Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 Útgefandi itMðfrtfr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakið. Bjórlíki — blandað á staðnum Sjónvarpið sýndi ekki alls fyrir löngu skopþætti sem gengu undir samheitinu „Löð- ur“. Þeir kitluðu hláturtaugar þeirra sem höfðu nægjanlegt skopskyn til að njóta þeirra. Ekki höfðu allir „neytendur" þáttanna kímnigáfu í þeim mæli. Sama máli gegnir um skilning á því „bjór-löðri“, sem birtist á stefnuskjá dómsmála- ráðherra og löggjafans í áfeng- ismálum. Það viðgengst innan opin- berrar stefnumörkunar í áfengismálum, eða fram- kvæmdar á þeirri stefnu, að ís- lendingar, sem fara á milli landa, en utanferðir vóru nær 90.000 á sl. ári, fái að koma með ákveðið magn áfengs öls (bjórs) til síns heima. Sama gildir um farmenn og flugliða. Sá hluti þjóðarinnar, sem hér um ræðir, hefur því forréttindi umfram heimasitjandi hvað bjórkaup varðar. Sú megin- regla, að þegnarnir skuli jafnir gagnvart landslögum, er snið- gengin. Auk framangreinds fást bjórgerðarefni — og hafa lengi fengist — í fjölmörgum verzl- unum. Hér við bætist að bjórlíki, þ.e. léttöl styrkt með sterku áfengi, má áfram selja á veit- ingastöðum, ef drykkurinn er blandaður fyrir framan kaup- endur. Opinber stefna í áfengismál- um, eins og hún er fram- kvæmd, felur það ótvírætt í sér, að ríkis- eða framkvæmda- valdið (Áfengis- og tóbaks- verzlun ríkisins) sjái lands- mönnum fyrir öllum tegundum áfengis, eftir því sem hugur hvers og eins stendur til, nema þess veikasta, bjórs. Þessi stefna stenzt, þó umdeild sé og stríði gegn venjum velflestra þjóða, ef landsmenn allir væru undir sömu sök seldir; en ekki skipt í tvo hópa, eftir starfs- greinum, eða því hvort menn eyða orlofi heima eða erlendis, svo dæmi séu nefnd. Jón Helgason, dómsmála- ráðherra, hefur ákveðið með reglugerð, að bjórlíki megi áfram selja, ef blandað er í augsýn neytenda. Bjórlíki blandað fyrirfram í kerald og selt úr krana, verður hinsvegar bannvara frá 15. september nk. Dómsmálaráðherra gefur þá skýringu á reglugerðarákvörð- un sinni um blöndun bjórlíkis í augsýn viðskiptavinar, að „ölv- unarakstur hafi aukizt til muna í kjölfar fjölgunar smærri vínveitingahúsa ...“ eins og haft er eftir honum í frétt í Morgunblaðinu. Hinsvegar segir í fréttum Morgunblaðsins, sem byggðar eru á heimildum lögreglu og umferðarráðs, að „engin sjá- anleg fjölgun hafi orðið á fjölda þeirra ökumanna, sem teknir hafa verið grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík, síðan fyrstu bjórstofurnar svokölluðu vóru opnaðar í höf- uðborginni fyrir tæpum tveim- ur árum, eða síðan vínveitinga- húsum fór að fjölga verulega fyrir sex árum“. Árið 1979 vóru 1.097 ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur, en 1.021 1984. Enginn dregur í efa lagaleg- an rétt dómsmálaráðherra til þeirrar ákvörðunar, sem hann hefur tekið. Málefnaleg rök kunna einnig að vera til staðar. Hitt er fyrir neðan allar hellur ef ráðherrar byggja ákvarðanir á „upplýsingum" eða „forsend- um“, sem koma ekki heim við staðreyndir. Skýringar ráð- herra á gjörðum sínum eiga að vera trúverðugar. Vandamál, sem ofneyzlu áfengis fylgja, eru mörg og stór. Sú kvöð hvílir ekki sízt á dreifingaraðila áfengis í land- inu, ríkisvaldinu, að halda uppi fyrirbyggjandi varnarstarfi gegn slíkri ofneyzlu — og nauð- synlegri aðstoð við þá, sem ekki kunna fótum sínum forráð. Fyrirbyggjandi fræðslustarf má t.d. efla í stofnunum, sem ríkið rekur, svo sem í skólum, útvarpi og sjónvarpi. Fjölmargir aðilar og félaga- samtök vinna á þessum vett- vangi, ekki sízt SAÁ, en starf- semi þess hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Sama máli gegnir um góð- templararegluna, bæði æsku- lýðsstarf hennar og bindindis- starf yfir höfuð. Stefnumörk- un, sem felur í sér algjört áfengisbann, hefur að vísu ekki almennan hljómgrunn hér á landi, en hún er engu að síður skýr og ákveðin og gerir ekki ráð fyrir mismunandi rétti þjóðfélagsþegnanna. Það yrði að bera í bakkafull- an lækinn að tíunda enn og aft- ur umdeild vinnubrögð Alþing- is í svokölluðu bjórmáli. Það skal hinsvegar áréttað, sem Morgunblaðið hefur áður lagt til í þessu máli, að þjóðin fái að taka afstöðu til þess í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Það er í sam- ræmi við þá hefð, sem ríkt hef- ur í landinu, að íbúar einstakra byggðarlaga ákveði í almennri atkvæðagreiðslu, hvort opna megi eða loka skuli áfengis- verzlun í byggðarlaginu. íslenskur landbúnaður Niðurgreiðslur land- búnaðarvara hafa um árabil verið deilumál á íslandi. Andstæð- ingar þess að greiða niður framleiðslu- kostnað eða að ákveð- in framleiðslugrein sé styrkt af al- mannafé hafa bent réttilega á, að með því sé verið að falsa verð á vörum — markaðurinn fær villandi upplýsingar. Afleiðingarnar eru oft þær sömu og átti að reyna að koma í veg fyrir. Það er ekki aðeins af þessum ástæðum sem margir frjálslyndir menn eru fullir efasemda um gildi opinberra styrkja og niður- greiðslna. Reynslan hefur sýnt að fyrir- komulag sem þetta kallar oft á skipu- lagshyggju — miðstýringu þeirrar at- vinnugreinar sem fyrirgreiðslunnar nýtur. Við þetta geta þeir ekki sætt sig við. Fátækar þjóðir hnepptar 1 Þrældóm í breska tímaritinu The Economist, er fjallað í forustugrein 10. ágúst síðastlið- inn um þann vanda sem niðurgreiðslur skapa í sykuriðnaði. Þar segir að enn á ný hafi ríkar þjóðir hneppt þær fátæku í þrældóm, með því að kippa stoðum undan sykurekrum þessara landa, sem eru mikilvægar fyrir einhæft efnahags- líf. Heimsmarkaðsverð á sykri er lægra en 4 sent á pundið. Framleiðslukostnað- ur er hins vegar allt að þrisvar sinnum hærri. Þetta er svipað og að selja bíl á 200 þúsund krónur þegar framleiðslu- verð hans er 600 þúsund krónur. Þær verksmiðjur sem þannig haga rekstrin- um, verða auðvitað gjaldþrota — fyrst þær sem verst eru reknar. Þessu er öfugt farið í sykuriðnaðinum: Þær ekrur sem arðvænlegastar eru fara fyrst á hausinn. Höfundur fyrrnefndar greinar bendir á nauðsyn þess að frjáls markaður fái að ráða og horfið verði af þeirri óheilla- braut sem styrkir og niðurgreiðslur eru. Eða með öðrum orðum: Mönnum verði gert kleift að njóta eigin verka; fái að uppskera það sem þeir sá. Efnahags- og stjórnmálalegt jafnvægi í hættu Mörg hitabeltislönd byggja efna- hagslega afkomu sína og þar með stjórnmálalegt jafnvægi á sykurekrun- um. Þessi lönd eru fórnardýr niður- greiðslna landbúnaðarvara í iðnríkjum Vesturlanda. Evrópubandalagið greiðir, eða öllu heldur styrkir, sykurbændur í ríkjum bandalagsins um 20 sent á hvert pund sem þeir framleiða, sem er fimm sinn- um hærra en markaðsverðið. Bændur í þessum löndum hafa aukið framleiðslu sína í 13,3 milljónir lesta úr 10,8 millj- ónum lesta árið 1977. Og til að forðast að sykurfjall bætist við önnur fjöll land- búnaðarvara hefur Evrópubandalagið „selt“ öðrum löndum 38 milljónir lesta af sykri á síðustu átta árum. Það skal því engan undra að sykuriðnaður fá- tækra landa eigi undir högg að sækja. Nidurgreidslur á íslandi Þær umræður sem fram hafa farið hér á landi um kosti og galla niður- greiðslna í íslenskum landbúnaði hafa oftar en ekki einkennst af tilfinninga- legum sjónarmiðum, sem enda á stund- um í skætingi milli andstæðinga. Mál- svarar niðurgreiðslna hafa fært fram mörg rök máli sínu til stuðnings. Þeir benda á nauðsyn þess að halda landinu í byggð — jafnvægi sé milli dreifbýlis og þéttbýlis. Til að ná þessu markmiði verður hið opinbera að leggja eitthvað af mörkunum. Margir óttast að ef niðurgreiðslum landbúnaðarvara verður hætt, leiði það til þess að fótum verði kippt undan mörgum bændum; þeir flosni upp og búskapur í mörgum sveit- um leggist niður að meira eða minna leyti. Þá er einnig bent á að niður- greiðslur séu tæki til að jafna efna- hagslega stöðu neytenda, þar sem mat- vörur eru þungur baggi á tekjulægstu einstaklingunum og heimilunum. Tvær síðastnefndu röksemdirnar haldast raunar í hendur. Því hærri sem niður- greiðslurnar eru, því meiri verður neysla landbúnaðarvara, þó að vissu há- marki. Þannig geta bændur framleitt meira en ella og neytendur fá vöruna á lægra verði. Neydarúrrædi Þó menn fallist á röksemdir þær sem hér eru nefndar og aðrar sem gefnar eru, hljóta menn einnig að geta samein- ast um það að í raun séu styrkir til atvinnugreina og niðurgreiðslur fram- leiðsluvara neyðarúrræði. Það er eða ætti að vera keppikefli allra að þannig sé búið í haginn fyrir atvinnuvegina, að þeir geti staðið einir og óstuddir. í byrjun þessa Reykjavíkurbréfs var á það bent að niðurgreiðslur falsa verð vörunnar. Ein alvarlegasta afleiðing þessa er að sá hvati sem knýr framleið- endur til að keppa að því að lækka fram- leiðslukostnaðinn og þar með vöruverð, sem aftur eykur eftirspurnina er lamað- ur. Á þann hátt vinna niðurgreiðslur gegn neytandanum og einnig framleið- andanum. Niðurgreiðslur kalla á meiri skattheimtu og það eru neytendur og framleiðendur sem borga. Eins og minnst var á hér á undan hafa þau rök verið notuð fyrir niður- greiðslum að með þeim sé verið að jafna efnahagslega stöðu þegnanna. Þannig sé reynt að létta undir með þeim verst settu, en matarkaup eru þungur baggi á mörgum heimilum. Reyndin er hins veg- ar önnur. Niðurgreiðslur hafa ekki tryggt lágt vöruverð, eins og neytendur vita best sjálfir. Öll rök hníga að því að þegar til lengri tíma er litið séu niður- greiðslur hvorki til hagsbóta fyrir neyt- endur né framleiðendur. í þessum efn- um eru hagsmunir þessara tveggja aðila samtvinnaðir. Vilji stjórnvöld styðja við bakið á landbúnaði er miklu heilbrigðara að gera það í gegnum skattakerfið. Á sama hátt er hægt að koma til móts við neyt- endur sem lágar tekjur hafa, vegna hækkunar á verði landbúnaðarvara, með neikvæðum sköttum. Með öðrum orðum, þeir fjármunir sem nú eru not- aðir til niðurgreiðslna eru greiddir beint til neytandans. Þannig er tryggt að sú hjálp sem veita á með niðurgreiðslum komi þeim til góða sem mest þurfa á henni að halda og þeir sem eru í góðum efnum og njóta nú niðurgreiðslanna greiða raunvirði fyrir vöruna. Með þess- um hætti er efnahagsleg staða manna jöfnuð, en ekki með beinum niður- greiðslum. Háskóli íslands Á undanförnum tíu til fimmtán árum hefur æ fleirum verið beint inn á bók- námsbrautina. Fyrir 1970 útskrifuðu aðeins sex skólar stúdenta, en nú geta nemendur þreytt stúdentspróf frá um 20 skólum. Á sjöunda áratugnum voru útskrifaðir árlega milli 500 og 600 stúd- entar, en 1981 var tala þeirra komin upp í 1300. Með hliðsjón af þessu hefði mátt ætla að stjórnvöld hefðu gert stórátak í að efla Háskóla íslands og aðra fram- haldsskóla — staðreyndirnar sýna ann- að. Fé á hvern nemanda og kennara við Háskólann hefur farið rýrnandi og hús- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 24. ágúst næði skólans er minna á hvern nem- anda. Æðsta menntastofnun landsins er þannig á margan hátt verr í stakk búin nú en fyrir áratug til að veita nemend- um fræðslu og þá menntun sem þeir sækjast eftir. Þróunarnefndin í skýrslu Þróunarnefndar Háskóla ís- lands sem gefin var út í águstmánuði á síðasta ári segir meðal annars: „Er svo komið að brýnasti vandi Háskólans er húsnæðisskortur og á hann eftir að hamla öllum störfum skólans ef ekki rætist skjótt úr.“ Og nokkru síðar: „Versnandi hag Háskólans verður án efa að rekja til efnahagsvanda þjóðar- búsins. En eins og fram kemur af sam- anburði fjármagns Háskólans á hvern nemenda og kennara við þróun vergrar þjóðarframleiðslu ... hefur hagur skól- ans versnað meira en hagur annarra. Það eykur á þennan vanda að breyt- ingarnar neðar í skólakerfinu hafa, ásamt auknum vilja almennings til menntunar, aukið eftirspurn eftir há- skólamenntun langt umfram það sem fyrirséð var um 1970.“ Engan skal undra að við slíkar að- stæður skjóti þær hugmyndir upp koll- inum að rétt sé að nemendur skólans greiði til hans vissa fjárhæð á ári hverju; þ.e. skólagjöld. Hér verður ekki tekin afstaða til þess hvort hugmyndir af þessu tagi eru réttmætar eða ekki. Af sjónarhóli nemenda eru skólagjöld til góða ef þau leiða til þess að meira tillit verður tekið til þarfa og óska þeirra og gæði menntunar aukast. En í þessum Morgunblaðið/Ámi Sæberg efnum stangast ólík sjónarmið á. Marg- ir telja að með því að láta nemendur greiða hluta skólakostnaðar sé hætta á að þeir efnaminni hverfi frá námi. Þar með er einum hornsteini íslenskrar menntastefnu vellt um koll, sem er að allir geti stundað nám óháð búsetu. Gegn þessu er bent á að með opinberum styrkjum eða lánum sé hægt að tryggja jafnan rétt nemenda. Háskólinn og atvinnulífið Á síðasta þingi voru samþykktar breytingar á lögum um Háskola Islands. Tilgangur þeirra er að efla tengsl Há- skólans við atvinnulífið. Nýmæli þess- ara laga er Þróunarmiðstöð Háskóla ís- lands og að nú hefur skólinn heimild til að eiga aðild að fyrirtækjum sem stunda rannsóknir og þróunarstarfsemi eða framleiðslu og sölu tengda slíkri starfsemi. Þannig verður Háskólinn stoð fyrir atvinnulífið og fyrirtækin stoð Háskólans. Breytingin gæti einnig orðið til þess að skólinn gæti aukið sér- tekjur sínar, til að endurnýja tæki og búnað og komið á móts við þann fjár- skort sem hann á við að búa. Menntun er ekki fengin ókeypis Fjárskortur Háskólans er árviss. Við hverja fjárlagagerðina á fætur annarri fær skólinn minna fé en forsvarsmenn hans sækja um. Þetta gerist þótt þeir þingmenn sem fjalla um málefni Há- skólans, segist allir af vilja gerðir til að leiðrétta hlut hans. Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzl- unarskóla íslands, sagði meðal annars í erindi sem hann flutti á ráðstefnu á Ak- ureyri, sem haldin var af ungum sjálf- stæðismönnum í nóvember síðastlið- num: „Það er skortur á menntun í heim- inum og það er skortur á menntun á íslandi. Menntun er því auðmæld með peningalegum mælikvarða, bæði hvað varðar gæði og magn. Með öðrum orðum, menntun er jafnmikils virði og nemendur vilja greiða fyrir hana í frjálsum viðskiptum. Þegar ég nú segi, að menntun sé jafn mikils virði og nemendur vilja greiða fyrir hana í frjálsum viðskiptum þá verð ég til að forðast misskilning, að biðja menn að hafa hugfast að það er eitt að þekkja hið rétta verð og annað að taka ákvörðun um hver skuli borga. Það er hægt að færa að því rök að mennta- kostnaður þjóðarinnar skuli borinn uppi af skatttekjum ríkissjóðs með sama hætti og hægt er að færa fyrir því rök að menntun skuli ganga kaupum og söl- um eins og hver önnur vara og þjónusta á almennum markaði. En það er ekki hægt að færa rök að því að rétt sé að verja meiri fjármunum til menntamála, en sem nemur hinu rétta verði sem myndaðist ef menntunin gengi kaupum og sölum á frjálsum markaði. Hver sá sem reynir að halda uppi slíkri röksemdafærslu lendir í þeim ógöngum að verða að hafna hagvaxt- arkröfunni og þar með aukinni getu til þess að kaupa fyrir meiri menntun." Þegar skóla- og fræðslumál eru til umræðu gætir oft þeirrar firru bæði meðal almennings og skólamanna að menntun sé ókeypis. Hugsanagangur af þessu tagi er ekki aðeins rangur heldur einnig hættulegur. Skólakerfið á íslandi er þannig byggt upp, að þeir sem nýta sér þjónustu þess gera það sér að kostnaðarlausu, það er án beinna greiðslna. Afleiðing þess að nemendur þurfa sjaldnast að hafa áhyggjur af kostnaði við skólagönguna, er að margir freistast til að líta á ókeyp- is menntun sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut, án minnsta tillits til efnahagslegra aðstæðna þjóðarbúsins. Nýting fjármagns Það má leiða að því sterkar líkur, að það fjármagn sem í náinni framtíð verð- ur veitt til skóla- og fræðslumála verði ekki hærra hlutfall af ríkisútgjöldum, en undanfarin ár. Hvort ástæðan er skortur á pólitískum vilja eða að menn eru orðnir sammála um að þetta hlutfall sé eðlilegt skiptir ekki máli, enda auka- atriði. Mestu skiptir er hins vegar þrennt: í fyrsta lagi verður að nýta það fjármagn sem rennur til þessara mála betur en nú er gert, með hagkvæmari rekstri skóla- stofnana og með því að leysa úr læðingi atorku og getu einstaklinga, sem þar starfa, bæði nemenda og kennara. í annan stað er nauðsynlegt að þannig sé búið að atvinnuvegunum að skilyrði fyrir hagvexti skapist og þar með svig- rúm til að veita auknu fjármagni til menntamála, aukið. í þriðja lagi verða stjórnvöld að gefa einstaklingum, félögum og fyrirtækjum tækifæri á að taka þátt í menntunar- kostnaði með skattalegum aðgerðum. Með þessu vinnst tvennt; annars vegar aukið fjármagn til menntamála og hinsvegar meiri tengsl milli atvinnulífs- ins og skólanna. Margir hafa komið fram með þá hugmynd að best sé að ríkissjóður greiði ákveðna fasta upphæð á hvern nem- anda. Greiðsla ríkissjóðs til hvers skóla fer því eftir því hversu margir nemend- ur eru í skólanum hverju sinni. Með þessu kerfi er foreldrum og/eða nem- endum í sjálfsvald sett hvaða skóli er valinn. Ef skólinn er dýrari en framlag ríkissins segir til um, verða foreldrarnir að greiða mismuninn. Ef beinar greiðslur verða teknar upp er líklegt að áhrif foreldra og nemenda á starf og skipulag skólanna aukist og er það vel. Einnig má færa rök að því að samkeppni skóla verði meiri, því betri sem þeir eru því fleiri nemendur. Vandamál íslenska skólakerfisins verður að leysa. En hvaða leið sem farin er má hún aldrei brjóta í bága við þá hugsjón sem flestir íslendingar hafa, sem er að öllum sé tryggð menntun án tillits til efnahags eða búsetu. „Er svo komid að brýnasti vandi Háskól- ans er húsnæð- isskortur og á hann eftir að hamla öllum átörfum skól- ans ef ekki rætist skjótt úr ... Versn- andi hag Há- skólans verður án efa að rekja til efnahags- vanda þjóðar- búsins.“ Úr skýrslu þróunar- nefndar lliskóla ís- lands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.