Morgunblaðið - 28.06.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNt 1985
19
Á vatnaleið ...
1. Leitið upplýsinga um straumvötn á fyrirhugaðri
ferðaleið.
2. Leggið aldrei út í straumvötn á litlum aflvana
bílum með illa varða vél.
3. Verið í fylgd með öðrum, er bíða átekta og geta
hjálpað, ef þörf gerist.
4. Treystið aldrei að óreyndu að hjólför sem liggja
út í straumvötn, sé sönnun þess að þar sé greiðf-
ært.
5. Munið að straumvötn skipta oft um farveg og
verða að skaðræðisfljóti á skömmum tíma.
6. Kannið vöðin af fyrirhyggju og kynnið ykkur
botninn
7. Bindið línu um þann, er kannar leiðina og látið
hann klæðast björgunarvesti eða fleytigagni.
8. Klæðist hlýjum fatnaði og hafið ávallt meðferðis
létt hlífðarföt í áberandi lit.
Gunnar Snorrason eigandi Hólagarðs (Lv.) ásamt syni sínum, Sigurði, en
þeir feðgar eru sameigendur að kjörbúðinni í Hólagarði.
Blásið um munn: Styðjið annarri hendi á enni sjúklingsins,
en lyftið með hinni í hnakkagrófina. Sveigið höfuðið ræki-
lega aftur á við þar til mótstöðu verður vart. Þá er öndun-
arvegurinn opinn. Opnið vel munninn, dragið djúpt andann,
látið varimar leggjast þétt yfir munn sjúklingsins og blásið
síðan ofan í hann. Látið vangann hvíla vel að nefi sjúklings-
ins til að hindra að loftið leiti þar út þegar blásið er. Loftleka
um nef má koma í veg fyrir með því að taka með þumal- og
vísifingri þeirrar handar, sem á enninu hvílir, um nasir
sjúklingsins og þrýsta saman.
Blásið um nef. Sem fyrr er annarri hendi stutt á enni
sjúklingsins, en tekið með hinni undir hökuna og henni ýtt
upp á við þannig, að munnur hans lokist vandlega, svo að
loftið leiti ekki þar út. Opnið vel munninn, dragið djúpt
andann og látið varimar ná vel yfir nef sjúklingsins þegar
blásið er. Auðveldið útöndun sjúklingsins með því að opna
munn hans eða varir.
... og öræfaslóð
1. Gerið ferðaáætlun og látið að-
standendur og eða vini vita um
fyrirhugaða ferðaleið.
2. Grannskoðið allan búnað ykkar
og vandið hann af stakri um-
hyggju.
3. Fylgist með veðurhorfum og
leggið ekki upp í öræfaferð ef spáð
er slæmu veðri.
4. Á öræfaslóðum er allra veðra
von. Klæðist vel og vandið fótab-
únaðinn.
5. Aflið ykkur ávallt sem bestra
upplýsinga um það landsvæði sem
þið hyggist fara um.
6. Kynnið ykkur vel meðferð og
notkun hitunartækja. Sýnið ávallt
sérstaka varúð í meðferð elds.
Forðist spjöll á jarðargróðri.
Gangið vel um landið.
7. Ef þið verðið fyrir meiðslum
eða öðrum óhöppum þá haldið ró
ykkar og stillingu. Vanhugsaðar
ráðstafanir geta hæglega gerð
ástandið enn verra. Ef þið hafið
undirbúið ferðina vel og allan
nauðsynlegan búnað meðferðis þá
mun sjaldnast líða langur tími þar
til hjálp berst.
O"—%
Skjótt
skipast
veöur í lofti
MUNIÐ NEYÐARS1MANN -
2 7 111
HJALP OG AÐSTOÐ -
LEITAR- OG BJÖGUNARÞJONUSTA
VARÐSTAÐA ALLAN SOLARHRINGINN
Hólagarður 10 ára:
Framkvæmdir við loka-
áfangann að hefjast
Verslunarmiðstöðin Hólagarður
við Lóuhóla er 10 ira á þessu ári.
Þar eru til húsa 14 verslanir og þjón-
ustufyrirtæki.
í tilefni afmælisins boðaði
Gunnar Snorrason, eigandi Hóla-
garðs, til blaðamannafundar. Þar
kom fram að nú hafa verið sam-
þykktar teikningar að þriðja og
síðasta áfanga hússins og munu
framkvæmdir hefjast á þessu ári.
Þessi lokaáfangi verður á tveimur
hæðum alls um 2.000 fm. Áætlað
er að ljúka framkvæmdum á
næstu 3 til 5 árum og verður Hóla-
garður þá alls um 4.500 fm að
stærð og þar með ein stærsta
verslunarmiðstöð landsins að sögn
Gunnars. Verða þá í húsinu 25 til
26 fyrirtæki með margskonar
þjónustu. Sagði Gunnar að hann
legði á það áherslu að í húsinu
yrðu sem fjölbreyttust þjónusta
og yrðu aðilar þeir sem fá munu
inni í hinu nýja húsnæði valdir
með hliðsjón af könnun sem gerð
hafi verið fyrir nokkru á því hvaða
þjónustu íbúar hverfisins teldu
helst vanta þar nú. Nefndi hann
sem dæmi um starfsemi, sem
væntanlega verður í nýbygging-
unni, skóbúð, úrsmíðaverkstæði,
heilsuræktarstöð, snyrtistofu og
veitingastað.
Á fundinum kom einnig fram að
auk þessara framkvæmda verður
á næstunni ráðist í byggingu
fyrsta áfanga húss yfir starfsemi
fyrirtækisins Kjöt og álegg, sem
þeir feðgar Gunnar og Sigurður
sonur hans reka í tengslum við
kjörbúðina í Hólagarði. Það hús
mun rísa við Krummahóla.
Athugasemd við leiðara
Morgunblaðsins frá Þórði
Ásgeirssyni, forstjóra OLÍS
í leiðara Morgunblaðsins 26. júní
sem heitir „Svartolían selst ekki“ er
því slegið fram að það sé vegna ótta
olíufélaganna við raunverulega sam-
keppni, sem úreltu verðlags- og
stjórnkerfi er viðhaldið í olíumálum.
í leiðaranum er talað um að olíufé-
lögin láti aðra gjalda þess að þau
fluttu inn mikið magn af svartolíu á
verði sem gerir hana óseljanlega og
þar er talað um að ég hafi í Morgun-
blaðinsviðtali leitast við að rökstyðja
nauðsyn þess að viðhalda hinu háa
olíuverði.
Ég gæti skrifað langt mál til
andsvara ofangreindu og mörgum
fleiri atriðum í leiðaranum. Stilli
mig þó um það en verð að láta það
koma skýrt fram að afstaða mín
til þessara mála hefur ekki breyst
frá því sem ég sagði á aðalfundi
LlU sl. haust og við nokkur tæki-
færi síðan. Ég er sem sagt þeirrar
skoðunar að það eigi:
1. að auka frelsi í innflutningi
olíuvara.
2. að gefa verðlagningu olíunnar
frjálsa.
3. að afnema verðjöfnun olíu.
4. að afnema innkaupajöfnunar-
reikning olíu.
Ef þetta yrði gert myndi
óhjákvæmilega hefjast verðsam-
keppni milli olíufélaganna eins og
Morgunblaðið virðist vera mér
sammála um að sé hið eðlilega og
heilbrigða ástand, sem sé neyt-
andanum fyrir bestu og þá væri
það tryggt að hver farmur sem
fluttur er til landsins verði rétt
verðlagður svo neytandinn fengi
notið lækkunar á innkaupsverði
eins og í sykurdæminu sem nefnt
er í leiðaranum. Þá sætum við
ekki uppi með birgðir eins og
svartolíuna núna sem eru hátt
verðlagðar ekki bara vegna þess
að mikið hafi verið keypt inn á
háu verði heldur fremur vegna
þess að verðinu hefur verið haldið
niðri í lengri tíma með því að
safna milljónatuga skuldum á inn-
kaupajöfnunarreikningi og með
niðurskurði á álagningu.
Útgerðin nýtur þess þegar verð-
inu er þannig haldið niðri og e.t.v.
var það þess vegna sem hugmynd-
ir mínar (og vonandi líka Morgun-
blaðsins) um frelsi í innflutningi
og verðlagsmálum fengu engan
hljómgrunn á aðalfundi LÍÚ. Þeg-
ar svo ekki er hægt að lækka verð-
ið hér til samræmis við verðlækk-
anir erlendis vegna þess að
skuldahalann verður að greiða, þá
er rekið upp ramakvein. Það er
hins vegar verið að hengja bakara
fyrir smið með því að ráðast þá á
olíufélögin.
Við OLÍS -menn erum reiðubún-
ir til að keppast um það að bjóða
viðskiptavinum sem lægst verð á
hverjum tíma. Til þess þurfum við
aukið frelsi. Frelsi sem LÍÚ vili
ekki að við fáum (þeir vilja halda í
opinbera verðlagningu og verð-
jöfnun), frelsi sem ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins vilja ekki
heldur að við fáum sbr. glæný lög
um flutningsjöfnunarsjóð og inn-
kaupajöfnun olíu og bensíns, sem
viðskiptaráðherra lét samþykkja.
Þau lög klæða gamla kerfið í nýj-
an búning, sem hylur það ekki bet-
ur en nýju fötin keisarans hér
forðum daga.
Þóróur Ásgeirsson, forstj. OLÍS