Morgunblaðið - 01.08.1985, Side 13

Morgunblaðið - 01.08.1985, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1985 13 Sýning í Ólafsvík SÝNINGIN „Architectural Renewal Exhibit Uií.A." verður opnuð föstu- daginn 9. ágúst n.k. f samkomusal skólans í Ólafsvík. í fréttatilkynningu frá Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna, sem fyrir sýningunni stendur, segir m.a.: „Architectural and Renewal Exhibit” lýsir nokkrum úrlausn- um arkitekta víðs vegar i Banda- ríkjunum á þeim vanda, sem kem- ur upp þegar gömlum miðhverfum stórborga tekur að hraka og þau missa aðdráttarafl sitt fyrir fólk og fyrirtæki. Sýnd eru dæmi um það hvernig tekist hefur að glæða slík hverfi lífi og fegurð á nýjan leik með því að sameina hugvit og krafta arkitekta, verktaka, fjár- málamanna og fleiri aðila. Sýningin verður opin í skólan- um föstudaginn 9. ágúst til kl. 22, en frá kl. 16 til 20 á laugardögum og sunnudögum. Á virkum dögum verður sýningin opin á kvöldin milli kl. 20 og 22, en henni lýkur sunnndaginn 18. ágúst kl. 20. Tilgangiirinn í lífinu og ann- að tilfallandi Kvikmyndlr Árni Þórarinsson Stjörnubíó: Blað skilur bakka og egg — The Razor's Edge ★ * 'A Handari.sk: Árgerð 1984. Handrit: John Byrum, Bill Murray, eftir skáldsögu W. Somerset Maugham. Leikstjóri: John Byrum. Aðalhlutverk: Bill Murrey, Ther- esa Russel, Catherina Hicks, Danholm Elliott, James Keach. Titill sögunnar The Razor’s Edge er sóttur í þau ummæli einnar persónunnar, munks i Tíbet, að einstigið áleiðis til sáluhjálpar sé álíka erfitt yfir- ferðar og hnífsegg. Þetta fær söguhetja Maughams, Larry Darrell, að reyna. Eftir að hafa horfst í augu við dauðann í eld- línu fyrstu heimsstyrjaldarinnar snýr Larry heim til viðhafnar- mikils lífsmynsturs síns í Bandaríkjunum breyttur maður. Hann hafnar þessu mynstri, af- lýsir brúðkaupi sínu og ungrar hefðardömu og heldur til París- ar að leita að sjálfum sér eins og það er kallað. Eftir nokkurt slór heldur hann áfram að leita hjá vitrum munkum i Indlandi og Tíbet og finnur innri frið með því að vísa á bug eftirsókn eftir efnislegum gæðum. En hann kemst að raun um að vandað líf- erni og afneitun veitir enga tryggingu fyrir hamingju í til- finningalegum samskiptum við fólk, vini og ástkonur. Þetta er önnur atrenna kvik- myndagerðarmanna að heim- spekilegri skáldsögu W. Somer- sets Maugham. Þá fyrri, mynd Edmund Goldings frá 1946 með Tyrone Power, Gene Tierney, Clifton Webb og Anne Baxter, hef ég ekki séð, né heldur hef ég lesið söguna. Þessi nýja kvik- mynd þeirra Johns Byrum og Bills Murray ber það aftur á móti með sér að þótt þessi dæmi- saga Maughams sé ekki sérlega djúp eða frumleg þá er í henni frekar sjarmerandi titringur gagnvart tilverunni, sígildar spurningar bornar fram í safa- ríkri skáldlegri matreiðslu án þess að mikilfengleg svör leynist í desertnum. Það má Ijóst vera að bæði Byr- um og Murray hafa haft bjarg- fasta trú á viðfangsefni sínu. Byrum hefur einkum skrifað handrit í Hollyvood og í Bret- landi, en jafnframt leikstýrt a.m.k. tveimur mjög óvenju- legum myndum — hinu heim- spekilega klámleikríti Inserts, sem fæst á myndböndum og ég hef áður kynnt hér í blaðinu, og bóhemmyndinni Heart Beat, um vináttu skáldanna Jacks Kerou- ac og Neals Cassady. Gildi þess- ara mynda liggur frekar í forvitnileika en gæðum og eink- um sú síðarnefnda er háð sömu annmörkum í handriti og The Razor’s Eldge, þ.e. skorti á sam- fellu í frásögn. Handrit þeirra Byrums og Murrays heldur skil- merkilega til haga fólki og at- burðum, en tengingum er ábóta- vant, einkum er oft erfitt að átta sig á skiptingum í tíma og á milli leikvettvanga. Meginvandi kvikmyndarinnar er þó Bill Murray í aðalhlut- verkinu. Hann hefur greinilega viljað losa ímynd sína sem kæru- leysislegur skelmir í grínmynd- um eins og Stripes, Meatballs, og Ghostbusters. En hann er allt of blæbrigðalaus leikari til að axla alvarlegt hlutverk Larrys Darr- elss, andlitið er með freðinn pók- ersvip og slappur munnurinn og dauðyflisleg augun geta i mesta lagi tjáð stríðnislega ögrun sem er langt frá því að duga þegar túlka skal mann i innri baráttu og sannleiksleit. önnur hlutverk eru mun betur skipuð, einkum þó Theresa Russell sem hin ólán- sama ástkona og James Keach sem vinur hans og eiginmaður gömlu heitkonunnar. Hana á Catherina Hicks aftur á móti í dálitlum erfiðleikum með, enda hlutverkið vanþakklátt. Sá óvið- jafnanlegi Denholm Elliott kryddar svo myndina í aukahlut- verki snobbaðs en elskulegs heimsmanns. The Razor’s Edge hefur jafn- framt til að bera mikla áferðar- fegurð, þar sem eru kvikmynd- un, leikmynd og búningar og margar einstakar sviðsetningar bera hæfileikum Johns Byrum í því efni gott vitni. Þótt sitthvað mætti betur fara í þessari mynd er hún þó kærkomin tilbreyting frá metnaðarleysi iðnvarnings- ins sem nú ber mest á í bfóunum. Coos Overbeeke Myndlist Bragi Ásgeirsson Hafi einhverjir listnjótendur sérstakan áhuga á löngum mál- verkum á þverveginn væri upp- lagt fyrir þá að skoða sýningu hollenzka listamannsins Coos Overbeeke í Nýlistasafninu. Hann sýnir þar allmörg verk fram til 4. ágúst, sem öll hafa það sameiginlegt að vera mjó og löng á þverveginn og af svipaðri stærð. Viðfangsefnið er og að jafn- aði mjög í sömu ættina — skógi vaxið landslag en yfirleitt byggt upp á huglægan. hátt og með ljóðrænu ívafi. Fyrir listamanninum vakir vafalítið að framkalla ákveðið sjónrænt ferli og lífrænan stöð- ugleika í myndfletinum og hon- um tekst það allvel í sínum bestu myndum. Það má svo einnig með góðri samvizku halda því fram að yf- irbragð myndanna sé mjög í ætt við heimaland hans og að þann- ig séð sé listamaðurinn átthaga- málari af fyrstu gráðu en myndmálið alþjóðlegt. Þetta, að mála löng málverk á langveginn eða þverveginn, er ekkert nýtt og hefur verið gert hérlendis í áratug enda er þetta skemmtileg íþrótt, sem hefur fullan rétt á sér þótt fjarlægt sé það gullna sniðinu sígilda. Að vísu fussaði margur góður málarinn við slíkri myndgerð er hún komst fram en þær raddir eru hljóðnaðar á tímum þegar allt, eða a.m.k. nánast allt, er leyfilegt. Þetta er lagleg en ekki átaka- mikil sýning hjá Coos Over- beeke og hefði helst átt að vera sett upp á öðrum árstíma. Nýlistasafnið er ekki sér- staklega virkt nú um hásumarið — þyrfti að vera með sterka samsýningu sem vel væri staðið að og sannaði áþreifanlega styrk þess og stöðu. Metsölublaó á hverjum degi! ER ENQN SPURNING, HJÓUN FRÁ ERNINUM STANDA UPPUR . . Reiðhjólaverslunin ORNINN Spítalastíg 8 og vió Óóinstorg símar: 14661,26888 I JLAIIU /N>

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.