Morgunblaðið - 01.08.1985, Síða 16

Morgunblaðið - 01.08.1985, Síða 16
m MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAQUR 1. ÁGOST 1985 SUMARTILBOÐ Copco útigrillin meö 10% afslætti. Góð vara Gott verð Vandalisminn á Hamrinum — eftir Kristján Bersa Ólafsson Er ég sit við að fletta dagblöð- um síðustu vikna, nýkominn úr sumarleyfi, sé ég að bæjarstjórinn í Hafnarfirði hefur talið sig þurfa að svara aðfinnslum mínum út af nýlegum framkvæmdum á Ham- arskotshamri í Hafnarfirði, en þær birtust í Morgunblaðinu 2. júlí sl. Grein bæjarstjórans birtist 9. júlí, og tel ég óhjákvæmilegt að gera við hana fáeinar athuga- semdir, jafnvel þótt nokkur tími sé liðinn. Bæjarstjórinn segir að umrædd- ar framkvæmdir á Hamrinum séu í samræmi við skipulag svæðisins sem samþykkt hafi verið um leið og farið var fram á friðlýsingu þess. Það má vel vera rétt, en sé svo, þá hefur skipulaginu verið breytt frá þeim tillögum sem lagð- ar voru fyrir ýmsa aðila til um- sagnar á undan og þær breytingar ekki lagðar fyrir sömu aðila aftur. Flensborgarskólinn og Fræðslu- ráð Hafnarfjarðar fengu tillögur um skipulag Hamarsins til um- sagnar vorið 1982, og þá stóð á teikningunni að umrætt svæði skyldi vera „óhreyft land“, en til greina kæmi þó að planta þar út ýmsum trjágróðri, sem þó mætti ekki verða of áberandi í landslag- inu. Þessar tillögur voru sam- þykktar í Fræðsluráði og síðan hefur þar ekki verið um málið B 0 K I N Sparibókmésénmtum Gullbókin sameinar kosti annarra sparnaðar- leiða, en sníður af vankanta þeirra. • V ' og þeim fjölgar ört, enda höfum við hækkað vextina um 3% - úr 31 upp í 34% á ári. Samkvæmt spá Seðla- bankans, hækkar lánskjara- vísitala um 10,6% til áramóta, en það samsvarar 22,3% á ári. Ársfj órðungslega er gerður samanburður á kjörum Gullbókar og verðtryggðum þriggja mánaða reikningum. Pað skiptir engu máli hve oft þú tekur út, þú færð ætíð fulla vexti á alla þína innstæðu. Dæmi: Þú tekur út 10.000 kr. af 100.000 króna innstæðu. 1,7% vaxtaleiðrétting, 170 kr. af 10.000 króna úttekt, dregst frá við vaxta- færslu um næstu áramót. Innstæðan, 90.000 krónur, ber eftir sem áður hæstu vexti - nú 34% - allan tímann. BÚNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI Kristján Bersi Ólafsson „Slíkt arkitektalandslag getur vissulega farið vel, en ekki á friðlýstu landi eins og Hamrinum í Hafnarfirði.“ fjallað, svo mér sé kunnugt, og engar breytingar á skipulagstil- lögunum lagðar þar fram til um- sagnar. Ég stóð þess vegna í þeirri trú að skipulagið sem bæjarstjórn samþykkti 1. júní 1983 hefði verið sama skipulagið og Fræðsluráð Hafnarfjarðar fjallaði um vorið 1982, og af þeim sökum spurði ég að því í grein minni, hvenær skipulaginu hefði verið breytt. Núna sé ég að nákvæmar hefði verið að spyrja hvenær skipu- lagstillögunum hafi verið breytt. í grein minni lagði ég fram þrjár ákveðnar og afmarkaðar spurningar og bjóst við að fá við þeim ákveðin og afmörkuð svör. Þau er ekki að finna í grein bæjar- stjórans, þótt túlka megi sumt í henni sem óbeint svar við einni af spurningunum. En hann sniðgeng- ur alveg spurningu mína um hlut Náttúruverndarnefndar Hafnar- fjarðar og Náttúruverndarráðs að þessum framkvæmdum, en þetta eru þeir aðilar sem eiga að hafa eftirlit með svæðinu samkvæmt friðlýsingarskilmálunum. En í rauninni er það ekkert af þessu sem skiptir mestu máli. Það sem skiptir máli er að á Hamrin- um hafa verið unnin Iandspjöll, sem sennilega eru óbætanleg, og þá má einu gilda hvort þau hafa verið ákveðin af mörgum eða fáum ellegar samþykkt af þessum eða hinum aðilanum. Verkið hefur þegar verið unnið og það verður tæplega aftur tekið. Verst er þó að þeir sem fyrir verkinu standa virðast ekki átta sig á því hvað þeir hafa gert. Þeir virðast standa í þeirri trú að með þessu séu þeir að bæta landið og laga það, „fegra“ það eins og nú er í tísku að komast að orði. Bæjarstjórinn segir að framkvæmdin sé fólgin i því „að slétta út kargaþýfi", og hann segir að það sé gert til „að fegra“ og til að „gera svæðið að- gengilegra fyrir almenning til úti- vistar og skoðunar". Sá sem svona talar virðist ekki skilja að „kargaþýfi" — sem í þessu tilviki voru þó ósköp venju- Iegar smáþúfur — er iðulega langtum eðlilegra landslag og ánægjulegra „til útivistar og skoð- unar“ en gervilandslag búið til af skrúðgarðaarkitektum. Slíkt arki- tektalandslag getur vissulega far- ið vel víða, en ekki á friðlýstu landi eins og Hamrinum í Hafnar- firði. Með því að „slétta út karga- þýfi“ og fylla upp í hvamminn, sem áður var eitt helsta einkenni landslagsins á þessum stað, hefur landinu verið umturnað, og engin leið er að kalla slíkt annað en náttúruspjöll og vandalisma. Sú nafngift breytist ekkert, þótt ljóst sé að verkið hafi verið unnið í góð- um tilgangi og i þeim einlæga ásetningi að „fegra“ landið. Sá vandalismi er oft og einatt verstur sem unninn er með sliku hugar- fari, og á honum er erfiðast að taka, því að þeir sem hann vinna vita ekki upp á sig neina skömm og eru jafnvel hreyknir af ósóm- anum. Höfundur er skólameistnri Flens- borgarskóla í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.