Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 Keflavík: Minnisvarði um Helga S. afhjúpaður og sýning haldin á myndum hans og munum Keflavík. 23. >kúh1. SÍÐASTLIÐINN miðvikudag var afhjúpað minnismerki um Helga S. Jónsson við skátaheimilið í Keflavík. Þórunn Ólafsdóttir, ekkja Helga, og dóttursonur hans og nafni afhjúpuðu minnismerkið að viðstöddu fjölmenni. Þá var einnig opnuð sýning á málverkum eftir Helga S. í skátaheimilinu og hlutum úr eigu hans. Fyrir athöfnina mælti Jakob Árnason, formaður nefndarinn- ar sem sá um byggingu minn- isvarðans, nokkur orð. Þakkaði hann öllum þeim fjölda ein- staklinga, félagasamtaka og fyrirtækja sem lögðu hönd á plóginn við byggingu vörðunn- ar. Að því loknu afhjúpuðu þau Þórunn og Helgi minnismerkið undir söng Skt. Gilwellsskáta. Þá var gengið í skátaheimilið og málverkasýningin opnuð. Minnismerkið er 2,2 m há steinvarða og er andlitsmynd af Andlitsmyndina af Helga S. gerði Erlingur Jónsson. Helga á suðurhliðinni, gerð af Erlingi Jónssyni listamanni. Varðan stendur innan í átta- vitarós og er allur frágangur til fyrirmyndar. Á sýningunni eru 54 málverk eftir Helga S. Hann málaði mikið um ævina og eru myndir hans víða um land. Leitað var til fólks á Suðurnesjum og myndir fengnar að láni á sýn- inguna. Einnig var opnaður vís- ir að skátaminjasafni í skáta- heimilinu og er uppistaðan munir úr eigu Helga sem ekkja hans hefur gefið skátafélaginu Heiðarbúum í Keflavík. Sýn- ingunni lýkur 25. ágúst. Það eru vinir og samherjar Helga S. Jónssonar sem standa að byggingu minnismerkisins og sýningunni og bráðlega er væntanleg bók um hann. EFI Frá afhjúpun minnisvarðana. Jakob Árnason, formaður nefndar sem stóð fyrir byggingu varðans, Þórunn Ólafsdóttir, ekkja Helga, og dóttursonur hans og nafni. Gestir koma til sýningarinnar ( skátabeimilinu. Frá vinstri eru Höxley Olafsson, kona hans Vilborg Ámundadóttir og Valtýr Guðjónsson. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, tók fyrstu skóflustunguna að umönnunar- og hjúkrunarheimili, sem rísa á við lóð númer 64 við Kleppsveg. Hjá henni stendur Guðríður Elíasdóttir, formaður verkakvennafélagsins í Hafnarfirði. Hornaflokkur úr Reykjavík lék við athöfnina. Fyrsta skóflustungan að 100 manna umönnunar- og hjúkrunarheimili tekin FORSETI íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, tók fyrstu skóflustunguna að umönnunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli á föstudag, en það á að rísa á lóð númer 64 við Kleppsveg við Hrafnistu. Séra Sigurður Helgi Guð- mundsson helgaði staðinn, en hann er jafnframt varaformaður Skjóls og formaður Öldrunarráðs íslands. Guðjón Baldvinsson, formaður Skjóls, flutti ávarp við tækifærið. Sex félagasamtök og stofnanir bundust samtökum um bygging- una. Þau eru: Alþýðusamband ís- lands, Samband lifeyrisþega ríkis og bæja, Sjómannadagsráð, Stétt- arsamband bænda, Reykjavíkur- borg og Þjóðkirkjan. Teikning að hjúkrunarheimili hefur þegar ver- ið samþykkt. Mun það koma til með að rúma liðlega hundrað manns og verður það rekið sem sjálfseignarstofnun. Halldór Guð- mundsson er arkitekt við bygging- una og Bjarni Frímannsson bygg- ingarverkfræðingur. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu er nú á biðlista rúmlega hálft þriðja þúsund manns, sem þarfnast rým- is af félagslegum og heilsufarsleg- um ástæðum. Úrlausn er því mjög brýn, ekki aðeins fyrir langlegu- sjúklinga sem bíða B-álmunnar, heldur og þeirra sem eru enn sjálfbjarga að einhverju leyti. Með haustinu verður gengist fyrir almennri fjársöfnun um land allt. Er ætlunin að það fé sem safnast úti á landsbyggðinni renni til verkefna þar heima fyrir, en söfnunarfé á Reykjavíkursvæðinu mun ganga til nýju byggingarinn- ar. Stjórn byggingarinnar ætlar að gera lífsins tré að merki sínu, en það var merki árs aldraðra á sín- um tíma og jafnframt merki ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin var í Vín 1982. Ætlun- in er að setja upp listaverk í and- dyri hússins og verður þar um voldugt tré að ræða. Fyrirtæki, fé- lög og stofnanir, sem vilja rétta hjálparhönd fjárhagslega, geta lagt hönd á plóginn með því að greiða ákveðið gjald fyrir lauf, sem þeir kjósa að merkja sér með nafni eða merki. Laufskógurinn í anddyri hússins verður því bæði til fegrunar og eins til að minna á þá sem lögðu fram fé í þessa bygg- ingu til að hlynna að öldnum og sjúkum. Hægt er að fá þrjár stærðir af laufum og er verðið fyrir minnstu laufin 100.000 krón- ur, miðstærðin kostar 300.000 krónur og stærstu laufin eru á 500.000 krónur. Greiðslutími er hugsaður tvö til þrjú ár eftir sam- komulagi. Einnig geta stærri fyrirtæki og fjársterkir aðilar kosið að minnast ákveðinna atburða, náinna ætt- ingja eða jafnvel margra ára starfsmanna, sem senn þarfnast hvíldar, með því að leggja fram andvirði eins eða fleiri vistrýma. Úthlutun 17 iðnaðar- lóða verði afturkölluð Á FUNDI Borgarráðs í gær var lagt til að úthlutun iðnaðarlóða til 17 fyrirtækja verði afturkölluð. Fyrirtækin fengu lóðirnar á árun- um 1976—1979, en á mörgum lóð- anna eru engar framkvæmdar hafnar eða þá að þær eru á frum- stigi. Á fundinum í gær var ákveð- ið að fresta afgreiðslu málsins í mánaðartíma. Umræddar lóðir eru við Grjót- háls, Hestháls, Réttarháls, Lyng- háls, Járnháls, Tunguháls og Skútuvog. Fyrirtækin eru Bifreið- ar og landbúnaðarvélar, Fálkinn og Stál hf., Hekla hf., Reykjaprent hf., Dráttarvélar hf., Gráfeldur hf., ÍS-spor hf., Henson, Vökull hf., Reyplast hf., Jens Guðjónsson, Hafplast hf., Vélaborg hf., Gísli Jónsson og Co., Atóm hf., Bald- ursson hf. og Slippfélagið í Reykjavík hf. Völundur hf.: Sýningarsvæðið stækkað Timburverslunin Völundur hf. hefur nýlega stækkað sýningar- svæði verslunarinnar og komið þar fyrir „Uno Form“-innréttingum, sem fyrirtækið flytur inn frá Dan- mörku. „Það má segja að þessar inn- réttingar séu sígildar," sagði Þóra B. Björnsdóttir innanhúss- arkitekt, sem leiðbeinir við- skiptavinum, teiknar grunn- mynd og raðar saman einingum eftir óskum hvers og eins. „Framleiðsla „Uno Form“-inn- réttinga hófst fyrir rúmum 15 árum og á þeim tíma hefur grunnhönnunin ekki breyst nema að litlu leyti en alltaf er boðið upp á einhverjar nýjungar í útliti. Útlitsbreytingar og venjulegt viðhald er því mjög auðvelt og nægir til dæmis oftast að skipta um hurðir á skápum og gefa þannig innrétt- ingunni nýjan svip. Um leið og sýningaraðstaðan er bætt, bætast við ýmsar nýj- ungar, sem gefa fleiri möguleika. Hægt er að fá „Uno Form“-inn- réttingar í allt húsið, eldhús, bað, forstofu og svefnherbergi auk bókaskápa með eða án glers I stofu. Ennfremur hefur „Uno Form“ verið fengið til að hanna sérstakar innréttingar úr mass- ífu náttúruefni fyrir ofnæmis- sjúklinga á sjúkarhús í Dan- mörku og er hægt að fá þær af- greiddar hér á landi ef þess er óskað,“ sagði Þóra að lokum. Þóra B. Björnsdóttir innanhússarkitekt ásamt dönskum sérfræðingum sem settu upp nýju innréttingarnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.