Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 Sr. Gunnar Árna- son — Minning Séra Gunnar Árnason er látinn. Andlátsfregnin barst mér á öldum Ijósvakans í hádegiskyrrðina fram í Svartárdal. Hún kom mér ekki á óvart. Hann hafði búið við sjúk- leika um hríð. Þegar ég kvaddi hann á heimili hans í vetur þóttist ég finna, að fundir okkar yrðu tæpast fleiri. Hann lést 31. júlí sl., 84 ára að aldri. Séra Gunnar var fæddur 13. júní 1901 á Skútustöð- um við Mývatn. Foreldrar hans voru Árni Jónsson próf. og alþing- ism. og seinni kona hans, Auður Gísladóttir. Lauk guðfræðinámi frá Háskóla íslands 1925. Náms- dvöl á Norðurlöndum og víðar sama ár. Prestur í Bergsstaða- prestakalli 1925—1952 að hann hóf prestskap í Bústaðasókn. Kvæntist 3. júlí 1928 Sigríði Stef- ánsdóttur prests á Auðkúlu. Hún er látin fyrir allmörgum árum. Nú þegar séra Gunnar er allur er margs að minnast fyrir gömul sóknarbörn hans hér fyrir norðan, þótt fátt verði rakið hér. Veit þó að dalirnir, árnar og fólkið hugsa til hans með hlýjum þakkarhug og óska honum góðrar ferðar inn á landið eilífa. Eg sé hann fyrir mér, unglingurinn heima á Bergsstöð- um, hvar hann kemur ríðandi utan móinn með jóreykinn á eftir sér. Sólin glampar á svitastorknum bóg hestsins rauða, sem lengst af bar þennan ákafamann til emb- ættisverka á afskekktan kirkju- stað í norðlenskum dal. Reið hans minnti mig þó fremur á ferð Árna Oddssonar forðum en syfjulegt reiðlag klerks á annexíu á björtum degi. Fyrr en mig varir stendur hest- ur hans í hlaði, presturinn kominn af baki og farinn að spenna hnakktöskuna frá sín megin, sem feymdi hempuna og handbókina. !g verð höndum seinni að losa hana mín megin. Heilsar, spyr hvort allir séu ósjúkir, hverfur síðan með töskuna inn í bæjar- dyrnar. Langþráður gestur var Fæddur 19. september 1912 Dáinn 29. júlí 1985 Sumum mönnum fylgir meiri hressileiki og lífsfjör en öðrum. Frá þeim geislar kraftur og þrótt- ur, sem lífgar upp hversdagslega tilveru og samfundir við þá bæta og kæta hugarheim þess fólks sem þeirra njóta. Þetta fékk undirrit- aður ásamt fjölskyldu að reyna, er við fluttum einn skammdegisdag í janúarmánuði fyrir nær aldar- fjórðungi inn í húsið, sem nú er nr. 31 við Borgarholtsbraut í Kópa- vogi. Þar bjuggu þá fyrir hjónin Vernharður Kristjánsson lög- regluþjónn, kona hans Vilhelmína Þorvaldsdóttir ásamt tveim ung- um dætrum þeirra og móður Vil- helmínu. Frá fyrsta degi var okkur tekið af einstakri vinsemd og hugulsemi af sambýlisfólkinu, og hélst svo öll þau 9 ár sem sam- býlið stóð. Þessa er ljúft að minn- ast þegar Vernharður Kristjáns- son er í dag kvaddur hinstu kveðju. Hann var ávallt hinn hressi og glaði félagi, sem við minnumst með þakklæti að hafa átt að samferðamanni í lífinu. Mörgu var ólokið við byggingar- framkvæmdir utanhúss og lóða- frágang er við fluttum á Borgar- holtsbrautina og unnum við Vern- harður því löngum stundum á vor- og sumarkvöldum að byggingu bíl- skúra og lóðarlögun. Kom sér þá vel hve hann var vel að manni og góður verkmaður. En hitt var þó minnisstæðast sá skemmtilegi andi er jafnan ríkti í þessari vinnu, er farið var með snjallar lausavísur og önnur gamanmál. Og ekki spillti svo, er konurnar genginn í bæinn. Umræðuefni hans urðu þvi að nokkru önnur en við áttum að venjast... Stóð traustum fótum í hinni metnaðar- fullu þingeysku menningu með al- þjóðlega yfirsýn. Hann varð ein- skonar háskóli okkar i einhæfni afskekktra dala, þegar flestir bjuggu að sínu, fóru litt i skóla eða lögðust í ferðalög. Ég man hann vel í stól og fyrir altari, með hin öru birtuskipti mikils hugar í and- litinu og leifturbjartar setningar. Ræður hans voru aldrei handan við eitthvað, sem fólki fannst sér óviðkomandi. Þær lágu í loftinu og mátti þreifa á þeim löngu eftir að þær voru fluttar. Minningarræður báru þó af. Þá féll tregablandin, næstum harmþrungin röddin svo vel að efninu að vant mátti rjúfa, svo ekki gætti misræmis. Þjóðvegurinn lá um hlaðið á Æsustöðum. Þar stóð gestamót- taka í næstum 27 ár. Frú Sigríður stóð þar fyrir beina með þeim ágætum, er seint munu gleymast okkur, sem vorum svo lánsöm að eiga þar viðdvöl um lengri eða skemmri tíma. Einstæðingar og olnbogabörn nutu þar sömu virð- ingar og atlætis og hinir sem meira áttu undir sér. Sóknarfólk var þó sjaldan eitt um hituna á Æsustöðum. Þangað dreif að ýmsa menningarfrömuði að sunn- an og gerðu sig heimakomna, stjórnmálamenn, listamenn, ætt- ingjar og vinir. Sjálfur var séra Gunnar gott skáld og vann m.a. tvenn verðlaun fyrir útvarpsleik- rit. Gestamóttaka þeirra hjóna hélt áfram á heimili þeirra i Kópavogi. Ég og margir fleiri átt- um þar athvarf, hvenær sem okkur bar að garði. Börnin gengu úr rúmi fyrir okkur þessum far- fuglum. Hver stund i nálægð þessa fólks bar alltaf blæ af mannlegri hlýju og léttum hátíðleik. Þau hjón, Sigríður og séra Gunnar, bjuggu góðu búi á Æsu- buðu upp á kaffisopa þegar verki hafði vel miðað áfram. Þá sá Vernharður um það með glaðværð og gamansemi, að þreytan hvarf og vinnan varð að leik og gleði- stundum. Svo liðu fram tímar og fjöl- skylda mín flutti um set, en oft var okkur fagnað á fjölskylduhá- tíðum af Vernharði og fjölskyldu hans þar sem við kynntumst hin- um stóra systkinahópi hans og frændgarði, og ætíð er við Vern- harður hittumst á förnum vegi eða annars staðar varð fagnaður og vinafundur. Síðast nú í vor er leið- ir lágu saman í fjölskyldufagnaði sameiginlegs vinafólks og ná- granna, en þá var séð, að lífsþrótt- ur hans var mjög að dvína, þótt hann af karlmennsku bæri sig vel og reyndi að sýna andans fjör sem áður, en hans lífskvóti var á þrot- um. Ég og fjölskylda mín viljum að leiðarlokum þakka Vernharði fyr- ir allar samverustundirnar, vin- semd hans og hlýhug í okkar garð um leið og við sendum eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstand- endum innilegustu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning hans. Ásgeir Jóhannesson Hann Venni er dáinn. Þó að okkur hefði um tíma grunað að hverju stefndi, brá okkur ónota- lega, þegar okkar góða vinkona, Villa, hringdi og sagði okkur þetta. Það er erfitt að átta sig á því, að þessi góði kunningi okkar, sem lengi var búinn að vera okkur svo mikils virði, skuli nú vera bú- stöðum, þar til þau fluttu suður haustið 1952. Bæði tóku þátt I fé- lagslífi Bólstaðarhlíðarhrepps. Gunnar hafði forgöngu í mörgum menningar- og framfaramálum sveitar og héraðs og áttu góða þátttöku í öðrum. Hann bar hag dreifbýlis mjög fyrir brjósti og reyndist skeleggur talsmaður þess, hvar sem við varð komið. Átti sæti í hreppsnefnd Bólstaðar- hlíðarhrepps um árabil. Formaður Sögufélags Húnvetninga frá stofnun til 1952. í stjórn Fiski- ræktar- og veiðifélagsins Blöndu frá stofnun til 1952. Formaður Skógræktarfélags Húnvetninga frá stofnun til 1952 og fulltrúi á fundum Stéttarsambands bænda til brottfarar úr héraði. Hér skal staðar numið i upptalningu, þótt fátt eitt sé rakið af þeim trúnað- arstörfum, sem hann gegndi með sóma hér nyrðra. Sigríður og séra Gunnar eignuð- ust 5 mannvænleg börn: Þóra, húsmóðir búsett i Svíþjóð. Árni skrifstofustjóri í menntamála- ráðuneyti, búsettur í Reykjavík. Stefán bankastjóri, búsettur í Reykjavík, Auðólfur læknir, bú- settur í Reykjavík, og Hólmfríður hjúkrunarfræðingur, búsett í Reykjavík. Þau önnuðust föður sinn til skiptis allt til hinsta dags. Skáldið Hemingway segir í bók sinni Veisla i farangrinum á þessa leið: „Ef tvö eru einhversstaðar ein og elska hvort annað, ánægð og glöð og annað eða bæði eru að inna gott verk af höndum, þá hæn- ist að þeim fólk með svipuðum hætti og ljós úr fjarlægum vita dregur til sín farfugla um nótt.“ Þessi orð skáldsins mætti heim- færa upp á Sigríði og séra Gunnar. Þau voru alltaf að inna góð verk af höndum og að þeim dróst fólk eins og farfuglar að vita um nótt að sækja þangað styrk, uppörvun og leiðsögn. Nú eru þau bæði horfin sjónum en vitinn heldur áfram að loga og draga okkur til sín réttan veg. Ég vil svo að lokum þakka fyrir mig og senda bðrnum og öðrum vandamönnum samúðarkveðjur. Guðm. Halldórsson frá Bergsstöðum. inn að kveðja þessa tilveru. Þessi maður, sem lifði lífinu svo lifandi og brá birtu á allt sitt umhverfi, jafnvel eftir að heilsan tók að bresta. En enginn má sköpum renna. Þessi fílhrausti maður, sem alla tíð hafði geislað af orku og lífs- gleði, hafði um tíma orðið að þola það að glata heilsunni, og nú er kveðjustundin komin. Oft höfum við hjónin rifjað upp þær góðu stundir, sem við höfum átt með Venna og Villu og fjöl- skyldu þeirra á Borgarholtsbraut- inni og í ógleymanlegum ferðalög- um um landið í samfylgd þeirra. Og hjá okkar fjölskyldu erum það ekki aðeins við, sem nú eigum góð- an vin að kveðja. Það var líka allt- af mikið tilhlökkunarefni barna okkar og barnabarna, þegar Venni og Villa komu í heimsókn á Tjarn- arstíginn. Svo mikill var áhuginn fyrir að heyra sögurnar og frá- sagnirnar hans Venna, enda var framsögnin svo þrungin fjöri og frásagnargleði. Vernharður fæddist að Álfsnesi á Kjalarnesi, sonur hjónanna Kristjáns Þorkelssonar, bónda og I dag kveðjum við Kópavogsbú- ar fyrsta sóknarprestinn okkar, séra Gunnar Árnason frá Skútu- stöðum. Það var á haustdögum árið 1952 að séra Gunnar Árnason, kona hans, frú Sigríður Stefánsdóttir, og börn þeirra fluttust til okkar í Kópavogshrepp. Éins og oft vill verða eftir prestskostningar ríkti nokkur eft- irvæntng hjá okkur hvernig mað- ur presturinn væri. Fyrst bjó fjöl- skyldan í sumarbústað við Hlíðar- veg. Þar voru hjón gefin saman og börn borin til skírnar, því engin var kirkjan. Heimili prestshjón- anna stóð hreppsbúum opið með vinsemd og gestrisni. Síðan flutt- ist fjölskyldan í svonefnt „Prestshús" við Digranesveg. Messað var í Kópavogsskóla. Þær messur eru okkur minnisstæðar. Séra Gunnar tónaði ekki, en rödd hans náði hjörtum okkar. Hann ræddi ýmis málefni sem sóknar- börnunum voru ofarlega í huga og varpaði á þau nýju ljósi. Hann kenndi kristinfræði við skólann og bjó börnin undir fermingu og minnast þau þeirra tíma. Kirkjur fékk hann að láni fyrir ferming- arnar og allt blessaðist þetta. Prestskonan gekk í Kvenfélag Kópavogs og starfaði þar með okkur af lífi og sál. Hún var for- hreppstjóra, og Sigríðar Þorláks- dóttur frá Varmadal. Hann ólst upp á mannmörgu heimili, bræðurnir voru sjö og systurnar jafnmargar. Á heimil- inu ríkti mjög góður andi, þar Ijómaði gleði og ástríki, sem ef- laust hefir haft mótandi áhrif á allt dagfar Vernharðs þá og alla tíð síðan. Mikið var sungið á heim- ilinu, enda var móðir hans mjög söngelsk og þau systkin öll. Innan við tvítugt fór Vernharð- ur einn vetur á lþróttaskóla Sig- urðar Greipssonar í Haukadal, og bjó hann að því alla ævi. Ungur fór hann til sjós og var við sjómennsku og ýmis störf í landi, þar til 1939 að hann gekk í lögregluna í Reykjavík. í lögregl- unni og síðan í rannsóknarlögregl- unni í Reykjavík var hann, þar til hann lét af störfum 1978, og þing- vörður var hann svo sl. 7 ár. Vernharður var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Nanna Magn- úsdóttir, ættuð úr Flatey. Þau slitu samvistir, en börn þeirra eru: Kristján Sævar, vélstjóri á milli- landaskipum, Guðrún, sem stund- ar veitingarekstur á Kanaríeyjum, og Rúnar, starfsmaður Arnar- flugs. 1957 kvongaðist Vernharður Vilhelmínu Þorvaldsdóttur frá Akureyri, og eiga þau tvær dætur: Elísabetu, iðjuþjálfa I Svíþjóð, og Sigríði Snjólaugu, nemanda við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Heimili þeirra var alla tíð hér sýðra, lengst af á Borgar- holtsbraut 31 í Kópavogi. Og það er einmitt þangað, sem við sækjum flestar góðu minn- ingarnar, enda voru þau hjónin og öll fjölskyldan einstaklega alúðleg við vini sína og góð heim að sækja. Hann Venni var óvenjulega heilsteyptur maður, hlýr og góður, og mikill vinur vina sinna. Andlát hans er því öllum vinum hans og ættingjum mikið áfall, þar er vissulega skarð fyrir skildi. En maður „Líknarsjóðs Aslaugar Maack“ um árabil og fór undir- búningur starfseminnar og út- hlutun úr sjóðnum oft fram á heimili prestshjónanna. Á þessum árum var Kvenfélagið með jóla- skemmtanir fyrir börn. Þær hóf- ust með því, að séra Gunnar flutti jólahugleiðingu og ræddi við börn- in um frelsarann. Einnig setti hann hátíðasvip á jólafundi fé- lagsins. Séra Gunnar var formaður „Velferðarnefndar aldraðra í Kópavogi", en hún starfaði á sjöunda áratugnum. Nefndin gekkst fyrir árshátíð og sumar- ferðalagi, einnig þvi, að gerð var könnun á högum aldraðra og at- hugað hverjir óskuðu eftir heim- sóknum. Nefndin hélt opna fundi og fékk fyrirlesara til að flytja fróðleg erindi um málefni aldr- aðra. Hlýhug sinn til málefnisins sýndu þau hjónin í verki er vinir þeirra í Kópavogi færðu þeim fjárupphæð að gjöf til eigin af- nota. Prestshjónin gáfu fjárupp- hæðina í þeim tilgangi að komið væri upp heimili fyrir aldraða, því þau gerðu sér þá þegar grein fyrir þörf á slíku heimili. Var það fé svo afhent Sunnuhlíð, hjúkrunar- heimili aldraðra í Kópabogi. Þegar Kópavogur hafði öðlast kaupstaðarréttindi og bæjarbúum fjölgað að mun, rættust orð séra Gunnars, en hann sagði: „Kirkjan kemur þegar fólkið vill.“ Þegar hafist var handa um byggingu Kópavogskirkju átti fyrrverandi formaður Kvenfélags Kópavogs, frú Hulda Jakobsdóttir, frum- kvæðið að því, að leitað var til listakonunnar Gerðar Helgadótt- ur með gerð litglugga í hana. Kvenfélagið hét síðan að gefa litgluggana gegnt altarinu. Kópa- vogskirkja var vígð 16. des. árið 1962. Frá þeim degi hefur Kópa- vogsbúum þótt vænt um kirkjuna sína og þarf ekki annað til að nefna en það, að hinir sérstæðu bogar kirkjuhússins hafa verið teknir inn f merki Kópavogs og prýða þeir einnig merki ýmissa fé- lagasamtaka. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs var stofnuð vorið 1%8. Á mæðra- daginn tileinkaði séra Gunnar fyrst og siðast eru það auðvitað Villa og dæturnar, Elísabet og Sigríður Snjólaug, sem eiga um sárt að binda. Við samhryggjumst þeim innilega og biðjum guð að veita þem styrk á þessum erfiðu stundum. Og að lokum: Hjartans þakkir fyrir allt og allt. Gugga og Guðmundur Elskulegur og góður frændi hef- ur kvatt okkur eftir erfið veikindi í nokkra mánuði. Hann var fædd- ur í Álfsnesi á Kjalarnesi sonur hjónanna Sigríðar Þorláksdóttur húsmóður og Kristjáns Þorkels- sonar bónda og hreppstjóra. Hann var tólfti í röðinni af 15 systkin- um. Vernharður starfaði lengst af sem lögreglumaður í Reykjavík, síðar í Sakadómi Reykjavíkur og síðustu ár sem þingvörður: Jafn- framt þessum störfum var hann ökukennari. Vernharður var tví- kvæntur, fyrri kona hans var Nanna Magnúsdóttir d. 7. júlí 1980. Áttu þau þrjú börn. Þau eru: Kristján vélstjóri, Guðrún sem rekur veitingasölu á Kanaríeyjum og Rúnar, starfsmaður hjá Flug- leiðum í Keflavík. Þau slitu sam- vistir. Síðari kona hans er Vil- helmína Þorvaldsdóttir kennari. Eignuðust þau tvær dætur, Elísa- betu iðjuþjálfa búsetta í Svíþjóð og Sigríði nemanda í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Vernharður var glæsimenni og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Það var alltaf gaman að fá hann í heimsókn. Það var sérstakur hressandi blær sem fylgdi honum ætíð. Vilhelmína og Vernharður voru ákaflega sam- rýnd og gestrisin hjón. Var heimili þeirra ætíð opið fyrir gesti og gangandi. Húsmóðirin snögg að útbúa veisluborð á stuttum tíma. Núna síðast i maí héldu þau mikla hátíð fyrir fjölskyldu og vini. Var Vernharður þá fársjúkur orðin. Minning: Vernharður Kristjáns- son lögregluþjónn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.