Morgunblaðið - 28.06.1985, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JUNI 1985
Notar rannsóknir á íslenska
þjóðveldinu í gerð heildar-
kenningar um menningu þjóða
KIR.STKN Hastnip heitir dan.skur
þjóðrræAingur sera nýlega hefur ver-
ið veitt prófessorsembætti við Ar-
ósa-háskólann með þeim sérstöku
fríðindum að geta einbeitt sér að
rannsóknum og fræðistörfum ýmis-
konar.
I blaðinu Árhus Stiftstidende er
viðtal við Kirsten Hastrup, sem
auk þess að vera mikilsvirtur
fræðimaður eins og segir í viðtal-
inu, er einstæð fjögurra barna
móðir. í þessu viðtali kemur meðal
annars fram að hún hefur dvalist
um skeið hér á íslandi og stundað
rannsóknir viðvíkjandi stærra
verkefni sem hún vinnur nú að.
Það sem fyrir henni vakir er að
setja fram heildarkenningu um
samhengið milli þeirra möguleika
sem einstaklingum í þjóðfélagi
bjóðast, og þess hvernig möguleik-
arnir eru nýttir.
Kirsten Hastrup skrifaði dokt-
orsritgerð við háskólann í Oxford
árið 1980 og fjallaði ritgerðin um
íslenska þjóðveldið að fornu. f
framhaldi af því hefur henni nú
boðist aðstaða þar í eitt ár til að
sinna rannsóknarstörfum.
Þótt Hastrup kanni menningu
ýmissa ólíkra þjóða, t.d. var hún
um tíma á Indlandi til að afla sér
þekkingar og sögu þess og menn-
ingu, beinist áhugi hennar auðvit-
að fyrst og fremst að Dönum og
Danmörku. Að hennar áiiti eru
Evrópubúar að ýmsu leyti verr
settir í menningarlegu tilliti en
þær þjóðir sem nefndar hafa verið
vanþróaðar, einkum vegna þess að
matið á einstaklingunum miðast
við annað. Verðleikar fólks fari
fyrst og fremst eftir því sem það
afkastar, og því eigi t.d. atvinnu-
leysingjar og gamalt fólk sem hef-
ur látið af störfum oft mjög erfitt
með að finna hjá sjálfu sér rétt-
lætingu fyrir því að vera alltaf í
„fríi“. Mörgum finnist af þessum
sökum tilgangslítið að lifa lengur.
Hún telur tækniþróun ekki vera
einhlítan mælikvarða á menningu
þjóðar. Sem dæmi nefnir hún að
þess séu mörg dæmi að hinar van-
þróuðu þjóðir, sem með tæknivæð-
ingu hafi getað rifið sig að ein-
hverju leyti upp úr fátækt, hafi
glatað sinni fyrri menningu að
miklu leyti, jafnvei tungumálinu.
Einnig sé mikið af þeim frum-
stæðu og eflaust óhentugu verk-
háttum, sem tíðkast, oft grunnur-
inn undir félagslífi og andlegri
velferð þjóða. Sláandi dæmi um
það rekur hún frá þorpi í Alsír,
þar sem konurnar sóttu vatn í
brunninn á hverjum degi og höfðu
gert það síðan í fornöld. Dag einn
kom að því að í hvert hús voru
lagðar vatnspípur til að losa kon-
urnar við þá þrælavinnu að bera
vatnið á hverjum degi frá þessum
brunni og heim í hús. Hins vegar
kom þá í ljós að brunnurinn hafði
ekki síður félagslega þýðingu, því
konurnar í þorpinu hættu nú að
hittast þar og ræða málin á hverj-
um degi, eins og þær voru vanar.
Þetta olli svo því, að konurnar
gátu engan veginn fengið félags-
þörf sinni fullnægt og voru enn
bundnari heimilum sínum en áður
hafði verið
Hastrup segist þó ekki hafa
miklar áhyggjur af því að tungu-
mál Evrópu-þjóðanna glatist, en
tungumálið telur hún vera undir-
stöðu menningarinnar. Að því
leyti til var hún frekar bjartsýn
fyrir hönd Evrópu þegar blaða-
maður Árhus Stiftstidende spurði
hana að lokum hvort hún teldi að
eftir 100—200 ár yrði eitthvað eft-
ir sem hægt væri að kalla Evrópu-
menningu.
Dagskrá þjóðhátíðardagsins á Sauðárkróki hófst með hópreið hestamanna um bæinn.
Morgunblaöið/Júlíus.
Hreyfílsmenn hafa lagt bflum sínum við innkeyrslu Olís og sett upp skilti,
sem vísar mönnum til bensínsölustöðvar Esso.
Deila QIís og Hreyfils í FelLsmúla:
Hreyfill krefst lögbanns
við bensínsölu Olís
BIFRKIÐASTÖÐIN Hreyfill hefur
sett fram kröfu um lögbann við af-
greiðslu frá bensínstöð Olís við
Fellsmúla. Deila Olís og Hreyfíls
blossaði upp á nýjan leik í vikunni
þegar Olís opnaði bensínafgreiðsl-
una við Fellsmúla. Hreyfilsmenn
lögðu bflum sínum við innkeyrslu að
stöðinni og hindruðu viðskiptavini í
að komast að bensíntönkunum.
Jafnframt reistu bilstjórar stórt
skilti, sem vísaði mönnum á bens-
ínstöð Esso, sem reist hefur verið
við hliðina. Lögreglan hafði af-
skipti af málinu, sem nú hefur
verið skotið til embættis borgar-
fógeta. Forráðamenn Olís telja sig
hafa heimild til að afgreiða bensín
frá stöðinni eftir úrskurð fógeta á
dögunum um lögbann við fram-
kvæmdum Hreyfils á lóðinni.
Hreyfilsmenn eru á öndverðri
skoðun.
Sauðárkrókur:
1100 ungmenni á Norð-
urlandsleika æskunnar
Saadárkróki, 26. júni.
Fyrir tilstuðlan Fjórðungssam-
bands Norðrlendinga í tilefni Árs
æskunnar verða haldnir Norður-
landsleikar æskunnar á Sauðárkróki
dagana 28. til 30. júní.
Að leikunum stendur Sauðár-
króksbær ásamt ungmennafélag-
inu Tindastóli og Ungmennasam-
bandi Skagafjarðar og sjá þessir
aðilar um framkvæmd leikannna.
Skráðir þátttakendur eru rúmlega
1.100 og keppt verður í ýmsum
greinum íþrótta, knattspyrnu 4., 5.
og 6. flokks pilta og stúlkna, hand-
knattleik, körfuknattleik, skák,
golfi, reiðhjólaakstri, sundi og
frjálsum íþróttum. Einnig verður
hlaup æskunnar, sem fara mun
fram á þremur stöðum á landinu á
sama tíma, í Reykjavík, á Sauð-
árkróki og á Egilsstöðum.
í Safnahúsinu verður myndlist-
arsýning nemenda úr nokkrum
skólum á Norðurlandi.
Þátttakendur í leikunum verða
á aldrinum 9 til 14 ára og gert er
ráð fyrir að um 100 starfsmenn
verði tengdir leikunum. Mótssetn-
ing verður kl. 21.30 föstudags-
kvöldið 28. júní á íþróttavellinum,
en áður fylkja þátttakendur og
fararstjórar liði undir fánum frá
barnaskóla staðarins. Göngustjóri
verður Hermann Sigtryggsson,
íþróttafulltrúi Akureyrar.
Strax að lokinni setningu hefj-
ast leikarnir með keppni í 800
metra hlaupi stúlkna ellefu til tólf
ára.
Á laugardaginn hefst keppni kl.
9 f.h. og verður stanslaust haldið
áfram keppni til kl. 22. um kvöld-
ið. Þátttakendum verður boðið
upp á diskótek á laugar-
dagskvöldið á tveimur stöðum í
bænum. Á sunnudag hefst keppni
kl. 9. en stefnt er að því að leikun-
um Ijúki um kl. 17. Gist verður í
húsnæði grunnskólanna á staðn-
um og í Fjölbrautaskóla Sauð-
árkróks, en um 300 þátttakendur
verða í tjaldbúðum.
Björn Sigurbjörnsson
Sólríkur sautjándi
á Sauðárkróki
SauAárkróki, 17. júní.
í DAG hefur verið hér besta veð-
ur, sólskin og hlýtt. Dagskrá þjóð-
hátíðardagsins hófst með hópreið
hestamanna um bæinn og var það
fríður og fjölmennur hópur. Kl. 14
hófust á íþróttavellinum fjöl-
breytt hátíðahöld. Matthías Vikt-
orsson félagsmálastjóri setti sam-
komuna, en síðan var helgistund í
umsjá sr. Hjálmars Jónssonar og
kirkjukórs Sauðárkrókskirkju.
Hátíðarræðu flutti Niels Á. Lund
æskulýðsfulltrúi ríkisins. Þorgerð-
ur Sævarsdóttir nýstúdent las
ljóð, og þrír 12 ára skátar fluttu
ávörp í tilefni árs æskunnar. Þá
var fjölbreytt skemmtidagskrá:
söngur, leikþáttur o.fl. Kynnir á
samkomunni var Jón Hallur Ing-
ólfsson. Skátar höfðu komið upp
margvíslegum leiktækjum í
Grænuklauf, sem börn og ungl-
ingar notuðu óspart. Hljómsveitin
Metan hélt svo hljómleika í
Grænuklaufinni síðar um kvöldið.
Það var Skátafélagið Eilífsbúar,
sem höfðu veg og vanda að undir-
búningi 17. júní-hátíðarhaldanna
hér og lögðu fram mikla vinnu til
að allt færi sem best úr hendi.
Kári
I Grænuklauf höfðu skátar komið upp margvíslegum leiktækjum, sem voru óspart notuð í góða veðrinu.