Morgunblaðið - 01.08.1985, Side 29

Morgunblaðið - 01.08.1985, Side 29
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1985 29 GENGI GJALDMIÐLA: Mikið úrval af kjólum, pilsum, blússum, kápum og peysum. KOMIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP. cymio 'aAotiAMvri y\Sals+^æ.+i 9 Bhopal-slysið: Skella skuldinni á Union Carbide Bnwsel, 31. júlí. AP. NEFND AÍþjóAaverkamálasambands- ins, sem rannsakaði slysið í efnaverk- smiðju Union f'arbide í Bhopal á Ind- landi, hefur komizt að þeirri niður- stöðu að ábyrgðin liggi hjá Union Carbide og dótturfyrirtœki þest, á Ind- landi. t skýrslu nefndarinnar segir að koma hefði mátt í veg fyrir slysið ef farið hefði verið eftir þeim reglum um öryggisráðstafanir og eftirlit, sem Union Carbide hefði sjálft sett sér. Einnig ef kvörtunum verkalýðs- félaga um aðbúnað í verksmiðjunni hefði verið sinnt. Á þriðja þúsund manns biðu bana er eiturgas lak úr verksmiðjunni i desember. Loadou, 31. júll. AP. GENGI dollarans féll í dag og er það talið stafa af vafasamri stöðu í bandarískum efnahagsmálum. Doilarinn hækkaði gagnvart sterlingspundinu, þar sem margir skiptu pundum sínum f dollara vegna vaxtalækkunar- innar i Bretlandi, og kostaði pundið 1,4160 dollara síðdegis í dag (1,4275). Gengi dollarans var annars þannig að fyrir hann fengust: 2,8.000 vestur-þýsk mörk (2,3015) 2,2910 svissneska franka (2,3015) 8,5275 franska franka (8,5850) 3,1390 hollensk gyllini (3,1710) 1.879,50 Italskar lirur (1.890,50) 1,3532 kanadÍBkir dollarar(l,3510) 237,60 jen (236,83) hófst í morgun 60% AFSLÁTTUR Víða pottur brotinn á geðveikrahælum í Japan Geaf, 31. júll. AP. ALÞJÓÐANEFND lögfræðinga gaf í dag út álitsgerð um vandamál varðandi meðferð og lagarétt vistmanna á geðsjúkrahúsum í Japan og sagði að í þeim efnum væri víða pottur brotinn. Skoraði nefndin á Japana að berjast gegn grófum mannréttindabrotum í geðveikrahælum landsins. { álitsgerðinni stóð að Japanar unargagna um slæman mat og AP/Símamynd Kátar konur ráðherra Frú Helena Shultz, lafði Howe og frú Nanuli Shevardnadze áttu gleði- lega samfundi í kvöldverðarboði sem frú Vuokko Vayrynen, kona finnska utanríkisráðherrans, hélt á þriðjudag. Þær eru konur utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjanna. stæðu öðrum iðnríkjum langt að baki í lækningum geðveilla og geðheilbrigðiskerfi þeirra væri úr- elt og næði ekki tilætluðum árangri. Fjöldi sjúklinga á japönskum geðsjúkrahúsum hefur færst jafnt og þétt í aukana, þrátt fyrir yfir- lýsta stefnu japanskra ríkis- stjórna síðastliðna tvo áratugi að gera þar breytingu á, og nam fjöldi geðsjúklinga 330 þúsundum á síðasta ári, segir í skýrslunni. I skýrslunni er vitnað til sönn- þrengsli vegna sjúklingafjölda sem leitt gæti til dauðsfalla. Þá væru líkamsmeiðingar algengar, vistmenn væru hlunnfarnir, þeir settir í óréttlætanlega einangrun og skorið á samband þeirra við umheiminn. ( skýrslunni kemur fram að rúmlega 80 prósent sjúklinga eru á einkaspítölum sem ekki eru und- ir eftirliti ríkisins, sjúklingar dveljist jafnan lengi í meðferð og um tveir þriðju rúma séu á lokuð- um deildum. Alþjóðanefnd lögfræðinga krafðist þess af japönskum stjórn- völdum að þau endurskoðuðu geð- heilbrigðismál sín að fullu og kæmu með endurbætur á þeim. Fréttamenn BBC leggja niður vinnu í einn dag London, 31. jálf. AP. V. ^ , 31. jnlí. AP. FRÉTTAMENN við bresku sjón- varpsstöðina BBC samþykktu I dag að fella niður vinnu 24 tíma til að mótmæla því að stöðin hætti við að senda út heimildarmynd um meint- an leiðtoga írska lýðveldishersins (IRA). Félagar í breska fréttamannafé- laginu sögðu ákvörðun stjórnar BBC út í hött og væri hún aðeins að láta undan þrýstingi ríkis- stjórnarinnar. Fréttamenn skoruðu á öll önnur starfsmannasamtök við sjón- varpsstöðina að fella einnig niður vinnu næsta miðvikudag, daginn sem senda átti út heimildarkvik- myndina. Fréttamannafélagið samþykkti samhljóða vantraustsyfirlýsingu á stjórn BBC og skoraði á formann hennar, Stuart Young, að segja af sér. Young hefur neitað að hafa látið Margrét Thatcher og Leon undan þrýstingi, en segir að staða Brittan, innanríkisráðherra, neita mála leyfi ekki útsendingu þáttar- að hafa ritskoðað þáttinn og bann- ins. að. Alsírstjórn mótfalíin arabafundinum Alzeirsbor*, AUr. 31. jáli. AP. OPINBERT málgagn alsírsku stjórnar- innar, El Moudjahid, gagnrýndi í dag harðlega áætlanir um að halda fund arabaleiðtoga í Marokkó f næstu viku og var þar með gefið í skyn, að Alsír myndi leggjast á sveif með öðrum harðlínuríkjum araba og hundsa fund- inn. Áður hafði blaðið spáð því aö fund- ur af þessu tagi myndi litlum tilgangi þjóna og þar væri ekki trúlegt að árangur næðist. Eins og fram kom í fréttum Morg- unblaðsins i dag, miðvikudag, var það Hassan Marokkókonungur sem hafði frumkvæði um að boða til fundarins en eftir þvi sem dagar líða virðast æ fleiri arabaríki ætla að láta ógert að senda fulltrúa til fund- arins, þar á meðal eru Sýrlendingar og Líbanir, Libýumenn og Suður- Jemenar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.