Morgunblaðið - 28.06.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 28.06.1985, Síða 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 143. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fóstur- eyðingar leyfðar á Spáni Madrfd, 27.júní. AP. SPÆNSKA þingið samþykkti í dag öðru sinni frumvarp til laga um að fóstureyðingar verði leyfðar í ákveðnum til- fellum. Lögin taka formlega gildi í næstu viku þegar Jó- hann Karl Spánarkonungur staðfestir þau með undirritun sinni. Fóstureyðingar hafa ekki ver- ið leyfðar á Spáni frá því á dög- um lýðveldisins 1931—1936. Nú eru fóstureyðingar bannaðar án undantekninga í aðeins tveimur Evrópulöndum: írlandi og Belgíu. Samkvæmt hinum nýju lögum á Spáni verða fóstureyðingar aðeins leyfðar í þremur hugs- anlegum tilvikum: ef líf móður er talið í hættu; ef vitað er um fósturskemmdir; og ef kona verður barnshafandi af völdum nauðgunar eða sifjaspella. Ýtt á Japanskeisara í Tsukuba í Japan er nú haldin alþjóðleg vísindasýning. Hirohito Japanskeisari hefur sýnt henni mikinn áhuga. Þegar hann skoðaöi sýninguna í annaó sinn þótti Zhong Min i kínversku stúkunni keisarinn ekki fara nógu nálægt sýningargripunum, og geröi sér lítið fyrir og ýtti á hann. Dagblaðið BUd: Sakharov á lífi en mikið veikur Hambor({, 27. júuí. AP. VESTUR-ÞÝSKA dagblaðið Bild-Zeitung kveðst hafa undir höndum tvö myndbönd, sem staðfesti að sovéski andófsmaðurinn Andrei Sakharov sé á lífi, en alvarlega sjúkur. II) VII Ql' f frétt Bild, sem talið er hafa aflað sér nokkuð traustra heimilda í Moskvu, segir að á myndböndun- um sé m.a. viðtal við sovéskan lækni, þar sem komi fram að Sakh- arov liggi á sjúkrahúsi í Gorký og eigi við alvarlegan hjartasjúkdóm að stríða. Auk þess sé hann með Parkinson-veiki á frumstigi. Bild kveðst hafa fengið mynd- böndin frá sovéskum aðiijum, en tilgreindi þá ekki. Samkvæmt fréttinni var sumt efni myndband- anna tekið upp 14. júní sl., en einn- ig sást Sakharov halda á dagblaði dagsettu 3. júni. Eftir Bild að dæma fékk Efraim Yankelevich, tengdasonur Yelenu Bonner, eiginkonu Sakharovs, sem sést einnig á myndböndunum, að sjá gögn blaðsins. Hefur Bild eftir honum að hann sé þakklátur sov- ésku stjórninni fyrir að hafa gefið sér kost á að sjá tengdamóður sína og Sakharov, sem hann hafi ekki séð í rúmt ár. Berri kveðst bjartsýnn á lausn gísladeilunnar R.in'i, 97 ii, ní Beirút, 27. júní. AP. BERRl, leiðtogi amal-shíta í Liban- on, kvaðst í kvöld telja að lausn gísladeilunnar væri í sjónmáli, en nú hafa bandarísku gíslarnir verið á valdi flugræningjanna í hálfan mán- uð. Viðræðurnar um frelsun gísl- Noregun Víst verða sjómenn sjóveikir Óaló, 27. júní. AP. ÞJÓÐSAGAN um aö sjómenn verði ekki sjóveikir hefur nú end- ánlega verið lýst dauð og ómerk og að engu hafandi. Við athuganir á fólki sem býr á eynni Röst við Norður-Noreg, kemur í ljós, að sjóveikin er mörgum sjómanninum þung í skauti. 70% sjómannanna sögð- ust hafa fundið fyrir sjóveiki og 35% kváðust kvíða fyrir hverj- um degi á sjónum, en frá Röst eru eingöngu stundaðir dag- róðrar. Það kom líka fram, að konurnar eru enn verr haldnar en karlarnir af sjóveikinni, því að 35% húsmæðra á eyjunni sögðust alltaf finna fyrir henni ef þær færu í bát og hinar oftast nær. anna eru nú á mjög viðkvæmu stigi. Ummæli Berris sigldu í kjöl- far frétta um að ísraelar hygðust ganga að skilyrðum flugræn- ingjanna. Rætt hefur verið um að gíslarnir dveljist í sendiráði Svisslendinga, Frakka eða annarr- ar vestrænnar þjóðar í Beirút þangað til ísraelar sleppi þeim shítum, sem verið hafa í fangelsi i ísrael. Vestrænir talsmenn lögðu áherslu á að sendiráðin mundu ekki taka við gíslunum nema tryggt væri að um enga aðra skuldbindingu en mannaskiptin væri um að ræða. Seinna hermdi ísraelska sjón- varpið að Bandaríkjamenn og ís- raelar hefðu orðið sammála um að ísraelar slepptu ekki shítunum fyrr en allir gíslarnir hefðu verið látnir lausir. Blaðafulltrúi Hvíta hússins, Larry Speakes, neitaði í dag að svara spurningum um gíslamálið. Hins vegar krafðist George Shultz utanríkisráðherra þess í harðorði ræðu að gíslarnir yrðu tafarlaust látnir lausir án nokkurrar skil- yrða. George Bush varaforseti, sem nú er á ferðalagi um Vestur- Evrópu, tók í sama streng og for- dæmdi gíslatökuna. Berri kvaðst vera i stöðugu sam- bandi við yfirvöld í Austurríki, Sviss, Frakklandi og Sýrlandi í því skyni að leysa gíslamálið sem fyrst. Hann hefur þó ekkert slegið af kröfum sinum um að 737 shítar í ísrael verði látnir lausir f skipt- Fyrsti sendiráðsritari Frakka í Beirút, Miarrel l’Augel (Lv.), ræddi í gær við leiðtoga shíta, Nabih Berri, til að freista þess að fá bandarísku gíslana og tvo Frakka, sem verið hafa á valdi mannræningjan, látna lausa. um fyrir gislana. Sendiráðsritari Frakka í Beirút, Marcel l’Augel, skýrði frá því í dag að Berri hefði heitið því að 15 aðrir vestrænir gislar í Líbanon yrðu látnir lausir um leið og bandarisku gíslarnir. Aftur á móti kvað l’Augel fréttir þess efnis að tveir Frakkar úr þessum hópi væru nú i vörslu Berris vera úr lausu lofti gripnar. Fréttamaður bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar ABC fékk að ræða við þrjá af bandarísku gísl- unum í dag. Þar kom m.a. fram að sumir þeirra hafa samúð með málsstað shita. í viðtalinu, sem sjónvarpað var um öll Bandarikin, virtust gislarn- ir vera nokkuð þreyttir, en að öðru leyti við góða heilsu. Tveimur gíslanna hefur verið leyft að hringja í fjölskyldur sínar i Bandaríkjunum til að láta þær vita um líðan sína. Að sögn ætt- ingja kváðust gíslarnir vera við hestaheilsu. í tilkynningu sem birtist í mál- gagni Sýrlandsstjórnar, segir að Sýrlendingar vilji leggja sitt af mörkum til lausnar deilunni, en jafnframt eru Bandaríkjamenn varaðir við að beita hervaldi til að frelsa gíslana. A myndböndunum, sem alls tek- ur 75 mínútur að sýna, sést Sakh- arov í læknisskoðun. Samkvæmt frásögn Bild er „augljóst" að sumt efni myndbandanna hafi verið tek- ið með falinni kvikmyndatökuvél. Að sögn Bild segir sovéski lækn- irinn í viðtalinu að hann hafi stundað Sakharov síðustu fjögur ár og sé líðan hans eftir atvikum góð. Loks segir Bild að hjartalæknar séu ávallt til taks ef svo skyldi fara að heilsu hans hraki enn. Hljóðmerkí frá svarta kassanum? Cork, frlaodi, 27. júnf. AP. TALSMAÐUR breska sjóhers- ins skýrði frá því í dag að ógreinileg hljóðmerki hefðu heyrst nálægt þeim stað sem indverska farþegaþotan fórst undan strönd Irlands. Hins vegar er ekki enn ljóst hvort hljóðmerkin bárust frá hljóðrita flugvélarinnar, hin- um svokallaða „svarta kassa“. Talsmaðurinn sagði að hljóðmerkin hefðu heyrst með löngum hléum og verið svo ógreinileg að sérfræð- ingar sjóhersins hefði enn ekki komist að niðurstöðu um hver skýringin væri. Starfsmaður flugmálaráðu- neytis Indlands staðfesti þetta og taldi að þetta væru líklega hljóðmerki frá „svarta kassanum”. í dag leitaði breskur kjarn- orkukafbátur að hljóðritan- um án árangurs. Ef hljóðrit- inn finnst má búast við því að nota þurfi fullkomna og ómannaða kafbáta frá Banda- ríkjunum til að ná honum upp, en talið er að hann sé á 1.600 metra dýpi. Talsmaður indverska flug- félagsins sagði að á morgun yrði flogið með ættingja þeirra sem fórust í flugslys- inu til Cork á írlandi með við- komu í London til að láta þá bera kennsl á líkin. Sprengjuhótun Shannon, frlnndi, 27. júnf. AP. FARÞEGAÞOTU á vegum banda- ríska fiugfélagsins Pan American þurfti að lenda í kvöld í Shannon á Irlandi vegna sprengjubótunar. Vél- in sem var á leið frá Lundúnum til New York var með 326 farþega inn- anborðs. Engin sprengja hafði fund- ist er síðast fréttist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.