Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 „Sinfóníuhljómsveitin hefur haldið tónleika okkur til styrktar, eins og ég gat um í upphafi máls míns, og einnig hafa starfsmenn hljómsveitarinnar veitt okkur rausnarlega úr sjóði sínum.“ STEFNUM AÐ ÞVÍ AÐ KOMA UPP TÓNLISTARHÚSISEM ALLRA FYRST M > - segir Armann Orn Armannsson, einn frumkvöðla þess framtaks Áður en langt um líður verður efnt til norrænnar samkeppni um hönnun íslensks tónlistarhúss. Jafnframt mun fara fram fjársöfnun til þess að húsið fái að rísa. „Kveikjan að þessu var samtal sem ég átti við Jean-Pierre Jacquill- at, aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hann lagði mikla áherslu á að tónlistarhús þyrftu íslendingar að eignast," sagði Ár- mann Örn Ármannsson, viðskiptafræðingur, byggingamaður og tón- listarunnandi hinn mesti. „í framhaldi af því skrifaði ég svo grein í Morgunblaðið," hélt hann áfram. „Hún varð til þess að við mig höfðu samband Rut Magn- ússon söngkona með meiru og Jón Þórarinsson tónskáld, er einnig á sæti í stjórn Sinfóníuhljómsveitar íslands. Þau hóuðu saman tölu- verðum hópi fólks og úr þessu varð að Sinfóníuhijómsveitin flutti 9. sinfóníu Beethovens til styrktar væntanlegu tónlistar- húsi. Þetta framtak á sér nokkuð langan aðdraganda, en skipulögð samtök um byggingu tónlistar- húss má rekja til haustsins ’83. Þrátt fyrir gífurlega grósku í ís- lensku tónlistarlífi, þá er ekki til á íslandi svo mikið sem salur sér- hannaður fyrir tónlistarflutning. Umhverfi tónlistarflutnings skiptir mjög miklu máli, næstum jafn miklu máli og hæfni hljóð- færaleikarans eða söngvarans, segja mér þeir sem best þekkja til. Við höfum byggt yfir myndlist- ina, leiklistina og bókmenntir okkar en tónlistin á sér engan við- unandi samastað. Og fyrsta ár Samtaka um byggingu tónlist- arhúss, SBTH, fór meira eða minna í leit að lóð, í að ákveða hvernig húsið skyldi vera í grundvallaratriðum og hvaða starfsemi færi fram í því. Við ákváðum strax í upphafi að það hús skyldi hannað fyrir allar gerðir tónlistar; popp, jass, vísna- söng, óperur, kóra, einsöng, ein- leik, hijómsveitir ... Lóð fengum við svo í Laugar- dalnum. Ekki voru allir sáttir við það, vildu hafa húsið t.d. í gamla miðbænum; hluta af hjarta borg- arinnar. Margir eru nú samt þeirrar skoðunar, þeirra á meðal ég, að sá staður þar sem tónlist- arhúsið rís, verði mikilvægur og að Laugardalurinn sé frábær stað- ur fyrir húsið. NORRÆN SAM- KEPPNI UM HÖNNUN TÓNLISTARHÚSS Nú er samkeppnin um hönnun hússins að fara af stað. Það verður fyrsta norræna samkeppnin um hönnun byggingar á íslandi. Þátttakendur munu hafa mjög frjálsar hendur um staðsetningu tónlistarhússins, þannig að einnig munu koma fram hugmyndir um framtíðarskipulag Laugardalsins sem útivistarsvæðis og fólkvangs. Við sem að þessu stöndum, vilj- um ekki byggja höll af neinu tagi, heldur hús með góðum hljóm- burði, lifandi hús. Þar viljum við helst að fram fari starfsemi allan Ármann Örn Ármannsson daginn og sem flesta daga ársins. Eg er ekki viss um að margir geri sér grein fyrir því að tónleik- ar í henni Reykjavík eru eitthvað á þriðja hundrað á hverju ári og fjölgar. Síðan má benda á að sér- staklega á veturna, þegar Laug- ardalshöllin er upptekin, nú þá hafa t.d. poppgrúppur ekki í neitt hús að venda með sína tónleika. Það er reynsla þjóða að fólk hlustar mun meira á lifandi tón- listarflutning í húsnæði þar sem hljómburður er góður, enda liggur það í augum uppi. Slíkt húsnæði er því hvati öllu tónlistarlífi. Og það er fjöldi fólks sem helst ekki sækir tónleika í Háskólabíói, vegna þess að það sættir sig ekki við hljómburðinn þar. Varðandi tónlistina þá langar mig líka að minnast aðeins á þá menningarpólitík, sem hér er rek- in — það er að segja þá menning- arpólitík sem hér er ekki rekin. Manni finnst það furðulegt hjá þjóð sem er jafn hjartfólgið að telja sig menningarþjóð að enginn okkar ágætu stjórnmálaflokka skuli hafa snefil af menningar- pólitík. Menningarkaflar þeirra fjalla um grunnskólafrumvörp, og þar með er það næstum upp talið. Það örlar þó kannski á menn- ingarpólitík hjá Framsóknar- flokknum í bændamenningunni, eða hjá stofukommunum í Al- þýðubandalaginu. En hjá stærsta flokki þjóðarinnar, Sjálfstæðis- flokknum, hef ég ekki orðið var við neina menningarpólitík. Þar er engin stefna og ég held að þetta sé hættulegt afskiptaleysi. STEFNULEYSI í MENNINGARMÁLUM Þegar algjört stefnuleysi ríkir í menningarmálum þá verða gerðar minni og minni gæðakröfur svo eitthvað sé nefnt og Guð má vita hvar þetta endar. Menningarmál- in verður að taka með í reikning- inn þegar við hugsum til framtíð- arinnar, eins og stjórnmálamenn- irnir okkar segjast alltaf vera að gera. Ég veit líka að ég er ekki einn um að svíða þetta algjörlega sinnuleysi sem virðist ríkja á opinberum vettvangi gagnvart þessum málum. Svo ég hverfi nú aftur að tón- listarhúsinu þá gerum við m.a. ráð fyrir verulega mikilli æfingaað- stöðu fyrir Sinfóníuhljómsveit ís- lands og fyrir þær gerðir tónlistar sem húsið á að nýtast. Og ætli ég ljóstri upp neinu leyndarmáli þótt ég segi frá því hér að þarna verða um tuttugu lítil og stór æfinga- herbergi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.