Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 5 Hnífsstungumálið á Hlemmi í von 19 ára piltur ákærður fyrir manndrápstilraun NÍTJÁN ára gamall reykvískur piltur hefur verió ákaeröur fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir stórfellda líkamsárás. Málið var þingfest í Sakadómi Reykjavíkur sl. föstudag. Piltur þessi vatt sér að öðrum 17 ára við Hlemmtorg í Reykjavík aðfaranótt 13. aprfl sl. og stakk hann á hol með fjaðrahníf án nokkurs tilefnis. Yngri pilturinn var færður mikið slasaður í sjúkrahús og tókst læknum þar að bjarga lífi hans. Árásarmaðurinn, sem var ofur- ölvi, var handtekinn skammt frá Hlemmi sömu nótt en látinn laus sólarhring síðar eftir að sakadóm- ur hafði synjað kröfu Rannsókn- arlögreglu ríkisins um að hann yrði látinn sæta gæsluvarðhaldi. Ríkissaksóknari kærði úrskurðinn til Hæstaréttar, sem dæmdi að árásarmaðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi. Það var síðar framlengt allt til 1. október næstkomandi. Pétur Guðgeirsson sakadómari sagði í gær að dómsrannsókn í málinu myndi hefjast síðar í þess- um mánuði. Lögbrot að skilja eftir póstsendingu án þess að viðtakandi sé vís „ÞAÐ ER ólöglegt að skilja póstsendingu eftir í húsi sem ekki er víst að viötakandi búi í, það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu" sagði Björn Björnsson póstmeistari þegar Morgunblaðið bar þetta undir hann. Sem kunnugt er kom upp það mál í sumar að umslög með eitur- lyfjum voru send hingað frá út- löndum með nöfnum og heimilis- föngum fólks sem ekki er til. Bréf- in voru borin út og þegar bréfber- arnir fundu ekki neina viðtakend- ur skildu þeir þau eftir f húsunum við póstkassasamstæður. Það var svo léttur leikur fyrir þá sem bréf- in voru ætluð að sækja þau í húsin. Að sögn Björns hefur verið farið eftir þeirri reglu hingað til að ef enginn viðtakandi finnst að póst- sendingu í því húsi sem hún er merkt, eða ef póstkassi viðkom- andi er of lítill fyrir sendinguna, er hún skilin eftir og sótt aftur næsta dag hafi enginn tekið hana í milli- tíðinni. „Það er greinilegt að við verðum að endurskoða allan okkar póstútburð með hliðsjón af þessu, líklega þurfum við að líta á allan póst sem vanskilapóst sé nafn við- takanda ekki merkt skýrum stöf- um á þeim stað sem bréfin eiga að fara.“ Björn sagði sérstaklega mikið bera á því á sumrin að bréf lentu á hrakningi því þá sæi sumaraf- leysingafólk oft um útburðinn og það vissi sjaldnast nokkur deili á íbúunum í sínu hverfi. Vanur póst- ur hins vegar vissi oftast hvar hvern og einn væri að finna og meiri líkur væru á að hann myndi átta sig á því ef sendingar væru merktar fólki sem alls ekki byggi í hverfinu. Björn vildi að lokum taka fram að allur póstur sem berst frá út- löndum fer núorðið gegnum nýja pósthúsið við Ármúla og er toll- skoðaður. Allt að níu tollverðir starfi við það að tollskoða póstinn og taki þeir allt frá sem þeim þyki grunsamlegt. Það væri og greini- legt að þótt pósturinn hefði hert starfsreglur sínar nokkuð væri alls ekki nóg að gert. Best væri að hætt yrði að bera út allar stærri sendi- ngar en viðtakendum sendur til- kynningarseðill og þeir látnir sækja póstinn sjálfir á Pósthúsið. Yfir 1000 skammtar af LSD komust í umferð ÞRJU af þeim fjórum, sem handtekin voru og úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við umfangsmikið smygl á LSD og hassi í lok síðasta mánaðar, hafa nú verið látin laus. Gæsluvarð- haldsúrskurður hins fjórða, þess er fyrstur var handtekinn, rennur út á morgun. Rannsókn málanna, sem tengjast lauslega, miðar nokkuð áfram, að sögn Arnars Jenssonar fulltrúa í fíkniefnadeild Reykjavíkurlögregl- unnar. Uppvíst varð um smygl á nærri 3.300 skömmtum af LSD og liðlega 1.100 grömmum af hassi, samtals að verðmæti um 2,7 millj- ónir króna á svörtum markaði. Lagt var hald á allt hassið og um 2.000 skammta af LSD. Talið er að rúmlega eitt þúsund skammtar af LSD hafi komist f umferð. Beðið er niðurstöðu styrkleikaprófunar á efnunum. Morgunbladið/Svavar B. Magnússon Jarögöng um Ólafsfjarðarmúla fMafaTirói, I. ágúst BYRJAÐ er að ryðja jarðvegi frá jarðgangnaopi á væntanlegum jarð- göngum í Ólafsfjarðarmúla. Er þetta liður í þeim rannsóknum sem gera þarf áður en fullnaðarhönnun er lokið, en áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 1987. Olafsfirðingar eru bjartsýnir á að stjórnvöld sýni þessu stórmáli fyrir kaupstaðinn og aðrar byggðir vestan Eyjafjarðar fullan skiln- ing og lofar málflutningur Matthíasar Bjarnasonar samgönguráð- herra á fundi hans hér í vor góðu um áframhaldið. — Jakob. er hver aö veröa síöastur Ennþá er hægt að gera mjög góð kaup 40—60% AFSLÁTTUR 10% AFSLÁTTUR AF VÖRUM SEM EKKI ERU Á ÚTSÖLUNNI. Allt nýjar og nýlegar vörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.