Morgunblaðið - 28.06.1985, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNl 1985
Akstur á
þjóðvegum
Akstur á þjóðvegum á að
vera til hvíldar, ánægju og af-
þreyingar. Hann krefst að-
gæslu og góðrar samvinnu við
aðra vegfarendur.
Við framúrakstur geta
minnstu mistök og rangt mat á
aðstæðum haft hörmulegustu
afleiðingar.
Steinkast frá hjólum bifreið-
anna valda oft miklu tjóni. Það
er algengast þegar hraði er
aukinn við framúrakstur —
þegar beygt er snögglega fram-
an við bifreið — þegar bifreið-
um er ekið að sumarlagi á
grófmunstruðum hjólbörum —
þegar bifreiðar mætast á of/
miklum hraða.
Ræsi og þröngar brýr eru
víða á þjóðvegum. Ræsin eru
mjórri en vegurinn og oft illa
merkt. Þá má heldur ekki
gleyma lausamölinni, kröppum
beygjum og blindhæðum. Góð-
ur ökumaður miðar ávallt hrað-
ann við aðstæðúf.
í slæmu skyggni, regni, þoku
og ryki á skilyrðislaust að aka
með ökuljósum. Ökumaður sem
mætir þér hefur< þá sólina á
móti sér og veitir þér því fyrr
athygli en ella.’
Spennið
bílbeltin
Notkun bílbelta er lögboðin
og ætti engum að blandast hug-
ur um gagnsemi þeirra, hvort
sem ekið er í þéttbýli eða úti á
vegum. Spennið beltin — en
það er ekki ætíð nóg. Það er
ekki síður nauðsynlegt að vita
hvernig á að opna lásinn. Þess
kann að gerast þörf í skyndi og
við hinar verstu aðstæður.
Frágangur og búnaður bílbelt-
anna er ekki ávallt hinn sami.
Hann getur sem best verið með
allt öðrum hætti 1 öðrum bílum
en þú átt að venjast í þínum bíl.
Spennið beltin og kynnið ykkur
ávallt hvernig lásinn virkar.
Komið að
slysstað
Setjið upp viðvörunarmerki
þegar komið er að slysstað svo
aðrir sem leið eiga þar um geti
séð, hvað fyrir hefur komið og
að þörf sé á hjálp þeirra og að-
stoð.
Munið að tilkynna: Hvar
slysstaðurinn er. — Hvers eðlis
slysið er. — Fjölda hinna slös-
uðu og hversu alvarleg meiðsli
þeirra eru. Greinið frá nafni,
hvar stödd og hvaðan hringt
þegar tilkynnt er um slys.
Skyndihjálp er hin fyrsta
bráðabirgðahjálp sem veitt er á
slysstað með fáum og fábrotn-
um hjálpargögnum. Vel búinn
sjúkrakassi er því ómissandi í
ferðalagið. Hafið slíkan búnað
ávallt tiltækan í bílnum og
bátnum, í tjaldinu og sumarbú-
staðnum.
Muniö — björgunarvesti fyrir atla
bátsveria. Klssöíst hlýjum fatnaöi
og góöum hlíföartötum í áberandi
lit.
Sinniö viðhaldi á bátnum hventer
sem tími gefst. Hafió um borö
varaárar og rteöi, tóg, legufasri og
austurtrog. Einnig Ijós, flautu og
blys til merkjagjafa.
Kynniö ykkur siglingareglur og all-
ar staóbundnar aóstaeöur. Hvolfi
bátnum, þá reyniö að komast á
kjöl og vekja á ykkur athygli.
■J ..•
Hafið ávallt vióurkenndan örygg- '
isbúnaö tiltækan. Sjúkratæki og
slökkvitæki gagna jafnt í bflnum,
válbátnum og tjaldinu.
Sumarið er sá árstími sem mest er um
ferðalög fólks um landið. Þessar ferðir
eru flestum ánægjuauki en því miður
verða of oft alvarleg slys og dauðsfoll. Nú
þegar hefur hörmulegt slys orðið á Þing-
vallavatni og annað í Botnsdal í Hvalfirði.
A sl. sumri urðu einnig alvarleg slys i
óbyggðum svo sem menn muna.
Morgunblaðið birtir í dag leiðbein-
ingar frá Slysavarnafélagi íslands fyrir
ferðafólk og aðvaranir vegna ferðalaga
hérlendis. Morgunblaðið hvetur fólk til
þess að kynna sér þessar leiðbeiningar
og fylgja þeim í hvívetna.
Alþjóðaár æskunnar
Á alþjóðaári æskunnar minnir
SVFI á að börnin í umferðinni
eru börnin okkar. Þar sem þau
eru á eða við akbrautir er nauð-
synlegt að sýna sérstaka aðgát.
Verndið börnin fyrir hættum í
umferðinni.
Ungir ökumenn. Gleymið aldrei
ábyrgð ykkar í umferðinni.
Akstur bifreiða krefst ávallt
aðgæslu og góðs samstarfs við
aðra vegfarendur. Hver sá sem
ekur hraðar en hæfni hans og
ástand vegar leyfir er vísvit-
andi að stofna sjálfum sér og
öðrum í hættu.
Hjólreiða- og bifhjólamenn.
Klæðist ávallt yfirhöfnum í
skærum lit og notið höfuð-
hjálma.