Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 VERALDLEGAR SUNNUDAGSPRÉDIKANIR Grátur, rassskell- ing og þrælavinna Eitt af því sem við veltum fyrir okkur nú er, hvernig til hafi tekizt um uppeldi barna og ungl- inga frá því um miöja öldina, að uppeldisvenjur breyttust. Framundir eftir Ásgeir miðja öld giltu Jakobsson hinar hefð bundnu uppeld- isvenjur þjóðar- innar og þær voru einfaldar og reglurnar fáar en þeim var fylgt, aldrei neitt hringl eða vangavelt- ur. Þegar afbrotið var ljóst, var einnig ljóst hvernig bregðast skyldi við því og barnið fór ekki í neinar grafgötur um það heldur. Hinar hefðbundnu uppeldis- venjur þjóðarinnar byggðust á því sem kalla má hörkuna sex. Það orðtæki er sótt í ióðaöngla, sem voru númeraðir eftir stærð og hörku og önglar númer sex voru stórir og stinnir. Gömul kona und- ir Þríhyrningi heyrði vestfirzkan kaupamann nota þetta orðtak, þegar ung og fönguleg kaupakona kom á bæinn: „Nú gildir harkan sex.“ Gamla konan gaf enga skýringu á orðtakinu eða vildi ekki gefa hana, en gat þess þó, að það hafi víst verið eitthvað sem snerti kaupakonuna, sem átti að stækka og harðna og minna myndi ekki duga en harkan sex. Eflaust er þetta orðtæki komið á orðabókar- seðla frá gömlu konunni og það er mjög þægilegt til að tákna með hörku í ýmsum efnum og er þá óþarft að hafa í huga hugsanlega meiningu kaupamannsins, fremur en upphaflega merkingu á að ganga í hægðum sínum eða hrökkva upp af skaftinu. Það voru sem sagt fáar upp- eldisreglurnar á fyrri hluta aldar- innar og þeim fylgt eftir með hörkunni sex í hinu almenna upp- eldi og einnig allri kennslu barna og unglinga. Á vetrum, um skólatíma, giltu tvær hátternisreglur: barnið átti að læra lexíurnar sínar undir morgundaginn strax og það kom úr skólanum, þá mátti það fara út að leika sér, en vera komið í hús um kvöldmat og um kvöldið hlýddi móðirin barninu yfir lexíurnar. Móðirin jagaðist í barninu, ef henni þótti slæleg kunnáttan: „Ætlarðu að verða henni móður þinni til skammar i skólanum, hvað heldurðu að kennari hugsi um heimilið þitt, ef þú lærir ekki lexíurnar þínar, hver heldurðu að beri skömmina." Þegar svo einkunnabókin kom og tölur voru lágar, kom málið fyrir föðurinn og barnið þurfti ekki að vera í neinum vafa um refsinguna, hún var einföld og af- dráttarlaus, ef um strák var að ræða, kippt niður um hann buxun- um og hann hýddur. Sama gerðist ef um óknytti var að ræða. Móðirin bað fyrir sér en faðirinn hýddi. Siðareglur voru mjög einfaldar: Þú skalt ekki stela, ekki hrella gamalt fólk eða kvelja dýr og haga þér skikkan- lega við kennarana. Og samfélagið ól upp börnin með foreldrunum og kennurunum. 111 hegðan var almennt fordæmd, það afsakaði hana enginn, heldur sameinuðust allir um að skikka til börn og unglinga, svo að þeir yrðu hvorki sjálfum sér né samfélagi sínu til vandræða. Það þótti sjálfsagt að sá sem stóð barn að illri hegðan, hirti það á staðnum, ef hann var þess umkominn eða drægi það organdi heim til for- eldranna, sem tóku þá málið í sín- ar hendur og þökkuðu manninum fyrir með virktum sem velgerð- armanni barnsins. Ef til vill hefur samvinna og samstaða foreldra, kennara og samfélagsins valdið mestu um, að það er staðreynd, sem við, er mun- um tímana tvenna og höfum sam- anburð, getum vottað, að það tókst almennt betur til um uppeldi barna — og unglinga en nú gerist. Það sýndist ekki sitt hverjum í fyrra tíma undir hefðbundnum venjum og siðum; allir aðilar, sem höfðu áhrif á uppeldi, voru sam- mála hver ætti að vera hegðun- armáti barna og unglinga og hjálpuðust að við að kenna barn- inu þann hegðunarmáta og eins var það að allir aðilar, foreldrar, kennarar og samfélagið, voru á einu máli um, hvað teljast skyldi refsivert afbrot og það bæri að refsa barninu; öll vorkunnsemi væri af hinu illa og barninu til skaða. Það var ekki um að ræða þann tvískinnung, sem nú ríkir, ef eitthvað þarf að taka til hendi í uppeldismálum, hvort heldur er almennt eða ráða framúr vanda einstaklings. Strax eru komnir Eigandi bakarísins, Sigmundur Smári Stefánsson, ásamt tveimur starfsstúlkum, Helgu Gústafsdóttur t.v. og Káru Hrönn Vilhjálmsdóttur t.h. Nýtt bakarí við Kleppsveg SMÁRABAKARÍ nefnist nýtt bakarí sem opnað hefur verið á Kleppsvegi 152. Eigandi er Sigmundur Smári Stefánsson, bak- arameistari, en hann starfaði í 16 ár sem bakari í Hressingarskálanum. Smárabakarí er opið alla virka daga frá kl. 8 til 18 og laugardaga og sunnu- daga frá kl. 9 til 16. (Fréttatilkynning.) Hið íslenska kennarafélag: Námskeið um friðarfræðslu HIÐ ÍSLENSKA kennarafélag mun í Háskóla íslands gangast fyrir námsk ágúst í húsnæði Háskóla Islands. Á námskeiðinu verða kynnt og fjallað um sálræn áhrif hræðslu við kjarnorkuvígbúnað bæði á ein- staklinga og þjóðfélög. Sérfræðingar munu flytja fyrir- lestra um kjarnorkuvopn, um af- leiðingar af notkun þeirra og við- búnað íslenskra stjórnvalda (al- mannavarnir) ef til kjarnorku- styrjaldar kemur. Rætt verður að ' hve miklu leyti þessar upplýsingar samvinnu við endurmenntunarnefnd ði um friðarfræðslu dagana 29. og 30. eigi erindi til skólafólks. Einnig verða fluttir fyrirlestrar um stjórnmálafræði og kristinfræði og hlut þeirra i umræðum um þessi mál bæði í skólum og annars staðar. Kynnt verður erlent námsefni, bæði myndbönd og lesefni, úr þeirri námsgrein sem kölluð hefur verið friðarfræðsla. Umsjón með námskeiðinu hefur Guðríður Sigurðardóttir kennari, en hún kynnti sér þessi mál sér- staklega í framhaldsnámi sínu við Harvard-háskólann í Boston. Auk hennar munu flytja fyrirlestra Hans Kr. Guðmundsson eðlisfræð- ingur, Guðjón Magnússon aðstoð- arlandlæknir, Gunnar Gunnars- son stjórnmálafræðingur, Högni óskarsson geðlæknir, Páll Berg- þórsson veðurfræðingur, Sigurður Björnsson læknir og Sigurður Pálsson námsstjóri." (Úr fréttatilkvnningu.) Gera þarf verulegt átak til að geta þjón- að varnarliðinu — segir Gunnar Páll Ingólfsson fram- kvæmdastjóri ísmats hf. „ÞAÐ VERÐUR að segjast eins og er að við höfum ekki undirbúið sölu kjöts til varnarliðsins sem skildi. Ef dómur fellur okkur í vil verður að gera verulegt átak til að þjóna þessum nýja viðskiptaaðila þannig að hermennirnir geti sætt sig við breytinguna. Við eigum vissulega nóg af landbúnaöarvörum fyrir þá, en það þarf fleira að koma til,“ sagði Gunnar Páll Ingólfsson framkvæmdastjóri ísmats hf. í Njarðvík þegar leitað var álits hans á mögu- leikum íslenskra búvara á KeDavíkurflugvelli. ísmat hefur verið starfandi í þar sem fyrirtækið „lenti á milli í þrjú ár og hefur á þeim tíma kom- ið fram með ýmsar nýjungar í vinnslu og pökkun kinda- og hrossakjöts. Til dæmis var þar úr- beinað kjöt í flugvélamatinn hjá Flugleiðum og frá því gengið þannig að það var tilbúið beint til steikingar í flugeldhúsinu. Sagði Gunnar að menn frá varnarliðinu hefðu fylgst með þessari vinnslu og væri ákveðinn vilji hjá þeim til að auka lambakjötsneysluna á Keflavíkurflugvelli. Þeir væru hins vegar óánægðir með það hvernig þeir fengju kjötið frá af- urðasölunum. Þeir vildu hafa kjötvinnsluna nálægt sér og fá kjötið meira unnið en þeim hefði hingað til verið boðið upp á. Sagði Gunnar Páll að fulltrúar frá eldhúsi mötuneytanna á Kefla- víkurflugvelli hefðu komið í skoð- unarferð í ísmat og sýnt því sem þeir hafa verið að gera þar áhuga en þeir hefðu talið útilokað að fá viðurkenningu bandarískra heil- brigðisyfirvalda á aðstöðunni í Njarðvík vegna umhverfisins þar. Þeim hefði aftur á móti litist vel á aðstæður í Vogunum þar sem ís- mat er að byggja yfir starfsemina. Byggingaframkvæmdir þar stöðv- uðust hins vegar vegna fjárskorts, sjóðakerfinu", eins og Gunnar Páll orðaði það. Sagði hann að framtíð fyrirtækisins væri nú í mikilli óvissu þar sem ekki hefði fengist skilningur á því brautryðjenda- starfi sem þar hefði verið unnið í kjötvinnslu. Gunnar Páll sagði einnig að forráðamenn fyrirtækis- ins hefðu ávallt talað fyrir dauf- um eyrum bændasamtakanna og afurðasölufyrirtækjanna þegar bent hefði verið á ýmsa vankanta í slátrun, vinnslu og sölu kjöts hér á landi, eða allt þar til nú að bænd- ur sjálfir hefðu tekið málin í sínar hendur með stofnun nýrra bænda- samtaka. Varðandi sölu á búvörum til varnarliðsins sagði Gunnar Páll: „Eg tel að við stöndum mjög vel að vígi í mjólkurvörunum af því að þar hefur vöruþróun verið sinnt vel. Nýja eggjadreifingarstöðin gerir það að verkum að við getum séð þeim fyrir eggjum. Stöðug þróunarvinna er í gangi í kjúkl- ingaframleiðslunni en þar þyrfti framleiðslan að aukast til að hægt væri að anna eftirspurninni á Keflavíkurflugvelli. Sama er um svínakjötsframleiðsluna að segja, þar er spurning hvort magnið dug- ar, en eitt fyrirtæki, Síld og fisk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.