Morgunblaðið - 28.06.1985, Síða 17

Morgunblaðið - 28.06.1985, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNl 1985 17 við það var vörin, Norðurkotsvör, sem lengi var róið úr, allt fram á 4. tug aldarinnar. — Suðurkot stóð fremst við sjóinn suð-vestanvert við vinnustofu Sigurjóns og vestur af staðnum, þar sem Laugarnes- stofa stóð, og þar nokkrum spöl austar var Suðurkotsvör, sem nú er búið að fylla, en var einnig lengi notuð. — Þegar Jarðabókin var skrifuð, 1703, greiddust leigur eft- ir kotið í formennsku, og hefur bóndinn, Narfi Sveinbjarnarson, verið formaður á skipi eiganda Laugarness, sem gekk frá Hlíð- arhúsum. Barnhóll var þriðja hjáleigan, sem stóð drjúgan spöl norðaustan við Laugarnesbæinn, við sam- nefndan klettahól skammt frá húsinu Hólum og nærri hliðinu inn á svæði Olís. — Þar sjást ekki lengur öruggar byggingarleifar hjáleigunnar, en bærinn hefur sennilegast staðið sunnan undir hólnum, þar sem síðar voru gerðir kálgarðar. Þótt búið sé að ganga mjög á heimaland Laugarness með bygg- ingum, gatnagerð og ýmsum framkvæmdum, er þó enn eftir partur af Laugarnestúninu. Það er enn nytjað, enda hestabúskapur enn í Laugarnesi, og enn er búið í gamla Laugarneshúsinu, og hefur því að öllum líkindum haldizt óslitin byggð i Laugarnesi hinu gamla frá því að Hallgerður bjó þar á síðari hluta 10. aldar og Þór- arinn Ragabróðir á undan henni, þótt búskaparlag sé annað nú en þá var. Enn ber þetta landsvæði nokkuð af hinu gamla og óspillta svip- móti, og er Laugarnestáin að verða nánast eina strandlengjan á norðanverðu Seltjarnarnesi hinu forna, sem enn er óspillt af fram- kvæmdadug nútímans. Þarna má enn sjá dæmigert gamalt tún með beðasléttum frá um aldamót, mýr- arsund og mólendi þótt í litlu sé, og enn verpa farfuglar þarna í nesinu. Þarna eru að kalla einu hjáleigurústirnar, sem benda má á innan bæjarlandsins nú sem kom- ið er, og hinar einu, sem nokkur von er til að sýna megi til fram- búðar. Langt mun síðan ákveðið var að varðveita Laugarnestangann sem útivistarsvæði, óskertan frá því sem nú er. Er það vel, því að þarna eru ekki einungis sögulegar og menningarsögulegar minjar, held- ur er hér eitt fegursta útsýni bæj- arlandsins, þótt ekki beri hátt, þar sem sjá má allt frá Esju og suður undir Garðskaga, með eyjarnár Viðey, Engey og Akurey grasi grónar og hvanngrænar i hafflet- inum, og engin mannaverk ber á milli. Á fögru kvöldi um sólstöð- urnar er vart unaðslegri blettur hér nærhendis, og væri óskandi, að við getum talið okkur hafa efni á að eiga þennan blett óskertan frá því sem nú er og að við getum afhent hann, kannske örlítið snyrtilegri, í hendur arftaka okkar. Höfundur er þjódminjavörður. nógu er að snúast, en ég kann starfinu vel. Ég er eigin hús- bóndi, ræð mér sjálfur, en má ekki veikjast — þá kemur blaðið ekki út,“ sagði Jóhannes. — Hvernig er að gefa út blað í 2.500 manna bæjarfélagi eins og Húsavík? „Hér þekkja allir alla. Það kemur vissulega fyrir, að við komumst í fréttir, sem ekki mega fara í loftið. Það getur verið óþægilegt að sitja á fréttum." — Hver ræður þá mestu; rit- stjórinn, útgefandinn eða fram- kvæmdastjórinn? „Ég held að ritstjórinn ráði mestu — yfirleitt er það ekki svo að hagsmunir annarra ráði ferð- inni. Reksturinn stendur í járn- um — útbreiðslan stendur undir 1 lk starfskrafti, eins og stundum er sagt. Með mér í hálfu starfi er Antonía Sveinsdóttir, sem sér um auglýsingasöfnun og fleira. Um 30% tekna okkar koma í gegn um auglýsingar, áskriftir einar standa ekki undir kostn- aði.“ Tilboðsverð á IMordmende: INlú getur þú eignast sjónvarp eða myndbandstæki með aðeins 8.000 króna utborgun. Eftirstöðvar greiðast á átta mánuðum Staðgreitt kostar myndbandstækið aðeins kr. 39.980 Sjónvörpin eru til i mörgum stærðum og fást einnig á sérlega hagstæðu staðgreiðsluverði. Notaðu tækifærið og tryggðu þér nýtt Nordmende á góðum kjörum. NORDMENDE SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.