Morgunblaðið - 27.06.1985, Page 3

Morgunblaðið - 27.06.1985, Page 3
MOBGUyBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1985 3 Seyðisfjörður: Náðu loftvarnabyssu upp úr flaki E1 Grillo „Þetta er hinn veglegasti gripur og mun fara á Uekniminjasafniö hér á Seyöisfiröi,“ sagði Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðis- firði, í samtali við Mbl., en í síðustu viku náðu íslenzkir kafarar annarri 8,16%hækk- un bygging- arvísitölu VÍSITALA byggingarkostnaðar hefur hækkað úr 199,94 stigum í 216,25 stig eða um 8,16%, sem jafngildir 36,9% árshækkun, frá því hún var síðust reiknuð í mars síöastliönum. Frá júní 1984 til jafnlengdar á þessu ári hefur vísitalan hins vegar hækkað um loftvarnabyssunni upp úr flaki El Grillo, sem liggur í Seyðisfirði. Þorvaldur sagði, að þetta væri fyrsta byssan, sem næðist upp úr flakinu, en önnur slík er enn niðri og einnig stór fallbyssa. „Við áskiljum okkur allan rétt á þeim hlutum, sem upp nást, og við höf- um áhuga á,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði einnig, að leyfi þyrfti til köfunar í flakið. „Flakið er á um 40 metra dýpi og það er ekki á færi nema reyndustu kafara að fara þangað niður. Og öðrum vilj- um við ekki hleypa þangað." Loftvarnabyssan úr El Grillo kom- in á bryggju á Seyðisfirði. Á inn- felldu myndinni má sjá að fram- leiðsluplatan á loftvarnabyssunni er enn skýr. 32,0%. Áætluð vísitala byggingarkostn- aðar miðað við verðlag í maí var 205,66 stig, og hefur hún því hækkað um 5,15% frá maí til júní. Af þess- ari hækkun stafa 0,8% af hækkun ýmissa efnisliða, en 4,3% af hækkun á töxtum útseldrar vinnu. Þar af eru 2,5% vegna hækkunar launataxta í kjarasamningum 15. júní sl. og 1,8% vegna breytinga á launaflokkaröðun iðnaðarmanna á undanförnum misserum, sem komið hafa fram við endurskoðun Hagstofunnar á grunni vísitölunnar. Sé þessi síð- asttalda hækkun frátalin hefur vfsi- talan hækkað um 3,3% frá maí til júní, sem svarar til um 48% árs- hækkunar. (Í!r fréttatilkynningu.) ■■ ■ » » ♦ Starfshópur í boðveitumálin Kemur til álita ad sveit- arfélögin eigi boðveit- urnar, segir Davíð Oddsson borgarstjóri „ÉG TEL það koma til álita að sveitar- félög eigi þessar boðveitur," sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri þegar Morgunblaðiö leitaði álits hans á því, hvort boöveitur eigi að vera eign við- komandi sveitarfélags eða ekki. „Að- alhugsunin er að borgin tryggi það að öll hverfi borgarinnar hafi jafnan rétt því annars er veruleg hætta á að ein- ungis þéttbýlustu hverfin fái þessa þjónustu." Að sögn Davíðs er rekstur boð- veitanna ekki hugsaður sem tekju- stofn fyrir borgina heldur verður einungis innheimt fyrir kostnaði við kerfið. Starfshópur hefur þegar ver- ið skipaður til að Wanna þessi mál að hálfu borgarinnar og einnig hefur málið verið kynnt i borgarráði. f framhaldi af þeim niðurstöðum, sem starfshópurinn skilar frá sér verður t'ekin afstaöa til þessa máls. Borgin hefur þegar með almennri samþykkt heimilað aðilum að leggja kapalkerfi um einstök hverfi án endurgjalds til borgarinnar. Fjörutíu Færey- ingar í heimsókn á Austfjörðum FJÖRUTÍU færeyingar koma til lands- ins í vikunni með ferjunni Norröna til þess að heimsækja sjávarpláss á Aust- fjörðum. Frá 1870 til sjöunda áratugs þessarar aldar réru litlir bátar frá Færeyjum út frá höfnum á Austfjörð- um og síðar stærri skútur. Færey- ingarnir munu heimsækja staði með- fram allri austurströndinni, frá Reyð- arfirði i suðri til Skála í norðri. Það var ætlunin að skútan „Westward" sigldi til íslands í tengslum við þessa ferð. Skútan er cnn í sinni upprunalegu mynd, en hún var smíðuð árið 1884. Af því getur ekki orðið að þessu sinni, en það verður reynt næsta sumar. Fær- eysku gestirnir munu dveljast hér á landi í viku. fatnaöur er í sérflokki Fullar búðir af glæsilegum sumarfatnaó KARNABÆR Austurstræti 22 — Laugavegi 66 — Glæsibæ. Sími frá skiptiboröi 45800 Umbodsmenn um land allt Laugavegi 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.