Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 27 Tónlistarhúsið á eftir að skipta sköpum í íslensku tónlistarlífi. Meðal annars verður sérstaklega gætt að öllum þáttum er varða upptöku efnis. Nú var það svo við frumhönnun Útvarpshússins að þar átti að vera sérstakur salur til upptöku tóniistar. Þegar svo var ákveðið að sjónvarpið flyttist þangað líka, þá var þessu breytt. Þannig er hvorki í byggingu né fyrirhugaður neinn salur til upp- töku tónlistar nema í tónlistarhús- inu væntanlega. Auk fullkominnar stúdíóaðstöðu verður einnig í fyrsta skipti hægt að hýsa alvöru nótnasafn og plötusafn á aðgengi- legan hátt. Þarna verður hægt að hlusta á upptökur og ganga að skrifaðri tónlist, sem hér er til í kössum í geymslum safna, en eng- in leið er að komast að og fæstir vita um. Æskilegast væri að byggja mörg tónlistarhús; fullkomið óperuhús, fullkomið konserthús og kannski þriðja húsið fyrir söng- leiki. En við Islendingar erum svo fáir að við verðum að fara milliveg í þessu efni, a.m.k. í fyrstu lotu, líkt og margfalt stærri borgir en Reykjavík hafa gert við byggingu tónlistarhúsa. Hver veit síðan hvað framtíðin ber í skauti sér? Það er einnig augljóst að tón- listarhúsið rís ekki, nema það reynist rétt að tónlistin skipi eitt öndvegið í huga íslendinga. Fram að þessu hafa um það bil þúsund manns greitt félagsgjöld til bygg- ingar hússins. Við höfum fengið nokkra styrki og fjáröflunartón- ieikar hafa verið haldnir. LANDSHAPPDRÆTTI HLEYPT AF STOKK- UNUM í því sambandi vil ég geta stór- kostlegra tónleika Martins Berk- ofsky, píanóleikara, sem að eigin frumkvæði hélt tónleika í Þjóð- leikhúsinu síðastliðinn vetur, og skilaði okkur öllum ágóðanum. Sinfóníuhljómsveitin hefur haldið tónleika okkur til styrktar eins og ég gat um í upphafi máls míns, og einnig hafa starfsmenn hljóm- sveitarinnar veitt okkur rausnar- lega úr sjóði sínum. Eins og alþjóð veit þá hélt ein besta hljómsveit heimsins, hljóm- sveitin Philharmonia í Lundúnum, undir stjórn Vladimirs Ashkenaz- ys ógleymanlega tónleika okkur til stuðnings. Það var okkur mikil uppörvun og góð landkynning að um hundr- að frábærir tónlistarmenn sem fyrst kynntust Islandi vegna heimsóknar sinnar á Listahátíð síðastliðið sumar, skyldu verða það hrifnir af íslensku tónlistar- lífi og finnast skortur á tónlistar- húsi það brýnn, að þeir ákváðu að halda sérstaka tónleika til styrkt- ar góðu málefni. Nú munum við hleypa af stokk- unum landshappdrætti og höfða þannig til íslensku þjóðarinnar um að veita þessu málefni fram- gang. Við munum einnig leita til fyrirtækja, ríkis og borgar. Við eigum eitthvað á þriðju milijón í sjóði. Það hefur verið lögð höfuðáhersla á að eyða ekki því fé er okkur hefur safnast. Allt starf í sambandi við þetta hefur verið sjálfboðavinna. Og þeir sem fóru til Lundúna vegna tónleik- anna áðurnefndu fóru algjörlega á eigin kostnað. Við stefnum að því að koma upp tónlistarhúsi sem allra fyrst og það fé sem safnast verður látið renna til þessa eina markmiðs, þannig að hægt verði að syngja, spila og dansa í húsinu. Ballett- sýningar eiga einnig að geta farið þar fram. Nú hefst bráðum samkeppnin um hönnun hússins og fjáröflun fer af stað. Við vonum að þjóðin bregðist vel við.“ Og með það rauk Armann Örn Ármannsson af stað á enn einn fundinn vegna þessa óskabarns íslenskra tónlistar- manna og vonandi líka þjóðarinn- ar. Viðtal: Franzisca Gunnarsdóttir ísafjörður: Þinghóll — nýr veit- inga- og skemmtistaður ísafirði, 22. ágúsL ÞINGHÓLL, nýr veitinga- og skemmtistaður, var opnaður um síð- astliðna helgi í vöruhúsi Ljónsins, þar sem veitingastofan Dokkan var áður til húsa. Ymsar breytingar hafa verið gerðar, þ. á m. að tvískipta saln- um, þannig að tveir aðskildir hóp- ar geta verið þar á sama tíma. Aukið var við rými með því að taka stórt anddyri i notkun og komast nú um 150 manns í sæti, án þess að dansgólfið hafi verið minnkað. í Þinghóli verða allar almennar veitingar. Þar er gert ráð fyrir skemmtiatriðum og dansi. Opið er fimmtudags-, föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. Eigendur Þinghóls eru hjónin Bæring Jónsson bakarameistari og Guðrún Hásler, börn þeirra og tengdabörn, ásamt Hans Hásler hótelstjóra í Reykjavík. — fllfar Veitingastaðurinn Þinghóll á ísafirði. Morjfunbladiö/Úlfar HEIA/IA VARMAR LIÐIÐ S/ippfé/agið í Reykjavík hf Málningarverksmiðjan Dugguvogi Sími 84255 HEMPELS - þakmálning, serhæfð á þakjárn HEMPELS þakmálning er sérhaefð á bárujárn og hefur frábæra viðloðun og veðurþol. Forskriftin að HEMPELS þakmálningu hefur þróast í tímans rás á söltum sæ, þ.e. á íslenskum hafskipum þar sem álagið nær hámarki. DYINIASYLAN BSM 40 vatnsfæla og VITRETEX plastmálning - koma í veg fyrir steypuskemmdir eða lagfæra þær með réttrl meðhöndlun Tværyfirferðir með DYNASYLAN BSM 40 og síðan tvær yfirferðir með VITRETEX plastmálningu tryggir margra ára endingu. CUPRINOL - alvörufuavarnarefnið sem fegrar og fyrirbygglr CUPRINOL fúavarnarefnið greinist í 4 aðalflokka: 1. Grunnfúavamarefni án yfirborðsfilmu. 2. Hálfgagnsætt litað fúavarnarefni í fjölda viðarlita. 3. Þekjandi lituð fúavörn í 7 litum. 4. Grænt fúavarnarefni í vermireiti og á gróðurhús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.