Morgunblaðið - 14.08.1985, Side 17
17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985
Það sem lifir
af nóttina
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
t dag, 14. ágúst, eru liðin áttatíu
ár frá fæðingu Þorgeirs Svein-
bjarnarsonar skálds, en hann lést
19. febrúar 1971.
Þorgeir Sveinbjarnarson fæddist í
Efstabæ í Skorradal, sonur hjún-
anna Sveinbjarnar Bjarnasonar,
bónda þar, og konu hans, Halidóru
Pétursdóttur. Hann var yngstur
þriggja systkina; systur hans, Krist-
ín og Jórunn, eru húsfreyjur í Borg-
arfirði. Þorgeir stundaði nám í
Hvítárbakkaskóla, lauk prófi frá
lýðskólanum í Tárna í Svíþjóð 1931
og var í framhaldsnámi í Iþrótta-
skóla rikisins i Kaupmannahöfn.
Hann var íþróttakennari við Lauga-
skóla í Þingeyjarsýslu 1931 — 1944.
Eftir það tók hann við starfi fram-
kvæmdastjóra íþróttasambands ts-
iands um skeið. Hann var forstjóri
Sundhallar Reykjavíkur frá 1945 til
dauðadags. Þorgeir kvæntist árið
1932 Bergþóru Davíðsdóttur frá Há-
mundarstöðum í Eyjafirði. Hún lést
árið 1952. Þau eignuðust þrjú börn:
Davíð Björn, drukknaði á barns-
aldri; Þorgeir, lækni í Stokkhólmi,
og Maríu Halldóru, félagsráðgjafa í
Reykjavik.
Eftir Þorgeir Sveinbjarnarson
komu út þrjár ljóðabækur: Vísur
Bergþóru (1955), Vísur um draum-
inn (1965) og Vísur jarðarinnar
(1971). Með þessum bókum ávann
hann sér hylli ljóðaunnenda og varð
reyndar þekktur langt út fyrir raðir
þeirra.
Það var ekki út í bláinn að fyrsta
Ijóðabók Þorgeirs Sveinbjarnar-
sonar nefndist Vísur Bergþóru.
Hann hélt því fram að kona sín
kæmi til sín í draumi og mælti fram
ljóðin. Vísur Bergþóru eru því
draumljóð, að minnsta kosti að
stofni til. Ekki verður það hrakið að
eftir lát Bergþóru öðluðust ljóð
Þorgeirs meiri dýpt en áður. Hann
Þorgeir Sveinbjarnarson
hafði að vísu fengist við ljóðagerð,
en ekki með sérstökum árangri. Á
sjötta áratugnum voru miklar hrær-
ingar í ljóðlist á tslandi. Steinn
Steinarr, Jón úr Vör og atómskáldin
höfðu rutt braut nýrri tegund ljóða-
gerðar sem að formi til var með allt
öðrum hætti en áður. Eldri skáld
hrifust með. Vísur Bergþóru báru
þess merki að ljóðmyndin hafði
breyst, en í þeim voru líka tónar
fortiðar, niðurstaðan eins konar
sættir milli hins gamla og nýja.
Ég mun hafa verið sextán ára
þegar ég hitti Þorgeir Sveinbjarn-
arson fyrst og ræddi við hann um
skáldskap. Hann lagði áherslu á,
man ég, að í ljóðum mætti vel vera
dálítil gamansemi llkt og hjá Tóm-
asi Guðmundssyni. Sennilega hefur
honum þótt ég of alvörugefinn, en
þá eins og nú stóðu ung skáld i
skugga sprengjunnar og válegra tíð-
inda utan úr heimi. Menn voru á
svipinn eins og þeir væru nýsloppnir
úr helvíti Híróshíma og Nagasakí.
En léttleiki Vísna Bergþóru
orkaði vel á mig. Og í bókinni voru
líka mörg alvarleg ljóð, ljóð sem
höfðu orðið til sem andsvar við
harmi, mótuð af mannlegri þján-
ingu, mikilli lífsreynslu. Svo vel var
kveðið í Vísum Bergþóru að maður
lærði ósjálfrátt margt úr ljóðunum
og enn kemur það upp í hugann. Við
hljóð færið nefnist eitt þessara
ljóða:
Lífstrengi
Ijóðhörpu
ljóshendur slá.
Sólkona
umleikur
söknuð minn
í þrá.
Hvaðan kom andvarinn? nefnist
eitt þessara fallegu ljóða og hver
man ekki Við lindina þar sem
spurt er hvort þér sé „gefið vald/
að drepa sprota á klettinn?" Og í
því ljóði segir einnig frá því
ævintýri þegar „Sem eilífðarinnar
upphaf/ gegnum steininn/ lindin
sytrar".
Vísur um drauminn eru án efa
merkasta framlag Þorgeirs
Sveinbjarnarsonar til íslenskrar
ljóðagerðar. Þau eru ákaflega at-
hyglisverð og vel byggð ljóð og
ljóðaflokkurinn Landslag sem í
senn er einfaldur og margbrotinn,
góður skáldskapur. Ljóðaflokkur-
inn er lýsing síendurtekinnar
sköpunar þar sem gjöf himinsins er
landið. t honum skynjum við mik-
ilvægi hljómsins í skáldskap Þor-
geirs Sveinbjarnarsonar.
Vísur jarðarinnar sem komu út
að höfundinum látnum eru þrosk-
aður skáldskapur, framhald fyrri
bóka og ekki síðri að skáldlegri
innlifun og einlægni. Aukin vídd
er í þessari bók, ekki síst í ljóðum
sem urðu til eftir för skáldsins til
Israels og mótast mjög af Biblíu-
efni, ágengum spurningum um trú
og mannúð. En eins og fyrrum eru
það hin einföldu og hlýju smáljóð
sem segja okkur mest um mann-
Alma mater
Svipmyndir úr sögu Háskólans í Cambridge
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
Laurence & Helen Fowler: Cam-
bridge Commermorated. An Antho-
logy of University Life. Collected
and edited by Laurence & Helen
Fowler. Cambridge University Press
1984.
Þessu safni er ætlað að sýna
svipmyndir úr langri sögu Háskól-
ans í Cambridge, með textum,
ljóðum og lýsingum á lífi og hátt-
um þeirra sem stunduðu nám i
þessari stofnun gegnum aldirnar.
Einnig er ágætt safn mynda
prentað í texta. Velunnarar stofn-
unarinnar hafa löngum viljað
rekja sögu hennar sem lengst aft-
ur, sumir töluðu um árið 375 fyrir
Krist. Það er lítið vitað með vissu
um upphaf Cambridge-háskóla.
1209 kom þangað hópur stúdenta
frá Oxford vegna átaka og ósam-
komulags við íbúa þeirrar borgar.
Það er ekki vitað með vissu hvort
kennsla hafi þá verið hafin þar
eða hvort námsmennirnir hafi
komið þangað af tilviljun.
1225 er kominn vísir að háskóla.
Elsta byggingin er Peterhouse
college og er það jafnframt elsti
hluti stofnunarinnar. Árið 1318
staðfestir Jóhannes páfi XXII að
Cambridge sé „studium genarale",
þ.e. viðurkennir stofnunina sem
háskóla.
1371 er kvartað yfir því að nem-
endur og prestlingar taki upp á
því að ráðast inn í hús borgar-
anna, með því að brjóta upp hurð-
ir og lemji síðan og sproksetji íbú-
ana. Höfundarnir rekja síðan sögu
stofnunarinnar, fjalla um daglegt
inn ög skáldið Þorgeir Sveinbjarn
arson, til dæmis Blóm við læk:
Kg fann blóm
við lækinn
og býst til að láta það lifa
hjá mér í nótt.
Það horfir á mig
blindu auga
og segir hljóðri rödd:
Það var ég
sem fann þig
og ég gef þér líf
í nótt.
í trúarlegu ljóði í vísum um
drauminn, Birtan kringum þig
kallast það, heitir Þorgeir
Sveinbjarnarson á þann sem hann
ávarpar í Ijóðinu að létta geislan-
um sporið: „láttu hann ganga/ inn
í þinn söng“. Það var mikil birta í
kringum Þorgeir Sveinbjarnarson.
Minning hans er skýr og heiðrík.
líf nemendanna, stofnun nýrra
deilda, siðaskiptin og áhrif þeirra,
ókyrrðina í borgarastyrjöldinni.
Á átjándu öld er komin meiri
festa á skólahaldið og frá miðri 19.
öld er Cambridge-háskólinn talinn
meðal fremstu menntasetra í
heimi.
Efnið sem höfundar styðjast við
er sótt í prentaðar heimildir, m.a.
bréf, dagbækur, minningar og
ævisögur, skólaskýrslur, dagblöð
og tímarit. Fjallað er um námið og
námstilhögun, rannsóknir og vís-
indastarfsemi, en einnig um þá
einstaklinga, sem lita mannlífið
með því að staðlast ekki að al-
mennt viðurkenndu hegðunar-
munstri, sérvitringa og furðuf-
ugla, sem taka upp á ýmsum
kúnstum sér til tilbreytingar og
skemmtunar. Sumir þessara ein-
staklinga eru alkunnir aðrir síður
þekktir. Bókin er'prentuð í prent-
verki stofnunarinnar, sem hefur
starfað óslitið í 400 ár og er meðal
merkustu útgáfufyrirtækja.
Þetta er skemmtileg bók, svip-
myndir af stúdentalífi í nokkur
hundruð ár og þar með viss tján-
ing tíðarandans.
ÁADKOMA SÉR UPPÞAKIYFIR HÖFUDID
ÁN ÞESS AD REISA
SÉR HURDARÁS
UM ÖXL?
Útvegsbankinn leysir ekki allan vanda
húsbyggjenda, EN getur þó komið þeim
til hjólpar.
Q Ráðgjafinn f Útvegsbankanum getur
reiknað út mánaðarlega greiðslu-
byrði hinna ýmsu valkosta sem hús-
byggjanda eða kaupanda bjóðast.
0 Ráðgjafinn getur kynnt þér hvernig
Plúslán með Ábót léttir undir greiðslu-
þungann.
0 Endurgreiðslutími getur orðið allt að
flórum árum, jafnvel sex
□ Frávik frá áœtluðum sparnaði purfa
ekki að skerða lánsréttinn.
Við erum greinilega þín megin í barátt-
unni - Ekki satt??
PLÚSLÁN
MEÐ ÁBÓT
ÚTVEGSBANKINN
I EINN BANKI • ÖLL ÞJÓNUSTA