Morgunblaðið - 25.06.1985, Side 25

Morgunblaðið - 25.06.1985, Side 25
MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 25. JÚNl 1985 25 sinni. I meira en hálfa öld, hart- nær sex áratugi, hefir María glatt og göfgað með söng sínum og lyft í hæðir. Árið 1930, Alþingishátíðarárið, var María stödd í Reykjavík, kom heim frá söngnámi skamma hríð, en æfði dag hvern. 10 ára telpa gengur um Grundarstíg og heyrir söng og píanóleik óma út um glugga. Telpan nemur staðar og hlustar hugfangin: „ ... röddin fylgir hverjum tón í samraddaðri nákvæmni ... svona söng hef ég aldrei heyrt fyrr. Ég er agndofa af undrun og hrifningu." Telpan hraðar sér heim og segir eldri systur sinni tíðindin. Hún svarar og segir: „Þú hefir verið að hlusta á hana Maríu Markan." Þannig lýsir Guðmunda Elíasdóttir söngkona æfingu Maríu. Það voru fleiri en 10 ára gömul telpa er hrifust af söng Maríu og framkomu. Rússneski söngvarinn Sjaljapin sló henni gullhamra þá er hún gekk á fund hans að lokn- um söng hans á hljómleikum. Norski bassasöngvarinn Ivar And- ersen kyssti hana á vangann og kvaðst óska þess að hann syngi jafnvel og hún. íslensk stjórnvöld kvöddu Maríu til þess að syngja íslenska söngva á íslenskri viku í Stokk- hólmi árið 1932. Það tókst með prýði og hlaut María mikið lof. (Nú veitti ekki af íslenskri viku á Islandi.) Og María söng fegurðinni Iof í frægustu óperum veraldar. En landi sínu, íslandi, og söngvum þess gleymdi hún ekki. Hún mundi Draumalandið og Svanasöng á heiði þá er hún ferðaðist um ís- lendingabyggðir vestanhafs og söng um blómabreiðu og stranga leið sem styttist við svanasöng. Hljómlistargáfa Markanfjöl- skyldunnar heldur áfram að gleðja nýjar kynslóðir. Öll eru þau frændsystkinin gædd góðum hæfi- leikum og rækta garð sinn. Sonur Maríu og manns hennar, Georgs Östlund, Pétur „Island" Östlund hefir getið sér frægðarorð fyrir kennslu og hljóðfæraleik í Svíþjóð. Fara má nærri um það að hirðmúsíkantar Astrid Lindgren og Línu Langsokks vanda vel val sitt þá er þeir kveðja hljómlist- armann til liðs við sig. Þeir Georg Riedel og félagar völdu Pétur til þess að leika á plötur með sér. Vinir Maríu Markan senda henni kærar kveðjur og þakka söng hennar og viðkynningu alla. Pétur Pétursson þulur íriWfoífo í Kaupmannahöfn FÆST Í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁOHÚSTORGI TOYOTA 24. - 30. júní ÞRIÐJUDACUR 25. $ím#rJ REYÐARFIÖRÐUR Sýningartími: 15:30-16:30 Sýningarstaður: Við Véla og bílaverkstæði J.P.H. HÚSAVÍK Sýningartími: 15:00-18:00 Sýningarstaður: Við Bílaleigu Húsavíkur. ESKIFJÖRÐUR Sýningartími: 17:00-18:00 Sýningarstaður: Við Bílaverkstæði Ásbjörns MIÐVIKUDAGUR 26. EGILSSTAÐIR Sýningartími: 09:00-11:30 Sýningarstaður: Við Ásinn hf. FIMMTUDAGUR 27. SIGLUFJÖRÐUR Sýningartími: 11:30-13:00 Sýningarstaður: Við Bifreiðaverkstæði Ragnars Guðmundssonar AKUREYRI Sýningartími: 16:30-20:00 Sýningarstaður: Við Bláfell sf. TOYOTA ÞJONUSTA SÆLUVIKA SaitfmhwkL FOSTUDAGUR 28. JUNI Norðurlandsleikar æskunnar Setningarathöfn með skrúðgöngu um bæinn. LAUGARDAGUR 29. JUNI Norðurlandsleikar æskunnar Golfkeppni unglinga Diskótek í Grænuklauf Týról Tíbet SUNNUDAGUR 30. JUNI Messa í Sauðárkrókskirkju Tindastólsmót á golfvelli Norðurfandsleikum æskunnar slitið. Opnun myndlistarsýningar Sigrúnar Eldjám, Guðrúnar Gunnarsdóttur og BorghikJar Óskarsdóttur. MANUD.AGUR 1. JULÍ Grettir og free-style danskeppni í Bifröst ÞRIÐJUDAGUR 2 JULI Utiskákmót v/Faxatorg. Þjóðleikhúsið sýnir „Með vífið í fúkunum". . Z$,í h MIÐVIKUDAGUR 3. JULI Gitartónleikar í Safnahúsinu - Þórólfur Stefánsson Grettir og danskewm í Bifröst FIMMTUDAGUR 4 JULI /old i Bifröst Útibridgemót v/Faxatorg. FÖSTUDAGUR 5. JULi Unglingaball í Bifröst - Belfigour Harmóníkuball á Faxatorgi. Geirmundur Valtýsson og félagar. LAUGARDAGUR 6. JULI Bæjakeppni á golfvelli: Ólafsfjörður, Siglufjörður, Sauðárkrókur Útidansleikur í Grænuklauf - Drýsitl Rokktónleikar í Grænuklauf Drýsill - Gypsy - Týról o.fl. Lokadansleikur í Bifröst-Geimsteinn. SUNNUDAGUR 7 JULI ÚtifjölskykJuskemmtun í Grænuklauf Hestamót Léttfeta ALLA DAGANA Afsláttur af fargjöldum Flugleiöa Drangeyjarferðir frá Hressingarhúsi Uppákomur á Hóteli og Sælkerahúsi Nætursala i Hressingarhúsi Hestaletga Ingimars Pálssonar Myndlistarsýning í Safnahúsi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.