Morgunblaðið - 27.06.1985, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.06.1985, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNl 1985 27 telephone Morgunblaðið/ Ágúst Ásgeirsson Rauöu símaklefarnir hverfa Um helgina var fyrsti nýi símaklefinn að bandarískri fyrirmynd tekin í notkun í London. Sjónvarpsmadurinn Jimmy Savile vígði fyrsta klefann, sem stendur á Leicester Square í miðborg London. Talsvert hefur verið deilt um klefana nýju, en þeir eiga að taka við af rauðu brezku símklefunum, sem verið hafa hálfgert vörumerki fyrir Breta í áratugi. Brezka símafyrirtækið mun verja 160 milljónum sterlingspunda til að skipta á gömlu klefunum, sem eru 76.500 talsins. Mikil skemmdarverk hafa verið unnin í rauðu klefunum, sem eru lokaðir, og árlega kostar viðgerð á þeim 50 milljónir punda, eða rúmlega 2,5 milljarða króna. Nýju klefarnir eru opnir og minni hætta talin á skemmdarverkum í þeim. Bandarísk þingnefnd: Aukin viðskipti háð því að Rússar virði mannréttindi WaKhington, 26. júnf. AP. BANDARÍSK þingnefnd, sem sett var á laggirnir til að fylgjast með fram- kvæmd Helsinki-sáttmálans frá 1975, lagði í gær til, að það yrði gert að forsendu aukinna viðskipta við Sovétríkin að stjórnvöld þar í landi virtu mannréttindaákvæði sáttmálans. „Það kemur að því, að menn verða að vera ákveðnir. Það hefur skort á fram að þessu að við létum það koma afdráttarlaust fram, að við meinum það sem við segjum,“ sagði Alfonse D’Amato, öldunga- deildarþingmaður, sem er formað- ur nefndarinnar. Fulltrúar frá ríkjunum 35, sem undirrituðu Helsinki-sáttmálanh fyrir tíu árum, komu saman í Ottawa fyrir skömmu til að ræða efnisatriði hans. Ráðstefnunni lauk án samkomulags í fyrri viku. Richard Schifter, formaður bandarísku sendinefndarinnar á Ottawa-fundinum, kom á fund þingnefndarinnar og greindi henni frá því, að enginn árangur hefði orðið vegna þess að Sovét- menn hefðu ekki viljað fallast á neinar breytingar á stefnu sinni í mannréttindamálum. í síðasta mánuði var tilkynnt í Washington, að Bandaríkjamenn og Sovétmenn hefðu orðið sam- mála um ákveðin atriði, sem gætu leitt til aukinnar viðskiptasam- vinnu ríkjanna. Malcolm Bald- ridge, viðskiptaráðherra Banda- ríkjanna, vakti hins vegar athygli á því, að afstaða Sovétstjórnar- innar til mannréttinda og ferða- frelsis þegna sinna væri enn veru- leg hindrun fyrir nánara sam- starfi. Danmörk: Móðir kærð fyrir að reyna að myrða sjö ára gamlan son sinn RÚMLEGA þrítug kona frá Næst- ved á Suður-Sjálandi reyndi nýlega að fyrirkoma sjö ára gömlum syni sínum með bakteríum, að því er frá er sagt í dönskum blöðum. Gerðist þetta er drengurinn lá fár- veikur á Ríkisspítalanum I Kaup- mannahöfn. Smásjárskoðun Ieiddi í ljós, að í blóði drengsins voru bakteríur, sem aldrei fyrr hafa fundist í manni, og er morðdeild Kaup- mannahafnarlögreglunnar sann- færð um, að móðirin hafi spraut- að þeim í æð á drengnum. Tvíburasystir hans lést á dul- arfullan hátt í Vordingborg (syðst á Sjálandi) árið 1981 og hyggst lögreglan taka það mál til rannsóknar að nýju. Þar ligg- ur móðirin þó ekki undir grun. Á föstudag var konan leidd fyrir lögregludómstól í Kaup- mannahöfn og kæra lögð fram á hendur henni fyrir að hafa reynt að ráða syni sínum bana. Úr- skurðaði dómstóllinn konuna til 27 daga vistar og rannsóknar á geðdeild Ríkisspítalans. Bæði móðir og sonur voru fyrst lögð inn á sjúkrahúsið í Næstved, þar eð drengurinn þjáðist af miðeyrabólgu. Þegar sjúklingnum þyngdi sífellt og hann varð æ máttarminni, var hann fluttur á Ríkisspítalann. Og þar sem drengurinn var í yf- irvofandi lífshættu, fékk móðir- in að dveljast hjá honum. Fljótlega vaknaði grunur starfsfólksins um, að ekki væri allt með felldu, og renndu niður- stöður rannsókna stoðum undir þann grun. { blóði drengsins fundust bakteríur, sem aldrei hafa áður fundist f manni, og fullyrtu læknar, að þeim hlyti að hafa verið sprautað í æð. Yfirlæknir barnadeildar spít- alans hefur kært móðurina fyrir morðtilraun. Kveðst hann ekki geta fullyrt, með hverju dreng- urinn hafi verið sprautaður, af því að í blóði hans hafi fundist svo margar bakteríutegundir, sem menn þekki ekki sporð né hala á. Læknarnir halda fram, að móðirin hafi ítrekað sprautað menguðu vatni, e.t.v. úr blóma- vasa, í æð á drengnum. Engin mótefni voru til gegn þessum bakteríum. Eftir að grunur starfsfólksins vaknaði, var konan beðin um að yfirgefa spítalann og öryggis- vörður látinn gæta drengsins. Urðu þá skjótar breytingar á líð- an hans og innan fárra daga var hann orðinn frískur. Hinn 11. júní var beðið um að- stoð morðdeildar Kaupmanna- hafnarlögreglunnar. Er kæran á hendur konunni byggð á lög- reglurannsókninni, sem á eftir fór, ásamt niðurstöðum úr blóð- rannsóknum spítalans. Yfirmaður morðdeildarinnar, Wolmer Petersen, segir mál þetta afar sérstætt. „Ég hef aldrei lent í neinu þvílíku í starfi mínu hjá lögreglunni. En málið verður vitaskuld að kanna til hlítar," sagði hann. Fyrir lögregludómstólnum á föstudag neitaði konan öllum sakargiftum og kvaðst elska barn sitt heitt og innilega. SUMAR- THBOÐ SKEDUNGS Autostar áklæðin eru einlit, teygjanleg, úr 100% polyakrýlefni. Fást í 5 litum og passa á flest sæti. Verð kr. 1.695.- Áður kr. 2.415,- Britax bílbelti fyrir börnin. Sérhannað, stillan- legt, öruggt og þægilegt fyrir krakka á aldrinum 4-11 ára. Verð kr. 1.329.- Áður kr. 1.709,- 5 lítra eldsneytisbrúsi úr plasti með sérlega þægilegum stút til að hella á (tóman) tankinn. Verð kr. 187.- Áður kr. 267,- Ultraflame spritt- töflurnar eru tilvaldar í útigrillið og í arininn. 64 töflur í pakka. Verð kr. 25.- Áður kr. 90,- Blue Poly gljáhjúpur- inn er bón- og hreinsiefni sem gengur í samband við bílinn og ver hann gegn óhreinindum. Verð kr. 150.- Áður kr. 198 - TILBOÐIÐ GILDIR MEÐAN BIRGÐIR ENDAST OOTT PrtT.K

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.