Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 21 Álverið í Straumsvík: Ný slökkvistöð tekin í notkun Ný slökkvistöð hefur verið tekin í notkun við álverið í Straumsvík. Hún er 146m2 að stærð og rúmar tvo bíla auk annars búnaðar slökkviliðs fyrirtækisins. Pálmi Stefánsson verkfræðingur, deildarstjóri hjá ÍSAL, teiknaði húsið. Byggingar- kostnaður var 2,2 milljónir króna. Einnig hefur verið tekinn í notkun nýr slökkvibíll af gerðinni GMC. Var hann keyptur fullbúinn frá Bandaríkjunum og kostaði rúmlega 1,8 milljónir króna. Að sögn Ragnars Jóhannessonar slökkviliðsstjóra er bíllinn full- kominn að allri gerð, búinn bæði vatnsslökkvitækjum og duft- slökkvitækjum og auk þess lipur og fljótur í förum. Slökkviliðið í Straumsvík var stofnað árið 1972. Það er þannig upp byggt að alls sækja um 50 starfsmenn fyrirtækisins reglu- lega námskeið í slökkvistarfi. Er þeim skipt í hópa þannig að alltaf séu 6—8 manns við vinnu hverju sinni, sem hlotið hafa þjálfun og eru þeir kallaðir út ef eldur verður laus. Auk þessa eru allir starfs- menn þjálfaðir í meðferð hand- slökkvitækja og fræddir um brunavarnir. Slökkviliðið hefur yfir að ráða tækjum til að sjá sjálft um hleðslu handslökkvi- tækja og einnig ræður það yfir reykköfunarbúnaði. Ragnar lagði áherslu á mikil- vægi öflugra brunavarna í verk- smiðjunni, því þar væri unnið með opinn eld. Hann sagði að slökkvi- liðið hefði verið kallað út 37 sinn- um frá stofnun þess og oftast tek- ist að slökkva eld á frumstigi og aldrei hefði rekstur stöðvast vegna eldsvoða. Tony Sandy í hinni nýju hárgreiðslustofu sinni Salon Töff. VK/ Nf hárgreiðslustofa SALON TÖFF nefnist hár- greiðslustofa, sem nýlega var opnuð að Laugavegi 52, 3. hæð. Eigandi stofunnar er breski hárgreiðslumaðurinn Tony Sandy. Hann lærði á sínum tíma hjá hin- um fræga Vidal Sasson og hefur rekið þrjár hárgreiðslústofur í London og eina á Korsíku. Tony kveðst leggja áherslu á að veita viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu, einkum ungu fólki sem fylgjast vill með því nýj- asta í hártísku. Salon Töff er opin alla daga nema sunnudaga kl. 8.30 til 18. „Gullkarfan" Til sölu er matar- og kaffistell ásamt fylgi- hlutum frá Konunglegu dönsku postulíns- verksmiöjunni. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast leggi inn nafn og símanúmer á augl.deild Mbl. merkt: „G — 3585“ fyrir 30. ágúst. Ragnar Jóhannesson slökkviliðsstjóri (tv.) og Pálmi Stefánsson verkfræðingur standa hér við nýja slökkvibflinn. Að baki þeim er nýja slökkvistöðin, sem Pálmi teiknaði. Síðustu daga útsölunnar seljast allar vörur með 50% afslætti VETÍUsfíjUl_______________ v/Laugalæk, s. 33755.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.