Morgunblaðið - 22.06.1985, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 22. JÚNl 1986
■iivikTl TFá-TÍ Vili-i*
* •;* * tJr*
/j'
Diskótek
Opiö í kvöld
frá 10—03
Aögangseyrir 300 kr.
Aldurstakmark 16 ára—21 árs
S. 11559.
rf\
í >i
ööLnoeoLu®
DAMSLEIKUR
Föstudag og laugardag.
Hljómsveitin
RUNAR JUL.
sýnir sina bestu
taktaog flytur
lög af nýju
plötunni sinni. ^
MISSIÐ EKKI AF FYRSTA KOSSIMUM
Hin frábæra
Carol Nielsson
kemur og syngur.
Húsiö opnar kl. 22.
Ása S. Stefánsdóttir
Tómasarhaga — áttræð
í dag, 21. júní, er stóri dagurinn,
lengsti sólardagur ársins.
Móðir mín, Ása S. Stefánsdóttir,
er 80 ára. Hver er hún, þessi móðir
mín? Ása í Tómasarhaga við
Laufásveg. Þar bjó hún í 50 ár, já,
hálfa öld. Og ól upp öll sín níu
börn og þrjú sonarbörn. Hún hef-
ur komið tólf börnum til þroska,
öllum hinum mannvænlegustu.
Eins og nærri má geta eru barna-
börn, barnabarnabörn og tengda-
börn orðin ansi mörg. öll eru þessi
börn mannvænleg og vel af Guði
gerð, heilbrigð og elskuleg. Og í
dag fagna þau múttu, ömmu og
langömmu, ásamt vinum, kunn-
ingjum og venslafólki að Hjálm-
holti 1 hjá Eyjólfi og Bryndísi frá
kl. 16 til kl.19.
Móðir mín er ein sú gáfaðasta,
kátasta, besta, listrænasta og
raunsæasta kona sem ég hef
kynnst.
Ragnhildur Helgadóttir ráð-
herra sagði eitt sinn er við vorum
samferða í flugvél: Það er eins og
móðir þín hafi haft stúlku sem sá
um hvert barn í Tómasarhaga, þið
voruð alltaf svo vel klædd og
hugguleg í skólanum. En raunin
var sú að móðir mín saumaði allt
sjálf og ekki nóg með það, hún
saumaði út ef á þurfti að halda.
Aldrei gleymi ég íþróttabuxum
(bláar) og skyrtu (hvít) sem hún
saumaði auðvitað að nóttu til og á
vasanum stóð BIDDY, það var
stórkostlegt. Vitanlega átti faðir
minn stóran hlut í öllu sem gert
var. Hann var eins og Ragnar í
Smára hafði eftir vini hans,
stærsti idealisti sem fsland hefur
alið, og ekki ofmælt.
Aðeins pabbi gat gert allt nógu
vel svo mútta yrði ánægð.
Eins og nærri má geta var ekki
alltaf rúmur fjárhagur en við vor-
um óskaplega ánægð. Ef einhver
bað um aura sagði pabbi vanalega:
Ása mín, heldurðu að það verði
nokkur afgangur af tíkallinum?
Og ef mútta sagði já, var málið
leyst, nú ef ekki, þá það.
Svo var mútta vön að segja ef
einhvern langaði í eitthvað: Þú
færð það þegar við vinnum í happ-
drættinu; og það skeði yfirleitt
alltaf í desember, miðinn var
skrifaður á börnin í Tómasarhaga.
Já, jákvæð var hún og er enn.
Nú bíður hún eftir vinningi og
hvað skeður þá? Sambýlið var með
eindæmum gott i holtinu. öll börn
nágrannanna voru vinir múttu og
eru enn í dag. Eitt sinn hvarf lítil
stúlka og móðir hennar spurði:
Hvar varstu, Daggý mín? Ég var
hjá henni Ásu, hún elskar mig svo
mikið, var svarið. Svo var með
fleiri. Hún hefur alltaf stungið
upp í lítinn munn hver sem hann
átti. Norðurármenn minnast
hennar margir, hún var matráðs-
kona þeirra eitt suraar.
Og hjá Eimskipafélagi íslands
minnast hennar allir sem þar
borðuðu og dönsuðu með henni á
gleðistundum.
Hún er óforbetranlega góður
kokkur, enda sögðu allir: Það er
ekki vandalaust að gefa ykkur að
borða. Ég man vel þegar við flutt-
um í Sólbyrgi, en svo hét sumar-
bústaður Júlíusar Björnssonar.
Pabbi keypti hann og borgaði út
5000 krónur. Hann flutti að skúr
sem þá varð eldhús, forstofa og
útikamar. Síðar byggði hann við
svefnherbergi og frusu sængurnar
við vegg í mestu kuldunum, en
engum varð meint af. 1940 byggði
hann við þrjú svefnherbergi og
vorum við systkinin níu og for-
eldrar í einu herbergi og beið eng-
inn skaða af, var öðru nær ákaf-
lega skemmtilegt. Á aðfanga-
dagsmorgun skeði undrið. Húsið
tilbúið og allt í spæni; en á slaginu
kl. 6 um kvöldið var sest að borð-
um eins og ávallt. Þvílíkur dagur
sem aldrei gleymist, móðir mín
skipulagði allt og alla. Það voru
ekki slegin vindhöggin á þessum
bæ.
Ekkert var vatnið þegar við
fluttum (brunnur langt niður fyrir
veg) ekkert rafmagn (kolaeldavél)
engin hrærivél né ryksuga, já, hví-
lík dýrð. Og alltaf fullt af gestum,
allir andans menn sem kváðu,
spiluðu og sungu. Þá var gaman að
vera til. Það var eins og Stella
vinkona mín sagði einu sinni, hún
var í Ljárskógum á sumrum: Ef
þetta elskulega fólk vissi hvað það
gerir börnunum gott með því að
safnast að hljóðfærinu á kvöldin
og syngja saman, þvílíkt fræ sem
þetta fólk sáir í brjóst barnanna.
Svona gæti ég haldið áfram í heila
bók, en læt nú staðar numið.
Nú býr móðir mín í Ljósheimum
14, fyrstu hæð A.
Heill þér elskulega móðir og
besta vinkona mín í gegnum öll
árin.
Bryndís fri Tómasarhaga
ÞESSI afmæliskveðja átti að birtast
í blaðinu í gær, i afmæli Ásu S.
Stefinsdóttur. Fyrir handvömm varð
hún eftir í prentsmiðjunni. Eru hlut-
aðeigendur beðnir afsökunar i þess-
um mistökum.
Blómlegt tónlist-
arlíf á Húsavík
Húsavík, 20. júnf.
Tónlistarviðburðir hafa verið með
meira móti i Húsavík liðið vor og
síðastliðinn fimmtudag héldu hér
tónleika Sólrún Bragadóttir sópran
og Bergþór Pilsson bariton með
undirleik Jónasar Ingimundarsonar.
Söngskriin var mjög fjölbreytt svo
Bingó LUkkU""
Bingó
í Glæsibæ í dag kl. 13.30.
Hæsti vinningur 35.000 kr. Heildarverdmæti
vinninga yfir 100.000 + aukaumferð.
allir fengu eitthvað við sitt hæfi sem
i hlustuðu, enda var listafólkinu vel
tekið og þessu unga fólki spið frama
i listabrautinni.
Ungur brottfluttur Húsvfking-
ur, Hjörleifur Valsson, fiðluleik-
ari, hélt sína fyrstu hljómleika
síðastliðinn laugardag í Húsavik-
urkirkju með undirleik Messíónu
Marselíusdóttur. Hjörleifur þótti
standa sig vel í þessari fyrstu
þrekraun. Hann á framtíðina fyrir
sér, er aðeins fjórtán ára gamall
og hyggur á framhaldsnám.
Fylgja honum góðar óskir frá
hans fæðingarbyggð, Húsavík.
(Fréttaritari)
Sími 68-50-90
VEITINGAHÚS
HÚS GÖMLU DANSANNA.
Gömlu dansarnir
í kvöld kl. 9—3.
Hljómsveitin
DREKAR ásamt
hinni vinsælu
söngkonu
MATTÝ JÓHANNS
Aðeins rúllugjald.
m
Austurland:
Háls-, nef-,
og eyrnalækn-
ir á ferð
Einar Sindrason háls-, nef- og
eyrnalæknir ásamt öðrum sér-
fræðingum Heyrnar- og talmeina-
stöðvar íslands verða á ferð um
Austurland dagana 29. júní til 9.
júlí.
Farið verður á eftirtalda staði:
Egilsstaði 29. og 30. júní, Reyð-
arfjörð 1. júlí, Eskifjörð 2. júlí,
Neskaupstað 3. og 4. júli, Fá-
skrúðsfjörð 5. júlí, Breiðdalsvík 6.
júlí, Djúpavog 7. júlí, Höfn í
Hornafirði 8. og 9. júlí.
Tekið á móti tímapöntunum á
viðkomandi heilsugæslustöð og er
fólki bent á að panta tíma sem
fyrst.