Morgunblaðið - 14.08.1985, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 14.08.1985, Qupperneq 50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVlKUDAGL'R 14. ÁGÚST 1985 50 ^SamKv/jemt þesscun röntgenmynd^ htfiir hitn stun^ist í fotirxn cL þér." Og í hvert sinn sem þú set- ur í vigtina spyrðu sjálfa þig: IVfá ekki aðeins halla á hinn? Með morgnnkaffiou Hvað kostar það venjulega að fá bílinn þveginn á þess- ari stöð? HÖGNI HREKKVÍSI , H/NN BK AV F/ZRA UT i-AHPHELÆ'N A SÍNA. " Herstöðvaandstæðing- ar þurfa líka að borða Jón Torfason, Grenimel 31, skrifar: Akureyringur spyr í Velvak- anda 11. ágúst hvort þeir sem standa að baki slagorðunum: Aldrei aftur Hiroshima, aldrei aftur Nagasaki, séu reiðubúnir til þess að taka undir sams konar slagorð um Ungverjaland, Tékkóslóvakíu og Afganistan — og þá væntanlega fleiri þar sem yfirgangur Sovétmanna sé for- dæmdur. Slagorðin um Hiroshima og Nagasaki eru tengd minningu þess að um þessar mundir eru.40 ár síðan Bandaríkjamenn vörp- uðu kjarnorkusprengju á þessar borgir. Aðgerðirnar undanfarna daga eru liður í alþjóðlegri her- ferð til að reyna að koma í veg fyrir að viðlíka ógnaratburðir endurtaki sig. Hins vegar er það rétt athugað hjá Akureyringi að ekki má heldur gleyma fólsku- verkum stórveldanna þótt þau beiti „venjulegum" hernaðartól- um og hann minnir á hversu hættulegt það er smáríkjum að gera herverndarsamninga við stórveldi. Undirritaður er fús að taka undir með Akureyringi og fordæma illvirki risaveldanna: Aldrei aftur Ungverjaland, aldr- ei aftur Guatemala, aldrei aftur Víetnam, aldrei aftur Tékkóslóv- akía, aldrei aftur Afganistan, aldrei aftur Grenada ... Annar nafnleysingi undrast í sama Velvakanda hvernig á því stendur að herstöðvaandstæð- ingar þurfi að borða — eða þykir honum grillaður lundi minna um of á sviðna mannsbúka? Hvað þá um soðinn mat eða sundurbrytj- aðan? Er það eitthvað skárra? Eða særði það hann mest að þetta borðhald skyldi fara fram í grennd við víghreiður Bandaríkjamanna í Keflavík þar sem reyndar er allur útbúnaður til að geyma kjarnavopn? Það væri annars gaman að vita hvernig þessi friðarsinni hyggst helst andæfa kjarnorkuvánni — kannski með því að hlíta leiðsögn hermangaranna í utanríkisráðu- neytinu? Sami friðarsinni er hissa á því að borgarfulltrúi skuli mála táknrænar myndir á göturnar til að minna á voðann af vítisbúnað- inum. Ég hygg að það sé ekki hlutverk kvenborgarfulltrúanna að halda borginni hreinni eins og þessi friðarsinni heldur. Hreins- unardeild borgarinnar mun ann- ast um það en borgarfulltrúarnir eiga að hlutast til um stjórn borgarinnar og hugsanlega að veita einnig einhvers konar leið- sögn. Á þessum óvissutímum sem einkennast af fimbulfambi um fánýti og hégóma er þakkar- vert þegar einhverjir verða til að minna okkur á alvöru kjarnorku- ógnarinnar með jafn saklausum hætti og málningarklessur á göt- um eru, hvort sem í hlut eiga borgarfulltrúar (kven- eða karl-) eða aðrir. Þessír hringdu .. . Staðnaðir veður- fræðingar? R.S. hringdi: Mig langar til að koma með smá fyrirspurn til forráða- manna veðurfregna í sjónvarpi. Raunar hefur verið bent á þetta áður en ekkert verið gert í mál- inu. Er ekki hægt að sýna há- marks- og lágmarkshita á veð- urkortum í sjónvarpinu? Það tíðkast allvíða um heim að því er ég best veit. Á kortinu í sjón- varpinu er alltaf gefið hitastigið kl. 18, en er ekki hægt að gefa líka upp hæsta- og lægsta hita- stigið? Eru veðurfræðingarnir staðnaðir? Geta þeir ekki breytt út af áragömlum venjum? Þakkir tii Þóris L.St. hringdi: Ég hlustaði á erindi Þóris Guðbergssonar félagsmálastjóra í Ríkisútvarpinu kl. 10.45 8. ág- úst síðastliðinn, í þættinum Mál- efni aldraðra. Að mínum dómi er þetta erindi það skilmerki- legasta og hnitmiðaðasta sem ég hef heyrt í herrans háa tíð. Þar kom fram bæði mannvit og skilningur á erfiðleikastundum, sem flestir þurfa að ganga í gegnum á lífsleiðinni, aldraðir jafnt sem ungir. Mér kom þetta ekki á óvart eftir þau kynni sem ég hef haft af Þóri sem forstjóra Félagsmálastofnunar, ekki fyrir mig persónulega heldur þeirra sem ég hef borið fyrir brjósti í það skiptið. Þau hafa öll verið á einn veg, leyst úr þeim af skiln- ingi og velvild. Hafi ráðamenn borgarinnar þakkir fyrir að ráða slíkan mann í þessa vandasömu stöðu, því það er hún vissulega. Ég hef trú á að presturinn sem hefur verið ráðinn á Borgarspít- ala eigi eftir að vera „réttur maður á réttum stað“. Ég óska hinum nýskipaða presti og þeim sem að hans ráðn- ingu hafa staðið guðs blessunar og velfarnaðar í starfi sem og einkalífi. Að endingu vil ég mælast til þess við forráðamenn Morgun- blaðsins að birta erindi Þóris. Margir hafa ekki tækifæri til að hlýða á útvarp á þessum tíma, því miður. Tapaöist svartur köttur? Kattavinur hringdi: Fyrir nokkru kom hingað til mín svartur köttur. Hann var hálfilla til reika veslingurinn, með svarta þykka leðuról um hálsinn sem þrengdi svo mjög að honum, að allt hár var farið und- an og hann gat vart mjálmað. Nú hefur hann allur braggast og er hinn sprækasti. Hefur ein- hver týnt ketti sem ofangreind lýsing á við? Ef svo er, bið ég hann að hafa samband sem fyrst í síma 10393.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.