Morgunblaðið - 28.06.1985, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNl 1985
Vidal og seinni kona hana, Jeanetta, lita aðallega á ávöxtum og grœn-
meti, boröa aldrei sykur og drekka enga drykki sem innihalda kotfein.
Vidal Sassoon
Þarf ekki lengur
að hafa hendur
í hári fólks
Húsiö þeirra sem er i Bel Air var
upphaflega byggt fyrir Silvester
Stallone.
Hver kannast ekki viö Vidal
Sassoon-vörurnar núoröiö
sem getur aö lita hár á fjölda
heimila, í formi sjampóa, hárnær-
inga, djúpnæringa, froöu og fleira
sem viökemur hári. Geta má þess
einnig aö íslensk stúlka, Anna
Björns, auglýsti vörurnar um árabil
erlendis.
Maöurinn aö baki framleiösl-
unni ber sama nafn, Vidal Sassoon
og er hárskuröarmeistari stundum
kallaöur maöurinn meö gullnu
skærin enda talinn listamaöur í
faginu. Hann hefur nú lagt skærin
á hilluna fyrir nokkru enda vel-
gengnin í sápu- og sjampó-sölunni
slík, aö óþarft er framar aö „hafa
hendur í hári fólks".
Aö klippa hár er eins og aö spila
á píanó. Ef þú æfir þig ekki hvern
einasta dag þá stirðnaröu. Nýlega
reyndi ég aö klippa dóttur mína en
þaö var svo illa gert aö ég sendi
hana á stofu til aö láta lagfæra
klippinguna.
Vidal Sassoon á rætur sínar aö
rekja til fremur fábrotinna aö-
stæöna í East End í London og
enn þann dag í dag man hann og
minnist gjarnan uppruna síns meö
því aö gefa rausnarlega til líknar-
mála.
Vidal Sassoon-stofnunin lagöi
fé til yfir 30 mannúöarmálefna á
liönu ári.
En hvernig býr hann um sig
sjálfur. Hann þykir hógvær í tali og
þegar hann var spuröur um heimili
sitt mælti hann: „Við eigum lítinn
kofa uppi i hæöunum,“ svo bætir
hann viö litlu seinna ósköp lágt „í
Bel Air“, sem er einna dýrasti og
íburöarmesti hluti Los Angeles.
Vidal Sassoon er tvígiftur og á
fjögur börn frá fyrra hjónabandi
sem dvelja mikiö hjá honum.
fclk f SP
fréttum
Pylsuveisla
á Grænuborg
aö var grill- og pylsuveisla í fullum gangi á
Grænuborg í vikunni er Ijósmyndara okkar
bar aö garöi. Börnin kunnu auösjáanlega vel aö
meta góögeröirnar og sum hver myndu eflaust
kjósa pylsur í öll mál. Ekki skaöaöi það nú heldur
aö fá Gosann meö
Þetta er sko flott maður, namm! Góður þessi Gosi ...
Voðalega ertu lengi að taka þessa mynd! úff ...