Morgunblaðið - 14.08.1985, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 14.08.1985, Qupperneq 56
MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Paul WaLson skipstjóri i Sea Shepherd. Sea Shepherd í Reykjavíkurhöfn í g*r. Skipið hét áður St Giles og var gert út frá Hull. Kom það nokkuð vio sogu í þorskastríðum Islendinga og Breta. Lögregluvörður um skip kanadísks náttúruverndarmanns: Sprengjuleit á botni hvalbáta „Watson svívirðilegastur allra sem berjast gegn sel- og hvalveiðum,“ segir fyrrum forseti kanadfskra selveiðimanna KAFARAR lögreglunnar í Reykjavík leituðu í gær að sprengjum á botni þriggja hvalbáta Hvals hf. í Rcykjavíkurhöfn og jafnframt var hafður lögregluvörður um Sea Shepherd, skip samnefndra kanadískra náttúru- verndarsamtaka. Þetta var gert að beiðni Kristjáns Loftssonar forstjóra Hvals hf. „Ég vil taka það fram að ég hef enga vísbendingu fengið um að þeir séu með sprengiefni meðferð- is, en þessir menn eru þekktir fyrir að sprengja upp hvalveiði- skip og þeir eru til alls líklegir og því tel ég rétt að vera við öllu búinn,“ sagði Kristján Loftsson. Sea Shepherd kom til Reykja- víkur í fyradag. Það er í eigu sam- takanna Sea Shepherd Conservat- ion Society, sem hafa höfuðstöðv- ar í Kanada. Samtök þessi hafa barist fyrir verndun ýmissa dýra- stofna víða um heim og beitt við það umdeildum aðferðum. Skip þeirra var gert upptsekt fyrir tveimur árum í Kanada, eftir að það truflaði selveiðar við Labra- dor. Því var skilað í síðasta mán- uði eftir löng réttarhöld. Samtök- in sökktu fyrir nokkrum árum þremur hvalveiðiskipum, tveimur spænskum og einu portúgölsku. Greiðslukort athuguö Paul Watson skipstjóri á Sea Shepherd og formaður samtak- anna sagði í gær að skipinu hefði verið neitað um afgreiðslu á olíu hjá íslensku olíufélögunum. Hjá Olíufélaginu hf. fengust þær upp- lýsingar að þeir hefðu pantað þar olíu í gær og boðið fram greiðslu- kort frá Exxon í Bandaríkjunum og væri það nú í athugun en þeim hefði ekki verið neitað. „Við komum hér aðeins við til að taka olíu og vistir á leið okkar til Færeyja. Þar ætlum við að hindra ólöglegar grindhvalaveið- ar Færeyinga. Við hyggjum ekki á neinar aðgerðir hér á landi í ár því við einbeitum okkur að ólöj{- legum veiðum og hvalveiðar Is- lendinga eru enn sem komið er löglegar," sagði Watson aðspurð- ur. „Hinsvegar er ljóst að fyrir- hugaðar veiðar íslendinga í vís- indaskyni eru bara yfirskin fyrir veiðar í hagnaðarskyni og við munum þegar þar að kemur beita okkur fyrir að settar verði efna- hagsþvinganir á íslendinga í Bandaríkjunum og ef það dugar ekki munum við ef til vill koma hingað til lands og trufla veiðarn- ar að ári,“ sagði hann ennfremur. Hafa sökkt þremur skipum Aðspurður um baráttuaðferðir samtakanna og þá staðreynd að þau hafa sökkt þremur skipum, sagði Watson að þau beittu ekki ofbeldi og hefðu aldrei slasað nokkurn mann. „Við höfum tekið að okkur að halda uppi alþjóða- lögum á hafinu og ég sé ekkert athugavert við að eyðileggja skip sem notuð eru til glæpaverka. Ég skil ekki hvað fólk gerir mikið veður út af þeim aðferðum sem við beitum en virðist sama um þau afbrot sem við berjumst gegn. Þeir sem eru að útrýma dýra- stofnum eru glæpamenn en ekki við,“ sagði Paul Watson. Svívirðilegastur þeirra sem berjast gegn hvalveiðum „Að mínu áliti er Paul Watson svívirðilegastur allra þeirra sem berjast gegn hval- og selveiðum. Aðgerðir hans eru ofvaxnar skiln- ingi manns," sagði Jim Winter, stofnforseti Samtaka kanadískra selveiðimanna, er Morgunblaðið leitaöi álits hans. „Ég vil segja þetta við íslend- inga og Færeyinga. Ef ekki verður barist gegn honum þá mun hann ná sama árangri og hann náði gegn kanadískum selveiði- mönnum, sem var að eyðileggja lífviðurværi þeirra. Barátta Watsons og hans líkra er lævís- asta tilraun þéttbýlisfólks til að þröngva gildismati sínu upp á fólk sem lifir af gæðum lands og sjáv- ar. Þessir hópar eru studdir af fólki sem hefur enga hugmynd um hvað það er að lifa af landinu. Það kaupir viðurværi sitt í stórmörk- uðum og þarf aldrei að sjá dýr líflátið. Maður hlýtur að spyrja hvar þetta endi. 1 dag eru það kóparnir á morgun ef til vill fisk- urinn. Með litmyndum og sjón- varpi hefur þeim tekist að sýna bæði drápið og veiðimennina í þannig ljósi, að það slær fólk mjög illa, þó falsað sé. fslendingar eru ekki villimenn og það er fólkið á Nýfundnalandi ekki heldur. Þeir nota orð eins og drápari og morð- ingi um þessar veiðar, orð sem eru notuð um þá sem myrða fólk. Þetta er fyrirlitlegt,“ sagði Jim Winter að lokum. Róandi lyfjum stolið úr apóteki í Hafnarfirði: Þrjú ungmenni í gjör- gæslu eftir lyfjaneyslu ÞRJÚ ungmenni voru enn í gjör- gæslu í gærkvöldi eftir að hafa neytt mikils magns af róandi lyfjum, sem talið er víst að þau hafí, ásamt tveimur félögum sínum, stolið úr Apóteki Norðurbæjar í Hafnarfírði í fyrrinótt. Það var kl. 8.05 í gærmorgun að lögreglunni í Hafnarfirði barst til- kynning um innbrot í Apótek Norðurbæjar. Kl. 13.45 var lög- reglan kölluð í hús í Hafnarfirði, þar sem fimm ungmenni, tveir piltar og þrjár stúlkur, á aldrinum 14—16 ára voru illa haldin og nán- ast meðvitundarlaus af ofneyslu lyfja. Var læknir þegar kvaddur á staðinn og lét hann samstundis flytja ungmennin í sjúkrahús, piltana í Landspítalann en stúlk- urnar í Borgarspítalann. Seint í gærkvöldi voru einn piltanna og tvær stúlknanna enn í gjörgæslu, en líðan hinna var skárri. Lyfin sem stolið var úr apótek- inu voru róandi lyf af gerðinni valíum, 5 mg, og díazepam, 2 og 5 mg. Fallhlífar- stökkvari slas- ast á baki ITNGUR fallhlífarstökkvari slasaðist í stökki á Sandskeiði seint í gær- kvöldi. Slökkviliðinu barst beiðni um að senda sjúkrabfl upp á Sand- skeið um klukkan 11 í gærkvöldi og þegar Morgunblaðið fór í prentun var ekki vitað um meiðsli mannsins að öðru leyti en því að hann mun hafa kvartað um eymsli í baki. í stökkinu bar fallhlífarstökkv- arann af leið og lenti hann í hrauninu á bak við flugskýlin á Sandskeiði. Hópur á vegum Fall- hlífaklúbbs Reykjavíkur var þarna að æfingum. Maðurinn sem slasaðist mun nýlega hafa byrjað að æfa fallhlifarstökk. 23 stiga hiti í Vík í gær MJÖG heitt varð sunnanlands í gær og fólk var því léttklætt í höfuðborg- inni og víðar. Hitinn komst hæst í 23 gráður í Vík í Mýrdal. Á Kirkjubæj- arklaustri komst hitinn í 21 gráðu. Tuttugu stig voru á Mýrum og 19 stig á Eyrarbakka og í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum veð- urstofunnar eru svipaðar horfur næstu þrjá sólarhringa a.m.k. Áfram verður hægviðri eða norð- angola. Bjartviðri verður sunnan- lands en fyrir norðan verður skýj- að með köflum og sums staðar súld á annesjum. Hitinn verður 10—16 stig fyrir sunnan. Ferskfisksalan til Bretlands: 50 % í fryst- ingu í beinni samkeppni við okkur FISKUR sá af íslandsmiðum, sem landað er ferskum á fískmörkuðum í Bretlandi, er að helmingi til unninn í blokk þar. Blokkin er síðan seld þar og í öðrum löndum í samkeppni við blokkfrystan físk héðan. í Bretlandi er greitt allt að 40 krónum fyrir kfló af fískinum til frystingar en helm- ingi minna hér. í aflahrotunni undanfarið hefur meira af ferskum fiski héðan verið landað á þessum mörkuðum en nokkru sinni fyrr og hefur fisk- vinnslan meðal annars tekið þátt í þessum útflutningi. Hefur það verið gert til þess að bjarga fiski, sem á land hefur komið, frá skemmdum þar sem ekki hefur verið unnt að vinna hann hér heima, meðal annars vegna fólks- eklu í frystingunni. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, for- stjóri SH, segir í samtali við Morgunblaðið, að brezku frysti- húsin séu nú að safna birgðum og vinnsla þeirra miðað við hráefnis- verð, sem sé helmingi hærra en hér, skili ekki hagnaði. Þetta sé þeim því aðeins mögulegt í skamman tíma. Bæði Eyjólfur og Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segja aukna sókn í ferskfiskútflutning og hið háa verð, sem greitt er á erlendum mörkuðum, þýði að fiskvinnslan verði að laga sig að þeim aðstæð- um og þrýsti á að tekið verði upp svipað sölukerfi hér heima og er- lendis. Sjá nánar á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.