Morgunblaðið - 28.06.1985, Síða 48

Morgunblaðið - 28.06.1985, Síða 48
KEILUSALURINN OPINN 10.00-02.00 B1T MMT JUIS SSUMR FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Indriði Pálsson, forstjóri Skeljungs hf.: Útgerðin skuldar milljarð í olfu INDRIÐI Pálsson, forstjóri Skelj- ungs hf. segir útgerðarmenn skulda olíufélögunum nálægt einum millj- arði króna, og að þeir hafi um lang- an tíma haft vaxtalausan gjaldfrest, sem nemi að meðaltali um 45 dögum frá úttekt. Þetta kemur fram í svargrein sem Indriði ritar í Morg- unblaðið á bls. 7, vegna viðtals þess við Kristján Ragnarsson, formann LÍÚ, í gær. Indriði segir að magnálagning olíufélaganna sé um 15% lægri nú á gasolíu og svartolíu, en hún hefði verið með óbreyttum reglum er giltu fyrir 23. nóvember sl. þeg- ar Verðlagsráð ákvað að lækka þessa magnálagningu um tæp 30%, vegna þess að vextir voru þá teknir út úr álagningunni. Nú hafi þeir verið teknir inn á nýjan leik, og þannig hafi að nokkru leyti ver- ið tekið tillit til mótmæla olíufé- laganna, þótt enn sé langur vegur í að full leiðrétting hafi fengist í þessu efni. „Skerðing álagningar af þessum ástæðum er enn meira en 100 milljónir á ári,“ segir Ind- riði. Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit verkalýðsins héldu ígærkveldi til Þingvalla, þar sem lagið „Öxar við ána“ var leikið af fjórum blásur- um við Öxarárfoss. Tilefnið var að fyrir réttum 100 árum i gær lék höfundur lagsins, Helgi Helgason, þetta lag á sama stað ásamt Morgunblaðið/Július þremur öðrum mönnum. Var það frumflutningur lagsins. Ljóðið, fyrri hluti, er eftir Steingrím Thorsteinsson, en síðari hlutinn, sem hefst á „Fram, fram fylking...“ er eftir lagasmiðinn Helga, sem bætti við Ijóðið. Innfellda myndin er tekin fyrir réttum 100 árum. Svört skýrsla um sjávarútveginn: 1000 km af bundnu slitlagi VEGAGERÐIN fór yfir 1000 km markið í gær í lagningu var- anlegra vega, en um þessar mundir eru þrír flokkar vega- gerðarmanna við lagningu var- anlegs slitlags; á Vestfjörðum, á Norðurlandi og á Austur- landi. Hringvegurinn er sem kunnugt er rétt liðlega 1400 km, en alls er vegakerfið í landinu um 11 þúsund kílómetrar. Skilyrði fyrir heilbrigðum rekstri ekki fyrir hendi Almenn rekstrarstöðvun blasir við „AI.GJÖR óvissa ríkir um framtíð sjávarútvegsfyrirtækja, eigið fé þeirra rýrnar, skuldir aukast, fólks- flótti er brostinn á úr fiskvinnslunni og fyrirtækin verAa stöAugt verr undir það búin aA tæknivæðast," eru meAal annars niAurstöAur skýrslu sem samin hefur veriA um stöAu sjávarútvegsins í landinu. Skýrslan er afrakstur af störf- um nefndar, sem skipuð var í framhaldi af fundi fiskvinnslu- manna á Vestfjörðum og þing- manna kjördæmisins, en nefndina skipuðu Baldur Jónsson, fulltrúi í sjávarútvegsráðuneytinu, Einar Ingvarsson, aðstoðarmaður bankastjóra Landsbanka íslands. Einar K. Guðfinnsson í Bolung- arvík og Einar Oddur Kristjáns- son á Flateyri. „Við erum þeirrar skoðunar að þessi vandamál sem við er að stríða í sjávarútvegi á fslandi séu mjög alvarleg og fari vaxandi. Þau séu að stærstum hluta til komin vegna heimatilbúins ástands og að hluta til af ófyrirsjáanlegum Nýir aðal- og sérkjarasamningar BSRB og ríkisins: Hækkun BSRB-félaga um 15 % að meðaltali — frá 1. júní til ársloka — Mestar hækkanir til kennara og hjúkrunarfræðinga NÝR aðalkjarasamningur B8RB og ríkisvaldsins var undirritaður í gærkvöld og sömuleiðis nýir sérkjarasamningar aðildarfélaga BSRB og ríkisins. AAal- kjarasamningurinn er mjög í anda nýgerAs samkomulags ASÍ og VSÍ og færir BSRB-félögum að meðaltali nærri 15% launahækkun út gildistímann, sem er frá 1. júní til 31. desember. Almennar launahækkanir í upp- hafi eru 7—8% að meðaltali en það er þó mjög mismunandi eftir röðun i nýja launaflokka, sem taka mið af launastiganum er Kjaradómur úrskurðaði Banda- lagi háskólamanna í vetur. Kenn- arar fá til dæmis um 9% hækkun í upphafi og hjúkrunarfræðingar meira eða „eitthvað á annan tug prósenta", að því er Indriði Þor- láksson, formaður samninga- nefndar fjármálaráðuneytisins, sagði í samtali við Morgunblaðið. „Það var samþykkt einróma í samninganefndinni að ganga til sanininga á þessum grundvelli enda er það mat manna, að ekki fáist meira nema með verkfalls- átökum," sagði Kristján Thorlaci- us formaður BSRB. „Við könnuð- um hug félagsmanna í þeim efnum og niðurstaðan varð sú, að menn væru ekki til í slag eftir átökin síðastliðið haust, sem urðu ríkis- starfsmönnum mjög dýr. Þetta er náttúrlega ekki góður samningur en miðað við þær verðlagsforsend- ur, sem samningur okkar og ASl byggir á, ættu þessar hækkanir að halda í við kaupmáttinn.„ Indriði H. Þorláksson sagði að þess hefði verið gætt við röðun í launaflokka að lægstu starfsheitin fengju heldur meira en aðrir til samræmis við láglaunabætur í samningi ASl og atvinnurekenda. Hann sagði að aukinn kostnaður ríkissjóðs af þessum samningi væri á bilinu 70—90 milljónir króna á mánuði fram til 1. ágúst, þá kæmi til 2,4% hækkun á alla og önnur 4,5% hækkun 1. október. 1. þessa mánaðar voru félögum í BSRB greiddar um 500 milljón krónur i laun. Sjá ennfremur á bls. 4. ástæðum, sem ekki er hægt að kenna stjórnvöldum um,“ sagði Einar K. Guðfinnsson. í skýrslunni segir meðal annars, að ekki séu fyrir hendi nokkur skilyrði til heilbrigðs rekstrar í sjávarútvegi á Islandi. Afleið- ingarnar megi draga saman í sjö aðalatriði: 1. Algjör óvissa rikir um framtíð þeirra sjávarútvegs- fyrirtækja sem nú er í rekstri. 2. Mjög gengur á eigið fé í fyrirtækj- unum, m.a. vegna þess að skuldir aukast ár frá ári og eru þær að stofni til erlendar. Því verði æ minna svigrúm til almennra að- gerða. 3. Fjármagn leitar frá sjáv- arútvegi til annarra atvinnu- greina þar sem arðsemi er fyrir hendi. 4. Mikill fólksflótti er brostinn á úr fiskvinnslu. Á Vest- fjörðum einum vantar 300 til 400 manns til starfa. 5. Hætta á stað- bundnu og síðar almennu atvinnu- leysi í sjávarútvegi blasir við, þar sem fyrirsjáanleg er rekstrar- stöðvun fyrirtækjanna. 6. Fólks- flutningar eru gífurlegir úr sjáv- arplássum. 7. Fyrirtæki í sjávar- útvegi verða stöðugt verr undir það búin að tæknivæðast og takast á við nauðsynleg framtíðarverk- efni. Nauðsynleg tæknivæðing, vélvæðing og sjálfvirkni, sem er forsenda áframhaldandi reksturs, mun ekki geta átt sér stað. Fyrir- tækin munu því lenda í vítahring sem lyktar í lakari framleiðni, minna aðlaðandi störfum, lægri launum og verri samkeppnisstöðu gagnvart öðrum atvinnugreinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.