Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 ÍÞINGHLÉI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Nýtt skeið hagvaxtar og framfara „Yfirbygging þjóöfélagsins vex — undirstöðurnar rýrna“ Hlutfallsleg skipting mannafla á atvinnugreinar 1963 og 1983 Ríkisbúskapurinn þrengir að atvinnuvegunum Á tuttugu ára tímabili, 1963—1983, hefur hlutfall hins opinbera (ríkis, sveitarfélaga og banka) í mannafla (vinnandi fólki) nær tvöfaldast. Var 13,2% 1963 en 25,3% 1983. Ef eingöngu er talin opinber stjórnsýsla og þjónusta er vöxturinn úr 11,3% í 21,4%. Um það bil fjórðungur vinnandi manna starfar nú hjá ríki, sveitarfélögum og hálfopinberum stofnunum. Á sama tíma hefur hlutfall framleiðslunnar í mannafla lækkað. Fjallað er um það „í þinghléi" í dag að beina þurfi menntun, þekkingu og starfskröftum þjóðarinnar í ríkara mæli að atvinnulíf- inu, þ.e. verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum, auk þess sem gömul hugmynd um „þak“ á skattheimtu er viðruð. „I»ak“ á skattheimtu? Ef marka má fjölmiðlafréttir stefnir í allnokkurn ríkissjóðs- halla 1985, auk þess sem við- skiptahalli við umheiminn er verulegur og skuldasöfnun erlend- is lítt rénandi. Umsvif og útgjöld ríkissjóðs hafa að vísu verið skorin verulega niður, næstliðin tvö ár, í kjölfar þrenginga, vegna aflasamdráttar og skertra þjóðartekna. Engu að síður var samanlögð skattheimta ríkis og sveitarfélaga 40% af vergri þjóðarframleiðslu og 53% af þjóðartekjum 1984, samkvæmt heimildum í „Viðskiptamálum", fréttabréfi Verzlunarráðs Islands. Það er að vísu matsatriði á hverri tíð, hve hátt hlutfall þjóð- artekna á að ganga til ráðstöfunar hjá ríki og sveitarfélögum. Ljóst er hinsvegar að þeim mun hærra sem þetta hlutfall er, því minna verður eftir til frjálsrar ráðstöf- unar hjá fólki og fyrirtækjum. Skattgreiðslur skila sér aftur, að minnsta kosti að hluta til, i formi margvíslegra opinberra framkvæmda og þjónustu, sem fólk vill ekki án vera. Skattpen- ingum er hinsvegar mismunandi vcl varið, og stundum miður. Margur er því þeirrar skoðunar að hluti þeirra skatta, sem nú gengur til ríkisins, væri betur kominn — og myndi nýtast skár — í höndum forsjármanna heimila og fyrir- tækja í landinu. Þess vegna skýtur þeirri spurn- ingu æ oftar upp í hugum fólks, hvort ekki eigi að setja „þak“ á skattheimtu ríkisins, t.d. í formi hlutfalls af þjóðartekjum eða þjóðarframleiðslu. Fjárlög og ríkisútgjöld yrðu síðan að vera innan þessa ramma og þannig háð sveiflum í þjóðarbúskapnum. Skoðanir eru og skiptar um form skattheimtunnar. Þeim fer fjölgandi sem telja tekjuskattinn, eins og hann er úr garði gerður, fyrst og fremst bitna á launafólki. Farsælla sé og að fjármagna ríkis- sjóð um eyðsluskatta, sem verki hvetjandi á sparnað, en tekju- skatta, sem verki letjandi á fram- tak og vinnuframlag. Fjölgun starfa í ríkisbúskapnum Ríkisumsvif hafa vissulega ver- ið skorin allnokkuð niður næstlið- in ár. Án þeirra „bremsuaðgerða" væri fyrirsjáanlegur ríkissjóðs- halli og/eða skattheimta verulega hærri 1985 en raun er á. Vöxtur ríkisbúskaparins síð- astliðin 20—25 ár sést máske bezt af því, hvern veg vinnuafl í land- inu hefur færzt frá framleiðslu- greinum og svokallaðri „frjálsri" atvinnustarfsemi til ríkis, sveitar- félaga og hálf-opinberra stofnana á þessum tíma: • Árið 1963 voru 13,2% fólks á vinnualdri starfandi hjá ríki, sveitarfélögum og bönkum (sem flestir eru ríkisbankar). • Árið 1983, tuttugu árum síðar, var þetta hlutfall 25,3% • í viðtali Morgunblaðsins við Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóra VSÍ, kom fram, að verulega stór hluti fólks í háskóla- námi hyggi á störf hjá „því opin- bera“. Hann segir að 75% — 80% þeirra, sem innritaðir eru í há- skólann, stefni „ljóst eða leynt í ævistarf sem er í tengslum við aðra starfsemi en atvinnulífið". Á tuttugu ára tímabili nær tvö- faldast hlutfall hins opinbera af vinnandi landsmönnum. Nú starf- ar nálægt fjórðungur vinnandi ís- lendinga hjá ríki, sveitarfélögum og bönkum, að því er fram kemur í könnun, sem framkvæmdastjóri VSf vitnaði til. Á sama tíma lækkar hlutfall ýmissa gamalgróinna atvinnu- greina í mannaflanum (vinnandi fólki), að hluta til vegna vélvæð- ingar og tækniþróunar. Starfandi fólki í landbúnaði fækkar úr 13,7% 1963 í 5,3% 1983. Fiski- mönnum fækkar úr 6,6% í 5%. Fiskvinnslufóiki úr 9,9% í 9%. Fólki í iðnaði úr 28,9% í 27,1%. Hinsvegar fjölgar fólki í hvers konar þjónustustörfum, fyrst og fremst á vegum hins opinbera. Mest er fjölgunin hjá heilbrigð- isstéttum og kennurum — og þar er enn vinnuframboð umfram eft- irspurn. Þróunin hefur orðið svip- uð víða á Vesturlöndum. Þjón- ustugreinar eru þó í ríkari mæli atan hins opinbera geira hjá öðr- um þjóðum. „Yfirbygging þjóðfélagsins vex, undirstöðurnar rýrna,“ segir Björn Dagbjartsson, alþingismað- ur, í grein í Morgunblaðinu 21. ág- úst sl. Launastefna — launaþróun Ríkið er sennilega stærri vinnu- veitandi hér, hlutfallslega, en hjá öðrum vestrænum ríkjum. Ríkis- valdiö er því sterkara afl í launa- og kaupmáttarþróun hér en ann- arsstaðar. Launaþróun hér hefur, þrátt fyrir framangreinda hlut- deild ríkisins (eða máske vegna hennar), sízt verið launþegum hagstæðari en þar sem „markaðs- lögmálin" eru meira afgerandi. Vinstri stjórnir, sem hér hafa set- ið af og til, hafa enga forystu haft um mótun né framkvæmd sér- stakrar launastefnu í landinu. Órói á vinnumarkaði hefur hin síðari árin frekar verið innan ríkisbúskaparins en utan hans. Raunar má segja að verka- lýðshreyfingin hafi ekki síður van- rækt það meginhlutverk að móta eigin launastefnu, sem feli m.a. í sér „sanngjarnt" launabil, eftir vægi starfa, þ.e. með hliðsjón af mismunandi ábyrgð, mismunandi menntunarkröfum og mismunandi eftirtekju starfanna. Hún hefur og verið hallari undir sérgreina- samninga en vinnustaðasamninga, sem þykja frekar draga úr launa- mismun. Launastefna af þessu tagi virðist feimnismál hjá ýms- um verkalýðsforkólfum. Mergurinn málsins varðandi kjarabata í landinu er enn sem fyrr að efla þjóðartekjur á hvern vinnandi þegn. Laun og launa- tengd gjöld samsvara um 70% af hreinum þjóðartekjum. Það skipt- ir því meginmáli fyrir launa- og kaupmáttarþróun hve háar þessar nettótekjur eru. Ráðherrar rói til sömu áttar Við íslendingar höfum á fáum áratugum byggt upp „eitt mesta velferðarríki veraldar, þar sem þegnarnir njóta verulegs jafnræð- is og öryggis". Þannig mælti Steingrímur Her- Stúdentaleikhúsiö á hringferð með rokk-söngleikinn: EKKÓ- guðirnir ungu Eftir Claes Andersson, þýðing: Ólafur Haukur Símonarson, tónlist: Ragnhildur Gísladóttir, leikstjórn: Andrés Sigurvinsson Akranes ...................... 28. ágúst Grundarfjörður ............... 29. ágúst Stykkishólmur ............... 30. ágúst Búöardalur .................. 31. ágúst Patreksfjörður ................ 2. sept. Þingeyri ...................... 3. sept. Bolungarvík ................... 4. sept. Hnífsdalur .................... 5. sept. Hvammstangi ................... 6. sept. Blönduós ...................... 8. sept. Sauðárkrókur .................. 9. sept. Siglufjöröur .................. 10. sept. Ólafsfjörður .................. 11. sept. Dalvík ....................... 12. sept. Akureyri ............... 13. og 14. sept. Aöaldalur ..................... 15. sept. Húsavík ....................... 16. sept. Þórshöfn ...................... 17. sept. Vopnafjörður .................. 18. sept. Borgarfjörður eystri .......... 19. sept. Egilsstaðir ................... 20. sept. Neskaupstaður ................. 21. sept. Reyöarfjörður ................. 22. sept. Höfn .......................... 23. sept. Vík ........................... 24. sept. Hvolsvöllur ................... 25. sept. Selfoss ....................... 26. sept.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.