Morgunblaðið - 08.08.1985, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985
51
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 14—15
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Enn um
llólmfríður Vala Svavarsdóttir, 11
ára fri Ólafsfirði, skrifar:
Kæri Velvakandi.
Ég las Morgunblaðið þann 27.
júlí og þar var beðið um þulu. Ég
kannaðist strax við hana því afi
Magnús kenndi mér hana og er
hún svona:
Sat ég undir fiskihlaða föður míns,
átti ég að gæta bús og bama, svíns og sauða.
Menn komu að mér,
ráku staf í hnakka mér.
Gerðu mér svo mikinn skaða,
lögðu eld í bóndans hlaða.
Hlaðinn tók að brenna
og ég að renna
allt upp i lönd,
allt upp í biskups lönd.
Bóndi átti valið bú,
gaf mér bæði uxa og kú.
Uxinn tók að vaxa, kýrin að mjólka.
Sankti María gaf mér sauð,
síðan lá hún steindauð.
Annan gaf mér Freyja.
Hún kunni ekki að deyja.
Gott þótti mér út að líta
úr skinninu hvíta
og skikkjunni grænu.
þulur
Konan mín í kofanum,
hún bauð mér til stofu að gá,
ég vil ei til stofu gá.
Heldur upp að Hólum
að hitta konu bónda.
Kona bónda gekk til grunns
og vagaöi og kjagaði.
Lét hún ganga hettuna og smettuna.
Sigga litla dimmadó.
Nú er dauður Ægill og Skægill í skógi.
Eyþór Þórðarson Neskaupstað
skrifar:
Ágæti Velvakandi.
Ég tel mig kunna fyrri þuluna
(gáta er það ekki) sem Þuríður
Guðmundsdóttir spurðist fyrir um
í blaðinu 27. þ.m.
Þuluna lærði ég fyrir nærfellt
80 árum í hinu ágæta Stafrófs-
kveri Jóns ólafssonar. Þótt svo
langt sé nú um liðið ætla ég þó að
hún hafi ekki mikið brenglast í
minni mínu. Það gleymist seint
sem vel er lært í æsku.
Þulan, eins og ég kann hana, er
þannig:
Sat ég undir fiskihlaða föður míns.
Átti ég að gæta
bús og barna, svíns og sauða.
Menn komu að mér,
ráku staf í hnakka mér.
Gerðu mér svo mikinn skaða,
lögðu eld í bóndans hlaða.
Hlaðinn tók að brenna,
ég tók að renna,
allt út undir lönd,
allt út undir biskups lönd.
Biskup átti valið bú.
Hann gaf mér bæði uxa og kú.
Uxinn tók að vaxa,
kýrin að mjólka.
Sankti María gaf mér sauð.
Síðan lá hún steindauð.
Annan gaf mér Freyja.
Sú kunni ekki að deyja.
Gott þótti mér út að líta,
í skinninu hvita og skikkjunni grænni.
Konan mín í kofanum
bíður mér til stofu gá.
Ég vil ei til stofu gá,
heldur upp til Hóla
að hitta konu bónda.
Kona bónda gekk til brunns,
vagaði, kjagaði.
Lét hún ganga hettuna, smettuna.
Dinga litla dimmadó.
Nú er dauður Egill
og kegill í skógi.
Suðurnesjakonur athugið
Líkamsþjálfun — leikfimi
4ra vikna sumarnámskeiö hefst þriðjudaginn 13. ágúst í
íþróttahúsi Njarðvikur. Liökandi og styrkjandi æfingar fyrir
dömur á öllum aldri.
og framhaldshópar.
Upplýsingar
og innritun
í síma 6062.
Birna Magnúsdóttir.
Compi Camp
Tjaldvagnar
á haustverði
Málsvörn kartöfluætu
Kartöfluæta skrifar:
Heiðraöi Velvakandi.
Halldór Kristjánsson sér
ástæðu til að svara bréfi mínu sem
birtist í þætti þínum fimmtudag-
inn 25. júlí undir fyrirsögninni
„Hættum kartöflurækt". Málsvari
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 14 og 15,
mánudaga til fostudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orðaskipti,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisfíjng
verða að fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins
utan höfuðborgarsvæðisins, að
þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja
hér í dálkunum.
kartöflubænda sér ástæðu til að
rifja upp rök mín í málinu og tekst
það heldur óhönduglega. Hann
segin „í stuttu máli er tillaga
hennar sú að hætt verði að rækta
kartöflur hér á landi vegna þess
að spretta er óviss og getur brugð-
ist.“ Greinilegt er að maðurinn
hefur annaðhvort verið sofandi
þegar hann las pistil minn eða
þegar hann skrifaði grein sín,
nema hvort tveggja sé. Rök fyrir
máli mínu voru þau, að það er
sama hvernig viðrar, það er sama
hvort uppskeran er góð eða slæm:
Bændur berja lóminn eftir sem
áður, styrkir og hagstæð lán frá
því opinbera eru það eina sem get-
ur bjargað þeim frá gjaldþroti. Ég
legg engan dóm á tíðarfar og
sprettu, en ég sé að það er ekkert
vit í að halda áfram á þessari
braut, og það er það sem máli
skiptir. Allir viðurkenna að erfitt
er að stunda kartöflurækt á ís-
landi, og alls ekki hagkvæmt. Það
þótti ekki góð latína i mínu ung-
dæmi að standa í rekstri sem ekki
borgaði sig. Ég vona að svo sé enn
— eða er Halldór mér ekki sam-
mála? ÞESS VEGNA geri ég það
að tillögu minni að mennirnir leiti
sér að arðbærari atvinnu. Er eitt-
hvað óeðlilegt við það? Þá segir
Halldór að ég vísi ekki á hvað þeir
geti tekið sér fyrir hendur(!) „og er
það ærin vöntun". Ber mér að
skilja orð hans þannig, að bendi ég
á ný störf muni bændur og búalið
stökkva upp til handa og fóta,
henda frá sér amboðum, hætta bú-
skap í hvelli og fást við það sem ég
hef bent þeim á?
Daglega er í Morgunblaðinu
gnægð atvinnutilboða, t.d. á
sunnudaginn voru heilar þrjár sfð-
ur í blaðinu undir þess konar aug-
lýsingar. Hvers óskar herrann
frekar?
Að lokum þetta: Hvað gera
menn sem annast eigin rekstur
þegar illa árar og fyrirtæki standa
ekki undir sér? Þeir fá sfn tæki-
færi cins og aðrir og njóta hagn-
aðarins, vegni þeim vel. Mér er
kunnugt um marga bændur sem
reka bú sín með sóma. Þeir njóta
ávaxta vinnu sinnar. Þeir eiga
samt sem áður enga heimtingu á
að seilst sé í vasa skattborgar-
anna, almenningur látinn borga
hallarekstur, fari ekki allt á þann
veg sem óskað er eftir. Það er sið-
leysi og virðingarleysi gagnvart
skattborgurum þessa lands að
reyta af þeim fjármuni til þess
eins að ausa í óarðbæran rekstur,
og á það við um allan rekstur að
sjálfsögðu. Áður en ég læt bréfa-
skriftum mínum um þetta mál
lokið vil ég benda á að það flokk-
ast undir óheilbrigða viðskipta-
hætti að reka óarðbært fyrirtæki
og bera ekki sjálfur ábyrgð á mis-
tökum sínum. Slíkt kann ekki
góðri lukku að stýra.
Bjóðum nú okkar vinsæla haust-
verd á tjaldvögnum. Einnig góöan
haustafslátt á öllum fylgihlutum.
Bolholti 4, Reykjavík
m S sími 91-21945/84077
Legubekkurinn meö svarta
leörinu kominn.
Verö aðeins kr. 28.440 stgr.
EID
nwi
Bláskógar
Ármúla 8, sími 686080.