Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 53
53 ur til náms eitt af öðru að eiga Siggu og Mara að. Að eignast slíkt athvarf við fyrstu heimanför er nokkuð sem aldrei verður full- þakkað. Ekkert var eins gaman og að fara með Siggu á íþróttakappleiki eða á sjóinn. Þar kom gamla keppnisskapið vel í ljós. Æðruleysi, hugrekki og dugnað- ur í erfiðum veikindum hennar voru okkur er á horfðum undra- verð. Er það ekki síst að þakka elskulegum eiginmanni, sem allan tímann veitti henni þá mestu ástúð og umhyggju setn einum manni er unnt að veita. Um leið og við söknum stórbrot- innar konu trúum við því að ást- vinahópur fagni henni á framandi strönd. Minning þín lifir máttug og björt það máir hana enginn kraftur ævin líður svo undur ört að innan skamms hittumst við aftur. (A.L.) Elsku Mari, Magga og synir, ykkar missir er mikill. Við biðjum góðan guð að styrkja ykkur á þess- ari stundu. Blessuð sé minning Sigríðar S. Pálsdóttur. Systkinabörnin „Ég minnist þín, er sé ég sjóinn glitra við sólarhvel. Og þegar mánans mildu geislar titra, ég man þig vel. Ég heyri þig, er þýtur fjarlæg alda. Svo þungt og ótt. Ég heyri þig er hlustar björkin kalda um helga nótt. Þú býrð hjá mér, þótt byggð þín sé svo fjarri. Ég bý hjá þér. Nú birtir yfir blástjörnunni skærri Ó birstu mér.“ (Matth. Joch. þýddi).qr. Góð mágkona og vina. Dáin, nú fenginn færasti vélfræðingur sveitarinnar, Guðm. á Lækjar- móti. Hann settist í jeppann, fékk sér í pípu, brosti, setti jeppann í drif og sagði Möggu að hann hefði bara „hrokkið" úr drifi og svo var ekki meira um það. Og þannig liðu árin. Magga vann sín verk og ók sínum jeppa. En svo fór að enn og aftur sannaðist að ein lausn býður öðru vandamáli heim. Ekki var hætta á því að hestar festust í snjóskafli en það gátu bílar hins vegar gert. Og blessuð börnin fæð- ast hvort sem það er ófærð eða ófærð ekki. Þetta fékk Magga að reyna einu sinni er jeppi hennar festist í skafli og þá var umferð minni en nú. En betur fór nú þarna en á horfðist þvi innan skamms bar að mann ofan úr Hrepp sem taldi ekki eftir sér að hjálpa Möggu út úr snjónum. En það var ekki síðasti skaflinn á lífsleiðinni sem farið var í gegn- um, því að kynni hennar við þenn- an mann, Þórð Guðmundsson frá Högnastöðum, leiddu til hjúskap- ar. Fyrst bjuggu þau á Selfossi en árið 1949 fluttust þau til Reykja- víkur og um Jónsmessu 1952 gengu þau í hjónaband. Þar eign- aðist Magga góðan lífsförunaut, hlýjan, traustan, snyrtilegan og fyrst og fremst góðan mann. Þó að þau væru bæði komin af léttasta skeiði og farin að mótast sem ein- staklingar, sóttist þeim létt að að- laga sig hvort öðru enda skynsem- in notuð þar á bæ. í Reykjavík vann Þórður sem smiður en Magga við ljósmóður- og hjúkrunarstörf, svo og sauma- skap. Voru þau bæði mikils metin hvort á sínu sviði. Seint mun gleymast hvað gam- an var þegar Þórður og Magga komu í heimsókn í Byggðarhorn. Það fylgdi þeim einhver ákveðinn friður og þó léttleiki. Með Þórði og pabba tókst mikil vinátta. Elsa dóttir Möggu var ung gefin glæsilegum manni að nafni Lúðvík Hjaltason. Þau hófu búskap í Miðstræti og á 2 árum eignuðust þau 2 drengi og komu upp báðum sínum föðurnöfnum og framtíðin blasti við. En þá skeður það að Lúðvík veikist og deyr eftir stutt- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 horfin. Þannig kom fregnin 17. ágúst. Hún hafði staðið sig svo vel við erfiðan sjúkdóm að aðdáun vekur hjá öllum þeim, er til þekkja. Fimmta ágúst talaði hún við mig í síma sem var við rúmið þvi fótaferð hafði hún ekki. Ég hafði orð á því við hana, að nú hringdi ég eftir ákveðinn dag, en enginn ræður sínum örlagadóm. Mér fannst ég verða að senda kveðjur og þakkir fyrir allt.. Minn- ingar eru margar og góðar sem ekki verða skráðar hér. Ungar að árum unnum við saman hjá föður mínum og tengdaföður hennar, Héðni Maríussyni, þar var gleðin oft ríkjandi í starfi og leik og sam- komulag ánægjulegt. Bróðir minn, Maríus Héðinsson, var svo lán- samur að eignast Sigríði að lífs- förunaut. Þau voru jafnaldrar og höfðu þekkst frá barnæsku. Betri eiginkona er vandfundin. Maríus var sjómaður og skipstjóri í mörg ár, og oft reynir á andlegt og lík- amlegt þrek sjómannskonunnar. Sambúðin stóð í tæp 40 ár. Það varð hans hlutskipti að hjúkra henni heima mánuðum saman, hann vildi gera sitt besta svo lengi sem mögulegt var. Ég veit að söknuðurinn er sár hjá bróður mínum og fósturdóttur þeirra, Margréti Pálmadóttur, og drengj- unum hennar, sem hún bar svo mikla umhyggju fyrir. „Og því er allt svo hljótt við helfregn þína, sem hafði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostiö, sem hugsar til þín alla daga sina.“ (Tómas Guðmundsson). Ég og fjölskylda mín kveðjum hana með virðingu. Kristbjörg Á morgun verður Sigríður Soffía Pálsdóttir kvödd hinstu kveðju. Mig langar til að þakka henni í örfáum orðum fyrir allar okkar samverustundir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi (eins og svo mörg frænd- systkini Siggu og Mara) að eiga öruggt athvarf á heimili þeirra á skólaárunum í Reykjavík. Þar var dvalið við gott atlæti um flestar helgar. I ljúfum endurminningum frá þessum tíma minnist ég sér- staklega þegar Sigga settist við pí- anóið og við hin tókum undir með söng. Þessi tími var dýrmætari en svo, fyrir ungling fjarri heimili sínu, að ég geti fullþakkað þessum góðu hjónum. Sigríður var einstök kona, um- hyggja hennar og fórnfýsi eiga sér fáa líka. Samband hennar og Mara var einstaklega náið. Þau voru miklir félagar og umhyggjan sem þau báru hvort fyrir öðru var sér- stök. Nú þegar leiðir skiljast í bili, bið ég Guð að gefa Mara frænda styrk í sorg hans. Vil ég láta þessi erindi Jóhann- esar úr Kötlum fylgja kveðju minni. „Hve ljúft og gott að sofna í sælli trú á sigur þess er firrir lífið grandi. Ég veit að einmitt þannig kvaddir þú — þin þrá var eins og morgunn yfir landi. Og ég sé best í húmi haustsins nú hve heiðríkur og fagur var þinn andi. Þitt orð var heitt — því hjartað sló þar með sem harpa stillt á gleði allra tíða. í bliki augans bjó þitt mikla geð og brann af kvöl með öllum þeim sem líða. Og þinni ást það yfirbragð var léð sem íslands bestu dætur þykir prýða. Ég kveð þig eins og frjálsa söngvasveit á sumardaginn fyrsta úti í haga. Hvert vorsins fuglar fljúga enginn veit — en framtíðin er þeirra mikla saga. Þú bæði komst og fórst sem fyrirheit og fyrirheitið lifir alla daga.“ Hjördís an tíma. Þá voru eins og nærri má geta dimmir dagar í fjölskyldunni. Én þá kom líka berlega í ljós að enginn stóð einn sem átti Þórð. Ég man vel að mikið var talað um hvað hann stóð vel við hlið Elsu og drengjanna ásamt Möggu. Seinna urðu drengirnir mikið undir hand- leiðslu Möggu og Þórðar því að þau fluttust í Miðstrætið til Elsu þegar íbúðin á neðri hæðinni var til sölu. Seinna þegar Elsa giftist seinni manni sínum, Einari Laxness, höfðu Þórður og Magga mikið með uppeldi Hjalta og Theodórs að gera og þá voru Magga og Þórður amma og „afi“ og voru strákarnir ekki sviknir af því. Þau Einar og Elsa búa í Stóragerði og eiga sam- an 4 börn. Á þessum árum voru samskipti með mesta móti milli Miðstrætis og Byggðarhorns, þar sem strák- arnir voru heima í sveit á sumrin þá einkanlega Hjalti. Þórður og Magga komu þá oft að heimsækja þá og fóru þá gjarnan í bíltúr upp að Högnastöðum og komu svo heim um kvöldið. Einnig komu þau oft af tilviljun eða upp úr þurru eins og sagt var. Ég hlýt að minnast eins þeirra tækifæra. Ég hafði verið með hettusótt og búið að slá niður og lá víst nokkuð veik- ur heima. Mamma var búin að tala við lækni en fékk lítið út úr því. Þórður og Magga voru í sumar- bústað í Hveragerði og voru að leggja af stað í bæinn. Þórður lít- ur á klukkuna og sér að tími er til að skreppa í Byggðarhorn. Þegar þangað kemur sér Magga mig og ég man að hún skoðar mig og hringir svo í lækni og er ómyrk í máli. Hún segist vita hvað hér við eigi og sé með sprautu og hún sendi eftir meðulum. Ég minnist ekki að hafa heyrt Möggu tala í þessum tón í annan tíma. Það næsta sem ég man er eins og eitthvað lyftist ofan af mér og ég rís upp og sé að mamma og Magga sitja hjá mér. Ég spurði hvort kominn væri kvöldmatur og fékk þau svör að búnir væru að minnsta kosti tveir kvöldmatar. Ég hafði þá verið með óráði í um tvo sólarhringa. Magga hafði ekki vikið frá mér allan tímann. Og þau höfðu bara rétt ætlað að skreppa. Þannig voru þau og töldu svona hluti ekki eftir sér. Einhverju sinni seinna ætlaði ég að fara að þakka Þórði og Möggu fyrir umhyggjuna um árið en þau bara hlógu að mér og sögð- ust ekki vilja hafa neitt fjas um það og minntu mig á að einhver æðri okkur hefði verið með í verki og svo var ekki meir um það. Þegar litið er yfir farinn veg, kemur í ljós að tiitölulega oftast hefur verið komið við í Miðstræti þegar tími hefur verið til heim- sókna, enda jafnan þangaö eitt- hvað að sækja hlýtt og gott þó ekki væri orðaflaumur út um allt. Nokkur hin síðari ár hafa Þórð- ur og Magga ekki verið heilsugóð. Magga var veik fyrir hjarta en þó alla jafna hressari en Þórður. Svo var það sumardaginn fyrsta að Magga veiktist skyndilega af blóð- eitrun og lést eftir stutta legu og varð jarðsungin af frænda sínum, síra Sigurði Sigurðarsyni, frá Dómkirkjunni hinn 24. maí í kyrr- þey eftir ósk hennar. Eftir er Þórður, lífsförunautur- inn trausti og góði, og hefur misst mikið eins og jafnan þegar sam- hent fólk skilst að. Það er þó hugg- un harmi gegn að Þórður virðist vera mun betri til heilsu nú en undanfarið og er vonandi að það haldist sem lengst. Mér er það ljóst að þetta eru fátækleg kveðjuorð til frænku minnar en víst er að minningarn- ar og þakklæti hrannast upp fyrir allt sem hún gerði og allt sem hún var. Ég vona að minningin um Möggu Ljósu lifi umvafin því Ijósi sem sannri ljósmóður sæmir í hugum allra þeirra sem þótti vænt um hana og nutu verka hennar. Að síðustu vil ég færa hjartans þakkir fyrir allt sem hún var Byggðarhorns-fjölskyldunni fyrr og síðar því að frá henni komu jafnan holl og góð ráð. Góður Guð blessi minningu Margrétar Gissurardóttur frá Byggðarhorni. Gissur Geirsson frá Byggðarhorni. t Móöir okkar, SVAVA MARÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Keldulandi 11, sem andaöist 19. ágúst, veröur jarösungin frá Bústaöakirkju miövikudaginn 28. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd tengdabarna og barnabarna, Gréta Ástréösdóttir, Anný Ástréösdóttir, Jónas Ástréösson. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, SIGURDUR KR. MAGNÚSSON, Hólabraut 9, Hafnarfiröi, veröur jarösunginn mánudaginn 26. ágúst kl. 10.30 frá Hafnarfjarö- arkirkju. Ásta Jónsdóttir, Erla Sigurðardóttir, Loftur Magnússon, Hjálmar Sigurösson, Rita Kvœrnö, Kristín Sigurðardóttir, Ómar Agnarsson og barnabörn. ■ Bróöir okkar og mágur, GARDAR EINARSSON fré Seyöisfiröi, er andaöist í Borgarspítalanum aö morgni 20. ágúst. veröur jarö- sunginn frá Fossvogskapellu miövikudaginn 28. ágúst kl. 15.00. Guölaug Einarsdóttir, Einar Jónsson, Einar Björn Einarsson, Anna Ólafsdóttir, Rósa Einarsdóttir, Birna Einarsdóttir, Sigurveíg Einarsdóttir, Matthias Guömundsson, Aðalsteinn Eínarsson, Ingibjörg Sigurgeirsdóttir, Ingí Einarsson, Karen Karlsdóttir, Einína Einarsdóttir, Sverrir Olsen, Hallsteinn Friöþjófsson, Vífill Friöþjófsson. Steinunn Vigfúsdóttir, t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför tengda- móður okkar, ömmu og langömmu, JÓNÍNU G. ÞÓRHALLSDÓJTUR fyrrverandi kennara. Katrín Elíasdóttir, Guöný Guöbjartsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum sýnda samúö viö fráfall og jarðarför móöur okkar, GUORÚNAR GÍSLADÓTTUR, Skólavöröustíg 28. Jónína S. Ásgeirsdóttir, Helga H. Ásgeirsdóttir, Petra G. Ásgeirsdóttir og aörir aöstandendur. t Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdaföður, afa og langafa, KJARTANSPÁLS KJARTANSSONAR mélarameistara, Bragagötu 31b, Reykjavík. Reynir Kjartansson, Kristín Hauksdóttir, Kjartan Kjartansson, Guörún Guömundsdóttir, Sigríöur Kjartansdóttir, Þorvaldur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför ÞÓRARINS ÞÓRARINSSONAR fré Eiöum. Einnig þökkum viö sérstaklega starfsfólki Borgarspítalans sem annaöist hann svo vel í veikindum hans. Ingibjörg Þórarinsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Stefén Þórarinsson, Ragnheiöur H. Þórarinsdóttir, Hjörleifur Þórarinsson, Halldór Þórarinsson, Ingibjörg Einarsdóttir, Sigrún Sigurþórsdóttir, Guömundur S. Jóhannsson, Sigríöur Vilhjélmsdóttir, Helga Jóna Þorkelsdóttir, Hans Uwe Vollertsen, Bergþóra Baldursdóttir, Sigríöur H. Wöhler, Jóhann Grétar Einarsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.