Morgunblaðið - 28.06.1985, Qupperneq 2
T
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JtJNÍ 1985
Akureyrarbær semur til 1. mars 1986:
10—15%hækkun
umfram BSRB
til launasamræmingar á vinnumarkaði á Akureyri
BÆJARSTARFSMENN á Akureyri fá alls 30—35% launahækkun þegar
staðfestur verður nýr samningur bæjarfélagsins og starfsmannafélags hans.
Auk þeirrar hækkunar, sem felst í aðalkjarasamningi BSRB fá bæjarstarfs-
menn nyrðra 15% sérstaka hækkun til samræmis við kjör á almennum
vinnumarkaði á Akureyri, að því er Erlingur Aðalsteinsson, formaður kjara-
samninganefndar félagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði að þessi samningur
væri tímamótasamningur fyrir
Starfsmannafélag Akureyrarbæj-
ar, sem í eru um 570 félagar. Akur-
eyringar halda sinni gömlu launa-
töflu og ganga ekki inn í nýjan
launastiga BSRB, sem samræmdur
hefur verið launastiga Bandalags
háskólamanna. Launahækkanir fé-
laga á Akureyri frá 1. júní eru mis-
jafna miklar eins og í aðalkjara-
samningi BSRB eða frá einum
launaflokki til níu, sem er á bilinu
3%-20%.
Rekinn frá veiöum
VARÐSKIPIÐ Týr stöðvaði i
gærdag veiðar 150 tonna fiski-
skips við Eldey, þar eð báturinn
var ekki rétt skráður. Báturinn,
sem nú ber heitið Barðinn RE 243,
liefur skrásetninguna GK 445 á
haffærniskírteini. - Nýlega hafa
orðið eigendaskipti á bátnum og
var enn ekkj ; búið að ganga frá
réttri skrásetningu. -Varðskipið
fylgdi bátnum til hafnar í Sand-
gerði og munu hinir nýju eigendur
hafa gengist inn'á að ganga frá
skrásetningu áður en haldið verð-
ur til veiða á ný. ;
Erlingur sagði að þegar í febrúar
sl. hafi verið hafist handa við að
vinna úr tveimur bókunum, sem
fylgdu síðasta sérkjarasamningi.
Annars vegar var um að ræða
endurskoðun á starfsmati og hins
vegar var gerð sameiginleg könnun
á launum bæjarstarfsmanna sam-
anborið við starfsmenn á almenn-
um markaði. „í ljós kom,“ sagði
hann, „að á almennum vinnumark-
aði á Akureyri voru laun um það
bil 20% hærri í janúar sl. í bæjar-
stjórn var pólitískur vilji til að
samræma laun okkar og var um
það fullkomin samstaða. Okkur
tókst því að fá 15% viðbótarhækk-
un en á móti kemur, að okkar
samningur gildir til 1. mars á
næsta ári. Það færir okkur 3%
launahækkun 1. janúar 1986. Við-
semje/idur okkar rejkna út, að við
fáum á þennan íátt um 10% meira
heldur en almennt gerist í BSRB
eftir þessa samninga."
Samkomulagið verður formlega
undirritað kl. 16 í 'dag með venju-
legum fjrrirvörum. Akureyrarbær
hefur ekki tékið þátt í störfum
launanefndar sveitaffélaga um
hríð en bæjarstarfsmannafélögin
innan BSRB hafa öll farið með sín
samningamál sjálf.
Eldur
í sæl-
MIKIÐ tjón varð er eldur kom
upp í sælgætisgerðinni Völu á
Seltjarnarnesi í gærkvöldi.
Slökkviliðinu í Reykjavík barst
tilkynning um eldinn laust eftir
klukkan 22.00 og er komið var á
vettvang var hafði eldurinn læst
sig í þak verksmiðjuhússins.
Slökkviliðsmenn urðu að rjúfa
gat á þakið til að komast að eld-
inum, en eftir það gekk greiðlega
að ráða niðurlögum hans og var
slökkvistarfi lokið um klukkan
23.30. Miklar skemmdir urðu á
húsinu og vélum, en upptök elds-
ins voru ókunn er Morgunblaðið
leitaði upplýsinga þar að lútandi
um miðnætti í gærkvöldi.
Morgunblaðid/Júlíus
Slökkviliðsmenn berjast við
eldinn í verksmiðjuhúsinu.
Bandaríkin:
Deilur vegna nýs
sendiherra á íslandi
UTANRÍKISMÁLANEFND öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti á
fundi sínum í gær, að Nicholas Ruwe verði næsti sendiherra Bandaríkj-
anna á íslandi. Þessi ákvörðun nefndarinnar á eftir að hljóta formlega
staðfestingu öldungadeildarinnar.
! skoðanakönnun í nefndinni
á þriðjudaginn hlaut Ruwe ekki
nægilegan stuðning, en seint í
gærkveldi hlaut hann samþykki
án mótatkvæðis. Charles Mathi-
as, öldungadeildarþingmaður
repúblikana fýrir Maryland-
ríki, lót hafa það eftir sér í blað-
inu Washirigjon Post á miðviku-
daginn, að hann teldi Ruwe
óhæfan til að gegna embætti
sendiherra. Þá mun félag
starfsmanna í bandaríska utan-
ríkisráðuneytinu hafa mótmælt
tilnefningu hans í embættið.
Charles Mathias hefur komið
hingað til lands og meðal annars
haft afskipti af deilunni vegna
siglinga Rainbow Navigatioh
fyrir varnarliðið á Keflavíkur-
flugvelli. Hét hann því að beita
sér fyrir lausn sem værí ásætt-
anleg fyrir alla aðila.
Loönukvótaviðræður sigldu í strand í gærkveldi:
Norðmenn neituðu
að gefa af kvótanum
íslendingar vildu gefa eftir ef Norðmenn gerðu slíkt hið sama
SAMNINGAVIÐRÆÐUM íslendinga, Grænlendinga og Norðmanna í Borg-
arnesi um skiptingu kvóta íslandsloðnustofnsins á komandi loðnuvertíð lauk
í gærkveldi, án þess að nokkuð þokaðist í samkomulagsátt. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins var það einkum afstaða Norðmanna, sem gerði
það að verkum að ekki náðist samkomulag, því Norðmenn voru ekki reiðu-
búnir til þess að gefa eitt cinasta prósentustig eftir af þcim 15 prósentum
sem þeir hafa haft á móti 85% íslendinga. íslendingar munu hins vegar hafa
greint frá því að þeir væru reiðubúnir til þess að gefa eitthvað eftir af sínum
hluta, til Grænlendinga, ef Norðmenn gerðu slíkt hið sama. Ræddu íslend-
ingarnir í því sambandi um að þeir héldu a.m.k. 80% kvótans.
Ólafur Egilsson sendiherra væri það að hver aðili um sig gerði
stýrði þessum umræðum og sagði
hann í samtali við Morgunblaðið í
gærkveldi: „Á fundum okkar í dag
náðist ekki samkomulag, og því er
óvissa um ’hver. endanleg niður-
staða þessa verður- Ef ný viðhorf
skapast, þá eru'möguleikar á því
að leiða májið til lykta á morgun."
ólafur sagði- að vandamálið
hærri kröfur en svo að dæmið
gæti gengið upp. „Við höfum með
hliðsjón af nýjustu vísindalegu
gögnunum sem komið hafa fram,
ályktað sem svo að það sé ekki
grundvöllur til þess að lækka kröf-
ur íslendinga um hlutdeild í
loðnukvótanum," sagði ólafur.
Hann sagði að síðustu tvö árin
hefði orðið breyting á dreifingu
loðnustofnsins, sem væri okkur Is-
lendingum í hag, og því væri það
illmögulegt að fara niður úr þeim
hlut sem íslendingar hefðu áður
talið aö þeim bæri.
Grænlendingar hafa gert kröfu
um að fá 13% hlutdeild í loðnu-
kvótanum, en þeir hafa hvorki
skip né verksmiðjur til þess að
veiða eða vinna loðnuna, en höfðu
hins vegar hugsað sér að fram-
selja kvótann til annarra.
Steingrfmur Hermannsson forsætísráðherra:
„Allar líkur á að lækkandi
olíuverð sé framundan“
„Það kom mér ákaflega mikið á
óvart, að álagning olíufélaganna á
gasolíu og svartolíu skyldi hækka
svona mikið,“ sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra er
Morgunblaðið spurði hann álits á
þeim ummælum Kristjáns Ragnars-
sonar, formanns LÍÚ, að ríkisstjórn-
in verndaði olíufélögin í gegnum
þykkt og þunnt.
Forsætisráðherra benti á að
olíufélögunum hefði við verðlagn-
ingu fyrir nokkru verið ætlað að
ná sjálf vöxtunum frá kaupendum,
en þau hefðu ekki talið sig geta
það, og þvi hefðu vextirnir á nýjan
leik verið reiknaðir inn í álagning-
una. Það væri stór hluti álagn-
ingaraukningarinnar. „Hitt verð
ég að segja," sagði Steingrímur,
„að ég tel að þeir sem skulda olí-
Evrópumótið í bridge:
Tap gegn Svíum í 7. umferð
SabwmagKÍore, ÍUlíu, 27. júní. Frá Jakobi R. Möller, frétUriUra MorgunblaÖHÍnH.
ÍSLENSKA landsliðið í opnum
flokki tapaði 19—11 fyrir Svíum í 7.
umferð Evrópumótsins í bridge í gær-
dag og datt við það úr 9. sæti í 13.,
hefur hlotið 105 stig. Israelar eru efstir
með 135 stig. Keppni í kvennaflokki
hófst í gær og spiluðu íslensku konurn-
ar við Frakka og töpuðu 20—10.
Jón Ásbjörnsson og Símon Símon-
arson og Valur Sigurðsson og Aðal-
steinn Jörgensen spiluðu allan leik-
inn við Svía. Leikurinn tapaðist
68—101 í keppnisstigum. Valur og
Aðalsteinn áttu ágætan fyrri hálf-
leik en Jón og Símon slakan. Dæmið
snerist svo við í þeim síðari. Val-
gerður Kristjónsdóttir og Ester Jak-
obsdóttir spiluðu allan leik íslensku
kvennanna gegn Frökkum en hin
pörin tvo, Dísa Pétursdóttir og
Soffía Guðmundsdóttir, og Krist-
jana Steingrímsdóttir og Halla
Bergþórsdóttir skiptu í hálfleik.
Leikurinn endaði 63—93 í keppnis-
stigum. Þetta var fyrsti leikur ís-
lensks kvennalandsliðs á Evrópu-
móti síðan 1961 og aðeins Kristjana
hefur spilað áður á slíku móti. f
kvöld keppir ísland við Luxemborg i
opna flokknum, en konurnar við
Sviss.
Staða efstu sveita eftir 7 umferöir
er þessi: ísrael 135, Frakkland 133,3,
Pólland 127, Austurríki og Bretland
123, Svíþjóð 118,7 og Holland 115.
una, eigi að borga vextina, og að
það eigi alls ekki að reikna vextina
inn í álagninguna. Hvers vegna
eiga þeir sem staðgreiða að borga
vexti?"
Steingrímur sagðist telja að
LÍÚ ætti að taka þetta mál upp
hjá sinum mönnum, þannig að
þeir sem skulda, borguðu vextina,
en hinir ekki. Þá gæti þetta verð
lækkað.
„Það er rétt, að það hefði verið
svigrúm til þess að lækka olíu-
verðið aðeins, vegna niðurfell-
ingar á opinberum gjöldum og
lægra innkaupsverðs," sagði for-
sætisráðher, a, „en það var ákveð-
ið að hafa þetta svona til að losna
við skuldina á olíujöfnunarreikn-
ingi. Það er náttúrlega mikils virði
fyrir alla aðila að sú skuld verði
greidd upp. Þegar hún er greidd
upp, þá tel ég allar líkur til þess að
það sé lækkandi olíuverð fram-
undan."
Allt lék f lyndi hjá þeim Olil og
Snjall frá Gerdum í gær en þau urðu
efst bæði í töltkeppni og B-flokki
gæðinga en lciðin að sigri er bara
hálfnuð því þau mæta í úrslit í þess-
um greinum i laugardag og sunnu-
dag.
FM í Reykjavík:
Snjall og Olil
efst í tölti og
B-flokki
EFTIR forkeppni í B-flokki gæð-
inga á fjórðungsmóti sunnlenskra
hestamanna, FM ’85, í Reykjavík
er Snjall frá Gerðum efstur með
einkunnina 8,71. Knapi er Olil
Amble, en eigandi Guðni í Skarði.
Snjall hafði töluverða yfirburði
yfir aðra hesta, en í úrslit fara 8
efstu hestar úr forkeppninni.