Morgunblaðið - 14.08.1985, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 14.08.1985, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 51 Illvirkjar ganga laus- ir án aðhalds yfirvalda Einn sem óttast skrifar: Ljótar frásagnir berast stöðugt af fólskulegum árásum illmenna á saklaust fólk, nú síðast af manni sem sparkaði í kvið þungaðrar konu á Hlemmtorgi, svo óvíst varð um líf hennar og fóstursins. Svo virðist sem lítið sé gert af hálfu yfirvalda til að stemma stigu við fólskuverkum slíkra glæpamanna, því þeim er alltaf sleppt aftur að loknum yfirheyrsl- um, svo þeir geta haldið áfram sinni þokkalegu iðju nærri ótrufl- aðir. Að þannig sé á málum haldið af hálfu yfirvalda kemur oft í ljós af fréttapistlum blaðanna. T.d. er þetta þannig orðað í Morgunblað- inu 30. júlí sl., eftir að maður, grunaður um þetta ódæði hafði verið yfirheyrður: „Sá hefur hvað eftir annaó gerst sekur um grófar líkamsárásir." Þetta sýnir á ótvíræðan hátt að árásarmönnum er sleppt jafnóð- um að lokinni hverri handtöku, og geta því „hvað eftir annað gerst sekir um grófar líkamsárásir". Þetta mun ekki vera lögreglu- mönnum að kenna, þeir munu reyna sitt besta til að hafa hendur í hári þessara þrjóta. En hvað gagnar það, þegar þeir sem fara með eftirmálin sleppa þessum skaðræðismönnum æ ofan í æ? Það er hér, sem breytinga er þörf. Ulmennum slíkum skyldi ekki sleppt aftur út í mannlífið, til að vinna þar sín illræðisverk. Þeim skyldi haldið í vörslu, svo hinn almenni borgari geti óhultur farið ferða sinna, án þess að eiga líkamsmeiðingar stöðugt yfir höfði sér. Hér verður að taka upp breytta stefnu hið bráðasta. Menn ættu aö sjá í gegn- um blekk- ingavefinn Húsmóðir skrifar: Þetta er máski kerlingarnöldur þegar maður vill ekki að fjölmiðl- ar noti sama orðið yfir andstöð- una í kommúnistaríkjunum og andstöðuna sem kommúnistarnir sýna í öðrum löndum, og allir vita að þeir eru að berjast fyrir marx- ismann sem alls staðar hefur hungur og kúgun upp á að bjóða og ekkert annað. Hryðjuverk eru illvirki og eiga að dæmast þannig. Þegar lögreglan í Chile drap 3 kommúnista og dómsmálaráðher- ann varð að segja af sér vildi ég að með fréttinni hefði fylgt sagan af pólitískum verkum þeirra, því ég veit að þeir hafa ekki bara pred- ikað andstöðuna, eins og pólski presturinn sem lögreglan pyntaði og drekkti síðan eins og kettlingi, en enginn ráðherra fauk úr her- stjórninni í Póllandi. Hvað skyldi maður segja ef kaupmennirnir hér þyrftu að leggja aukaprósentur á lífsnauð- synjar eins og þeir verða að gera sums staðar á Spáni, því Baska- skæruliðarnir kúga út úr þeim fé með hótunum um gripdeildir og jafnvel lífláti ella. Það er látið heita svo að barist sé fyrir menn- ingu Baska, en engin þjóðleg menning þrífst þar sem marxism- inn ræður. Rússar eru meira að segja búnir að leggja undir sig há- skólann í Kabúl og Castro sendir þangað kennara i spönsku. Líklega ríkir mikill fögnuður í Rússtandi yfir dans- og skrautsýningunni sem haldin er f Moskvu núna á kostnað almennings og er líklega dýrari en viskí-veislan fræga í Eþíópíu. Ætli margar húsmæður í Reykjavík hefðu fagnað því að allt í einu fylltust búðirnar af lífs- nauðsynjum sem lengi hafa verið ófáanlegar og vissu að mundu hverfa undir eins og útlendingarn- ir færu úr bænum sem stjórnvöld hafa eytt stórfé í veislu fyrir, bara til að sýna ágæti sitt? Eg vona að þeir tslendingar, sem notið hafa trakteringanna í Moskvu, hafi séð í gegnum blekk- inguna og lofi ekki lengur hinn nýja guð marxismans í Rússlandi, sem getur ef til vill slagað upp í Stalín ekki síður en þeir sem komu eftir hann. EINANGRUNAR GLER^— Esja h,u MosfgilSS—-— ---SÍMI 666160 PlorgíW' í Kaupmannahöfn FÆST í BLADASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI Q Bladburóarfólk óskast! Úthverfi Vesturbær Ystibær og fl. Þykkvabær og fl. Heiðargeröi Stórageröi Laxakvísl Tómasarhagi 32—57 Austurbær Laugavegur 34—80 Blönduhlíö Eskihlíö Miöbær II V

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.