Morgunblaðið - 14.08.1985, Page 23

Morgunblaðið - 14.08.1985, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 14: ÁGÚST 1985 23 þungA MIÐJAN GUNNLAUGUR SIGFÚSSON LeBon og Rhodesí stjörnufans Nú geta Duran Duran-aðdáendur farið að safna aurum í baukinn sinn til þcss að geta fjárfest í nýrri breið- skífu sem þeir félagar Simon LeBon og Nick Khodes hyggjast senda frá sér einhvern tíma með haustinu. Ekkert virðist hafa verið til sparað til þess að gera afurð þessa sem best úr garði og til verksins hafa þeir ráðið úrvalsmenn á öll- um sviðum. Það er Alex Sadkin, sem stjórnaði upptökunni, en hann mun hafa haft sama verk á höndum á plötunni Seven And The Ragged Tiger, en Alex þessi hefur einnig komið mjög við sögu söng- konunnar Grace Jones og hún mun einmitt hafa aðstoðað við sönginn. Virtur jazz-bræðings bassaleik- ari, Mark Egan, var ráðinn til þess að útsetja herlegheitin en hann er einkum þekktur fyrir að hafa plokkað bassann fyrir Pat Meth- eney hér áður fyrr, nú, og hann sér auðvitað um bassaleikinn einnig að þessu sinni. Þá voru kallaðir til ekki ómerkari menn en Sting, Herbie Hancock og David Gil- mour, fyrrum gítarleikari Pink Floyd. Ekki er talið útilokað að einhverjir af þessum mönnum muni svo koma til með að aðstoða þá félaga á tónleikum í náinni framtíð. Það hefur verið töluvert skegg- rætt um það upp á síðkastið hvort Duran Duran séu búnir að leggja upp laupana en heyrst hefur eftir nokkuð áreiðanlegum heimildum að svo sé ekki og þeir muni senn halda i stúdíó til þess að taka upp nýja breiðskífu, en vert er að biðja aðdáendur hljómsveitarinnar um að gæta stillingar og rjúka ekki út í búð og biðja um nýja Duran- plötu því hún kemur varla út á þessu ári. Nú, og svo er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Power Station ætluðu aldrei að leika opinberlega, en eru nú á hljómleikaferð um Bandaríkin, svo Duran Duran gæti þess vegna allt eins heyrt fortíðinni til. Miklar gatna- gerðarfram- kvæmdir í Njarðvíkum „EFTIR þessar framkvæmdir eru liðlega 90% gatnakerfis bæjarins með bundnu slitlagi," sagði Albert K. Sanders bæjarstjóri í Njarðvík í samtali við Morgunblaðið, „að undanfórnu hefur slitlag verið lagt á 10 götur, alls 2,1 km eða 14 þús- * und fermetra, og kantsteinn settur á 1,8 km.“ Það voru fyrirtækin Loftorka og Véltækni sem sáu um þessar framkvæmdir, Loftorka sá um útlagningu á slitlagi og Véltækni um lagningu kantsteina. E.G. Morgunblaðið/E.G. Starfsmenn Véltækni að störfum við lagningu kantsteina. eigendur Bestu kaupin eru hjó okkur! Hjá okkur fáiö þiö original pústkerfi í allar geröir MAZDA bíla. Viö veitum 20% afslátt ef keypt eru heil kerfi meö festingum. Kaupiö eingöngu EKTA MAZDA pústkerfi eins og framleiöandinn mœlir meö — þau passa í bílinn. BÍLABORG HF Smiðshöfða 23. S. 8Í26S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.