Morgunblaðið - 25.06.1985, Síða 43

Morgunblaðið - 25.06.1985, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1985 43 FRÆÐSLUÞÆTTIR HINS ISLENSKA NÁTTURUFRÆÐIFELAGS Sólstöður og árstíðirnar — eftir Þór Jakobsson Snúningur jarðar ... Jörðin gengur umhverfis sól- ina eins og kunnugt er. Tvennt er það sem ákvarðar stefnu eða átt til sólar frá ákveðnum stað á jörðinni. í fyrsta lagi snýst jörð- in um sjálfa sig, möndul sinn, og við erum því ýmist sólarmegin eða skuggamegin. Dagur og nótt skiptast á. — og halli í öðru lagi hallast jörðin mið- að við braut sína um sólu. Fram- lenging jarðmönduls visar á stað á himninum sem kallast norður- póll. Pólstjarnan er allra stjarna nálægust norðurpólnum. Halli jarðarinnar er óneitanlega ör- lagaríkur í lífi okkar, því að hann veldur árstíðunum hér á jörðinni. Ef jörðin hallaðist ekki miðað við braut sína um sólu, risi sólin á sama stað við sjóndeildarhring árið um kring, nákvæmlega í austri, rynni sömu leið yfir him- inhvolfið dag hvern og hnigi til viðar á sama stað allt árið, ná- kvæmlega í vestri — séð frá til- teknum stað á jörðinni. Þetta þætti okkur sérkennileg veröld: Nálægt miðbaug ríkti eilfft sumar, en þegar fjær drægi mið- baug kæmum við á staði með stöðugu veðurlagi og hitafari sem minnti einna helst á vor eða haust. Enn fjær miðbaug, ná- lægt pólunum væri vetur sem aldrei liði. Dagur og nótt væru alltaf og alls staðar 12 stundir. Á hallalausri jörð færi sólin dag eftir dag sömu braut um himinhvolfið og við eigum að venjast um vor- og haustjafn- dægur. Halli jarðar hefur það aftur á móti í för með sér, að geislar hádegissólar falla mis- jafnlega skáhallt á jörðina frá einum árstfma til annars. Halli sólargeislanna ræðst af því hvar jardar skín meira á norðurhrel í júní en í desember. jörðin er stödd á hringbraut sinni. Það skiptast á suraar, haust, vetur, vor. Sólarhæð Jarðmöndullinn myndar um það bil 66 % gráðu horn við braut jarðar um sólu. Hornið ákvarðar hina breytilegu dagslengd og sól- argang um himinhvolfið. Tvisvar á ári eru dagur og nótt á jörðinni jafn löng, 12 stundir, þ.e.a.s. á vor- og haustjafndægrum, 21. mars og 23. september. Mesta hæð sólar yfir sjóndeildarhring þá daga er 90 gráður að frádreg- inni breiddargráðu staðarins. Við miðbaug jarðar er hádegis- sólin beint yfir höfðum manna, f hvirfilpunkti. Hinn 21. júní nær sólin hæst á himinhvelið. Á hádegi þann dag er sól i hvirfilpunkti á 23% gráðu norðlægrar breiddar, t.d. í Mexíkó og á Indlandi. Á 65. gráðu norður, t.d. á Snæfellsnesi, er sólarhæð á hádegi þann dag um 90+65+23% =48% gráða og á norðurpólnum er sólarhæð 23% gráða. Þennan dag eru sem sagt sumarsólstöður, sólin „stöðvast" á uppleið sinni, stendur í stað, og frá þeim degi fer að halla undan fæti, sólargangur ofan sjóndeild- arhrings styttist dag frá degi. Geislun utan lofthjúps ... Að framan hefur einkum verið litið á afstöðu jarðar til sólar- innar. Við höfum gefið gaum að afstöðu tiltekins bletts á jörð- inni til sólarinnar, t.d. íslands, og séð, að sólargeislarnir falla misjafnlega skáhallt á þennan stað, ef hann er þá ekki í fullum skugga, næturmegin. Snúningur jarðar um möndulinn ákvarðar sólarhringinn og halli jarðar á braut sinni um sólu ákvarðar hinn síbreytilega sólargang árið um kring. Svo mikill er halli jarðarinn- ar, að sólgeislunin í júní er meiri yfir norðurhveli jarðar norðan 30. breiddargráðu en yfir miðb- augi jarðar — og mest yfir norð- urpólnum. Þótt lágt fari má hið linnulausa skin miðnætursólar sín meir en hin mikla sólarhæð við miðbik jarðar. — og við jörð En eins ber að gæta. Síðasta málsgrein á við dreifingu sól- geislunar, sem berst að frá sólu til jarðar áður en geislunin lend- ir í lofthjúpi jarðarinnar. Ýmsar hindranir verða nefnilega á vegi hinnar beinu sólgeislunar á leið sinni niður f gegnum lofthjúp- inn. Þær verða mestar nálægt pólunum. Þar stendur sól lágt og leiðin gegnum lofthjúpinn er að sama skapi löng. Geislun á stystu bylgjulengd- um sólarljóssins stöðvast alger- lega efst í háloftunum. Súrefni og ozon gleypir hana. Súrefni í GBÓF SKÝRINGARMYND AF ÞÁTTUM VEÐURFARSKERFISINS (LOFT — HÖF — (S — LAND — UF). DÖKKAR ÖRVARMa tAkna ytri ferla. en þær uósu t=£>i tAkna innri ferla veourfarsbreytinga. háloftum gleypir einnig sólgeisl- un á sumum lengri bylgjulengd- um ljóssins og vatnsefni neðar f andrúmsloftinu, í veðrahvolfi, gleypir einnig geislun á lengri bylgjulengdum. Andrúmsloftið er gegnsætt á enn öðrum bylgju- lengdum, en þá kemur önnur hindrun til sögunnar. Það er dreifing, sem loftsameindir, vatnsgufa og ryk kemur til leið- ar. Þannig verður geislunin að nokkru leyti óbein. Þetta er dagsbirtan, sem við getum notið „sólarlausa daga“. Við yfirborð jarðar er því geislunin í júnf ekki nyrst á hnettinum, heldur sunn- ar, nálægt 35. breiddargráðu, t.d. við Miðjarðarhaf. Gæfumuninn gerir, að sólgeislunin á þar styttri leið gegnum hinn matta lofthjúp. Skýin breiða fyrir ,... En þar með eru ekki öll kurl komin til grafar. Að framan var nefnilega ekki reiknað með skýj- unum. Þau tefja för sólgeislanna og er það kunnara en frá þurfi að segja. Fyrir bragðið er t.d. ha- fsvæðið suður af Grænlandi sól- snauðasti blettur á jarðríki. Svæði þetta teygist í átt til Is- lands og iafnvel í júní er sól- geislun á Islandi að jafnaði Iftil miðað við aðra staði á norður- hveli jarðar. Víðáttumiklar og tfðar skýjabreiður endurvarpa geislum sólar áður en þeir ná að smjúga alla leið til jarðar. — en straumar hafs og lofts vinna upp tapid Sóldýrkendur sækja því til „sólarlanda". Þannig er raunar háttað hér á hólmanum langt í norðri, að frekar má þakka yl sjávarins en beinni sólgeislun þann litla hita sem hér er þrátt fyrir allt. Hitinn sem berst hingað með hafstraumum — og loftstraumum — er ummynduð sólarorka, komin um langan veg frá sólríkum svæðum sunnar á hnettinum. Orka sólgeislanna sem berast til jarðarinnar fer ótal krókaleiðir um loft og höf. En litlu verður Vöggur feginn. Það munar um þá hitaorku, sem fylgir í kjölfar hækkandi sólar og bræðir snjóinn. Gróður lifnar, dýr og menn fjörgast við birtuna og njóta þess í ríkum mæli, að jörðin hallast. Norðurpóllinn fer í sólbað næstu mánuðina. Alla vega er hringrás árstiðanna til- breyting. Eilíft vor yrði hvim- leitt. Ánægjulegra er að endur- nýjast árlega og taka undir með Jónasi: „ ... allt er nú sem orðið nýtt, ærnar, kýr og smalinn". ,1 Höfundur er reðurfræðingur og siartar í Veðurstofíi íslands. 17. juní í Stykkishólmi: Siglt um eyjasund í blíðskaparveðri Stykkisbólmi. 18. júní. 17. júní hátíðahöldin í Stykkis- hólmi fóru fram í gær í hinu fegursta veðri þrátt fyrir ótrygga veðurspá. Er þetta eitt fegursta veður sem hér hefir komið í vor og stingur í stúf við margskonar 17. júní veður hér um árabil. Hátíðahöldin hófust með því að fánar voru dregnir að húni í bæn- um og Lúðrasveit Stykkishólms lék bæði við Dvalarheimilið og Sjúkrahúsið. Kl. 10 fór bifreið um bæinn með hátalarakerfi, söng og tónlist og tilkynnti að öllum væri boðið í sjóferð með m.b. Gretti. Var unga kynslóðin fljót aðtaka við sér og bregða sér niður á bryggju þar sem báturinn beið. Margir fullorðnir þáðu þetta boð og í logni og sól var siglt um eyja- sund til hádegis. Var þetta mikil tilbreyting á þessum degi. Eftir hádegið var svo skrúð- ganga um bæinn og staðnæmst í Hólmgarði sem er skrúðgarður bæjarins. Þar var lúðrasveitin mætt og lék bæði í fararbroddi skrúðgöngunnar og eins í garðin- um. Þar flutti sr. Gísli Kolbeins hugvekju og kirkjukórinn söng við undir leik lúðrasveitarinnar. Kristborg Haraldsdóttir kenn- ari flutti hátíðaræðuna, minntist lýðveldisins og sókn kvenna til áhrifa í þjóðfélaginu, fyrstu kon- unnar á þingi, Ingibjargar H. Bjarnason, gat um fyrstu land- námskonunnar, fyrstu konunnar sem hlaut prestvígslu hér á landi og fyrstu konunnar í ráðherra- dómi og allar hefðu þær heitið sama nafni Auður. Þá minntist hún hinnar geigvænu hættu sem að stafaði af vímuefnum flæðandi yfir landið og kvíða fjöldans ef svo mætti að auka þetta ástand með bjórflæði yfir land og þjóð. Fjallkonan að þessu sinni var Kjallkonan, Þórdís Sigurðardóttir, flytur ávarp sitt Þórdís Sigurðardóttir sem flutti ljóð og svo sýndu nokkrar ung- meyjar dans. Þá var farið á íþróttavöllinn og þar fóru fram íþróttir. Kaffisala kvenfélagsins var i félagsheimilinu og þar lék þjóðlagatríó úr Reykjavík við góð- ar viðtökur. Um kvöldið var svo dansleikur í félagsheimilinu fyrir bæjarbúa. Það var r^luleg hátíð í bæ á þessum fagra sumardegi. Árni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.