Morgunblaðið - 25.06.1985, Page 33

Morgunblaðið - 25.06.1985, Page 33
MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 25. JÚNÍ 1985 33 París: Fátt fólk í friðargöngu Paris, 24. jiní. AP. AÐ SÖGN frönsku liigrcglunnar tóku í gær, sunnudag, um 10.000 manns þátt í göngu í París þar sem krafist var friðar og afvopnunar. Skipuleggjendur göngunnar, franski kommúnistaflokkurinn og þau verkalýðsfélög, sem hann ræð- ur, vefengdu tölur lögreglunnar og héldu því fram, að allt að 60.000 manns hefðu tekið þátt í henni. f sams konar göngu í fyrra voru 200.000 manns. Friðarhreyfingin, sem nokkuð hefur látið til sín taka víða í Vestur-Evrópu, hefur ekki mikinn stuðning í Frakklandi enda er þar ekki gegn neinum banda- rískum eldflaugum að berjast. Frakkar eru sjálfum sér nógir um kjarnorkuvopn. Jafntefli hjá Tal og Timman Tmco, 24. júní. AP. SKÁK þeirra Mikhail Tals og Jan Timmans á millLsvæðamótinu í Mex- íkó lauk með jafntefii eftir aðeins 16 leiki. Er Timman því enn efstur á mótinu eftir 10 umferðir. Aðrar skákir í þessari umferð fóru á þann veg, að Cebalo vann Pinter, Speelman vann Saeed og Balashov vann landa sinn Roman- ishin. Biðskák varð hjá Agdestein og Prandstetter, en Sisniega og Nogueiras gerðu jafntefli. Eftir umferðina á sunnudag var Timman efstur með 8 vinninga, næstur kom Spragget með 7 vinn- inga, þá Nogueiras með 6'A vinning og síðan Tal með 5% vinning og biðskák. VerkfaU í Kina Tianjin, 24. júní. AP. UM 2000 fiskimenn og verkamenn fóru í þriggja sólarhringa setuverkfall á tröppum borgarráðhússins í Tianjin í Kína í síðustu viku og kröfðust mat- vælastyrkja. Var þessi frétt staðfest af Sun Boafu, talsmanni borgarstjórnar- innar á laugardag, sem jafnframt bætti við: „Vandamálið hefur verið leyst og allir haldið heim til sín." Aðgerðir af þessu tagi eru mjög sjaldgæfar í Kína og hefur málið því vakið talsverða athygli. Átta af verkfallsmönnunum hafa verið handteknir, en lögreglan leitar nú að þeim, sem stóðu fyrir verkfall- inu. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að nokkrir ungir menn hafi reynt að komast inn í ráðhús- ið, en lögreglumenn voru kallaðir til til að stöðva þá. Afganistan: 400 stjórnar- hermenn felldir Islamabad, 24. juni. AP. AFGÖNSKU frelsissveitirnar felldu mörg hundruð stjórnarhermenn í mannskæðum bardögum ( síðustu viku. Náðu þær jafnframt á sitt vald mörgum bækistöðvum stjórnarinnar í Pansjer-dal í norðurhluta Afganist- ans. Þá tóku frelsissveitirnar einnig 160 manns til fanga, þar af voru nokkrir háttsettir foringjar í stjórnarhernum. Bardagarnir nú áttu sér stað i kjölfar mikillar sóknarlotu Sovétmanna í Kunar- dal, þar sem þeir beittu 10.000 manna herliði, þar á meðal fall- hlífaliði. Seljum síðustu tækin af ’84 — ’85 gerðunum frá Technics og Sony á stórlækkuðu verði. Er hér því einstakt tækifæri til þess að eignast alvöru hljómtæki í hæsta gæðaflokki. Sýnishorn af úrvali: Magnarar Su-V505 2x65 sinus í New Class A 16.188 12.400 Útvörp. ST-Z35 7.900 5.900 ST-Z55 12.520 9.900 ST-S505 15.632 12.400 Plötuspilarar. SL-B21 9.950 7.500 SL-5 13.860 11.300 Kassettutæki. RSM216 með Dolby 11.950 9.900 RSM-233 með DolbyB og C - DBX 15.940 12.900 RSM-235 með DolbyB og C - DBX 19.980 16.400 Sýnishorn af úrvali: Magnarar. TA-AX44 14.873 9.900 TA-AX5 18.730 15.700 Plötuspilarar. PS-LXl 9.575 7.500 PS-LX22 11.200 8.500 PS-LX5 15.814 11.900 Útvörp. ST-JX44 14.186 9.900 ATH. í mörgum tilfellum eru aðeins til örfá eintök, svo nú dugar ekkert hangs. Öll verð miðast við staðgreiðslu JAPIS hf BRAUTARHOLT 2 SÍMI 27133

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.