Morgunblaðið - 28.06.1985, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNl 1985
13
Hvers vegna?
Sala Hafnarbúða
- eftir Frosta
Sigurjónsson
Frá því um haustið 1977 hefur
Borgarspítalinn rekið Hafnarbúð-
ir og haft af því ómetanlega stoð.
Þangað er sent fólk, sem hvergi
á höfði sínu að halla — eldra fólk.
Undanfarið hefur í sívaxandi
mæli borið á ásókn í þessa deild
Borgarspítalans af hendi Landa-
kots og virðist nú sem Reykjavík-
urborg sé að láta undan þrýstingi
og færa Landakotsspítala þessa
deild á silfurfati með útborgun að
upphæð 5 milljónir.
Landakot er spítali, sem rekinn
er á öðrum forsendum en Borg-
arspítalinn og Landspítalinn. Þar
er engin taugaskurðlækninga-
deild, engin brjóstholsskurðlækn-
ingadeild. Landakot tekur ekki
næturvaktir á borð við hina spít-
alana í Reykjavík og sjaldan eða
aldrei slys. Færri læknar eru þar á
Frá því haustið 1977
hefur Borgarspítalinn
rekið Hafnarbúðir. Und-
anfarið hefur í sívax-
andi mæli borið á ásókn
í þessa deild Borgarspít-
alans af hendi Landa-
kots og virðist nú sem
Reykjavíkurborg sé að
láta undan þrýstingi.
rúm en á áður nefndum spítulum.
Þrátt fyrir þetta birtast greinar
hvað eftir annað í þá veru að taka
þessa deild af Borgarspítalanum.
Ég fæ ekki séð þein rök fyrir því
að svipta Borgarspítalann þessari
deild, sem hefir sl. 7—8 ár þjónað
ómetanlegum tilgangi.
Mér skilst að eigi að hrifsa
Frosti Sigurjónsson
þessa deild af Borgarspítalanum
og færa hana yfir á Landakot.
Hvers vegna? — skil ég ekki.
Landakot þarf ekki fleiri rúm.
Höíundur er íorseti íslandsdeildar
alþjóóaskurðlækningaíélagsins.
Hugmyndir um aðkeypta raun-
Framhaldsskólamir:
greinakennslu
- fimm umsóknir um 28 stödur
í ÁLYKTUN, sem samþykkt var ein-
róma á fundi Skólameistarafélags
íslands á Laugarvatni nýlega, kemur
fram að skortur er á kennurum í
eðlisfræði, stærðfræði og tölvufræði
í framhaldsskólum landsins. í þeim
greinum voru auglýstar 28 stöður i
vor en aðeins 5 hafa sótt um þær,
flestir réttindalausir. f ályktun þess-
ari segir að ekki sé annað sýnna en
að fella verði niður að verulegu leyti
kennslu í þessum greinum í mörgum
framhaldsskólum.
„Ástandið er víða virkilega
slæmt,“ sagði Ingvar Ásmunds-
son, formaður Skólameistarafé-
lags fslands, er blm. innti hann
nánar eftir ástæðum kennara-
skortsins. „Auk fyrrnefndra
greina, er útlitið heldur dökkt í
öllum viðskiptagreinum, rafeinda-
virkjun og bókagerðagreinum."
Kvað Ingvar það alveg ljóst að
launakjörin væru það, sem skipti
sköpum í máli þessu. „Menn, sem
hafa menntun á fyrrgreindum
sviðum, fá mun betri laun í öðrum
störfum á vinnumarkaðinum. Eft-
irspurnin eftir þeim er gífurleg.
Það er hinsvegar athyglisvert að
nóg framboð er á kennurum í ýms-
um félagsvísindagreinum — ekki
bara hér á landi heldur út um all-
an heim,“ bætti hann við.
Aðspurður hvort réttindalausir
menn yrðu ráðnir í áður auglýstar
stöður sagði Ingvar að vitanlega
gætu menn orðið ágætir kennarar,
þó svo fullkomin réttindi hefðu
þeir ekki. „Hitt er svo eins ljóst að
stórvarasamt er að ráða fólk með
litla þekkingu til kennslu, en þeg-
ar ástandið er svona slæmt, sé ég
ekki fram á að við hreinlega höf-
um efni á að hafna þeim.“
Sagði Ingvar þá tillögu hafa
borið á góma að skólarnir keyptu
þjónustu af verkfræðiskrifstofum
og öðrum þess háttar fyrirtækj-
um. Enn hefur þó ekki verið tekin
afstaða til þeirrar hugmyndar.
Ekki treysti Ingvar sér til að
segja til um hve mikið launin
þyrftu að hækka til lausnar þessu
máli. „Kennarar fara þó yfirleitt
ekki úr kennslu, nema þeim séu
boðin allt að því þreföld laun ann-
ars staðar. Það er því ljóst að mál-
ið er allt hið erfiðasta viðureign-
ar,“ sagði Ingvar Ásmundsson að
lokum.
í stjórn Skólameistarafélags ís-
lands sitja þeir Ingvar Ásmunds-
son, formaður, Karl Kristjánsson,
aðstoðarskólameistari Fjölbrauta-
skólans við Ármúla og Þór Vigfús-
son, skólameistari á Selfossi.
Varastjórnin er skipuð skóla-
meisturunum Kristni Krist-
mundssyni á Laugarvatni og
Tryggva Gíslasyni á Akureyri.
Séra Hans-Joachim
Bahr - níræður
Níræður verður í dag, 28. júní,
séra Hans-Joachim Bahr, sem er
kunnugur mörgum hér frá þeim
tíma, er hann ferðaðist um landið
fyrir um það bil tuttugu árum,
bæði á vegum lúthersku kirkjunn-
ar í Þýskalandi og sem leiðsögu-
maður með ferðamannahópum á
vegum KFUM-samtakanna þýsku
(CVJM). Einnig hafa ófáir íslend-
ingar notið gestrisni á heimili
þeirra hjóna i Þýskalandi. Þau
dveljast nú á elliheimili í Minden,
og er heimilisfang þeirra: Stettin-
er Strasse 29, 4950 Minden/West-
falen, Bundesrepublik Deutsch-
land.
Þess má geta, að hinn 29. júlí
eiga þau séra Hans-Joachim og
frú Gertrud Bahr demantsbrúð-
kaup.
B.I.
Jón Baldvin um ályktun verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins:
„Endurspeglar upp-
lausnina og stefnuleysið“
„ÞETTA er bara nýjasti þátturinn í
löngu sjónarspili innan Alþýðu-
bandalagsins. Var það ekki Ólafur
Ragnar Grímsson sem lýsti því yfir
að Alþýðubandalagið sé flokkur í
kreppu?,“ sagði Jón Baldvin Hanni-
balsson formaður Alþýðuflokksins
er Morgunblaðið leitaði álits hans á
þeirri stöðu sem komin er upp innan
Alþýðubandalagsins, eftir að verka-
lýðsmálaráð Alþýðubandalagsins
ályktaði á opnum fundi í síðustu
viku að það legðist gegn því að
nýgerðir kjarasamningar væru sam-
þykktir og forystumenn inuan Al-
þýðubandalagsins sögðu í kjölfar
þess að þessi ályktun væri mistök.
Jón Baldvin rifjaði upp orð
Björns Arnþórssonar, hagfræð-
ings BSRB, sem hefði sagt að það
lið sem réði í verkalýðsmálaráði
Alþýðubandalagsins hefði engin
tengsl við verkalýðshreyfinguna í
landinu. „Þetta endurspeglar
ósköp einfaldlega það stefnuleysi
og þá upplausn sem er ríkjandi
innan Alþýðubandalagsins,“ sagði
Jón Baldvin.
Sumargleðin í Varðarferð
Sumarferð Varðar 29. júní 1985
Lagt af stað frá Sjálfstæöishúsinu Valhöll kl. 8.00. Morgunkaffi á bökkum Skorradals-
vatns. Ekiö niöur Andakílinn og sveigt til hægri nálægt Vatnshömrum og á Lundarreykja-
dalsleiö. Ekiö yfir gömlu Hvítárbrúna hjá Ferjukoti og sem leiö liggur aö Grábrók.
Hádegisverður snæddur á Brekkuáreyrum vestan Grábrókar í fallegu umhverfi.
Á bakaleið veröur komiö viö í Borgarnesi þar sem Sumargleöin mun skemmta Varðar-
félögum í Hótel Borgarnesi.
Ávörp flytja Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæöisflokksins, Jónas Bjarnason formaöur
Varöar og Valdimar Indriöason alþingismaöur. Aðalleiösögumaður veröur Einar Þ. Guö-
johnsen.
Pantanir í síma 82900 frá kl. 9—21.
Miðasala í Valhöll á sama tíma frá miðvikudeginum 26. júní.
Verð aðeins kr. 950 fyrir fullorðna, kr. 400 fyrir börn 4—12 ára og frítt fyrir börn yngri en 4 ára.
Innifalið í miðaveröi: Ferðir, hádegisveröur frá Veitingahöllinni og skemmtun Sumargleöinnar. Morgunhressingu veröa menn aö hafa með sér
sjálfir.