Morgunblaðið - 28.06.1985, Side 43

Morgunblaðið - 28.06.1985, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 28. JÚNl 1985 43 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS 1/jjunrcK-uhj-n if Standið vörð um flokkinn S.S. skrifar: Ég hlustaði og horfði á þáttinn „Setið fyrir svörum" þann 18. júní sl. Mér fannst Steingrímur standa sig með prýði í svörum móti öllum þeim spjótum sem að honum beindust. Ég tek svona til orða því flogið hefur fyrir að fylgi fram- sóknar sé á undanhaldi. Ég var reyndar að vona eftir auknu fylgi. Stjórnarstarfið hefur farið frið- samlega fram enda munu þessir reyndu flokkar helst geta náð samstöðu. Það er ótrúlegt að völd- in verði fengin í hendur óábyrgum flokksbrotum, sem ekki benda á nein úrræði heldur ala einungis á sundrung meðal þjóðarinnar. Ég vona að stjórnin fái að sitja út kjörtímabilið. Þá má fyrst en fyrr ekki dæma hana af verkunum. Þessi stjórn hefur hróflað við mörgu sem almenningi var hulið, en verður vonandi lagað og fært á betri veg ef tími vinnst til. Góðir framsóknarmenn, standið vörð um flokkinn okkar. Aflið flokknum fylgi í næstu kosninga- hríð hvenær sem hún verður. Svar Flugleiða Sæmundur Guðvinsson frétta- fulltrúi Flugleiða skrifar: Á dögunum birtist í dálkum Velvakanda fyrirspurn til Flug- leiða frá Ólafi Guðmundssyni. Hann spyr hvers vegna apex far- miði frá Chicago til íslands kosti meira en slíkur miði frá íslandi til Chiicago. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að vegna sterkrar stöðu Banda- ríkjadollars eru fargjöld flugfé- laga frá Evrópu til Bandaríkjanna nú í lágmarki. Þar við bætist, að fargjöld frá íslandi vestur um haf, hafa farið lækkandi. Þá ber að taka það með í reikn- inginn, að fatgjöld Flugleiða sem annarra flugfélaga út úr Banda- ríkjunum eru mishá eftir árstím- um. Dæmið sem ólafur nefnir á hvað hæst en jafnframt hvað við þegar fargjöld frá Chicago eru lægst frá íslandi. Ráðherrar í Líbanon flugræningjar? Kristinn Sigurðsson, Vesturbeygi 78, skrifar: Ágæti Velvakandi: Það er óhugnanleg staðreynd að ráðherrar í Líbanonstjórn séu samsekir þeim sem rændu banda- rísku flugvélinni, sem nú er á flugvellinum í Beirút og það er líka staðreynd að gríska stjórnin á stóra sök á því að hægt var að ræna flugvélinni og ættu íslend- ingar að hætta öllum ferðalögum Wham-aðdáandi skrifar: Ég get ekki lengur orða bundist vegna rásar 2 og sjónvarpsins. Rás 2 hefur gert upp á milli Duran Duran og Wham með því að spila bara lög með Duran Duran. Þár sem Simon Le Bon er algjörlega laglaus er þetta skrítið. George Michael er talinn einn besti texta- og lagahöfundur heims. Rás 2 ætti að geta bætt úr þessu og ég vona að lög með Wham eigi eftir að heyrast oftar í útvarpinu. Og þá er það sjónvarpið okkar. Við Wham-aðdáendur ættum að fá þrjá þætti með þessum frábæra dúett. Það væri sanngjarnt. Sjón- varpið mætti einnig endursýna lagið „Club Tropicana" í Skon- rokki og líka mætti það sýna lagið til Aþenu meðan glæpalýður getur gengið um borð í flugvélar í Aþenu með vopnabúr með sér og rænt flugvélum að vild. Þó að gríska stjórnin svari með hroka er hún samsek þvf hún hef- ur hýst þessa glæpamenn og stutt. Berri shíta-leiðtogi og ráðherra er leiðtogi og stuðningsmaður flug- ræningjanna og Jumblatt, sem er líka ráðherra, og fer með málefni og öryggi flugvallarins í Beirút er „Wham rap“ sem er á gömlu Wham-plötunni. Ég veit að það lag hefur fengið nokkur atkvæði á vinsældalista rásar 2 og þvf ekki að spila það á rásinni? Duran Duran-hatari skrifar: Ég vil biðja Duran-aðdáendur að fara að draga sig f hlé. Maður er búinn að fá ógeð á þessum kvörtunum og bænum um að fá Duran Duran á Listahátíðina. Þið ættuð að geta komið því i kollinn á ykkur að það er varla möguleiki að fá DD á hátíðina. Það yrði þá skemmtilegt samansafn, sem af sama sauðahúsi og Berri því hann hefur síður en svo reynt að hjálpa vesalings gíslunum, sem eru um borð í bandarísku vélinni eða voru. Nei, hann og Berri gera lítið annað en að svívirða bandarísk stjórnvöld. Mig minnir að Jumbl- att telji sig jafnaðarmann og hafi sem slikur setið Alþjóðaþing jafn- aðarmanna. Ég skora á Jón Bald- vin að gera kröfur til stjórnar Al- þjóðasambands jafnaðarmanna að slíkir menn sem Berri eða Jumbl- att séu útilokaðir frá öllum þeim samkomum, sem jafnaðarmenn munu halda. Einnig skora ég á ís- lensk yfirvöld og Matthías Bjarnason samgönguráðherra að stöðva flug til Aþenu þar til grísk stjórnvöld hafa fullt öryggi á flugvöllum. maður sæi þá á Listahátíðinni. Ég vil líka biðja sjónvarpið að gleyma Duran Duran. Það mættu kannski koma tónleikar með þeim í Stund- inni okkar — tilvalið barnaefni — en þess í stað koma með góðar hljómsveitir eins og „Dead or Alive“ „U2“ „Frankie Goes to Hollywood" og fleiri á góðum kvöldum. Meira af Wham! Gleymum Duran Húsgagnahöllin hefur opið til kl. 9 (21.00) HUS6AGNAHÖLLIN BlLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVlK « 91-01199 Ofl 81410 ALLTAF Á LAUGARDÖGUM LESBOK Vönduð og menningarleg helgarlesning SUMARHÓTEL OG HESTALEIGA Viðtal viö húsfreyjuna á Kiðafelli i Kjós, sem rekur sumarhótel og hestaleigu og fór aö læra ensku til aö geta spjallaö viö gestina. SVARTSENGI Ormar Þór Guömundsson gerir skil hugmynd- um um heilsubaöstöövar og möguleikum til slíks rekstrar í Svartsengi. FERDASAGA FRÁ FYRRI ÖLD Bresk kona lýsir Islandsferö sinni og feröalagi austur aö Geysi laust fyrir aldamót og kemur þessum gesti margt nýstárlega fyrir sjónir. Þetta er fyrri hluti frásagnarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.