Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 52----------- Sigríður Soffía Pálsdóttir - Minning Fædd 8. desember 1923 I)áin 17. september 1985 Tímaskeið, stutt eða langt, ber sitt svipmót. Það á og við umhverfi. Tvennt setti mjög svip sinn á líf margra barna og unglinga sem ól- ust upp á Húsavík á fjórða áratug þessarar aldar. Annars vegar mik- il vinna þeirra um sumartíma í línu og fiski og undir lok áratugar- ins við síidarsöltun og hins vegar mikill áhugi og þátttaka í íþrótt- um, ekki síst eftir að stúlkurnar hösluðu sér þar völl með iðkun handbolta. Mörgum varð lífið vinna þennan árstíma og íþróttirnar líf og kær- komin tilbreyting í fábrotnu fé- lagslífi og einhæfri vinnu oft langri og strangri. Það sem þetta unga fólk vann sér inn með vinnu sinni gekk alla- jafnan til heimilisins og veitti ekki af er iangur vetur fór í hönd er lítið gaf í aðra hönd en afkoma margra bundin við sjósókn og að- eins róið yfir sumartímann. At- vinnulíf var þá næsta fábreytt og því víða þröngt í búi. Kröfur til lífsins gæða voru takmarkaðar, um margt þurfti að neita sér. Óvæginn skóli lífsins gerði fyrst og fremst þá kröfu að hafa ofan í sig og á. Margur hefir af því mótast og verið með því marki brenndur síð- an. Sá skóli hefir þó orðið ýmsum drjúgt vegarnesti til að mæta erf- iðleikum lífsins og gert þá skyggn- ari á margvísleg verðmæti hafi augun verið opin til að nema það sem lífsins skóli býður upp á. Á þessum tíma og við þessar að- stæður ólst upp Sigríður Soffía Pálsdóttir sem lést á St. Jósefs- spítalanum í Hafnarfirði laugar- daginn 17. ágúst sl. á 62. aidursári. Sigga Páls eins og hún var venjulega kölluð af kunningjum og vinum fæddist í Garði á Húsa- vík 8. des. 1923, dóttir hjónanna Karólínu Sigurgeirsdóttur og Páls Sigurjónssonar, fiskmatsmanns. Eru þau hjón látin fyrir nokkrum árum. Sigríður var þriðja i röð fjög- urra systkina. Elstur var Ásgeir er lést um fermingaraldur úr berklum sem þá herjuðu víða og skildu eftir sig skörð. Næstelst var Sigrún, yngstur Vilhjálmur, bæði búsett á Húsavík. Á uppvaxtarárum systkinanna átti fjölskyldan löngum við þröng- an kost að búa. Urðu börnin því að byrja að vinna er þau komust á legg. Snemma vann Sigríður sínu heimili með því að stokka, beita og salta síld og reyndist þar snemma rösk að verki. Náin kynni og góð tókust oft með þeim sem saman unnu sumar eftir sumar við sama úthald. Svo var og við mb. Friðþjóf sem Páll Kristjánsson kaupmaður gerði út. Þar var skipstjóri Héðinn Marí- usson, farsæll sjómaður og feng- sæll. Við þennan bát vann Sigga nokkur sumur ásamt fleiri ungum stúlkum á hennar reki. Með þess- um hópi tókst góð vinátta. Var oft glatt á hjalla í Friðþjófsskúr og ýmislegt brallað í léttum dúr og græskulausu gamni. Sigga sem var léttlynd og kát að eðlisfari féll vel í þennan hóp. Það varð og mjög til að styrkja bönd þessara stallsystra að flestar þeirra fengu mikinn áhuga á handknattleiksíþróttinni sem þá var að ryðja sér til rúms hér á landi. Oft að liðnum löngum degi við stokk og stamp voru línupilsin felld og þeyst út á Höfða og þar æfður handbolti fram eftir kvöldi. Upp af þessu spratt handknatt- leikslið kvenna í íþróttafélaginu Völsungi, lið sem lét mjög að sér kveða um allmörg ár og vakti at- hygli með Norðurlandstitli oftar en einu sinni og i viðureign með handknattleikslið frá öðrum landshlutum. í þessum hópi var Sigga Páls og reyndist frábær handknattleikskona fyrir leikni, öryggi og fumleysi. Þar fór og saman snerpa, lagni og gott skap sem átti m.a. þátt í að styrkja góð- an féiagsanda sem jafnan fylgdi þessu liði. ung að árum lærði Sigríður að spila á orgel hjá Guðfinnu skáld- konu Jónsdóttur frá Hömrum er bauð henni tilsögn. Með þeim tókst einlæg vinátta þótt talsverð- ur væri aldursmunur. Seinna kom Guðfinna Sigríði í vist í Reykjavík til Páls Isólfssonar þar sem hún fékk áfram tilsögn í orgelleik. Að þessu námi bjó hún alla ævi og naut ekki síst eftir að hún eign- aðist sjálf píanó sem hún greip oft í og varð afþreyting frá hvers- dagslegu amstri. Vel kunni hún að meta vinar- bragð Guðfinnu er hún gaf minn- ingargjöf um hana í Menningar- sjóð þingeyskra kvenna er tengd- ist Húsmæðraskólanum á Laugum en þar var Sigríður nemandi einn vetur. Um jól árið 1945 gekk Sigríður að eiga Maríus Héðinsson, seinna skipstjóra og útgerðarmann. Hann hafði starfað við Friðþjófs- útgerðina á sínum tima og verið á báti með föður sínum Héðni. Brátt kom að því að Maríus í félagi við fleiri stofnaði útgerðarfélag sem festi kaup á báti og útgerð var hafin frá Húsavík. En umsvifin jukust smátt og smátt. Bátar stækkuðu og svo fór að lokum að ekki þótti lengur gerlegt að haida úti svo stórum skipum frá Húsa- vík. Urðu því þáttaskil er útgerðin fluttist tii Hafnarfjarðar og þar settust þau að Maríus og Sigríður og hafa átt heima síðan. Heilsubrestur hjá Maríusi leiddi svo til þess að útgerðin lagðist niður og var seld. Mikið áfall fyrir stórhuga mann og ötulan, á besta aldri. Löngum hafa þau Sigga og Mari haldið tryggð við æskustöðvar sín- ar á Húsavík. Þangað hafa þau leitað flest sumur á undanförnum árum eftir heilsubrest Maríusar. Þá hefir verið gert út um tíma á trillu og handfæraveiðar stundað- ar. Þar hefir Sigga verið önnur hönd mannsins í bókstafiegri merkingu. Sjálf hafði hún löngum yndi af veiðiskap, fiskin mjög, ekki aðeins á sjó, heldur hefir hún margan laxinn að landi dregið í veiðiferðum með manni sínum. Á sjó kunni hún alltaf vel við sig, fór m.a. nokkrar ferðir með Maríusi á vb. Héðni til síldveiða í Norðursjó. Var alla daga mikil útivistarkona, naut þess m.a. að arka um nágrenni Húsavíkur við berjatínslu. Hafði yndi af ferða- Kveðjuorð: Fædd 6. júlí 1904 Dáin 17. maí 1985 Það var kominn sunnudagur 17. júlí. Klukkan var farin að ganga sex og albjart orðið. Ástand mömmu var búið að vera svipað alla nóttina, stopular hríðir og lít- il sótt. Möggu Ljósu var ekki farið að lítast á blikuna. Alltaf gat Bjarni í Haugakoti komið, Þór- hildur var einnig komin að síðasta degi. Mamma lá nú í sama herbergi og í sama rúmi og Magga hafði sjálf iegið, þegar hún nokkrum ár- um áður ól Elsu dóttur sína, sem hún átti með Theodóri Jónssyni. Hann varð seinna skipstjóri í Boston. Eflaust hefur Möggu verið hugsað til þeirra daga. Tóta kom nú úr eldhúsi með lútsterkt kaffi og voru þær systur sammála um að það myndi hrífa á mömmu sem það og gerði og fyrir kl. 6 var ég kominn í heiminn, spikfeitur og nennti ekki að grenja. Magga Ljósa fór höndum um mig og lífið hófst. Ljósmóðirin hafði unnið sitt verk enn einu sinni og að þessu sinni fyrir bróður sinn og mág- konu og nú var hún þess albúin að fara að Haugakoti. Og þannig gekk það til hjá þess- ari rólegu og jarðbundnu frænku minni. Að ferðast milli sængur- kvenna, gangandi, hjólandi, ríð- andi og stundum á bíl, ef vegur var fyrir hendi. Aðstæður til barnamóttöku fyrir stríð voru nánast eins og þær höfðu verið á Islandi í gegnum aldirnar. Einhverjar herbergja- kytrur, hlóða og kolavélaeldhús. Erfitt með lækna ef eitthvað var ekki í lagi og erfitt að koma við því hreinlæti sem þurfti tii staðar við slikar uppákomur sem barneignir. lögum heima og erlendis en utan fóru þau hjón oft, fyrst í sambandi við bátasmíði útgerðarinnar og seinna Maríusi til heilsubótar. Sigríður og Maríus tóku til fóst- urs og ólu upp Margréti Pálma- dóttur, bróðurdóttur Maríusar. Vafalítið mun það hafa verið Siggu, sem mjög var tónelsk, ánægjuefni að fá tækifæri til að styðja Margréti fyrstu spor henn- ar á tónlistarbraut og styrkja hana með ráðum og dáð og gera kleift að helga sig söngnámi heima og erlendis. Og betri en engin hafa afi og amma í Hafnar- firði reynst sonum Margrétar sem þar hafa löngum átt skjól og at- hvarf. I kyrrþey rækti Sigríður störf sín, af alúð og samviskusemi, trygglynd og vinaföst. Löngum hefir það verið hlut- skipti íslensku sjómannskonunnar að gegna einnig hlutverki hús- bóndans í landi í löngum fjarvist- um hans frá heimilinu. Það rækti Sigríður af kostgæfni. Manni sín- um reyndist hún frábær förunaut- ur. Á Húsavíkurárunum fylgdi hún honum jafnan á vetrarvertíð er bátur hans var gerður út frá Suð- urnesjum. Með glaðlyndi sínu og jafnlyndi varð hún Maríusi klettur og skjól í misvindasömu lífi þar sem djarft var siglt á stundum. Stærst og best er honum lá mest við. Fyrir nokkru kenndi Sigríður þess sjúkdóms sem leiddi til þess sem nú er orðið. Með æðruleysi mætti hún því sem í vændum var. í erfiðri sjúkdómslegu hennar urðu hlutverkaskipti enn milli þeira hjóna. Nú kom í hlut Marí- usar að hlynna að Sigríði og rækja líknarstarfið sem hún hafði svo lengi haft á hendi við hann. Ljúft var að mega endurgjalda þá ást og umhyggju. Sigga var jafnan létt í spori og fjaðurmögnuð. Undan hennar fæti var enginn kraminn. I þeim spor- Það var því auðsætt að til ljós- mæðrastarfa völdust ekki nema kjarkaðar, yfirvegaðar og þræl- duglegar konur. Á þeim hvíldi öll ábyrgð. Á þær setti heimilisfólkið allt traust og víst var það ekki átakalaust ef ekki fór allt sem skyldi. Þá var það fyrst og fremst ljósmóðirin sem sýna þurfti mest- an styrkinn og vera oft allt í senn faðir og móðir og láta ekki bugast. Einnig varð hún hversu þreytt sem hún var, að geta tekið þátt í gleði þegar allt gekk að óskum, án þess að allt færi úr hófi fram. En gleðistundirnar hjá ljósmóður eru sem betur fer miklu fleiri en sorg- arstundir. Alla þessa hæfileika, og miklu fleiri, hafði Magga Ljósa til að bera. Hjálpaðist þar allt að, sam- vera í stórum systkinahópi, upp- lag hennar sjálfrar og sá aldar- andi sem ríkti á þessum tíma, að allt sem þér viljið o.s.frv., og að allt hjá yður sé í kærleika gjört. Margrét Gissurardóttir er fædd í Byggðarhorni þann 6. júlí 1904. Hún var nokkurn veginn í miðið í hópi 16 systkina, sem flest ólust upp í Byggðarhorni. Bara það út af fyrir sig er örugglega nokkuð góður lífsskóli sem allir eru þátt- takendur í frá því að börnin fá málið. Hún ólst upp í Byggðar- horni og gekk þar að því sem gera þurfti hverju sinni. Álltaf stund- aði Magga saumaskap enda virtist það vera þeim systrum í blóð bor- ið. En fyrst og fremst var hún þekkt fyrir ljósmóðurstörf sín. Ég fór fljótt að muna eftir Möggu og EIsu dóttur hennar. Þær mæðgur voru mikið heima mín fyrstu ár og Elsa mörg sumur. Magga tók á móti okkur 4 af 5. Ég man að mamma hafði á orði að hún væri alltaf eins og endur- um er hún lét eftir sig greru blóm, vökvuð ást, umhyggju og yl, því sem nærir mannlífið og við þráum og trúum að geri heiminn betri og notalegri. Við leiðarlok þakka frændur og vinir tryggð og vináttu sem aldrei bar skugga á. Níræð Sigríður þakkar nöfnu sinni góð kynni og einstaka ræktarsemi frá fyrstu tíð. Maríusi og hans nánustu svo og systkinum hinnar látnu er vottuð einlæg samúð. Útför Sigríðar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 26. ágúst kl. 13.30. Sigurjón Jóhannesson Frá öllum heimsins hörmum, svo hægt í friðar örmum þú hvílist hels við lín. Nú ertu af þeim borinn, hin allra síðustu sporin, sem með þjer unnu og minnast þín. Með tryggð til máls og manna á mátt hins gúða og sanna þú trúðir traust og fast. Hjer er nú starfsins endi. í æðri stjórnar hendi er það, sem heitt í hug þú barst. Guð blessi lífs þíns brautir, þinn banastríð og þrautir og starfs þíns mark og mið. Við hugsum til þín hljúðir. Að hjarta sjer vor móðir þig vefur fast og veitir frið. Einar Ben. Góð kona er gengin. Sigga frænka í Hafnarfirði, eins og við kölluðum hana, hefur nú kvatt okkur og hafið ferðalag til framandi stranda. Við systkina- börnin stöndum í ómældri þakk- arskuld við Siggu, sem í okkar augum var sem skínandi perla í hafinu. Hún var einstaklega vönd- uð og vel gerð kona, það duldist engum sem til þekkti. Það var okkur frændsystkinun- um mikils virði er við komum suð- nýjuð manneskja eftir að hafa verið samvistum við Möggu Ljósu. Hún væri svo hreinskiptin og réði manni svo heilt og alltaf sama ró- lyndið þó gamansöm væri. Magga var talin lík föður sínum. Á fyrstu árum eftir stríð þegar allt var skammtað þótti sjálfsagt að ljósmóðir sækti um leyfi fyrir jeppa, sem hún og fékk. Og Magga lærði á bíl, ekki til að aka hratt og leika listir, nei, heldur til að kom- ast hægt og örugglega á þá staði sem hennar þurfti með. Hún lærði að setja i gang, skipta um gír og svo nóg um það. Mér er það minn- isstætt eitt sinn er hún og Elsa komu heim á jeppanum. Það var mikið gaman að sjá þetta undur veraldar, setjast undir stýri, hræra í gírum, flauta og puðra og vera kominn í annan heim. En þar kom að þær mæðgur bjuggust til brottfarar. Jeppinn fór í gang en hreyfðist ekki. Magga setti í gír og tók úr gír, gaf inn en allt kom fyrir ekki. Jeppinn hreyfðist ekki frekar en staður vagnhestur í hlaðvarpa. Við Úlla fórum bak við hús og vorum ósköp saklaus. Var + GUORÚN S. BJARNADÓTTIR hjúkrunarkona, frá Grund í Skorradal lést föstudaginn 23 .ágúst. Jaröarförin veröur auglýst síöar. Vandamenn. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN KLEMENSSON, Hraunteig 18, sem lést 18. þ.m. á heimili sínu veröur jarðsunginn frá Bústaöakirkju mánudaginn 26. ágúst kl. 10.30. Ólafía Siguröardóttir, Halldóra Kjartansdóttir, Guómundur Már Brynjólfsson, Guórún Kjartansdóttir, Erla Kjartansdóttir, Carl Aage Poulsen, Búi Jóhannsson og barnabörn. Margrét Gissurar- dóttir Ijósmóðir I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.