Morgunblaðið - 08.08.1985, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985
Frá fundi sjávarútvegsráðherra og fulltrúa náttúruverndarsamtakanna
Greenpeaee í gærmorgun.
Fundur sjávarútvegsráðherra og fulltróa Greenpeace:
Jákvæðar viðræður
ÞEIR SÁTU bér í rúma klukkustund hjá mér. Þetta var vinsamlegur fundur.
Þeir viðurkenndu mikilvKgi rannsókna á hvalastofninum, en töldu hægt að
stunda þær án veiða,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra er
hann var inntur eftir gangi mála á fundi hans og fulltrúa Greenpeace í
gærmorgun, þar sem Greenpeace kynnti sjávarútvegsráðherra málstað sinn
og hvað þeir hafa að athuga við fyrirhugaðar hvalveiðar íslendinga í þágu
vísinda, meðan bann alþjóðahvalveiðiráðsins við hvalveiðum er í gildi.
Bjóriimflutningur til landsins:
Get vel trúað að reglu-
gerðin brjóti í bága við lög
— segir Albert Gudmundsson fjármálaráðherra
„Ég benti þeim á umsagnir vís-
indamanna okkar, sem telja að
takmarkaðar veiðar verði að eiga
sér stað, eigi að vera hægt að
framkvæma þær rannsóknir sem
fyrirhugaðar eru. Hins vegar er
verið að fara yfir alla rannsókn-
aráætlunina núna með tilliti til
þeirra ábendinga sem hafa komið
fram frá erlendum vísinda-
mönnum og öðrum og það er ekki
ljóst hvenær þeirri endurskoðun
lýkur. Það verða örugglega ein-
hverjar breytingar gerðar á áætl-
uninni, en þær munu líklega aöal-
lega ganga út á það, að bæta ýmsu
við það sem rannsaka ætti, frekar
en það að hvalveiðikvótinn verði
minnkaður, þó ég geti ekkert full-
yrt um það að svo stöddu," sagði
Halldór ennfremur.
Halldór sagði að hér á landi
lögsögu.
Halldór sagði að unnið hefði
verið að því að koma á samstarfi
milli íslendinga og Grænlend-
inga um þessi mál, en stutt væri
síðan Grænlendingar hefðu yfir-
tekið þennan málaflokk frá
Dönum. Meðal annars hefðu átt
hefði verið starfrækt hvalarann-
sóknastofnun með samþykki
Alþjóðahvalveiðiráðsins siðan
1980 og margir erlendir vísinda-
menn hefðu verið hér þess vegna.
Krafa grænfriðunga um stöðvun
hvalveiða þýddi í raun og veru
það, að þessi rannsóknastarfsemi
yrði aflögð og það væri alvarlegt
mál.
Fulltrúar Greenpeace tóku í
sama streng og kváðu viðræður
hafa verið jákvæðar hjá sjávarút-
vegsráðherra. Fleiri fundir hafa
ekki verið ákveðnir, en á morgun
eða laugardag kemur Síríus, skip
Greenpeace, til landsins. Þá hefur
Greenpeace ákveðið að halda al-
mennan kynningarfund á málefn-
um samtakanna á Hótel Loftleiö-
um á mánudagskvöld.
sér stað viðræður í nýlegri
heimsókn hans til Grænlands og
búist væri við framhaldi á þeim
viðræðum í væntanlegri heim-
sókn grænlenska sjávarútvegs-
ráðherrans hingað til lands.
Viðræður áttu sér stað við Evr-
„Ég get vel trúað því að þessi reglu-
gerð brjóti í bága við lög. Ég skal þó
ekki um það dæma að svo stöddu.
Tollgæsla á Keflavíkurflugvelli heyrir
undir utanríkisráðherra samkvæmt
reglugerð, þó þessi málaflokkur eigi
að heyra undir fjámálaráðuneytið,"
sagði Albert Guðmundsson, fjármála-
ráðherra, er Morgunblaðið bar undir
Frumrannsókn málsins er lokið
og verður það sent ríkissaksóknara
til nánari umfjöllunar, en hann
ákveður hvort ákæra verður gefin út
í málinu. Ef það verður gert, kemur
til kasta dómstólanna að skera úr
um lögmæti reglugerðarinnar.
Þorgeir sagði að Kristján Pét-
ursson, deildarstjóri á Keflavíkur-
flugvelli, sem stóð fyrir því að hald
var lagt á bjórinn, hefði áður kært
sig og yfirmann Fríhafnarinnar á
Keflavíkurflugvelli fyrir að leyfa
innflutning og sölu á áfengu öli.
Ríkissaksóknari hefði, eftir að hafa
ráðgast við fjármála- og utanrikis-
ráðuneytið, ekki séð ástæðu til
málshöfðunar. Málið kæmi nú inn á
„Þetta eru nýjar greinar sem við
erum að reyna að styðja við bakið á,“
sagði Albert Guðmundsson, fjár-
málaráðherra, í samtali við Morgun-
blaðið. „Það bendir allt til þess að
ópubandalagið á sínum tíma um
nýtingu þessara sameiginlegu
stofna, en samkomulag náðist
aldrei. Halldór sagði að þessi
viðbót, sem veiðar Japana þýða,
hlyti að vekja óánægju innan
Evrópubandalagsins, þar sem
ríki innan þess hefðu verið búin
að fá úthlutað kvóta, sem þau
væru búin að greiða fyrir, en
hefðu átt í erfiðleikum með að
fylla hann.
Halldór sagði þarna um mik-
ilvæg sameiginleg hagsmuna-
mál að ræða, sem nauðsynlegt
væri að ná samkomulagi um, en
auk karfans, grálúðunnar og
hann atburöinn á Kenavíkurflugvelli
er farþegi á leið til landsins var stöðv-
aður og af honum tekinn leyfilegur
innflutningur hans á bjór, samkvæmt
reglugerð sem útgefín er af fjármála-
ráðuneytinu.
„Ég held að lögin séu skýr, þó
undanþága hafi verið veitt frá þeim
er farmönnum var leyft að taka
hans borð á nýjan leik.
Aðspurður um hvort þetta mál
gæti endurtekið sig einu sinni enn,
ef niðurstaða ríkissaksóknara yrði
sú sama, að ekki væri ástæöa til
málshöfðunar, sagði Þorgeir það
hugsanlegt. Þá kæmi hins vegar til
álita hlýðniskylda opinberra emb-
ættismanna og vísaði hann i þvi
sambandi til 60. greinar stjórn-
arskrárinnar. Hann benti á aö sjó-
mönnum hefði verið heimilt að
flytja inn áfengt öl í 40 ár og flug-
liðum í 20 ár, en fáein ár væru síðan
ferðamenn hefðu fengið leyfi til þess
arna. Sagði hann spurningu hvort
ekki væri komin hefð á þennan inn-
flutning.
þessi atvinnurekstur eigi framtíðina
fyrir sér og geti skapað þjóðinni
mikil útflutningsverðmæti þegar
tímar líða og ef rétt er á málum
haldið," sagði Albert ennfremur.
loðnunnar er talið að þorskur
gangi einnig milli íslands- og
Grænlandsmiða. „Eftir heim-
sóknina til Grænlands varð
okkur mjög vel ljóst hversu al-
varlegt ástandið er í græn-
lenskum sjávarútvegi, þar sem
þorskaflinn hefur brugðist svo
gjörsamlega. Við viljum gjarnan
eftir því sem við getum aðstoða
Grænlendinga í þessum málum.
Mér sýnist hins vegar að það sé
þeim mikilvægast, að finna
nægileg verkefni fyrir sinn eig-
inn fiskiskipaflota og byggja
upp atvinnustarfsemi í landi,
heldur en selja afla sinn úr
landi. En þetta verða þeir nátt-
úrlega að meta sjálfir," sagði
Halldór Ásgrímsson ennfremur.
með sér nokkuð magn af bjór og
hún síðan víkkuð út þannig að hún
náði einnig til almennra ferða-
manna. Þessi reglugerð var sett
fyrst á tímum Magnúsar Jónssonar
í fjármálaráðuneytinu og breytt
síðan í tíð Sighvatar Björgvinsson-
ar að ég held, til að hún næði einnig
til ferðamanna á leið til landsins.
Ég hef einungis leyft sölu á íslenska
bjórnum í Fríhöfnini, enda fannst
mér úr því þessi innflutningur var f
gangi að hann ætti að sitja við
sama borð og erlenda ölið. Hins
vegar má vænta breytinga á þess-
um málum nú, ef dómstólar koma
til með að skerast í leikinn. Enda er
það ekki vansalaust að Alþingi
skuli ekki manna sig upp í það, að
taka ákvörðun um það hvort leyfa á
bjórinn eða ekki. Annað hvort á að
leyfa áfengt öl eða það á að banna
það, svo eitt geti gengið yfir alla,“
sagði Albert ennfremur.
Misbeiting
verkfalls-
réttarins
— segir VSÍ um
verkfallsboðunina í
Áburðarverksmiðjunni
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun frá samninga-
ráði Vinnuveitendasambandi Is-
lands í tilefni af verkfallsboóun í
Áburðarverksmiðjunni:
Enn einu sinni blasa við alvar-
legar brotalamir í vinnulöggjöf,
þar sem verkfallsréttinum er mis-
beitt svo að til fádæma má telja.
Án þess svo mikið sem að kynna
kröfur um breytingu á kjarasamn-
ingi, hafa nokkur félög iðnaðar-
manna boðað verkfall gagnvart
Áburðarverksmiðjunni, sem hefj-
ast á 10. ágúst nk. Þessi framkoma
ber vott um ábyrgðarleysi og und-
irstrikar brýna nauðsyn þess að
endurskoða þegar nálega 50 ára
gamla löggjöf um málefni stéttar-
félaganna.
f samningaráði VSÍ eiga sæti:
Gunnar J. Friðriksson, Ólafur B.
Ólafsson, Hörður Sigurgestsson,
Viglundur Þorsteinsson og Magn-
ús Gunnarsson.
Ein milljón
dollara ekki
rétt upphæð
— segir Arne Aspen
forstjóri Frionor
MICHÁEL Nielsen, sem hingað
er kominn á vegum Green-
peace-samtakanna til viðræðna
við Halldór Ásgrímsson sjávar-
útvegsráðherra, segir í samtali í
Morgunblaðinu í gær að sam-
tökin hefðu á árinu 1983 staðið
fyrir aðgerðum gegn norska
fyrirtækinu Frionor á Banda-
ríkjamarkaði og að þær aðgerðir
hefðu orðið þess valdandi að
Frionor tapaði einni milljón
dollara.
Morgunblaðið hafði sam-
band við Arne Aspen for-
stjóra Frionor í Osló og spurði
hann hvort þessar fullyrð-
ingar Michaels Nielsen væru á
rökum reistar. Hann sagðist
ekki vilja tjá sig um málið að
öðru leyti en því að hann gæti
fullyrt að þessi upphæð sem
nefnd er, ein milljón dollara,
væri ekki rétt. Hins vegar
sagði Arne Aspen að það væri
rétt hjá Michale Nielsen að
Frionor muni hætta útflutn-
ingi á hvalkjöti.
Erum afar andvígir
veiðum erlendra þjóða
— segir Halldór Ásgrímsson um veiðar Japana í grænlenskri lög-
sögu á sameiginlegum fiskstofnum Grænlendinga og íslendinga
„Það hefur ekki náðst samkomulag um veiðar úr þessum
sameiginlegu stofnum og við erum því afar andvígir að er-
lendar þjóðir fái heimild til að veiða úr þeim,“ sagði Halldór
Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, er hann var inntur eftir
því hvaða augum íslendingar litu það að Grænlendingar hafa
gefið Japönum heimild til þess aö veiöa 10 þúsund tonn af
karfa og 20 þúsund tonn af grálúðu í grænlenskri fiskveiði-
Frumrannsókn bjórmálsins á Keflavíkurflugvelli lokið:
Málið sent ríkissak-
sóknara til ákvörðunar
EINAR INGIMUNDARSON, farþeginn sem stöðvaður var í gær á Kefíavíkur-
fíugvelli og af honum tekinn sá bjór sem leyfilegt er að fíytja inn til landsins
samkvæmt reglugerð fjármálaráðuneytisins, fær bjór sinn afhentan aftur eftir
helgina. Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri á Keflavíkurfíugvelli, sagðist ekki
sjá ástæðu til þess að viðkomandi farþegi fengi ekki sinn bjór, þegar hundruð
annarra kæmu með bjór til landsins á hverjum degi.
Loðdýrarækt og fiskeldi:
Innflutningsgjöld
og söluskattur
voru gefín eftir
FJÁRMÁLAKÁÐHEKRA hefur ákveðið að gefa eftir innflutningsgjöld og sölu-
skatt á vörur til fiskeldis og loðdýraræktar. Heimild Alþingis til þessarar eftirgjaf-
ar á gjöld á innflutning tii loðdýraræktar liggur fyrir, en í haust, strax og þing
kemur saman, verður leitað eftir sams konar heimild vegna fískeldisins. Þangað
til sú heimild fæst hefur fjármálaráðherra leyft að viðkomandi gjöld verð greidd
með skuldaviðurkenningum.