum vinar í stað. Aldrei sá ég Jón glaðari og hýr- ari á svipinn en þegar hann ræddi um heimili sitt, eiginkonu, börnin, tengdabörn og barnabörn. Það fór ekki á milli mála að fjöl- skyldan var honum allt. Það er mikil gæfa fyrir hvern og einn að geta notið lífsins með fjölskyldu sinni og sannarlega var Jón gæfu- samur fjölskyldufaðir. Það er margs að minnast þegar James Haughton heldur tónleika á Vestfjörðum Píanóleikarinn James Haughton heldur tónleika á Vestfjörðum næstu daga. Hann leikur eingöngu verk eftir Franz LiszL James Haughton er enskur og hóf píanónám sjö ára gamall. Hann stundaði m.a. nám við Royal Academy of Music, Institute of Education í London og fram- haldsnám við konunglegu tónlist- arakademíuna. James Haughton hefur haldið fjölda tónleika sem einleikari bæði með og án hljómsveitar. Fyrstu tónleikarnir verða á Flateyri í kvöld kl. 21.00. Hann verður á Bolungarvík á föstudag- inn og á ísafirði næsta laugardag, 22. júní. (flr frélUtilkynnjngu) James Haughton leiðir skilur og hugurinn leitar vítt og breitt, en með þakklæti í huga kveð ég látinn vin, minnugur þess að við sjáumst síðar. Megi sá sem öllu ræður halda verndarhendi sinni yfir fjölskyldu þessa góða drengs. Jakob Þorsteinsson eignuðust fimm mannvænleg og góð börn, Arnfinn, Herdísi, Jón Ragnar, Ingólf og Friðrik, allt nú uppkomið fólk. Er sár harmur að öllum þeim og skylduliði kveðinn. Jón taldi sig mesta tíð vera heilsuhraustan mann og naut þess, þótt á bjátaði undir lokin. Fyrir rösku ári þurfti hann á sjúkrahúsvist að halda og varð aldrei samur maður, en æðraðist þó ekki. Og ég held að heitust ósk hans hafi verið að geta tekið þátt í lífi og starfi, heill og óskiptur, til hinstu stundar. Ég veit að ég mæli fyrir munn fjölmargra þeirra sem kynntust honum að þeir sakna nú vinar í stað og finna til að rúm hans í lífi og samskiptum er nú autt. En viss er ég um að minning um góðan dreng yljar öllum þeim sem hon- um kynntust. Ég á svo margar góðar minn -R - ingar um góðan vin og félaga að mér er tregt tungu að hræra. En öll fjölskylda mín færir Kathinku og öllu skylduliði einlægar kveðjur og samúðaróskir, biðjum vini okkar góðrar vegferðar og öllu skylduliði blessunar. Hákon Kristgeirsson Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Góður maður, starfsfélagi og heimilisvinur um langt árabil, er látinn. Jón R. Þórðarson bifreiðar- stjóri, síðast til heimilis á Tungu- vegi 92 hér í borg, er horfinn sjón- um okkar í bili. Hann lést, eins og hann lifði, sem sumarbarn í huga og hjarta laugardaginn 15. júní og verður borinn til grafar í dag. Hann hafði kennt þess sjúkleika um árabil sem lagði hann að velli, en ég hygg að áður en aðrir höfðu grun um að hann gengi ekki heill til skógar hafi hann sjálfur gert sér grein fyrir því að e.t.v. myndi hann ekki lifa og starfa svo lengi sem hann hefði kosið. Það er sjálf- sagt lífsins saga. Og lengi gekk hann til verks síns og vinnu þótt hann fyndi að máttur og kraftar væru þverrandi. Leiðir okkar lágu saman á bif- reiðastöð hins þjóðkunna athafna- manns Steindórs Einarssonar i Reykjavík. Af þeim kynnum spratt ævilöng vinátta. Og það er einmitt af þeim kynnum sem mér og mínu fólki er ljúft og skylt að kveðja hann nokkrum fátæklegum orðum að leiðarlokum. Ég kynnt- ist honum við það verk sem hann valdi sér að ævistarfi, og á þau kynni bar aldrei skugga. Jón var fæddur 21. febrúar árið 1919, lifði bernsku sína og æsku á alkunnum kreppuárum sem yfir þessa þjóð hafa gengið. Hann kynntist fljótt því sem kallað er að vera sjálfum sér nógur og að vinn- an væri undirstaða alls í lífi, þótt oft yrði erfitt fyrir. En nauðsyn- legt væri líka að fá leyfi frá alvöru lífsins endrum og eins. Oft var vinnudagurinn langur, og hygg ég að frá löngum starfsdegi eigi Jón ófáa vini, auk allra þeirra sem töldust til kunningjahóps sem óhjákvæmilega myndast í starfs- grein hans. Ég varð oft var við það hversu margir áttu Jón að vini, þótt hann væri í eðli sínu hlé- drægur, og vissi að þá eigind kunni hann mikið og vel að meta þótt fá og hæg orð væru höfð um. Ég veit líka að hann mat og virti vinnuveitendur sína og starfsfé- laga sem hann átti skap við. Og ég fullyrði það að allir þeir sakna vinar í stað. Á langri leið eignaðist hann marga og trausta viðskipta- vini, en um langt skeið ók hann eigin leigubifreið, síðast um langa hríð frá Bifreiðastöð Reykjavíkur. Jón kvæntist Kathinku Klausen frá Eskifirði sem var jafnaldra hans og góður félagi alla tíð. Hún bjó honum fallegt og notalegt heimili og var stoð hans og stytta. Frumbýlingsárin voru oft erfið, og ekki fór fjölskyldan varhluta af veikindum frekar en flestir aðrir, en eftir að þau festu kaup á rað- húsi sínu við Tunguveg hér í Reykjavík hygg ég að allt líf þeirra hafi snúist á besta veg. Þau t Innilegar þakkir færum vlö öllum sem auösýndu samúö og vlnarhug vegna andláts og jaröarfarar bróöur okkar og mágs, PÁLS JÓNSSONAR, fyrrverandi bókavaröar. Sæmundur Jónsson, Guöleif Jónsdóttir, Gunnar Jónsson, Gunnhildur Jónsdóttir, og Kristbjörg Tryggvadóttir, Fjóla Guömundsdóttir, Dallilja Jónsdóttir, Guömundur Pétursson aörir vandamenn. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eigin- manns míns, fööur okkar, sonar. tengdasonar og bróður, HERSTEINS MAGNÚSSONAR. Sigríöur Skúladóttir, Herdís Hersteinsdóttir, Áslaug Hersteinsdóttir, Þórdís Árnadóttir, Áslaug Ágústsdóttir, Árni Magnússon, Móeiöur Þorláksdóttir, Jensína Magnúsdóttir, Hjörleifur Þóröarson og systkinabörn. t Innilegar þakkir færum vlö öllum sem auösýndu okkur samúö og hlýhug viö útför fööur okkar, FRIÐBJÖRNS ÁSBJÖRNSSONAR Iré Hellíssandi. Guö blessi ykkur öll. Ásta Friöbjarnardóttir, Sveinbjörn Benediktsson, Hólmfríóur Friöbjarnardóttir, Guömundur Valdimarsson, Jóhanna Friöbjarnardóttir, Aðalsteinn Guömundsson. t Innilegar þakklr fyrlr samúö og vlnarhug vlö andlát og útför bróöur okkar, LEIFS INGA GUOMUNDSSONAR, hórskera frá Núpi. Frföur Guömundsdóttír, Pátur Guömundsson. t Þökkum Innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför móöur minnar, tengdamóöur og ömmu okkar, (GUDJÓNÍU) ÞÓRU KRISTINSDÓTTUR, Bogahlfö 7. Bergljót Einarsdóttir, Rútur Eggartsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.