Morgunblaðið - 27.06.1985, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 27.06.1985, Qupperneq 56
HlfKKUR IHBMSKEÐJU KrLstján Ragnarsson formaður LÍÚ: Svigrúm til olíuyerds- lækkunar var misnotað ýtir undir kröfur útgerðar- og sjómanna um eigið olíufélag Sérsamning- ar á Húsavík — viðræður á Stokkseyri SAMNINGAR hafa tekist milli verka- lýðsfélagsins á Húsavík og atvinnu- rekenda þar og verða samningarnir bornir undir félagsfund í verkalýðsfé- laginu í kvöld. Húsvikingar eru með ýms sérákvæði í sínum samningum og taka heldur hærri laun en almennt gerist í Alþýðusambandi íslands, að því er Kristján Ásgeirsson, formaður félagsins, sagði í gærkvöld. Verkalýðsfélagið Bjarmi á Stokkseyri hefur heldur ekki af- greitt ASÍ-samningana. „Við höfum alltaf samið á heimavelli og höldum því áfram," sagði Dagbjört Sigurð- ardóttir formaður Bjarma. „Það er verið að ræða við atvinnurekendur hér og það stendur ekki á neinum hér heima að semja." Arnarflug: Pflagríma- flug fyrir 250 millj. kr. ARNARFLUG hefur undirritað samn- inga um pílagrímaflug frá Malí, Eg- yptalandi, Súdan, Sierre Leone, Gab- on, Túnis og Alsír til Jeddah í Saudi- Arabíu. Reiknað er með að flytja um 100 þúsund farþega frá ágúst til loka september. Upphæð samningsins er um 250 milljónir króna og verður fé- lagið með sex eða sjö DC 8-þotur í pflagrímafluginu. Reiknað er með að 360 manns starfl hjá félaginu og níu til tíu þotur fljúgi á vegum félagsins þegar mest verður í sumar. Samningarnir um pílagrímaflug- ið og Saudia Airlines eru í gegnum franska félagið United Aviation Services, sem á þotur og leigir út og tekur Arnarflug þoturnar á leigu frá þessu franska félagi. „Arnar- flug hefur aðeins flugrekstur á hendi og UAS útvegar allar flug- vélar að undangenginni skoðun tæknimanna Arnarflugs. Engar greiðslur fyrir leigu á flugvélum til UAS eru inntar af hendi fyrr en samningsaðili Arnarflugs hefur greitt félaginu. Áhætta okkar er eins lítil og kostur er — við hefðum aldrei getað klofið þetta án sam- starfsins við UAS,“ sagði Agnar Friðriksson. Sjá: „Samstarf við franska félagið UAS verið Arnarflugi farsælt," á blaðsíðum 36—37. VERÐLAGSRÁÐ ákvað á fundi sín- um í fyrradag að hækka álagningu olíufélaganna á gasolíu og svartolíu. Hækkunin á gasolíu var úr 1,02 krónum upp í 1,51 krónu, sem er um 48%hækkun, en um leið var ákveðið að verðið á þessum olíutegundum yrði óbreytt. „Við erum alveg agn- dofa yfir þessari verðlagningu. Þeir FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1985 áttu að lækka verðið verulega á gas- olíu og svartolíu, sem hefði getað þýtt um hundrað milljónir króna fyrir útgerðina á ári. Þess í stað ákveða þeir óbreytt verð í skjóli þess að verðið hefur lækkað erlendis og að það hefur verið ákveðin lækkun á opinberum gjöldum af olíunni," sagði Kristján Ragnarsson, formað- ur LÍÚ, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkveldi. „Það skiptir okkur náttúrlega meginmáli hvort við erum að greiða niður innkaupajöfnunar- reikning af þvi verði sem er í dag, eða hvort við erum að borga hækkaða álagningu til olíufélag- VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. anna. Alþingi samþykkti nú fyrir stuttu að fella niður opinber gjöld, sem eru um 22 aurar á hvern lítra af gasolíu, og þessi verðlagning núna felur það í sér að álagningin er hækkuð, þannig að öll lækkunin vegna opinberu gjaldanna og lækkaðs innkaupsverðs, sem eru 27 aurar á lítrann, er flutt yfir í álagninguna, f stað þess að láta þessa lækkun renna til útgerðar- innar,“ sagði Kristján . Spurður um þá röksemd olíufé- laganna að hér væri um margra mánaða gamla leiðréttingu á álagningunni að ræða sagði Krist- ján: „I nóvember var lækkuð álagning á olíu og vaxtakostnaður tekinn út. Þá var gefinn örlítill vottur að samkeppnisaðstöðu í olíuverði. Olíufélögin gátu ekki komið sér saman um að vaxta- reikna okkur. En þá ákveður Verð- lagsstofnun að setja þetta aftur inn í verðið, af því að þeir gátu ekki komið sér saman. Verðlags- stofnun var því ekkert annað en verndarstofnun þessa einokun- arhrings sem við eigum þarna við að búa.“ Kristján sagðist telja að kröfur útgerðar- og sjómanna um eigið olíufélag yrðu háværar á nýjan leik, í kjölfar þessarar ákvörðun- ar. „Við stöndum núna frammi fyrir því að ríkisvaldið, með for- svari ríkisstjórnar og ráðherra, stendur á bak við olíufélögin í gegnum þykkt og þunnt, og þá hljótum við að verða að leita ein- hverra svara við því,“ sagði Kristján. Hagstofan reiknar launin: Dregið af tannlæknum það sem ofgreitt hefur verið — sagði borgarstjóri eftir fund með tannlæknum í gær „Ég held að fulltrúar tannlækna á þessum fundi hafl áttað sig á, að þessi mikla launahækkun var á misskilningi byggð og þetta verður leiðrétt,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, að loknum fundi með tveim- ur fulltrúum skólatannlækna, þeim Sverri Einarssyni og Hauki Filippus- syni, í gærdag. Á fundinum var ákveðið að vísa málinu til Hagstofunnar og kvaðst Davíð reikna með að launahækkun tannlækna yrði á bilinu 7 % til 12%. „Ég er sannfærður um, eftir þennan fund, að tannlæknar voru í góðri trú þegar þeir ákváðu þessa hækkun á sínum töxtum," sagði borgarstjóri enn- fremur. „Þeim hafði yfirsést ákvæði í Kjaradómi, sem að vakti sérstaka athygli á, að óheimilt væri með öllu að ákveða hækkanir á grundvelli aðal- samninga Kjaradóms. Það var ekki fyrr en eftir innröðun eftir sérkjarasamningum, sem heim- ilt var að leggja mat á kröfur um launahækkun. Það mat á Hag- stofan að framkvæma. Það er því ljóst, að þessi 43% launa- hækkun tannlækna var byggð á misskilningi og því verður dregið af þeim það sem hefur verið ofgreitt með þessum hætti, en við giskum á að hækkunin eigi að vera á bilinu 7% til 12%,“ sagði Davíð Oddsson. Sverrir Einarsson, tannlækn- ir, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ákvörðunin um hækk- un á launatöxtum hefði verið tekin í samráöi við lögfræðinga Tannlæknafélagsins og hefðu menn verið í góðri trú að farið hefði verið að lögum. „Hafi þessi niðurstaða verið röng frá laga- legu sjónarmiði verðum við að bíta í það súra epli,“ sagði Sverr- ir. „Við ræddum þessi mál við borgarstjóra og niðurstaðan varð sú, að málinu var vísað til Hagstofunnar og jafnframt ákveðið að hraða afgreiðslu þess.“ Sjá bls. 4: „Ákvörðun borgar- stjóra rétt,“ ummæli Eggerts G. Þorsteinssonar, forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.