Morgunblaðið - 08.08.1985, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 08.08.1985, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 55 • Pétur Pétursson í Akranesbúningnum. Morounw»oiö/Fr»þK)fur Pétur gengur frá félagaskiptum í ÍA Verður löglegur 25. ágúst ef áætlanir standast og getur leikið 4 leiki í íslandsmótinu GENGIÐ hefur verið frá félagaskiptum Péturs Péturssonar, miðherja landsliðsins, frá belgíska félaginu Antwerpen í íþróttabandalag Akraness, hið gamla félag Péturs. Miðast skiptin við 25. júlí sl. og þýðir það að Pétur veröur löglegur með Akurnesingum 25. ágúst ef allt gengur aö óskum. Gæti hann þá leikið fjóra síðustu leiki Akraness í íslandsmótinu gegn Val, Keflavík, Víkingi og Fram og auk þess gæti hann leikiö báöa Evrópuleikina gegn Aberdeen. Pétur sagöi í samtali viö Morg- unblaöiö í gær aö hann væri orö- inn þreyttur á því aö fá aldrei sölu frá Antwerpen. Belgíska félagiö hefur haldiö honum í svo háu veröi aö engin atvinnumannaliö hafa getaö greitt þá upphæö. Hins veg- ar hefur Antwerpen veriö tilbúiö til aö leigja Pétur til annarra félaga, líkt og þegar hann var leigöur tii Feyenoord í fyrra, en Pétur hefur ekki áhuga á slíku. Hann hefur m.a. nýlega neitaö aö fara á láns- samning hjá grísku félagi. „Þaö er nauösynlegt fyrir mig aö halda mér í leikæfingu, aö öörum kosti á ég takmarkaöa möguleika á því aö komast aö hjá atvinnu- mannafélögum. Þvi hef ég í sam- ráöi við Antwerpen gengið frá fé- iagaskiptum yfir i Akranes. Ant- werpen heldur auövitaö sínum rétti ef ég fer til annars atvinnumanna- liös eftir dvölina heima á Akra- nesi," sagöi Pétur í gær. Þaö þarf auövitaö ekki aö hafa mörg orö um hversu mikill styrkur Pétur veröur Akranesliöinu. Hann er tvímælalaust í hópi marka- heppnustu leikmanna íslenzkrar knattspyrnu fyrr og síöar. Má sem dæmi nefna aö hann skoraöi 61 mark í 89 leikjum meö Akranesi á árinum 1976—'78. Hann á marka- metiö í 1. deild, 19 mörk i 17 leikj- um áriö 1978. Áriö áöur skoraöi Pétur 17 mörk í 1. deild. Þá hefur hann veriö einn skæöasti fram- línumaöur íslenska landsliösins undanfarin ár. Pétur dvelur um þessar mundir á Akranesi og æfir af krafti meö félögum sínum i Akranesliöinu. — SS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.