Morgunblaðið - 22.06.1985, Page 15

Morgunblaðið - 22.06.1985, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNl 1985 15 Athyglisverð nýbreytni: Væn Þingvallableikja eins og hún gerist best Ef til vill verða einhverjir heppnir og veiða slíka fiska á morgun. þetta hafði verið ansi hæfilegt áð- ur en liðsaukinn kom. Þeir færðu sig því innar á tanganum, í átt að litla ósnum sem tengdi lónið og aðalvatnið. Þegar annar mann- anna var næstum kominn að ósnum, tók fluguna hjá honum rokvæn bieikja, 3 punda fiskur. Hann þreytti hana svo sem minnst bar á, hafði ekki áhuga á því að allur skarinn færi að standa yfir sér og jafnvel kasta um allt í kring um sig meðan hann glímdi við fiskinn. Hélt veiðimaður stönginn niður við vatnsborð og tók varlega á fiskinum til þess að hann stykki síður eða buslaði í vatnsskorpunni. Félagi hans var kominn að, en er bleikjan var tek- in að spekjast, sáu þeir skammt frá sér, að flotholt lá upp í fjöru- steinum, í lóninu við ósinn. Þeir brostu hvor til annars, félaginn sótti flotholtið og öngulinn svo lít- ið bar á og veiðimaðurinn laumaði háfnum um bleikjuna, losaði hana varlega af flugunni og festi hana á öngulinn sem fylgdi flotholtinu og sleppti síðan öllu saman út á lónið. Síðan létu þeir sem ekkert væri, héldu upp í bíl sinn, fengu sér kaffisopa og fylgdust vel með öllu sem fram fór á vatnsbakkanum. Sexmenningarnir veiddu ekkert, en skyndilega hljóðaði barnið há- stöfum, „hann er á, hann er á,“ og varð þá heldur betur uppi fótur og fit, allir sex hlupu í takt að hlið hans, og einn sem trúlega var fað- ir hans þreif af honum stöngina og vöðlaði fiskinum upp í fjöru. Rosa- vænn fiskur, bleikja 3 pund og drengurinn alsæll. 5 mínútum síð- ar voru sex flotholtskúlur með jafn mörgum möðkum komin út i lónið og sexmenningarnir stóðu þar sem drengurinn hafði verið og rýndu áhugasamir út á vatnsflöt- inn og biðu þess að stórbleikjan gleypti beitur þeirra ... Veiðidagur fjölskyldunn- ar víða um land á morgun — Endurgjaldslaus veiði í Elliðavatni, Þingvallavatni og víðar VEIÐIDAGUR fjölskyldunnar verð- ur á morgun, sunnudaginn 23. júní, og er það Landssamband Stang- veiðifélaga sem gengst fyrir þeirri nýbreytni. Stangveiðifélög um land allt hafa verið að undirbúa daginn síðustu vikurnar og viða verður boð- ið upp á ókeypis veiði fyrir fjölskyld- ur undir leiðsögn reyndra stang- veiðimanna. Búast má við mikilli þátttöku á veiðidegi fjölskyldunnar og eigi fráleitt að ýmsir verði til þess að læra réttu handtökin og gangi þar með í sívaxandi raðir stangveiði- manna, enda er leikurinn til þess gerður að leiða menn inn í undra- lendur stangveiðinnar, því þar er margslungið og seiðandi sport á ferðinni. Landssamband Stangarveiðifé- laga hvatti öll aðildarfélög sin til þess að útvega aðstöðu til veiða endurgjaldslaust og hefur orðið vel ágengt í nokkrum tilvikum a.m.k. Stangaveiðifélag Reykja- víkur verður með aðstöðu í Elliða- vatni, Ármenn við Vífilsstaða- vatn, Stangaveiðifélag Borgarness við Langavatn á Mýrum, Flúðir á Húsavík við Kringluvatnið hans Þórðar Péturssonar, Stangaveiði- félag Sauðárkróks við ölvesvatn, Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar við Leifarvatn og Stangveiðifélag Keflavíkur við Seltjörn. Auk þessa Hafnfirðingar bjóða upp á Kleifarvatn. verður leyft að veiða endurgjalds- laust í Þingvallavatni fyrir landi Þjóðgarðsins. Ýmislegt verður þarna gert til þess að laða fólk að, þannig flytur Gylfi Pálsson for- maður Landssambands Stang- veiðifélaga ávarp í Vatnskoti á Þingvöllum klukkan 10.00 og fjall- ar þar um tilgang dagsins og veiðiskap almennt. Þá má geta þess, að Þórður Pétursson á Húsa- vík mun hafa i hyggju að leggja net í Kringluvatnið, efna siðan til mikillar grillveislu, þannig geti allir fengið grillaðan silung hvort sem þeir eru heppnir við veiðarnar eða ekki. Sem fyrr segir verða víðast leiðbeinendur við veiðivötnin og kenna þeir óvönum það sem til fellur, að setja saman, kasta, beita, þreyta og fleira og fleira. Þorsteinn Gautí Sigurðsson, píanó- leikari. Norræna húsið: Þorsteinn Gauti Sigurdsson leikur á píanó ÞORSTTEINN Gauti Sigurðsson, pí- anóleikari, leikur í Norræna húsinu mánudaginn 24. júní og eru það síð- ustu tónleikarnir í tónleikaröð Nor- ræna hússins, „Ungir norrænir ein- leikarar". Á þessum tónleikum hef- ur fólki gefist kostur á að hlusta á nokkra þá ungu tónlistarmenn, sem komust í úrslit í tónlistarkeppni tón- listarháskóla á Norðurlöndum, sem haldin var í Osló árið 1984. Þorstein Gauta þarf vart að kynna. Hann hefur haldið fjölda tónleika hér á landi og einnig komið fram í Svíþjóð, Finnlandi og Bandaríkjunum þar sem hann er búsettur nú. Á tónleikunum á mánudag mun Þorsteinn Gauti leika sónötur eftir J. Haydn, L.v. Beethoven og Sergei Prokofiev auk verka eftir Samuel Barber og Franz Liszt. Tónleikarnir á mánudaginn hefjast kl. 20.30 og verða miðar seldir við innganginn. (Úr frf'ttatilLvnningu) FRICO geislaofninn er tilvalinn vermir á svalir, útverustaöi og garöhús þegar svalt er í veðri á góðviðrisdögum á íslandi. JM' RÖNNING Sund?b?a simi 84000 Endurseljendur: Ratvörur - Laugarnesvegi 52 - Reykjavík Glóey - Ármúla 28 - Reykjavík Skúli Þórsson - Álfaskeiöi 31 - Hafnarflrðl Rafborg - Grindavik Árvlrklnn - Selfossi Kaupfélag V-Skaftfelllnga - Vfk I Mýrdal Verslunin Kjarni - Vestmannaeyjum Blfrelða- og trésmiðja Borgarness Sigurdór Jóhannsson raftækjavinnustofa - Akranesi Leifur Haraldsson - Seyðisfirði Rafvirkinn - Eskifirði Kristall - Höfn/Hornafirði Rafborg - Patreksfirði Ljósvakinn - Bolungarvík Raftækni - Akureyri Árni og Bjarni - Reyðarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.