Morgunblaðið - 22.06.1985, Page 9

Morgunblaðið - 22.06.1985, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1985 9 Öllum sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu 10. júní sl. meö stórgjöfum, skeytum og hvers konar hlýhug, sendi ég hjartansþakkir og bestu óskir. Ásólfur Pálsson, Ásólfsstöðum. Ibúð óskast til leigu í Garðabæ 2ja—3ja herb. íbúö óskast til leigu frá ca. 1. sept. Uppl. í síma 43715. Við notum sumarið engin sumarleyfislokun KVIKMYND Sjónvarpsauglýsingar S: 27213. Verktakaþjónustan hf., sími 45986 Húseigendur og umsjónarmenn fasteigna Tökum aö okkur um land allt, háþrýstiþvott, sprunguviögerö- ir, sílanúðun til varnar alkalí- skemmdum. Gerum viö steypt handriöi og rennur, þéttum meöfram gluggum og fl. Veitum góöa þjónustu og faglega ráögjöf. Hallgrímur Blaðbunöarfólk óskast! Úthverfi Kópavogur Langholtsvegur 110—150 víöihvammur Álfheimar 56—74 jsríöSr •íSSr.SSlinMOMW* '""Í'ÆsiOiW"®'' TasW*s<' Re^aviV. SWslok»S'^“‘ „ ,8300 , SM «**#,SSTm®0 "'S KvoMJsinTar 0863« 00*6*^ s»w****jsír liiiww .«g,-srj!r M «kf oq 40 * W h*19* I u„»,'ausa«"«35kl SamvinnuhreV^‘ ingin á ieii1 ... nviuni úivarpslognn'' SamþyW Aö lyfta vinstri hendi „En Sambandiö á nú leik og fjölmargir áhorfendur eru búnir aö sjá hann og bíöa spenntir. Hann er sá aö klípa sig hressilega í vinstri höndina og taka sér öflugt frumkvæöi í útvarps- og sjónvarpsmálum. Andstæöingar samvinnuhreyfingarinnar velja henni hiö vafa- sama sæmdarheiti auöhringur...“ Þetta stóö í ritstjórnargrein NT fyrir réttri viku, daginn eftir aö aöalfundarmenn SÍS lyftu vinstri hendinni og samþykktu frumkvæöi SÍS í fjöl- miölamálum. Hiö undarlega hefur síöan gerst, aö vinstrisinnar líta aöeins á SlS sem auö- hring í þessu samhengi, eins og lýst er í Staksteinum í dag.“ Arinni kennir... Eftir að lögin um afnám cinkaréttar ríkisins voru samþjkkt hafa engir skríf- að meira um það en vinstrísinnar, að nú verði að nota frelsið til að koma stjórnmálaskoðunum sfn- um rækilega á framfæri. Þeir sjá aðeins einn bjarg- vætt til þess: SÍS-hringinn. NT, málgagn SÍS og Fram- sóknarflokksins reið á vað- ið, eftir að SÍS hafði sam- þykkt á aðalfundi að fela stjórn sinni „að leita sam- starfs við kaupfélögin, verkalýðshreyfinguna, samtök bænda og annarra samtaka almennings um stofnun alhliða fjölmiðla- fyrirtækis." í forystugrein NT, daginn eftir að þessi samþykkt var gerð, sagði meðal annars: „Vonandi sér Samband íslenskra samvinnufélaga sér fært að verða sá bak- hjarl sem öll fjölmiðlunar- fyrirtæki þarfnast í því liggur von hreyfingarinnar ætli hún sér ekki að daga uppi aðþrengd af óvilhöll- um (svo!) viðhorfum og pólitískum spjótalögum. Varnarlaus í samfélagi þar sem hægri öflin ráða ferð- inni í Ijölmiðlun. Til sam- vinnuhreyfingarinnar hljóta samvinnu- og félags- hyggjumenn því að líta með von um frumkvæði og kraft“ Og í ritstjórnardálki NT þennan sama dag er höfð- að til SÍS og framsóknar- manna með næsta sérken- nilegum hætti, þegar sagt er „En nú er lag til að hrista ærlega af sér slyðru- orðið og hirða vopnið sem íhaldsmenn smíðuðu til að leggja okkur að velli, og nýta það þannig að börn okkar reki ekki upp skað- ræðisöskur eða fái hlát- urskast þegar þau heyra minnst á samvinnustefnu og félagshyggju. Þessi öfl (SÍS og félagar innsk. Staksteina) hafa allt sem til þarf, mannskap, fjár- magn, aðstöðu, tæki og aö auki ofurlitla hugsjón um samvinnu og samhjálp." Sem sé SIS á undir högg að sækja vegna fjandsam- legra fjölmiðla segja NT- menn. Skal nú bætt úr öll- um vanda hringsins með frumkvæði á öldum Ijós- vakans. Til dýrðar SÍS Kjaminn í skrifum NT er sem sé sá, að SÍS eigi að vera fjárhagslegur bakhjarl útvarps félagshyggju og samvinnu. IJndir þetta sjónarmið tekur Ami Björnsson, þjóðháttafræð- ingur, sem einnig er kynnt- ur sem útvarpsráðsmaður Alþýðubandalagsins, f Þjóðviljagrein á fimmtu daginn. Arni byggir grein sína á þeim gamalkunnu en haldlitlu rökum, að vinstrisinna skorti að vísu fé en ekki vanti þá hæfl- leika eða gáfur. Megin- sjónarmið hans er eins og hjá NT, að auðhringurinn SIS eigi að leggja til pen- ingana, og nóg af þeim, þá muni ekki standa á mann- skap til að kyrja dýrðaróð- inn. Árai segir meðal ann- ars: „Og það má bæta því við, að félagshyggjuöflin geta átt sér annan bak- hjarl, sem ekki ber að van- meta. Flestallir bestu lista- menn, menntamenn og fjölmiðlamenn landsins eru nefnilega í hjarta sínu á bandi félagshyggjunnar og myndu helst vilja starfa í þeim anda, ef þeir ættu þess kost Það er saman, hvort litið er til leikara eða annarra skemmtikrafta, tónlistarmanna, kvik- myndagerðarmanna, rit- höfunda, myndlistarmanna eða visindamanna á sviði þjóðlegra fræða og náttúra lslands. Þetta mannval gæti reitt fram langtum vandaðri og skemmtilegri dagskrá í hljóðvarpi og sjónvarpi en veslings hægri kauðarnir — ef það tæki höndum saman. En þá verður líka að vera hægt að bjóða þessu fólki sambærileg kjör við það sem auðfurstar frjáls- hyggjunnar eiga eftir að genu“ , Akall Ama Björnssonar til SÍS er skýrt og ótvírætt Ef SÍS-hringurinn er fús til að borga nógu hátt verð getur hann fengið þá sem hann vill úr hópi lista-, mennta- og fjölmiðla- manna. Félagshyggju- og samvinnumenn eiga sem sé aðeins að tileinka sér starfshætti frjálshyggjunn- ar — þá fá þeir allt, sem þeir vilja. Nýr stóri bróðir Rætist hinir stóra draumar NT og Árna Björnssonar um að úr sjóð- um SfS verði unnt að ausa fjármunum út á öldur Ijós- vakans í þeim tilgangi, sem hér hefur verið lýst, blasir við að hafin verður hörð samkeppni um áhrif og ítök í útvarpi og sjónvarpi. Tilgangur félagshyggju- og samvinnumanna á ekki að vera sá að skýra hlutlaust og faglega frá mönnum og málefnum með aðstoð hinnar nýfrjálsu tækni, heldur vinna skoðunum sínum fylgi og fegra ímynd SÍS-auðhringsins. í því skyni á að kaupa alla þá krafta sem falir era. Fyrr á áram töluðu vinstrisinnar í þessum dúr um baráttuna fyrir fram- gangi sósíalisma og marx- isma. Þeir voru löngum óhræddir við að játa Sovét- veldina ást sína, syngja því lof og dýrð í von um hæfl- lega umbun. Nú hafa fé- lagshyggja og samvinna tekið sæti hugsjónarinnar og SfS er á stalli stóra bróður. Landssamband Stangveiðifélaga: Stangveiðidagur fjölskyldunnar LANDSSAMBAND Stangveiðifé- laga efnir til stangveiðidags fjöl- skyldunnar um allt land sunnu- daginn 23. júní næstkomandi. Sambandið hefur hvatt aðild- arfélög sín til að fá aðstöðu við silungsvatn eða silungsá sem næst sínu byggðarlagi og gefa fólki kost á að veiða þar einn dag undir leið- sögn reyndra veiðimanna. 1 Þingvallavatni, þar sem það liggur að landi þjóðgarðsins, verð- ur hægt að veiða endurgjaldslaust þennan dag í boði Landsambands- ins og munu félagar þess leiðbeina þeim sem óska. Gylfi Pálsson formaður Landssambandsins mun flytja ávarp í tilefni dagsins kl. 10 fyrir hádegi við Vatnskot. Áskorun til borgarstjórnar og borgarráðs Reykjavíkur BLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá starfsfólki Hafnarbúða: Við undirrituð, starfsfólk Hafn- arbúða, höfum hvorki séð né heyrt frambærileg rök fyrir því að Reykjavíkurborg láti af hendi eina af deildum Borgarspítalans, full- búna og fullsetna bæði af sjúkl- ingum og starfsfólki. Hafnarbúðir eru að flestra dómi þörf og vel rekin stofnun og nauðsyn hennar í þágu borgarbúa þarf ekki að ræða. Við snúum okkur því hér með til fulltrúa í borgarráði og borgar- stjórn og biðjum þá að afstýra því slysi að höggvið verði stórt skarð i þjónustu höfuðborgarinnar við sjúka og aldraða, ella mundi sann- ast hið fornkveðna og illræmda, að „heggur sá er hlífa skyldi." (Undir þetta ritar 51 starfsmað- ur.) "u%. Staðarpresta- kall laust til umsóknar BISKUP íslands hefur auglýst Staöarprestakall í Súgandafiröi laust til umsóknar og er frestur til 5. júlí. Tvær kirkjur eru í presta- kallinu, að Stað og á Suður- eyri. Prestakallið nýtur nú þjónustu nágrannapresta. (Fréttatilkynning.) VEIÐIOAGUR FJÖLSKYLDUNNAR 23. JÚNI ’85 LANDSSAMBAND STANGVEIÐIFÉLAGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.