Morgunblaðið - 28.06.1985, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNl 1985
Evrópukeppni
með skilyröum
Frjálsíþróttasambandi íslands,
FRÍ, barst í gœr skeyti frá Frjáls-
íþróttasambandi Evrópu, EAA,
þar sem EAA samþykkir fyrir sitt
leyti aó einn riðill Evrópubikar-
keppninnar fari fram hér á landi,
en með skilyröum. Mót þetta hef-
ur verið í sviðsljósinu síöustu
daga vegna ástands frjálsíþrótta-
vallarins í Laugardal. Enskur sór-
fraeðingur skoðaöi völlinn á
mánudag og sagöi hann ekki
boðlegan til keppninnar nema aö
undangengnum endurbótum.
Borgaryfírvöld hafa ákveðið aö
ráðast í þessar endurbætur.
EAA hefur borizt skýrsla enska
sérfræðingsins og ákvaö sam-
bandiö aö riðill Evrópubikar-
keppninnar fari hér fram eins og til
hefur staöiö, aö uppfylltum því
skilyröi, að viögerö vallarins veröi
lokið 31. júlí næstkomandi. Þá
óskar EAA eftir skeyti frá FRÍ 10.
júlí þar sem staöfest veröi aö
gerviefniö, sem notaö veröur til
viögeröarinnar, veröi komiö til
landsins, eins og íþróttaráö
Reykjavíkur fullyröir i bréfi til FRÍ í
fyrradag.
B-llðið sigraðl
B-LANDSLIÐ íslands í handknattleik sigraði lið Hollands í fyrsta leik
Flugleiöamótsins í handknattleik sem hófst í íþróttahúsi Digraness í
gærkvöldi. Úrslit uröu þau aö íslenska landsliðiö skoraði 28 mörk gegn
25 mörkum Hollands.
Markahæstir hjá íslandi voru Hans Guömundsson og Hermundur
Sigmundsson en þeir skoruöu báöir sjö mörk.
Morgunblaöiö/Friöþjófur
• Þorgils Óttar sést hér kominn inn á línuna í leiknum í gær gegn
Norðmönnum.
• Einar kastaði 90,54 metra og varð í öðru sæti á Bislet í gær
Bislet-leikarnir í Osló:
Einar kastaöi 90,54
en varð í ööru sæti
EINAR Vilhjálmsson keppti í
gærkvöldi á hinu fræga Bislet-
frjálsíþróttamóti í Noregí og náöi
frábærum árangri. Einar kastaði
90,54 metra en varð þó að láta sér
lynda annaö sætið í keppninni.
Bandaríkjamaðurinn Tom Petran-
off sigraöi, kastaöi 91,56 metra. í
þriöja sæti varð norski kastarinn
Reíder Lorentzen kastaöi 84,56
metra. Per Erling Olsen varð
fjóröi meö 81,30 og Roald Brad-
stock Bretlandi varö fimmti með
79,36 metra.
Mjög góöur árangur náöist á
leikunum i gærkvöldi. Þar bar
hæst 5 km hlaupiö. Marokkóbúinn
Aouita hljóp á 13:04,52 mín. sem
er annar besti tími sem náöst hefur
í greininni. Heimsmsetið í greininni
er 13:00,42. Brickford, Bandaríkj-
unum, varö annar á 13:13,49 mín.
Þá munaöi ekki miklu aö Bretinn
Steve Cram setti heimsmet í 1500
metra hlaupi. Hann hljóp á 3:31,34
mín. Steve Scott og Jim Spivey frá
Bandaríkjunum komu jafnir í mark
á 3:35,15 mín. Cram sagöi eftir
hlaupiö aö hann heföi hægt á ferö-
inni síöustu metrana og því heföi
hann misst af metinu. „En óg er
ánægöur meö árangurinn," sagöi
Cram viö fréttamenn AP.
ísland vann Noreg
ÍSLENSKA landsliðinu í hand-
knattleik tókst að merja sigur yfir
norska liðinu þegar liðin mættust
á Digranesi í gærkvöldi í öðrum
leik Flugleiðamótsins. Lokatölur
urðu þær að ísland skoraði 24
mörk gegn 21 marki Norðmanna,
en í leikhléi höfðu Norðmenn yfir,
8:10.
ystu, aö þessu sinni 6:8. Á þeim
tíma sem eftir var bættu bæöi liöin
viö tveimur mörkum og staöan í
leikhléi því 8:10.
islenska liöiö tók sig aöeins
saman í andlitinu í síöari hálfleik
og náöi aö jafna snemma i leikn-
um. Jafnt var á öllum tölum upp í
19:19 en þá skoruðum viö tvö
mörk og komumst síöan i 24:20 en
Norömenn áttu síöasta oröiö og
skoruöu sitt 21. mark áöur en
flautaö var til leiksloka.
Þaö var Sigurður Gunnarsson
sem varö markahæstur íslensku
leikmannanna, skoraöi alls 10
mörk, þar af 8 i síöari hálfleik. Páll
Ólafsson var næstur meö fjögur-
Þaö var lítið skoraö í fyrri hálf-
leik. Þegar leikið haföi veriö í 20
mínútur var staöan 4:5 fyrir Noreg
og þegar um fimm mínútur voru til
leikhlés höföu Norömenn enn for-
ísland í C-riðli
Morgunblaðsliöið
LIÐ 7. umferðar er tilbúið í slag-
inn. Guðmundur Steinsson
dettur út úr liðinu að þessu
sinni og viö erum með þrjá ný-
liða í liðinu sem viö bjóðum alla
velkomna og óskum þeim góðs
gengis í þeim leikjum sem
framundan eru.
Gunnar Gíslason
KR (2)
Þorgrímur Þráinsson
Val (1)
Guömundur Þorbjörnss. Ómar Torfason
Val (3) Fram (6)
Jón Erling Ragnarsson
FH(1)
Gísli Hreiöarsson
Víöi (2)
Valþór Sigþórsson
ÍBK (2)
Guöjón Guðmundsson
Viöi(1)
Ragnar Margeirsson
ÍBK (5)
Viöar Halldórsson
FH (2)
Karl Þóröarson
ÍA (3)
ÍSLENSKA landsliöinu í golfi sem
þátt tekur í Evrópumeistaramót-
inu í golfi gekk ekki nógu vel í
gær. Liðið hafði nokkra mögu-
leika á að komast upp í B-riðil en
þau liö sem voru á eftir þeim eftir
fyrri daginn léku mun betur í gær
og komust upp fyrir okkar menn,
þannig að þeir leika í C-riðli.
Þaö voru Hannes Eyvindsson og
Siguröur Pétursson sem léku best
í gær af okkar mönnum, en þeir
léku báöir á 75 höggum. Siguröur
lék samtals á 150 höggum báöa
dagana, sem er sex höggum yfir
pari vallarins og 22. besti árangur í
þessu móti.
Ulfar Jónsson lék á 81 höggi,
Ragnar Ólafsson á 82 höggum,
Siguröur Sigurösson á 83 höggum
og Björgvin lék á 85 höggum, en
hann var síöastur og tók því
nokkra áhættu undir lokin til aö
reyna aö ná B-riöli, en þaö mis-
tókst.
i dag leika íslendingar viö Belga
og Austurríkismenn viö Tékka.
Þeir sem sigra í þessum viöureign-
um leika síöan saman um 16. sæt-
iö og ætiar íslenska landsliöiö aö
enda í því sæti.
Víkverji
vann
VÍKVERJI sigraði Leikni í 4. deild
íslandsmótsins í knattspyrnu á
gervigrasvellinum í gærkvöldi.
Það voru þeir Hermann Björns-
son og Smári Hilmarsson sem
skoruðu mörkin tvö. Mark Smára
var sérlega glæsilegt, þruma af
um 25 metra færi í bláhornið.