Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGUST 1985 5 Blikk.smiðjan Vogur { Kópavogi. Blikksmiðjan Vogur lýst gjaldþrota — kröfur í búið ekki undir 70 milljónum króna Blikksmiðjan Vogur hf. í Kópa- vogi var úrskurðuð gjaldþrota í fyrradag. Að sögn Ásgeirs Péturssonar bæjarfógeta í Kópavogi óskaði stjórn fyrirtækisins þess fyrir nokkrum dögum að það yrði tek- ið til gjaldþrotaskipta. Við at- hugun hjá embættinu kom í ljós að fyrirtækið átti augljóslega ekki fyrir skuldum og var það því úrskurðað gjaldþrota á mánudag og eignir þess teknar í vörslur skiptaráðanda. Innköll- un í þrotabúið verður birt í Lögbirtingablaðinu á næstunni. Blikksmiðjan Vogur mun vera eitt af elstu starfandi iðnfyrir- tækjum í Kópavogi, en það hóf starfsemi árið 1949. Hjá fyrir- tækinu hafa starfað um 40 manns að undanförnu. „Það er ljóst að þessir menn missa at- vinnu sína á næstu dögum," sagði Rúnar Mogensen lögfræð- ingur, sem skipaður hefur verið skiptastjóri í búinu. „Nú er unn- ið að því að athuga hvort ekki er hægt að ljúka einhverjum verk- efnum, sem komin eru á loka- stig, áður en starfseminni verður hætt með öllu og skýrist það á næstu dögum," sagði Rúnar. Rúnar sagði að fyrr en inn- köllunarfrestur væri liðinn væri ekki unnt að segja hversu háar kröfur í búið yrðu. „Þó er ljóst að þetta er stórt þrotamál og mér sýnast kröfurnar ekki munu verða undir 70 milljónum króna," sagði Rúnar Mogensen enn fremur. Aðspurður um Húsnæói blikksmiójunnar hefur verió innsiglaó af bæjarfógetanum í Kópavogi. Þar stendur aó taki mað- ur burt eóa ónýti innsigli, sem sett hefur verió af opinberum ráó- stöfunum, þá varói það sektum, varóhaldi eóa fangelsi allt að 6 mánuóum, sbr. hegningarlög. orsakir gjaldþrotsins sagði hann þær ekki fullljósar á þessu stigi, þar kæmu eflaust margir sam- verkandi þættir við sögu, en þó gat hann þess að stór viðbygg- ing, sem reist var við húsnæði fyrirtækisins árið 1980, hefði reynst því þungur baggi. „Ekkert útilokar Hag- virki frá framkvæmdum á Keflavíkurflugveili“ — segir Thor Ó. Thors, for- stjóri íslenskra aðalverktaka „ÞAÐ ER ekkert sem útilokar Hagvirki eða aðra frá framkvæmdum i Helguvík. Þaó hefur ekki verið gengið frá því við einn eða neinn hvernig þeim framkvæmdum verður hagað,“ sagði Thor Ó. Thors, forstjóri íslenskra aöalverktaka í samtali vió Morgunblaóið. 1 Morgunblaðinu á laugardag er sagt frá uppsögnum verktakafyr- irtækisins Hagvirkis í haust á yfir 200 manns vegna verkefnaskorts. Jóhann Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis, segir þar að íslenskir aðalverktakar hafi nýverið samið við nokkra aðila innan Verktaka- sambandsins um verk á Keflavík- urflugvelli án útboðs, enda þótt tækjakostur Hagvirkis sé betur fallinn til þessara verka en ann- arra fyrirtækja. Thor sagði að á sínum tíma þeg- ar ákveðið hefði verið að víkka þann hring framkvæmdaaðila, sem unnið hefðu fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, hefði það orðið að ráði að leitað yrði til Verktakasambands íslands og það léti verkin ganga áfram tii félaga innan sinna vébanda. Á þeim tíma hefði Hagvirki átt aðild að Verk- takasambandinu, en það hefði síð- an sagt. sig úr því og fyrir bragðið orðið utangátta er leitað hefði ver- ið til Verktakasambanmdsins. Það væri ástæðan, en ekki það að verið væri að útiloka Hagvirki. Thor sagði að það væri einungis lítið undirbúningsverk sem unnið væri í sumar í Helguvík. Sex fé- lagar í Verktakasambandinu hefðu tekið það að áer. Ekki yrði hafist handa um aðalframkvæmd- irnar í Helguvík fyrr en á næsta ári. Það væri ekki búið að bjóða þá framkvæmd út og íslenskir aðal- verktakar væru ekki einu sinni búnir að gera samning um þesss framkvæmd sjálfir. Sama gilti um byggingu flughlaða vegna bygg- ingar nýju flugstöðvarinnar. Ekk- ert útilokaði Hagvirki frá því að koma til greina hvað þessar fram- kvæmdir varðaði. Gott verð á fiskmörkuðum TVÖ skip seldu afla sinn á breskum fiskmörkuðum í gærmorgun og fengu bæói ágætis veró fyrir aflann. Ýmir seldi í Hull 143,5 tonn fyrir tæplega 6 'k milljón króna, meðal- verðið 45,20 krónur. Snæfugl SU seldi 176,6 tonn í Grimsby fyrir 8,2 milljónir, meðalverðið 46,54 krónur. Uppistaðan í afla beggja bátana var þorskur. I dag selja einnig tvö skip í Eng- landi, Beitir í Grimsby og Sigurfari II í Hull. ^Apglýsinga- síminn er 2 24 80 HAMARKSGÆÐI Mest seldi bill a Islandi Frá þvi FIAT UNO var kynntur a arinu 1983 hefur hann selst meira en nokkur annar einstakur bíll hér á landi. 362 þus. Aöur kr. 286 Nu fra kr.: EDKUL VJLHJÁLMSSON HF. Afgreiöslutími 4 dagar Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 — 77202. Takmarkaðar birgðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.