Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 BIKARÚRSLIT — BIKARÚRSLIT — BIKARÚRSLIT — BIKARÚRSLIT • Friðrik rafvirki I Stríða mér mikið FRIÐRIK Friöriksson, mark- vöröur Fram er einn þeirra sem mun í dag leika sinn fyrsta bikarúrslitaleik. Friörik hefur staðið í marki Fram í allt sumar og staöiö sig Ijómandi vel, utan að hann fékk á sig klaufalegt mark í leiknum gegn Víöi á dögunum. Þegar við hittum Friörik þar sem hann var viö vinnu sína sem rafvirki þá voru vinnufélag- ar hans aö stríöa honum vegna þessa marks og aö sögn Friö- riks þá eru þeir mjög iönir viö aö minna hann á þegar hann stendur sig ekki nógu vel. Þeg- ar viö ætluöum aö fara aö mynda hann sagöi einn félaga hans: „Þiö ættuö nú frekar aö birta mynd af honum þar sem hann klúöraöi í leiknum gegn Víöi.“ „Svona láta þeir alltaf," sagöi Friörik brosandi og þaö var greinilegt aö þetta var aöeins saklaus stríöni en ekki eitthvaö sem tekið var of alvarlega. „Þaö er alveg sama hvaö maö- ur gerir, þeir finna alltaf ein- hverja veika punkta til aö stríöa mér á,“ sagöi Friörik og hélt áfram aö tengja vira þvi húsiö á að vera tilbúiö undir tréverk í desember og því eins gott aö halda sig aö verki. Miðasaia gengur vel MIÐASALA fyrir leikinn á milli Fram og Keflavík hófst í Kefla- vík á mánudaginn en í Reykja- vík á þriöjudaginn og hefur gengiö mjög vel að selja miöa þannig að þeir sem hug hafa á aö tryggja sér miöa í tíma ættu aö drífa sig niöur á Laugardalsvöll eftir klukkan 11 í dag og kaupa sér miöa því þá hefst miðasalan í dag. Búist er viö miklum fjölda áhorfenda og veður ætti aö vera nokkuö gott þannig aö þaö dregur ekki úr aö þessu sinni. Miðaverö í stúku er 350 kr., i stæöi kostar 250 kr. og börn þurfa aö greiöa 100 krón- ur. Mikið skorað • Ómar Torfason LIÐ Fram og ÍBK hafa skorað mikiö af mörkum í sumar og má þar sem dæmi nefna að í inn- byrðis leikjum liöanna hafa veriö skoruö sjö mörk. Fram vann í Reykjavík 3:1 en í Keflavík sigr- uöu heimamenn 3:0 Þeir leikmenn sem hafa veriö iönastir viö aö skora mörk í þess- um liðum eru þeir Ragnar Mar- geirsson í Keflavíkurliöinu og Ómar Torfason hjá Fram. Báöir hafa þeir gert níu mörk i 1. deildar keppninni og hafa eflaust hug á aö bæta mörkum í safniö. Hjá Fram eru einnig þeir nafnar Guömundur Torfason og Steins- son sem hafa verið duglegir viö aö skora hjá andstæöingum sínum og margir hafa taliö þetta einn hættu- legasta framlínudúettinn i íslenskri knattspyrnu. Hvort þaö er rétt eöa ekki þá er vist aö þeir félagar eru báöir mjög markheppnir, Torfason er geysilega sterkur skallamaöur en Steinsson er eidfljótur og út- sjónarsamur þegar markiö er ann- ars vegar. Hjá Keflvíkingum hefur Sigurjón Kristjánsson veriö duglegur viö aö skora mörk, hann hefur nú skoraö sex mörk fyrir liöiö i síöustu sex leikjum og öll mörk hans hafa verið gullfalleg. Siguröur Björgvinsson hefur skoraö mark í öllum þremur bikarleikjum Keflavikurliösins og hann er ákveöinn í því aö halda uppteknum hætti. Ekki má gleyma Helga Bentssyni hjá ÍBK, hann hef- ur leikiö vel í sumar, þó svo hanri hafi ekki skoraö mikiö af mörkum þá er alltaf hætta þar sem Helgi fer. • Ragnar Margeirason Hökkum þá ... • Ekki vitum viö hvort Siguröur Björgvinsson ætlar aö hakka Framara í orðsins fyllstu merkingu en hann er staðráöinn í aö sigra þá á knattspyrnuvellinum i dag. Þessi mynd var tekin af Sigurði við vinnu sína í Keflavík. Inn með þig! • Þorsteinn Bjarnason er ákveöinn í því aö hafa góöar gætur á Guö- mundi Steinssyni. Helst vildi Þorsteinn loka Guömund inni í lögreglu- bílnum yfir helgina þannig aö hann þyrfti ekki aö óttast aö hann geröi usla í vítateignum hjá honum í dag. Eins og sjá má á þessari mynd þá reyndist Þorsteini erfitt að koma Guömundi í örugga gæslu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Helgi Jóhannsson • Gunnar M. Hansson Við vinnum í dag Meöal gesta á bikarúrslitaleik Fram og ÍBK veröa fulltrúar IBM og Samvinnuferða-Landsýn en þaö eru þau fyrirtæki sem auglýsa á keppninsbúningum þessara félaga. Okkur lék forvitni á aö vita hvernig þessir menn teldu aö leiknum myndi lykta og höföum því samband viö þá. Fyrir svörum uröu Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM á íslandi, og Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnuferða „Eg spilaöi knattspyrnu þegar ég var lítill eöa allt þar til ég hóf aó leika körfuknattleik. Ég er fæddur og uppalinn í KR-hverfi og er því KR-ingur í húö og hár. Einu tengsl mín viö Fram eru þau aö ég keppti viö þá á fullu í gamla daga og svo auövitaö auglýsingarnar sem viö erum meö á búningum þeirra. Ástæöan fyrir því aó viö ákváöum að styrkja Fram er sú aö þeir eru í sama hverfi og fyrirtækiö," sagöi Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM. — Hvernig endar leikurinn í dag? „Ég spái því aö Fram vinni 3:1, en því miður mun ég ekki sjá leik- inn því þaó stendur þannig á hjá mér aö ég verð út úr bænum.“ — Fylgist forstjóri IBM meö íþróttum? „Já, þaó gerir hann, ég les alltaf íþróttasiðurnar í blööunum og vona aö ég eigi alltaf eftir aö hafa áhuga á íþróttum," var svariö. „Blessaöur vertu, ég spilaði bæöi handbolta og fótbolta upp alla yngri flokkana meö Keflvíking- um. Síöan fór ég alveg í bakinu og hef orðið aó láta mér nægja aö fylgjast meö síöan,“ sagöi Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnu- ferða-Landsýnar þegar viö spurö- um hann aö því hvort hann hefði einhvern tímann leikiö knatt- spyrnu. „Þaö má segja aö ég sé tiltölu- lega vel inn í þessum málum því ég hef fariö á nokkra leiki í sumar, og flestir leikirnir sem ég hef séö eru meö Fram og Keflavík. Framarar eru mjög traustir viöskiptavinir hjá mér og því má segja aö ég sé í dálítið erfiðri aðstööu meö að segja til um hvernig leikurinn í dag endar," sagöi Helgi hlæjandi. — En hverju spáir þú? „Þó svo ég eigi marga vini í Fram og sonur minn leiki meö yngri flokkunum þar þá veró ég að spá Keflavíkingum sigri, ætli þeir vinni ekki 1:0. Ég vildi helst spá jafntefli en leikurinn yröi þá endur- tekinn þannig aö ég spái 1:0 fyrir Keflavík," sagöi Helgi aö lokum. Fram vann ÍBK í myrkraleik FRAM OG ÍBK léku til úrslita í Bikarkeppnínni árið 1973 og var það fyrsti úrslitaleikurinn sem leíkinn var á Laugardalsvelli, en áður haföi alltaf veriö leikiö á gamla Melavellinum. Leiknum lauk meö sigri Fram sem skor- aöi tvö mörk gegn einu marki Keflvíkinga. Þjálfari Kefivikinga á þessum árum var Joe Hooley og haföi Keflavíkurliöió ekki tapaö leik í islandsmótinu um sumariö en í úrslitaleiknum uröu þeir aö lúta í lægra haldi fyrir Fram. Hvorugu liðinu tókst aö skora mark í venjulegum leiktíma og því var framlengt. í framlenging- unni skoraöi Jón Pétursson mark fyrir Fram en Steinar Jóhannss- on jafnaöi skömmu síöar. Þaö var siöar Marteinn Geirsson sem skoraöi sigurmark Fram á 102. minútu leiksins og var þá oróiö mjög skuggsýnt. Eysteinn Guömundsson dæmdi leikinn og hann var staöráöinn í aó Ijúka leiknum þrátt fyrir myrkriö og mótmæli einstakra leikmanna og forráöamanna félaganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.